Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1966, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1966, Blaðsíða 9
Guðmundssyni og Jóni Árnasyni þjóð- sagnaritara var falin umsjá safnsins. Það tók brátt að dafna í höndum þeirra og eftir tvö ár er talið að safngripir hafi verið orðnir nokkuð á fimmta hundrað. Sigurður málari dó haustið 1874 og tók Jon Árnason þá alveg við umsjón safnsins. En 1878 var Sigurður Vigfús- son ráðinn aðstoðarmaður hans. Árið 1882 lét Jón Árnason af starfi við safn- ið og tók Sigurður þá algjörlega við því og var síðan fornminjavörður til ævi- loka 1892. Á þessum árum ferðaðist hann allmikið um landið og rannsakaði sögustaði og eru skýrslur hans um það birtar í Árbók Fornleifafélagsins, svo sem rannsóknir á Alþingisstaðnum forna á Þingvelli og á sögustöðum Njálu og Gísla sögu Súrssonar, rannsóknir í Borg- arfirði og víðar. Enn fremur ritaði hann ýmislegt fornfræði viðvíkjandi í blöðin Fjallkonuna, ísafold og Þjóðólf. Svo er sagt, að Sigurður hafi verið allra manna bezt að sér í fornsögum, kunni þær svo að segja utanbókar og dáðist mjög að þeim. Þess vegna lagði hann mikið kapp á að sýna með rann- sóknum að íslendingasögur væri sann- ar. „Vann hann þarft verk að upp- grefti fornra tófta, einkum hoftófta, sém þá höfðu ekki verið rannsakaðar annars staðar en á íslandi. Þá eru og rannsóknir hans á þingstöðum mikils virði.“ Hann undi því illa að sögurnar væri vefengdar og ætlaði að rita sér- staka varnarritgerð móti ýmsum höf- undum, sem rengt hafa sögulegan áreið- anleik ýmissa af sögum vorum, en hon- um entist ekki aldur til þess. — Svo sagði Valdimar Ásmundsson í grein um hann látinn. S igurður var fæddur 8. sept. 1828, en dó 8. ;júlí 1892. Foreldrar hans voru Vigfús Gíslason í Fagradal og kona hans Halldóra Gísladóttir prests á Breiða- bólstað á Skógarströnd. Þeir voru al- bræður Sigurður og dr. Guðbrandur Vigfússon í Oxford, og var Guðbrandur aðeins ári eldri. En mikill var ger mun- ur þeirra í uppvexti. Guðbrandur var snemma settur til mennta, en Sigurði var ekkert kennt á uppvaxtarárunum, og svo mjög var fræðsla hans vanrækt, að sóknarprestur hans segir að hann Framhald á bls. 12. Eftir Árna Óla Það var upphaf Forngripasafnsins, sem nú heitir Þjóðminjasafn, að vorið 1860 fundust nokkrir merkir forngrip- ir í dys hjá Baldursheimi í Mývatns- sveit. Þá bjó á Gautlöndum Jón Sigurðsson alþingismaður. Hann samdi skýrslu um þennan fund og lét Arn- grím Gíslason málara teikna myndir af gripunum. Sendi hann svo hvort tveggja, skýrsluna og myndirnar til Sig- urðar Guðmundssonar málara, sem hann vissi að hafði mikinn áhuga á forn- leifum. Þetta kveikti í Sigurði. 24. apríl 1862 birti hann í Þjóðólfi „Hugvekju til íslendinga" og eggjar þá lögeggjan að hefjast nú þegar handa um stofnun forminjasafns. Enginn tók undir þetta í bili, en skömmu eftir áramótin 1863 sendi séra Bautasteinninn. Igamla kirkjugarðinum á Melunum stendur einn ramíslenzkur minnisvarði. Er hann ólíkur öllum minnisvörðum þar. Þetta er íslenzkur steinn, hár og mikill og stendur upp á endann. Er hann eins og náttúran hafði skapað hann í öndverðu, að öðru leyti en því, að á hann er höggvið rúnaletur og táknmyndir. Þetta er bautasteinn Sigurðar Vigfússonar gullsmiðs, sem kallaður var „forn- fræðingur“ eða „forni“, og þannig kenndur við Forngripasafnið, sem hann veitti forstöðu um 10 ára skeið. Helgi Sigurðsson á Jörfa stiftsyfirvöld- unum 15 forngripi er hann hafði safnað, með ósk um að þeir yrði vísir að forn- minjasafni. Stiftsyfirvöldin tóku þessu með þökk- um og ákváðu 24. febrúar 1863 að safn- ið skyldi stofnað. Telst því sá dagur afmælisdagur safnsins. Þeim Sigurði Bautasteinn Siguröar forna þessa alls, en það var svo fíngert og fallegt, að ég efast um að stuðlar hefðu bætt það. Þetta ljóð var eftir Matthías Johannessen og las hann það upp fyrir mig. Eftir þann lestur rann upp fyrir mér, að það er unnt að yrkja vel óstuðl- að, en það gerir miklar kröfur til skálds- ins. V ið spyrjum frú Láru, hver tóm- stundaiðja hennar sé, og hún svarar: — Ég held, að óhætt sé að segja, að ég sé bara gamaldags húsfreyja. Mér þykir gaman að lesa, sérstaklega leik- rit, enda hef ég haft gott tækifæri til að kynna mér leik'bókmenntir vegna leik- listargagnrýni Sigurðar. Hins vegar fæst ég lítið við útsaum, en þó kemur það fyrir, að ég grípi í eitthvað slikt. Stundum sitjum við öll þrjú hér við borðstofuborðið, hver með sína tóm- stundaiðju. Sigurður er þá kannski að sauma bók, Ása situr með handavinn- una sína og ég les. Oft vill þá tíminn fara i það að leita að nálinni hans Sig- urðar, því að hann heldur svo klaufa- lega á henni. Er það í rauninni furðu- legt, þegar tekið er tillit til þess, hve góður bókbindari hann er, segir frúin og brosir til bónda síns. — Og tómstundaiðja dótturinnar? — Það er nú ýmislegt, segir Ása og brosir. Handavinna, ferðalög. Ég hef afskaplega gaman af því að ferðast. Ég var á sænskum lýðháskóla og lærði vefnað og kjólasaum. Nú er ég hlað- freyja hjá Loftleiðum og byrja sem flug- freyja þar um mánaðamótin apríl-maí. 1 borðstofunni eru tvær myndir eftir Kjarval. Önnur sýnir tvo prófíla málaða í vatnslit og hin er af fjallinu Skjaldbreiður. Sigurður nefnir hana „Bók náttúrunnar" og situr andi fjalls- ins fremst á myndinni á heljarmikilli bók og heldur á skildinum, sem hann virðist hafa tekið af fjallinu, sem trón- ar á bak við, allólíkt sjálfu sér. — Þetta er skrítin mynd, segjupi við. — Já, segir Sigurður — en fantasíur Kjarvals eru oft frábær listaverk, enda hafa þær á síðari árum verið veiga- mikill þáttur í listsköpun meistarans. Á vegg í borðstofunni hanga tvær myndir, sem Sigurður segist hafa keypt rétt eftir stríðið á listmunasýningu hjá Sigurði Benediktssyni. Eru þetta kola- teikningar og er farið ofan í þær með hvítum olíulit. Á bakhlið myndanna stendur, að þær séu eftir brezka málar- ann Sir Edward JBurne-Jones (1833- 1898). Ég keypti þessar myndir mjög ódýrt. Enginn hefur getað staðfest það, hvort þær séu ósviknar, en ef svo er, þá eru þær líklega nokkuð mikils virði. Gunn- laugur Blöndal sagðist geta sagt mér, strax og hann sæi þær, hvort þær væru ósviknar, en það fórst alltaf fyrir, að hann kæmi áð líta á þær, segir Sig- uröur um leið og við kveðjum þau hjón og fósturdótturina Ásu. Þegar við komum út á götuna er sama veðurlag. Hann blæs napurt að norðan, en sólin, sem þegar er töluvert farin að hækka á lofti, reynir af fremsta megni að hamla á móti norðangarranum, þótt okkur finnist hún hafa lítil áhrif. Við huggum okkur hins vegar við, að sumarið sé á næsta leiti og hvað gerir þá til þótt hann blási? — mf. ÍHli LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9 *®®*SSSSS!SSiiS^^^............ ' —........... ......... Sigurður Grímsson í bókaherberginu. Málverkið er Kjarvalsmyndin: „M( fannst óg finna til.“ (Ljósm. Sv. Þorm.) 1. maí 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.