Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1966, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1966, Blaðsíða 5
SKALD OG SKRITLA Eftir Ernst Tveir kunningjar — Mogens Lorentzen, listmálari og rithöfundur, og leikhúsmálarinn Svend Johansen — sáu einu sinni hóp andarunga kjaga yfir veginn. Svend Johansen benti á þá og sagði við kunningja sinn í viðvörunartóni: — Varaðu þig á að hræða þá. Sá aftasti gæti vel verið H.C. Ander- sen. Ollum frægum mönnum fylgja einhverjar skrítlur. Stundum er um að ræða raunveruleg atvik, sem lifa í sam- þjappaðri mynd skrítlunnar — aðrar eru uppspuni, oft svokallaðar „flökku- skrítlur", sem eru eignaðar þessum eða hinum, eftir því sem verkast vill. Að sjálfsögðu hefur H.C. Andersen ekki sloppið við slíkt, fyrst og fremst vegna þess að hann hefur sjálfur borið þær út, þar á meðal sumar þær þekktustu, og þannig gefið í skyn, að hann hafi sjálfur komið þar við sögu. Sem dæmi má nefna söguna af því þegar hann var á listamanna-grímudansleiknum ár- ið 1862 og talaði þar við prinsinn, sem síðar varð Kristján konungur níundi. Þannig segist Andersen frá: — Komst í slæmt skap, þegar ég uppgötvaði snemma á dansleiknum, að bendill hékk niður úr buxunum mín- um. Þetta hefur verið hræðilegt í að kom- ast fyrir jafnhégómlegan mann, en svo hefur hann sagt aðra skrítlu, sem kannski mætti kalla konunglega: Það var þegar Friðrik konungur sjöundi skálaði við Andersen við eitthvert há- tíðlegt tækifæri. Andersen var enginn vínmaður og hafði því vatn í glasinu sínu. Konungur fann eitthvað að þessu við skáldið, sem varði sig með þessum orðum: — Þegar ég heilsa mínum háa kon- Philipson ungi verður vatnið í glasinu mínu að víni! F yrstu skrítluna sagði Mogens Lorentzen mér og síðar kom hún á prenti í Berlingi, en að því er ég bezt veit hefur sú sem hér fer á eftir hvergi staðið á prenti. Hana sagði Peter heit- inn Freuchen dönskum hæstaréttarlög- manni. Hann ók einu sinni í leigubíl um Lincoln Park í Chicago, en þar er stand- mynd af H.C. Andersen. Þegar bíllinn fór fram hjá myndinni, sneri ekillinn sér að farþega sínum og sagði: — Þetta er skáldið H.C.Andersen. — Já, hann þekki ég, sagði Freuchen. Hann er landi minn. Hann er danskur. — O, ekki aldeilis, svaraði ekillinn sem var Bandaríkjamaður. Faðir hans átti bújörð einmitt þar sem myndin stendur nú. F jölmargar skrítlur eru til um Andersen og börnin, og flestar þeirra hefur hann sjálfur sagt, en hér er að minnsta kosti ein, sem hann hefux ekki sagt. Poul Reumert leikari hefiu- sagt hana blaðamanni, sem nú er látinn, en hann sagði aftur mér. Faðir Reumerts, sem einnig var leik- ari, var einu sinni á leið í skólann, þeg- ar hann var lítill, og mætti þá skáld- inu H.C. Andersen. Snáðinn reif stiax af sér höfuðfatið og skáldið tók kveðj- unni brosandi, sneri sér við og sveifl- aði pípuhattinum í margar mínútur. Svona gladdi það hann, að börn skyldu þekkja hann. í sínum eigin endurminningum hefur hann sagt frá eftirfarandi: — Ég hitti einu sinni skrautbúna konu, sem var úti að ganga með börn- in sín. Minnsti drengurinn sleit sig laus- an, hljóp til mín og rétti mér höndina. Móðirin kallaði á hann og seinna frétti ég að hún hefði sagt: — Hvernig dirfistu að ávarpa ókunn- ugan herra? En þá svaraði sá stutti: — Hann var alls ekki neitt ókunn- ugur. Þetta var H.C. Andersen og allir strákar þekkja hann. J. viðtali fyrir meira en tíu árum sagði ein Kaupmannahafnarfrú, sem nú er látin, frá því að þegar hún var krakki, hafi hún oft farið til útlanda með foreldrum sínum, og einu sinni á einhverjum svissneskum baðstað hittu þau H.C. Andersen, sem kom niður til miðdegisverðar með allar orðurnar sín- ar á sér — af eintómri hrifningu yfir að hafa hitt landa sína! — Þekkirðu ljóta andarungann? spurði hann litlu stúlkuna. Hún jánkaði því. — Það er ég! sagði skáldið og benti á sjálfan sig. Það bar oft við, að Andersen sagði sjálfur börnunum sögur. Einu sinni sat krakki á hnjánum á honum og horfði á hann stórum augum. — Jæja, hvernig lízt þér á? sagði skáldið. En barnið svaraði: — Þú blaðr- ar svo mikið. Þetta var nú köld skvetta, svipuð hinni þegar annað barn sagði hrein- skilnislega: — Það er svo stórt á þér nefið! Framhald á næstu síðu. Þá er vor- ið komið, surnar í nánd með bjartar kyrrar næt- ur og ang- andi blóm. Stúlkubörn- in eru klædd í hvítar hos- ur og strák- arnir fara í sveitina, þeg ar kúnum verður hleypt út. Þá verða túnin orðin græn og fersk og blessaðir litlu fuglarnir farnir að dunda við hreiðurgerð samkvœmt plani skaparans. Samkvæmt öðru plani mun Vegagerð ríkisins líka verða önnum kafin við að dunda við að leita að vegum landsins, en fœstir þeirra finnast aftur eftir þurrka síðasta sumars, haustrign- ingar, holklaka og vorleysingar. Nokkrir eru samt enn á svipuðum slóðum og þeir munu hafa verið á síðasta ári, en slíkir vegir teljast annað hvort meistarastykki — eöa fjarri alfaraleið. Hm árlega holufylling hefst á þeim vegum, sem finnast fyrst, eins og lög gera ráð fyrir — því þar sem engar eru holurnar eru heldur engir vegir. Við undirspil lóunnar og nið árinnar er hér unn- ið heilagt starf í íslenzkri sveit — unnið af islenzkum höndum með íslenzku hráefni — þjóðlegt í alla staði. Ekki vantar það. En hvern- ig í ósköpunum stendur á því að þeir hafa ekki sett upp lýsislampa meðfram þjóðvegum? Þeir lýsa svo Ijómandi vel, þegar haustar. Þótt þeir vœru ekki settir upp ann- ars staðar en við rœsin, sem eru mátulega miklu mjórri — og hæfi- lega miklu hœrri en vegurinn, gœtu þau leiðbeint ökumönnum svo að þeir drœpu sig á réttum stöðum. En holufyllingarinnar njóta all- ir, ekki sízt þeir, sem aka — og finna hœðir þar sem áður voru holur — og holur þar sem áður voru hœðir. Margbreytileiki ís- lenzkrar náttúru er takmarkalaus. Og þegar blómin fara að anga fyr- ir alvöru og öll þjóðin er komin á nýjum bílum út í þá guðsgrœnu, dregur hún andann djúpt og sogar holufyllinguna lengst niður í lungu, lygnir aftur augunum og setur upp sœlubros yfir dásemd sveitalífsins — og hóstar ferlega. Við tengjumst náttúrunni órjúf- andi böndum. Þessvegna dreymir okkur nýjan bíl, jafnvel þótt allir séu sammála um, að hann fari illa með vegina — og vegimir séu í rauninni ekki œtlaðir bílum. — En Ijósi punkt- urinn er sá, að íslenzk vegagerð er sterkasti hlekkurinn milli landsins barna og fósturmoldarinnar. Hvernig kœmum við moldinni alla leið niður í lungu án aðstoðar Vegagerðar ríkisins? Og hver ann- ar nennti að fylla sömu holumar ár eftir ár án þess að fá einhverja flugu í höfuðið, sem e.t.v. mundi rjúfa tengsl okkar við náttúruna? Keflavíkurvegurinn er Ijóst dœmi um það hvernig erlent fé og tœkni getur afvegaleitt þjóðlega umbóta og uppbyggingarhreyfingu á eftir- minmlegan hátt. Nei, þjódin þarf hjólbörur. Hardldur J. Hamar 1. maí 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.