Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1966, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1966, Blaðsíða 15
ur á vegum hersins, en þá tóku aðrir aðilar við slíku starfi. Svava majór fór héðan 1945, og stund- aði nám í líknarstarfsemi í aðalstöðvum ihersins í Lundúnum. Eftir það fór hún til Danmerkur og gerðist annar æðsti yfirmaður líknarstarfs hersins í því landi. Islendingar þeir sem hafa verið deild- arstjórar yfir íslandsdeildinni eru: brig- ader Árni Jóhannsson og Svava Gísla- dóttir majór. Starf síðustu tveggja deildarstjóranna: brigaderanna Fridtjovs Nielsens og frúar og Hennys Drive- klepps, hefur að ýmsu leyti verið eftirtektarvert. Er vandséð enn hver árangur mun hljótast af störfum þeirra. I>að, sem af er, er árangur já- kvæður. 1 bókmenntum Íslendinga hefur Hjálp ræðisherinn fengið að ýmsu ómaklega meðferð. Stafar það að ýmsu leyti af misskilningi almennings á skáldverk- unum. Fyrst er að nefna meðferð Hall- dórs Kiljans Laxness á hernum í bók- inni „>ú vínviður hreini“ (nafnið tek- ið úr einum vinsælasta söng Hjálpræð- ishersins). Hefur hlutverk hersins í þeirri bók verkað mjög illa á alþýðu manna á íslandi. Tel ég það mjög á misskilningi byggt. í raun og veru er myndin af hernum fremur ljós, borin saman við þá meðferð, sem aðrar per- sónur sögunnar fá. Ekki má gleyma hin- um tveimur kvæðum Steins Steinars, sem hann orti að fyrirmynd Frödings um vin sinn Jón Kristófer, kadett í hernum. Þau kvæði urðu síðan upp- hafið að samtalsbók Jónasar Árnason- ar: Syndin er lævís og lipur. Er þess að vænta, að rithöfundar einhverjir rit- uðu fremur um hina betri hlið Hjálp- ræðishersins hér á landi, heldur en gerzt hefur til þessa. Hingað til hafa íslenzk- ir höfundar aðeins kannað yfirborðið á starfsemi hersins. Heimildir: R. Sandall: History of the Salvation Army. Úrval, maíhefti 1965: Bókar- þáttur um William Booth, „Hers- höfðinginn næstur Guði.“ Herópið: Árg. 1-12, og frá árunum 1945 og 1965. Samtöl við Svövu Gísla dóttur majór og Óskar Jónsson maj- or. 25 ár. Saga um upphaf Hjálp- ræðishersins í Lundúnum og starfið á íslandi, gefið út af Forlagsútgáfu Hjálpræðishersins 1920. Greinar í Enc. Britannica. Aschehougs Leksikon. Salmonsens Leksikon. — Húmanismi Framhald af bls. 10. þróast með þeim. Þeir fundu upp leir- kerahjólið, skutla og boga og þeim eig- um við að þakka ræktun flestra eða allra korntegunda, sem notaðar eru í dag. Þeir tömdu villt dýr og gerðu þau að húsdýrum. Þeir áttu sína list og hún jók ótrúlega snemma á viðskipti milli ættflokkanna, þótt strjálir væru. Og þeir áttu sina trú á ósýnileg máttarvöld, einn Guð, vættir eða örlög — mana —. Þær hugmyndir eru háðar framþróun, eins og menningin öll, skipást í kerfi, staðna og steinrenna eða deyja út hjá sumum, en aðeins ein greinin á þessum gamla meiði fékk þann vaxtarbrodd, sem vísaði t;l fjarlægðar framtíðar. Það er lögmál allrar framiþróunarinnar, því að leiðin til lífsins er þröng og fáir sem hana rata. Ef tilgangur þessarar þróunar hefur ver- ið frá upphafi sá að gera mann, gæddan viti og siðrænum þroska, þá má segja að hún hafi verið einstigi, og það ein- stigi liggur enn eftir tæpri hamrasyllu nieð storknað berg á aðra hlið, en hyl- dýpisgjá á hina. Ef til vill hefur mann- kyninu aldrei verið það eins ljóst og nú. Skráð saga mannsins tekur aðeins yfir 1—2% aif aliri ævi hans, þótt fleyg- letur frá Sumer og myndletur frá Egyptalandi sé reiknað með í þeim heimildum. Það er ekki nema um 10—12 þúsund ár síðan föst akuryrkja hófst, 5—6 þúsund ár, síðan menn laerðu að steypa vopn og skrautgripi úr bronsi og 3—4 þúsund ár síðan þeir hófu fyrst að vinna járn úr jörðu og dengja það. Svo óðfluga hefur tækni'þróunin orðið og þó lang mest síðustu tvær aldirnar. Sagan um Kain og Abei gieinir frá þessari þróun. Kain er orðinn bólfastur akuryrkjumaður á flóðlendunum í Sum- er, við ósa ánna Efrat og Tigris. Hann er fulltrúi byrjandi borgarmenningar, en Abel er hjarðmaðurinn, sem heldur fónaði sinum til haga á jarðsvæðum sléttunnar og eyðimerkurinnar. Á þurrkatimum verður hann að leita hjörð sinni beitar niðri á sléttunni og fyrsti áreksturinn milli hirðingjans og borgar- búans hefst. Báðir flytja þeir Guði sín- um fórnir af afurðum sínum, eins og sýnt er hér á 5000 ára gamalli mynd frá Sumer. En Kain er í heiftarhug til bróð- ur síns, sem hefur orðið að leita ásjár hans, og því líkar Guði ekki fórn hans. Kain drepur bróður sinn — sá sem er lengra kominn í atvinnuþróuninni níðist á þeim vanþróaðri. Þetta er saga heims- valdastefnunnar á 19. öld, sögð sem ein- föld dæmisaga í I. Mósebók. Kain fann bölvun Guðs hvíla á sér eftir illvirkið. Hefur ekki okkar öld orðið að finna sviðann af Kains-merkinu á enni sér? SVIPMYND Framhald af bis. 6. hann varð keisari, en það er önnur saga. Henri d’Orléans mundi ekki láta staðfesta lögerfðir sínar í þingkosning- um. Einhvers konar þjóðaratkvæði, beint eða óbeint, og stuðningur de Gaulles mundi hins vegar geta lyft honum í há- sætið. ekktur, franskur stjórnmálamað- ur, sem þekkir bæði de Gaulle og greif- ann af París mjög vel, segir: „Allt þetta tal um endurreisn konungdæmisins staf- ar fyrst og fremst af þráhyggju forset- ans um að koma á staðfestu og stöðug- leika í frönskum stjórnmálum. í hjarta sínu er forsetinn þeirrar skoðunar, að valdataka greifans eftir sinn dag mundi tryggja stöðugleikann á tvo lögmæta vegu. í fyrsta lagi kæmi valdið frá þjóð- inni eftir ósk hennar í þjóðaratkvæða- greiðslu, og í öðru lagi væri valdið fengið að erfðum, ef konungdæmið væri lögfest, því að þá væri Henri d’Orléans réttborinn til valda. Synir greifans og sonarsynir eru margir og allir virðast munu verða hæfir til þess að bera kór- ónu, svo að stefnufestan yrði tryggð næstu ættliði a. m. k. Staðfastleikinn er það, sem forsetinn sækist aðallega eftir. Hann getur ekki dáið glaður, nema hann sé öruggur um framhald ákveðinnar stefnu i málefnum Frakklands. Þrátt fyr- ir lýðræðiserfðir Frakka, hafa þeir sætt sig furðuvel við hálfgerða einræðisstjórn de Gaulles, og Henri d’Orléans yrði sennilega ekki eins strangur landsfaðir. Meirihluti þjóðarinnar veit, að Frakk- land þarfnast styrkrar stjórnar. Forset- inn veit um andstöðuna gegn nýju kon- ungsveldi, og mjög vafasamt er, að franska þjóðin sé reiðubúin að veita konungi viðtöku næstu árin. Ástandið minnir á Spán: Það er mikið rætt um endurreisn konungdæmis, en lítið gert. Samt hefur margt gérzt ólíklegra í franskfi sögu en það, að Orléansættin eigi enn eftir að setjast í hásætið“. 1. maí 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.