Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1966, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1966, Blaðsíða 15
ÁRNI ÓLA Frh. a£ baksíðu Þ að var um þessar mundir eða þó litlu fyrr að Tómas Sæmundsson kom fram með fyrstu tillögu um skipu- lag Reykjavíkur. Honum ofbauð að sjá hvernig bærinn hafði byggzt: „Ekki er fullnægt fegurðarkröfum í bænum sjálíum; nýju húsunum er hrófað upp öldungis í blindni án nokkurrar að- gæzlu á því, hvað laglegast sé eða hag- anlegast verði síðar meir, þegar þrengj- ast fer“. Og svo stakk hann upp á því, að yfir Kvosina þvera og endilanga yrði gerðar sex götur, þrjár milli Að- alstrætis og lækjarins og þrjár milli tjarnar og sjávar. En í miðri kvosinni skyldi vera opið svæði eða torg og umhverfis það fjórar opinberar bygg- ingar: dómkirkjan, ráðhús, menntabúr og háskóli. ” essum víðsýna manni fór þó líkt og öðrum, að hann hafði ekki trú á þvi, að Reykjavík mundi vaxa upp úr Kvosinni. Hann tók ekki tillit til þess, að Reykjavík var miklu stærri heldur en byggðin í Kvosinni. Jafn- framt því sem timburhúsum fjölgaði í Kvosinni, voru reistir torfbæir á báð- ar hendur við hana, og þeim fjölgaði mjöig ört. Reykjavík mátti því fyrst i stað kallast tvöföld í roðinu. Annars vegar voru timburhúsin í Kvosinni byggð dönskum kaupmönnum og þjón- ustuliði þeirra en hins vegar torfbæ- irnir byggðir Islendingum. Má því með nokkrum sanni segja, að íslendingar byggðu höfuðborg sína fyrst úr torfi Sigrlður J. Magnússon Fnh. af bls. 14 naut alls, sem þjóðin hafði til, varð landsins högum lík; — og þó vor höfn sé opin enn og ennþá vanti knerri og menn, við vonum fast hún vaxi senn og verði stór og rík.“ Og sjá hún er orðin stór og rík og vantar hvorki knerri né menn, en hvað stoðaði það, ef ekki kæmi meira til. Stephan G. Stephanson kom til Reykjavíkur árið 1!>17. Fimm árum síðar kveður hann fagurt kvæði til hennar. Fyrsta erindið var þetta: „í fyrsta skíptið sem þig sá, mér sýndist þú svo smá og lág við breiðablik af sjá og blárra fjalla hring, sem hefðir týnzt í tignarhá þau tómin þig um kring. En þegar mig að bryggju bar úr blikur-villu tilsýndar, ég fann, hve víðreist var og rúmt um hug og hjarta þar, við hrjósturbreiðurnar.“ í dag er Reykjavík hvorki smá né lág, og hrjósturbreiðurnar hylj- ast óð'um grasi og trjágróðri, en það var ein áf skröksögunum í mínu ungdæmi, að hér gæti ekki vaxij tré. Er það ekki einmitt vegna þess, að í Reykjavík er rúmt um hug og hjarta, að bæði ég og fjölmargir aðr- ir vilja hvergi annars staðar eiga heima. 6'iamkv.st].: Sigíns Jónsson. Ritstjórar: Siguröur Bjarnason frá Vlaux. i, Matthías Johannessen. Eyjólíur Konras JónsSon, ðuglýsingar: Arnl-Garöar Kristlnsson. ! Ritstjórn: Áðaistræti 6. Simi 22480. Utgefandl: H.t. Arvakur. Reyktavnc. 22. maí 1903 og aðallega utan við kaupstaðarlóðina. A fimmtugsafmæli staðarins voru hér 108 torfbæir, að því er heimildir herma. En þá var talin öll byggð í landi jarðanna Víkur, Arnarlhóls, Hlíðarhúsa og Sels, því að allt þetta svæði kallaði almenningur Reykjavík, enda þótt dönsku kaupmennirnir teldu Reykja- vík ekki annað en byggðina í Kvosinni. Meðal þessara torfbæja eru því tald- ir bæir eins og Goshóll og Fúlatjörn austast, Grímsstaðir syðst og Sauða- gerði og Sel vestast. A aldarafmæli staðarins voru hér taldir 170 torfbæir. Það hafa þeir lík- lega verið flestir, en enginn veit annars með vissu, hve margir torfbæir voru reistir hér. Sumir lögðust niður eftir stutta hríð, aðrir voru alltaf að skipta um nöfn eftir ábúendum, svo að erfitt er að henda reiður á því. En á 150 ára afmæli staðarins voru allir þessir torf- bæir horfnir. Nýtt skipulag hafði þurrkað þá út. Jr ess má geta, að framan af hafði bærinn engar tekjur. Ef ráðast þurfti í einhverjar framkvæmdir, var ekki um annað að gera en finna einhver ráð til þess að fá bæjarbúa til að greiða kostn- aðinn. Þetta var ekki vinsælt, og þess vegna fann bæjarfógeti fljótt upp á því að kalla saman borgarafundi til þess að ráða þeim málum. Þessir fundir voru haldnir við og við, þar til sérstök bæj- arstjórn tók við 1836, sama árið og bærinn átti fimmtugsafmæli. Það var svo fyrsta verk bæjarstjórnar, eftir að byggingarneínd var skipuð 1839, að lögleiða með aðstoð amtmanns þegn- skylduvinnu í bænum. Skyldi hver verkfær karlmaður inna af hendi eitt dagsverk á ári að vegagerð og hreins- un lækjarins. IV ú var það svo, að í íslenzka hluta bæjarins, torfabæjahverfunum, voru aldrei neinar götur, heldur aðeins göngustígar. En í miðbænum tóku smám saman að myndast götur, og fyrsta stóra átakið í gatnagerð þar skeði 1820, er Moltke greifi fyrirskipaði að gera steinstétt milli Aðalstrætis og lækjar- ins, þar sem Austurstræti kom' seinna. En þessi vegarbót var kölluð Lange- fortaug. Annað mikið þrekvirki í gatnagerð var opið sorpræsi eftir miðju Aðalstræti niður í sjó. Það kom fljótt í ljós, að ekki var heppilegt að hafa ræsið í miðri götu, og að nauðsyn bæri til að flytja það út að götubrún. Þetta kostaði peninga og varð því hið mesta hitamál í bænum og skipti mönnum í tvo flokka. Þó varð það úr, að ræsið var flutt. Þriðja þrekvirkið í þessu efni var svo að gera heljarmikið, opið ræsi frá Aðalstræti eftir endilöngu Aust- urstræti og skyldi það flytja allt skolp og óþverra úr Grjótaþorpi og Miðbænum austur í læk. Þetta geröist að visu ekki fyrr en skömmu fyrir seinustu aldamót. En dýrt þótti mannvirkið, svo að það fékk nafnið „Gullrennan". Það var held ur ekki öruggt, því að stundum hljóp lækurinn upp í það og skolaði öllu vest ur í Aðalstræti. En frá þessu er sagt vegna þess, að þetta voru fyrstu fram- kvæmdir á þessu sviði. F yrsta skipulagsákvörðun bæjar- stjórnar var sú, er ákveðið var árið 1866 að framlengja Hlíðarhúsastíg (nú Vesturgötu) alia leið vestur. að Seli og gera allt svæðið norðan hennar frá Hlíðarhúsum og vestur úr ,að bygging- arlóðum. Uin þétta segir bygginganefnd svo í ákvörðuninni: „Hvað þvergötur áhrærir á lóðinhi, álítur nefndin, að það sé i alla staði hentast, að þær séu strax markaðar niður og fastsettar, svo að byggt verði eftir vissu áformi, þvi að við það gæti sparazt fyrir bæjar- sjóðinn kostnaður, sem leiðir af því, að ekki er byggt eftir vissu plani“. Hér er sannarlega fyrsti vísir að skipu- lögðu bæjarhverfi, og þetta gerðist fyr- ir réttum 100 árum. Hér var einnig um að ræða fyrstu götu úr Miðbænum, og nefndinni var ljóst, að hún mundi geta haft mikla þýðingu í framtíðinni, því að hún yrði aðalvegurinn vestur á Sel- tjarnarnes. Mætti því búast við mikilli umferð um hana, og þess veg'na þyrfti hún að vera vel breið, ekki minna en 7 álnir! (Um 4,40 m.). Til vonar og vara var hún svo höfð 8 álnir, (um 5 m.) til þess að hestar með þorskhausa- bagga gætu komizt hver fram hjá öðr- um. Hér var miðað við hestaumferð, því að engin ökutæki þekktust þá. Líkt fór þegar fyrst var talað um að gera Laufásveginn. Þá kom nefndinni sam- an um að hann yrði að vera 6 álna breiður, svo að klyfjahestar gæti komizt þar hver fram hjá öðrum. Mr egar kom nokkuð fram yfir miðja 19. öld, var götum farið að fjölga í bænum. Þær voru yfirleitt gerðar þannig, að misjafnlega góðri möl var dreift milli húsanna, svo að þar yrði slétt, og síðan var möl dreift þar yfir, þegar verst var færðin. Þetta var kostnaðarminnst, enda voru útgjöld bæjarins til vegakerfisins ekki nema um 1200 kr. á ári. Að vísu var krónan meira virði þá en nú, en samt geta menn á þessu séð, að allt hefir verið skorið við nögl til gatnagerðar. En þetta jókst sniám saman, því að þegar farið var að rífa torfbæina og reisa steinbæi og timburhús í þeirra stað, varð að gera fleiri og fleiri götur. Varð þá ýmislegt uppi á teningnum um, hve breiðar þser ætti að vera. En þegar fram í sótti, varð að breikka þessar göt- ur hvað eftir annað. Má enn sjá þess talandi tákn á Hverfisgötu neðan við Barónsstíg, þar sem húsin standa sitt á hvað og misjafnlega langt út í göt- una. af ess var engin von, að bæjar- stjórn gæti gert sér neina grein fyrir kröfum komandi tíma um breidd gatna. Það er ekki fyrr en bílarnir koma, að mönnum verður ljóst, hvað gatnakerf- ið er ófullkomið. Ekki skal forráða- mönnum bæjarins legið á hálsi fyrir það, þótt þeir gæti ekki séð fyrir slíka byltingu, en síðan hefir verið stöðug og vaxandi barátta við að leysa um- ferðarvanda borgarinnar. Fyrsta mikla átakið, sem gert var í því máli, var það, er Gunnar Thoroddsen, borgar- stjóri, fékk því framgengt, að Lækjar- gata var gerð að breiðgötu. Hér hefir aðallega verið rætt um götur borgarinnar, því að þegar menn líta á hinn nýja skipulagsuppdrátt, verð ur þeim starsýnast á gatnakerfið og nýskipan þess. Það er von, því að sam- göngumálin snerta hvert einasta manns- barn í borginni, og eru þeim vakandi áhugaeíni frá morgni til kvölds alla daga ársins og ár eftir ár. En skipulag nær yfir meira heldur en hvernig göt- um er skipað, og hve breiðar þær eru. Skipulag nær til allra vandamála borg- arinnar og gerir ráð fyrir því hvernig þau skuli leyst hvert með öðru. MT að hefir ef til vill verið mest- ur ljóður á starfi bæjarstjórnar frá öndverðu, að menn hafa ekki gert sér fulla grein fyrir því, að hvað bindur annað. Hver nýjung krefst þess, að margar fleiri nýjungar sé einnig upp teknar, ef hún á að koma að fullu gagni. Þetta er lögmál framfaranna og framvindunnar. Eitt framtak býður öðru heim, og öllum verður að sinna og gæta þess, að allt haldist í hendur. 1. etta verður mönnum ljóst, eí þeir skoða hinn nýja skipulagsuppdrátfc vel. Hann sýnir eigi aðeins gatnakerfi, heldur einnig, hvernig haga skal bygg- ingum í hverju hverfi með tilliti til þægmda almennings, nýtingu borgar- landsins til hins ýtrasta vegna sívax- andi fólksfjölda, og jafnframt, hvernig svipur borgarinnar geti orðið sem feg- urstur og tilkomumestur. En til þess að gera fagra og mikla borg, þarf að tryggja atvinnuvegi hennar og framtak einstaklingsins; á því veltur gengi borg- arfélagsins. Þess vegna er í skipulag- inu gert ráð fyrir því, að atvinnuveg- um borgarbúa sé tryggð athafnasvæði á þeim stöðum, sem hagkvæmust eru fyrir viðskipti og framleiðslu. Byggð- inni er skipað þannig, að sem auðveld- ast verði í framtíðinni að veita almenn- ingi nauðsynleg þægindi, svo sem vatnsveitu, hitaveitu, frárennsli, raf- magn, síma og svo önnur þægindi, er komandi tími kann að færa. Þá er hugs- að fyrir æskunni, skólamálum og íþróttamálum, skrúðgörðum og opnum svæðum fyrir almenning. Með nýrri höfn er séð fyrir siglingum og útgerð, og flugvöllurinn verður áfram á borg- ' arhlaðinu, sem betur fer. A llt þetta og ótal margt annað bindur hvað annað. Framþróunin verð- ur að vera hlutfallslega jöfn á öllum svið um, svo að hvergi hallist á. Það er því í mörg horn að líta, að ekkert verði út- undan. Og í mörg horn er litið á skipu- lagsuppdrættinum, eftir því sem þörf kallar að á næstu árum: Gatnakerfið og vaxandi umferð, hitaveitan, vatns- veitan, höfnin, leikvellir, dagheimili, nýbyggingar, fræðslumál, málefni aldr- aðs fólks, fegrun borgarinnar, niður- skipan athafnasvæða fyrir verzlun, siglingar, iðnað, útgerð, íþróttasvæði og íþróttabyggingar. Þar má einnig sjá, að ekki hafa orðið útundan fræðslumál og heilbrigðismál, og mjög er aukið svigrúm fyrir almenning að leita úti- vistar inni í sjálfri borginni. Nýr mið- bær á að rísa upp og létta af Kvosinni nokkru af þeim sívaxandi þunga mið- depils, sem hún er ekki fær um að bera lengur. Allt stefnir þetta að því að sýna, að heill heildarinnar gengur fyrir öllu öðru, en þó er nú í fyrsta skipti viðurkennt, að hin ýmsu hverfi bæjar- ins hljóti einnig að eiga sín sérmál, og þess vegna er hugsað fyrir því, að hlutur þeirra sé ekki borinn fyrir borð. Ræykjavík hefir vaxið mest vegna aðstreymis fólks úr sveitum landsins. Þessi þróun hófst þegar með innrétt- ingunum og hefir síðan haldizt við fram á þennan dag. Um langan aldur voru fleiri aðkomnir borgarar í Reykja- vík en hinir, sem þar voru fæddir og uppaldir. Fjöldi þessara aðkomumanna gat aldrei samlagast borgarlífi, vegna þess að hjörtun voru á öðrum stöðum, En þó kvað oft mikið að þessum mönn- um í stjórn bæjarmálefna. Talið er, að á fyrstu hundrað árum bæjarstjórnar (1836-1936) hafi um 150 fulltrúar setið í bæjarstjórn (sumir mörg kjörtímabil), og það er mjög athyglisvert að megin- þorri þeirra er úr hópi innflytjenda. Mun þetta vera skýring á þvi, hve oft virðist hafa skort stórhug og metnað fyrir hönd borgarinnar hjá fulltrúum hennar. En á seinni tímum hefir þetta breytzt mjög, enda hafa þá kjósend- ur, bornir og barnsfæddir í Reykjavík, verið fleiri heldur en hinir aðkomnu borgarar. Og með hverju ári hefir mun- urinn aukizt og er mestur meðal þeirr- ar kynslóðar, sem nú er á bezta aldri. Afleiðing þessa er auðsæ hverjum manni. Borgarlíf er hér að færast í fast- ari skorður, og það er áberandi, hve aukizt hefur metnaður bæjarfulltrúa fyrir hönd Reykjavíkur, umhyggja og stórhugur í velferðarnrálum hennar, Um það ber hið nýja skipulag glöggvastan vott. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.