Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1966, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1966, Blaðsíða 12
ÁRNI ÓLA Framhald af bls. 9 bafi ekki verið læs er hann var 14 ára gairall. Þegar Sigurður var 18 ára fór hann til Reykjavíkur að læra gullsmíði, en fór skömmu síðar utan og fullkomnaði sig í iðn sinni í Kaupmannahöfn. Þar dvald- ist hann um sex ára skeið. Hann var imjög fróðleiksfús og leitaði sér þekk- ingar, hvar sem hann gat, og gerðist snemma vel sjálfmenntaður. Einkum hafði hann mikinn hug á forn- fræði, og halda menn að þar hafi Guðbrandur bróðir hans styrkt hann með ráðum og dáð, því að þeir voru samtímis í Kaup- mannahöfn bræðurnir. Jafnframt náði Sigurður því að verða listamaður á gull og silfur, og fór mikið orð af honum fyrir það er hann var kominn heim aft- ur og setztur að í Reykjavík. Það var engin tilviljun, að Sigurður gerðist aðstoðarmaður við Forngripa- safnið, því að hann hafði meiri áhuga og þekkingu á fornfræðum en aðrir samtímamenn hans íslenzkir. En kaup- laust varð hann að gegna því starfi þar til hann gerðist forstöðumaður safns- ins. Eftir það lagði hann gullsmíðarnar á hilltuia, en lagði allan hug á að efla safnið og bæta. Hann hélt vandlega spurnum fyrir um alla forngripi víðs- vegar um land og kappkostaði að ná í þá fyrir safnið, annað hvort gefins, eða þá fyrir lítið gjald. Og á ferðum sínum. um landið safnaði hann miklu af forn- um gripum. Hann skrifaði nákvæma lýsingu á hverjum grip, sem safninu bættist, skrásetti þá og kom þannig röð og reglu á safnið. Vann hann þar mjög þ£irft verk, og um starf hans sagði eft- irmaður hans, Matthías Þórðarson, svo: „Fornleifafræðirannsóknir Sigurðar hafa ætíð mikið gildi, og hefir hann með þeim og starfsemi sinni fyrir safnið, unnið þjóð vorri ómetanlegt gagn“. Forminjasafnið átti hálfrar aldar af- mæli hinn 24. febrúar 1913 og í ræðu, sem Matthías Þórðarson flutti við það tækifæri, mælti hann á þessa leið: „Ég hefi í dag — samkvæmt góðum sið við önnur eins tækifæri og þetta — vitjað legstaða þeirra þriggja fyrirrennara minna, sem hvíla hér í Reykjavík. Leg- staðir þeirra Jóns Árnasonar og Sig- urðar Guðmundssonar eru auðkenndir með bautasteinum, en eigum vér nú að láta það dragast lengur að leggja stein á leiði Sigurðar Vigfússonar fornfræð- ings?“ Margir munu hafa vaknað við að þetta væri orð í tíma töluð, en þá vant- aði sem oft áður „afl þeirra hluta er gera skal“. Hvorki Fornleifafélagið né Forngripasafnið hafði fé aflögu til að leggja í þann kostnað, og varð því ekk- ert úr framkvæmdum næstu þrjú árin. E n Matthías vann að hugmynd sinni í kyrrþey og íhugaði hvernig bauta steinninn ætti að vera. Hann vissi að Sigurður hafði verið allra manna þjóð- ræknastur, og þess ætti minnisvarði hans að bera merki. Sýndist honum því rétt- ast að útvega stóran íslenzkan stein og láta hann halda sér eins og náttúran hafði skapað hann, en hafa á honum rúnaáletrun. Síðan sneri hann sér til Magnúsar Guðnasonar steinsmiðs og bað hann að benda sér á hæfilegan stein, því að hann vissi vel að Magnús var hverjum manni fróðari um það grjót, sem hér var að fá í námunda við bæ- inn, og til þess lágu sérstakar ástæður. Þegar Alþingishúsið var reist á árun- um 1880-81 var Magnús enn ungur að aldri, en hafði þó verið einn af stein- smiðunum þar. Bald byggingameistari var svo ánægður með vinnubrögð Magn- úsar, að hann gaf honum spánný stein- höggvaraverkfæri að skilnaði. Þetta varð til þess, að Magnús ákvað að leggja fyrir sig legsteinasmíðar, og fyrsta verk hans varð þá að fara um allt bæjar- landið í leit að hentugu grjóti, og eft- ir það mátti segja að hann þekkti hvem stein hér í nágrenninu. Honum varð þá heldur eigi skotaskuld úr því að finna stein, er væri hæfilegur bautasteinn á leiði Sigurðar Vigfússonar. Hann fór rakleitt upp í Öskjuhlíð og benti Matt- híasi á stein þar, sem báðir voru ánægð- ir með. Þetta var svo stór steinn, að engin þáverandi flutningatæki gátu rogað honum til bæjarins. Varð flutn- ingurinn því að bíða fram á vetur eftir hentugu sleðafæri, hjarni og ísi, en þá var steininum ekið á sleða sunnan úr hlíðinni og að kirkjugarðinum við Suð- urgötu. Þar beið hann svo síns tíma. Matthías mun hafa ámálgað það við ýmsa menn að veita sér lið í þessu minnisvarðamáli, og varð honum það ágengt, að hinn 26. febrúar 1916 var sent skjal um bæinn og skorað á menn að skjóta saman fé til þess að bauta- steinninn yrði reistur. Segir í áskorun- inni að það mundi „þykja fara illa á því, að samtíðarmenn Sigurðar sýni það ræktarleysi að láta gröf hans með öllu ómerkta og gera enga tilraun að friða hana fyrir röskun“. Undir þessari á- skorun voru nöfn þeirra Eiríks Briems, Pálma Pálssonar, Jóns Jacobssonar, Jóns Þorkelssonar, Matthíasar Þórðar- sonar, Indriða Einarssonar og Klemens Jónssonar. etta bar þann árangur, að 65 menn lögðu fram skerf til minnisvarð- ans, alls 210 krónur, og má á því sjá að ekki hefir skerfur hvers verið stór. En talið var, að þetta mundi nægja. Og svo var Magnúsi Guðnasyni falið að höggva áletrun og skraut á steininn. Byrjaði hann á því verki réttum aldar- fjórðungi eftir að Sigurður Vigfússon hafði látizt, og lauk því 14. júlí 1917. Grafskriftina hafði þjóðminjavörður samið undir fornyrðislagi og er hún þannig: Reykvíkingar reistu stein þennan yfir Sigurð son Vigfúsar, íorstöðumann Forngripasafnsins, og Ölínu eiginkonu hans. (Sigurður hafði verið kvæntur Ólínu Maríu Jakobínu, dóttur Bonnesens sýslumanns í Rangárvallasýslu; hafði hún verið tvígift áður. Hún andaðist 1. marz 1902 og var grafin hjá Sig- urði manni sínum). Aletrunin er sem sagt með rúnum skráð og eru þær í boga á framhlið steinsins. En innan í boganum er mynd, gerð eftir elzta útskurði sem fxmdizt hafði hér á landi, eldhúsþiljum frá Möðrufelli í Eyjafirði. Um það segir Matthías sjálfur: „Eru á steininum skeyttar saman tvær myndir, gerð ein úr tveimur, og hefir líkingarfulla merk- ingu um trúar og sálarlíf Sigurðar Vig- fússonar, því að kristni-kross-merking er hér á steininum lögð í hinn efra hlut myndarinnar, en það krosstré stendur þó á rótum með ramheiðnum víkinga- aldarsvip". Þegar þeir Magnús og aðstoðarmaður hans fóru nú að höggva rúnaletrið, þá vildi svo til að öll áletrunin komst ekki fyrir á leturbandinu, enda þótt gerðar væri bandrúnir á nokkrum stöðum. Gengu af tvær seinustu línurnar í er- indinu, og var nú tekið það ráð að höggva þær á annan flöt steinsins. „Var það leturband gert í líkingu við fornt belti“. ]\ ú var eftir að koma steininum fyrir og vantaði þá undirstöður. Þær fékk Matthías hjá Knud Zimsen. Þegar Zimsen reisti hús sitt Gimli gerði hann brú á lækinn fram undan því og var sú brú úr steyptum hellum. Nú hafði lækurinn verði tekinn af fyrir fimm árum og þar með var brúin óþörf, en hellurnar voru enn geymdar. Og það voru þessar hellur, sem hafðar voru að undirstöðu bautasteinsins. Jafnframt var leiðinu þá breytt, gerður úr því dálítill hóll í líkingu við fornan haug. Þegar þessu var lokið var kostnaður við minnisvarðann orðinn meiri en sam- skotunum nam. Var þá aítur leitað sam- skota og söfnuðust nú 140 krónur. Nægði það svo, að þegar allir reikn- ingar höfðu verið greiddir, gengu af nær 50 krónur. Voru þær lagðar í sjóð til viðhalds bautasteininum og átti sá sjóður alltaf að vera í vörzlu þjóð- minjavarðar og undir umsjá hans. Samkvæmt þessu hefir bautasteinninn kostað um 300 krónur. Það er raunar talandi tákn um bágborinn fjárhag bæj- arbúa á þeim árum, hve mikið umstang og fyrirhöfn það kostaði að draga sam- an þessar 300 krónur, til þess að hægt væri að reisa merkilegum og þjóðholl- um manni sæmilegan minnisvarða. Eins mun mönnum nú virðast það ofmat á verðgildi peninga, að vextir af 50 króna stofnsjóði mundu nægja til viðhalds minnisvarðanum. Sú hefir einnig orðið raunin á, að fé þetta hefir alltaf legið í sparisjóði, og minnisvarðanum heíir ekki verið sýnd sú umhyggja er skyidi. Bautasteinninn er móleitur og þegar letrið og skrautið hafði verið höggvið á hann, var borin sverta í risturnar. Fór það vel við litinn á steininum, og voru risturnar mjög glöggar og áberandi með- an svertunnar naut við, og sýndist steinninn jafnvel skrautlegur í öllu látleysi sínu og einfaldleika. Nú er langt síðan steinninn veðrað- ist svo, að svertan er með öllu horfin, og við það var sem rist- urnar hyrfi líka þegar þær urðu samlitar steininum. Og nú er einnig svo komið, að öll framhlið steinsins er þakin mosa og skófum, og það gerir allar risturnar enn ógreini- legri, eins og sjá mó hér á myndunum. Skrautmyndin er að miklu leyti horf- in undir skófir og rúnastafirnir orðnir mjög ógreinilegir víða. Ber nú bráða nauðsyn til þess, að steinninn sé hreins- aður vandlega og sverta borin í rist- urnar að nýju. Það er ekki vansalaust að láta slíkan minnisvarða standa umhirðu- lausan. íCemur þá til greina hver hafa skuli framkvæmd þess verks. Segja má, að hér sé um opinbert minnismerki að ræða og þess vegna hafi enginn einn maður skyldu til þess að sýna því sóma. En verði ekkert að gert, munu skófir hafa sléttað yfir risturnar eftir nokkur ár, og verður þá allt erfiðara um hreins- un steinsins. Skófirnar eru áleitnar og iðnar við að „klæða“ íslenzka grjótið og bíta sig svo fastar í það að þær verða sem hluti af því. Hér verður að byrja á því að ná skófunum af steininum og hreinsa síðan allar risturnar og bera í þær svertu, svo að steinninn fái sitt upprunalega útlit. Matthías Þórðarson mun hafa séð það fyrir að þetta verk þyrfti að vinna, og þess vegna geymir hann á sparisjóði afgang samskotanna og ætlar hann til viðhalds minnisvarð- anum. En nú mun sá sjóður hrökkva skammt til þessa, og er því ekki um hann að tala. A minnisvarðanum stendur, að Reyk- víkingar hafi reist hann, og má það til sanns vegar færa, því að minnisvarðinn var reistur fyrir samskotafé úr Reykja- vík; víðar var samskota eigi leitað. Eft- ir þessu mætti líta svo á, að Reykvíking- um bæri skylda til að sjá um viðhald minnisvarðans. En þegar betur er að gætt, voru það 60-70 menn, er að sam- skotunum stóðu, og fæstir þeirra munu enn uppi standandi. Til þeirra veröur því eigi leitað, þegar sá sjóður, er þeir lögðu fram til viðhalds, er alls ónógur nú, þegar nauðsyn krefst þess að minn- isvarðanum sé sómi sýndur. En til er annar sjóður, sem Reykvík- ingar greiða stórfé til árlega. Þaö er kirkjugarðssjóður, og hann er ætlaður til þess að kosta umsjón og viðhald kirkjugarðanna hér í Reykjavík. Er það nú ekki einmitt hlutverk þessa sjóðs að sjá um viðihald þeirra minnismerkja, sem ekki eru reist af einstökum mönnum? Mér finnst sem enginn vafi geti verið á því. Þess vegna beini ég málefm þess- arar greinar til stjórnar kirkjugarða- sjóðsins. Fyrsta orð áletrunarinnar á steininum, REYKVÍKINGAR, sést hér, og enn fremur hluti af myndinni. Annað er að mestu hulið skófum. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS' 1. maí 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.