Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1966, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1966, Blaðsíða 2
Einar Benediktsson: REYKJAVÍK Þjóominningardaginn 1897 Þar fornar súlur flutu á land við fjarðarsund og eyjaband þeir reistu Reykjavík. Hún óx um tíu alda bil, naut alls, sem þjóðin hafði til, varð landsins högum lík; —¦ og þó vor höfn sé opin enn og ennþá vanti knerri og menn, við vonum fast hún vaxi senn og verði stór og rík. En þó við Flóann byggðist borg með breiða vegi og fögur torg og gnægð af öllum auð — ef þjóðin gleymdi sjálfri sér og svip þeim týndi er hún ber; er betra að vanta brauð. — Þeir segja að hér sé hættan mest og hérna þróist frónskan verst, og útlend tízka temjist flest og tungan sé í nauð. Nei, þegar öldin aldna flýr og andi af hafi kemur nýr að vekja land og lýð, er víkka tún og breikka ból og betri daga morgunsól skín hátt um strönd og hlíð, skal sjást, að bylgjan brotnar hér. — Við byggjum nýja sveit og ver, en munum vel, hvað íslenzkt er, um alla vora tíð. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 22. raaí 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.