Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1966, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1966, Blaðsíða 11
— Hvernig færðu hana til þess, Siggi? — Ég segi henni bara, að hún sé að verða of gömul til þess að standa í svona puði. A erlendum bókamarkaði Klassík. The Persian Expedition. Xenop- hon. Translated by Rex Warner. Penguin Books 1965. 7/6. Xenophon var uppi um 430— 355 fyrir Krist. Hann gerðist leiguhermaður Kyrusar, og eftir fall hans hélt hann með gríska liðið til Svartahafsins. Þessi ferð varð fræg með riti hans „Ana- basis", sem var lengi notað sem kennslubók . í grisku og er enn notað í þeim skólum, þar sem gríska er enn kennd. Þessi frá- sögn gefur góða mynd af hugs- unarhætti og mannlífi á þessum tímum. Þetta ér ein þeirra bóka, aem koma út í Penguin Classics, en í þeim bókaflokki Penguin- útgáfunnar hafa birzt mörg önd- yegisrit í ágætum þýðingum. Húsagerðarlist. The Penguin Dictionary of Architecture. John Fleming, Hogh Honour, Nikolaus Pevsner. Penguin Books 1966. 8/6. Penguin-útgáfan hefur gefið út nokkrar ágætar handbækur í ýmsum greinum, auk enskrar orðabókar og alfræðiorðabókar, sem er bæði skýr og nákvæm, þótt stutt sé. Þessi handbók er utn byggingarlist, og er þetta frumútgáfan. Þrír menn hafa unnið þessa bók ásamt aðstoðar- fólki. Bókin er sett upp eftir upp- ■láttarorðum, og skýringar- myndir fylgja. í bókinni er að finna útlistanir á tækniorðum varðandi byggingarlist, bygg- ingartækni, byggingarefni, bygg- ingarsííl, helztu arkitekáar nefndir og nokkur grein gerð fyrir þeim, og kaflar eru um skreytilist og frægustu bygging- ar. Þetta er mjög handhæg bók á allan hátt varðandi þessa grein, •kýr og nákvæm, hún er tveggja dálka og er 248 bls. A History of English Architect- *re. Peter Kidson, Peter Murray •nd Paul Thompson. Penguin Books 1965. 12/6. Höfundar eru allir sérfróðir «m byggingarlist. Bókin kom út hjá Harrap-útgáfunni 1962 og er *»ú endurprentuð. Bókin er saga enskrar byggingarlistar frá upp- bafi og fram á okkar daga og tekur til aUra tegunda bygginga. Bókinni er skipt í þrjá kafla. Fyrsti kaflinn fjallar um engil- saxneska tímabilið og nær til loka miðalda, annar kafli spann- ar tímabilið frá lokum miðalda og fram á 19. öld, ög sá þriðji er «n Viktoríutimabilið og nú- tíma byggingarlist. 179 myndir eru í bókinni, ágætlega prentað- ar, og frágangur allur er vand- aður. Frásögnin er skýr og bók- inni fylgir listi yfir tækniorð og útskýringar á þeim, bókalisti og registur. Bókmenntir. The Oxford Chekhov. Volume VIII. Stories 1895-97. Translated and edited by Ronald Hingley. Oxford University Press 1965. 35/—. Þessi nýja útgáfa af Chekhov mun telja Um tíu bindi, þegar henni lýkur. Þriðja bindið kom út 1964, en í því er nokkur hluti leikrita höfundar. Önnur leikrit hans munu birtast í fyrsta og öðru bindi, í hinum bindunum munu allar sögur hans birtast, sem hann setti saman á árunum 1888-1904, eftir tímaröð. í þessu bindi birtast einnig fjögur sögu- brot, sem birtust ekki fyrr en að höfundi látnum, en voru sett saman á þessum tima. Þýðand- inn, sem er jafnframt útgefand- inn, ritar ágætan inngang að þessum sögum. Chekhov dvaldi úti í sveit á þessum árum, og meginhluti þessara sagna gerist í sveit. Útgefandi ræðir í formála um höfundinn sem þjóðfélags- rýnanda og samband sagnanna og umhverfis og þjóðfélags. Bók- inni fylgja ýtarlegar skýringar- greinar, bókaskrár og athuga- semdir. Útgefandi heíur notað minnisbækur höfundar i við- leitni sinni við að skýra sem bezt tilorðningu sagnanna og mótun þeirra. Þetta verður vafalaust vandaðasta útgáfa, sem út hefur komið af Chekhov á ensku, og þau bindi, sem út eru komin, hafa fengið mjög lofsamlega dóma. Þýðingin er talin mjög nákvæm, og þýðandinn er tal- inn hafa náð furðulegum ár- angri I að ná blænum, sem fylgir öllum verkum þessa höfundar og einkennir öll verk hans svo mjög. Werkstattgespráche mit Schrift- stellern. Horst Bienek. Deutscher Taschenbuch Verlag 1965. DM 4.80. Carl Hanser-útgáfan í Miinc- hen gaf þessa bók út 1962. í þess- ari bók eru fimmtán viðtöl við ýmsa þýzka rithöfunda. Við- ræðumaður er sjálfur rithöfund- ur og bókin verður þvi mjög skemmtileg viðræðubók kollega. Höfundarnir ræða um tilorðn- ingu verka sinna, hvernig þeir vinna og skoðanir sínar á hinum margvíslegustu málefnum. Bien- ek hefur ekkert ákveðið form á þessum viðræðum eða ákveðnar spurningar, sem hann leggur fyrir hvern og einn. Meðal þeirra, sem hann ræðir við eru: skáldið Wilhelm Lehmann, Böll, og Johnson. Bienek leggur á- herzlu á að ræða þau mál við hvern höfund, sem eru áhugamál hans eða efni síðustu rita hans. Þetta er skemmtileg samtalsbók og lýsir vel báðum aðilum. Saga The Spanish Inquisition. Henry Kamen. Weidenfeld and Nicolson 1965. 45/— Spænski rannsóknarrétturinn var ógnvekjandi á sínum tíma og minningarnar um hann vekja enn þann dag i dag skelfingu og hroll með mönnum. Höfund- urinn leitast við að tengja þessa stofnun spænskri sögu á sinum tíma. Það hefur mikið verið rit- að um þessa stofnun, bæði af þeim sem hafa verið henni með- mæltir og mótsnúnir. Helzta rit- ið sem höfundur styðst við er rit Leas sem kom út 1906 og er enn- þá bezta heimildarritið sem völ er á. En margt hefur komið í ljós síðan, bæði prentað og einn- ið skjöl og gögn, sem kasta skýr- ari birtu á þennan þátt spænskr- ar sögu. Höfundurinn bindur sig við Spán, þótt rannsóknarréttur- inn spennti allar nýlendur Spán- ar á sínum tíma. Hann gerir til- raun til þess að meta þau rit sem merkust eru talin um þessa stofn- un og leita forsendna þeirra. Margt þessara rita er skrifað í mjög svo ákveðnum tilgangi á tímum þegar deilurnar um þessa stofnun voru hvað stríðastar. Höf undur vegur þetta allt og metur með hliðsjón af nýjustu rann- sóknum og birtir niðurstöður sín- ar í þessari bók, sem eru þær, að stofnunin hafi verið skárri en áköfustu andstæðingar hennar áiitu og lakari en fyrirsvarsmenn hennar vildu segja að hún væri. Auk þessa tengir hann stofnun- ina spænskri sögu og rekur áhrif hennar á pólitíska sögu Spánar fyrr og síðar. Bókinni fylgja nokkrar myndir, athugagreinar og registur. HEYRA má nokkra mæta menn hérlenda og marga erlenda andmæla verðbólgu og lýsa því yfir að hún sé varhugaverð. Vilja sumir útrýma henni, líkt og lúsinni. Fáir gera sér þó Ijósa þá hættu, sem af hraðfara verðbólgu stafar. Alvara virðist ekki vera að baki rabbi manna um verð- bólgu. Meiri hluti þjóðarinnar hefir með fulltingi stéttafélaga sinna og flokka staðið fyrir ketilsmíði verðbólgunnar og kynd- ingunni undir henni. Verðbólgan er ein mesta og djarfasta framkvæmd vors unga og nýfrjálsa farsælda Fróns, og kann að verða sú dýrasta, með því að draga landið aftur niður á það stig, sem það stóð lengi á, stig 'hráefnanýlendunnar, þar sem hráefna-framleiðsla er hin æðsta hugsjón og skjaldarmerki, en mannfólkið lýtur erlendum auð og valdi, með viðeigandi að- dáun og undirgefni. Væri í alvöru hugsað um uggvænleik verðbólgunnar, þá hefðu á'hugamenn þegar verið búnir að halda ráðstefnu út af henni, semja álitsgerð, senda út og undirskrifa. Því menn halda ráðstefnur nú á .dögum þar sem hugur fylgir málum í mikilvægum efnum. En alvöruleysi, aðgerðaleysi og ráðstefnu- leysi fylgjast að. Þess verður ekki vænzt að lýðræðisleg stjórn afnemi verðbólgu, þegar það sannast aftur og aftur að mikill hluti þjóðarinnar vill halda henni. Skipti hér engu máli hvort stjórnin er til hægri eða vinstri eða í miðju. Spyrja má hvort skynsamlegt sé yfirleitt að stöðva verð- bólgur. Til þeirra er jafnan stofnað til bjargar einhverjum málum. Þá er gripið til verðmæta, sem þjóðfélag varðveitir fyrir einstaklinga og félög, og verðbólgusmiðum falin mála- björgun upp á þau skipti að litlu einu skuli aftur skilað til eigenda verðmætanna. Ráðsmaður tekur að láni tíu kýr og greiðir löngu síðar lánið með einum kálfi. Umboðsmaður fær að láni fimm húsverð og greiðir með fimm eldspýtnastokkum. Þvílík er ráðsmennska verðbólgusmiðanna. Þetta er auðvitað gaman — og einfalt að bjarga málum meðan verðmætin fást með þessum kjörum, en ekki lengur. Verðbólguráðsmenn verzla með talentur almennings, sparifé barna og gamal- menna, menningar- og tryggingasjóði látinna sæmdarmanna, og verðgildið stefnir í áttina að núlli. Engin hætta er á ferð- um þótt þannig sé gengið á rétt lifandi smælingja og látinna heiðursmanna. Þeir geta ekki varið sig, og þegar frá líður, sér framlags þeirra engan stað — nema ef það verður aðhláturs- efni fyrir unglinga. Aðferðin minnir á framferði kommúnista- byltingar í öfugri röð: Þeir byrja á stóreignum auðkýfinga, en enda með því að taka potta og pönnur húsmæðra — til að auka málmframleiðslu! Hagnaður af tveim fyrstu stigum verðbólgu er mikill til margra hluta: Til herkostnaðar gegn eigin þjóð eða öðrum, óhófs konunga, hjálpar atvinnugreinum í óstjórn eða hallæri,. til nýsköpunar stétta, til að auðga unga valdhafa á svipstundu, svo sem í Afríku. Sumir þeirra smjúga inn á þessa gullgerðar- braut, en svo falla þeir og enginn treystir þeim. Frá og með þriðja stigi breytist háttarlag verðbólgunnar. Ekkert er lengur að græða á féflettingu fyrri tíðar manna. Eignir þeirra minna á lambsreytur eftir refi. Gamlir menn- ingar- og hjálparsjóðir minna á bein meðfram fornum fjall- vegum. Verðbólgufljótið verður að finna nýjan farveg, refirnir verða að fá nýtt æti, sem er tilbúið dag og nótt. Oss er í minni ein vika í Ghungking. Á þeirri viku át verðbólgan helming þess fjár, sem menn höfðu í veskinu — hverjir sem höfðu það undir höndum. Menn urðu órólegir, kvíðandi, óttafullir og það sótti á þá óslökkvandi auraþorsti, af því að launin hækkuðu ekki nógu hratt. Þá tók við uppgjöf. Hermenn sögðu við óvin- ina: Kaupið af oss byssurnar og skotfærin — takið við öllu saman! Þeim menntamönnum, sem geta tileinkað sér menningar- lega yfirsýn, segir samtíðarsagan hvert hraðgeng verðbólga stefnir: Niður í algjört hrun. Minnizt reynslu Austurríkis, Rússlands, Þýzkalands og Kína frá vorri eigin öld. Ávextina þarf ekki að kynna: Byltingar, ofsóknir, harðstjórn, útrýming stétta og kynflokka, opinber glæpastarfsemi til þess að reyna að koma á nýrri og fastri skipan. Sem betur fer segir oss einnig sagan frá verðbólgum, sem stöðvaðar voru í tæka tíð — eða e.t.v. á síðustu stundu. Tvenns konar viðbrögð eru því kunn öllum, sem athuga vilja, viðnám eða undanhald. En viðnám verður ekki veitt nema til sé einhver vilji hjá þjóðunum — annar en gróðavilji og auragirnd. 1. maí 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.