Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1966, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1966, Blaðsíða 7
* tft &> i *j ít- ? > t * *-**. Víðförli var nú kominn að umferðarmiðstöðinni, sem hafði verið stækkuð frá upphaf- legri mynd sinni. Sá hann þaðan yfir gamla flugvallarsvæðið, er svo mikið hafði breytzt. Millilanda- flugið hafði fyrir löngu verið flutt að öllu leyti til Keflavíkurflugvall- ar. Hins vegar þótti Kefl- víkingum nóg um hávaðann að næturlagi af umferð hinna stóru þotna Loftleiða, sem taka 500 far- þega. Innanlandsflugið hafði svo fyrir allmörgum árum flutzt út á Álftanes. Þar var flugvöllurinn hvorki svo stór né umferð svo mik- il, að til baga væri fyrir Bessastaði eða aðra byggð á nesinu. Gamla flugvallarsvæðið hafði skipzt í marga hluta. Grænu svæði hafði verið aukið við garðinn á Öskju- hlíð, Tjamargarðurinn hafði verið stækkaður til suðurs og háskólan- um hafði bætzt land. Einnig voru þama aðrir skólar og stofnanir, svo sem stór tækniskóli. Miðhlutanum var enn óráðstafað, en syðsti hlut- inn var að byggjast háum íbúðar- húsum, þar sem útsýni var bezt út á Skerjafjörð. Garður var svo með ströndinni og sjóbaðstaður í Nauthólsvík, er hitaður var upp á sumrin með hitaveituvatni. Áfram var haldið meðfram Land- spítalanum og upp að Miklatúni. Aðalumferðaræð borgarinnar var Miklabraut og Hringbraut. Á níu gatnamótum hennar höfðu verið á- 22. maí 1966 ætluð meiri háttar umferðarmann- virki með brautum á tveimur hæð- um og nauðsynlegum lykkj um til hliðaraksturs. Á árinu 1983 vom flest þessara gatnamóta fullgerð. Miklatorg hafði verið fyrst, en þama frá Miklatúni mátti sjá gatna mótin við Lönguhlíð. Kjarvalsstað- ir höfðu risið á túninu, og þar var kominn einn fegursti garður borg- arinnar, (mynd 10), með hljómsveit arpalli, höggmyndagarði, lista- mannaskála, veitingahúsi og fjöl- breytilegasta gróðri. Næsti áfangastaður var Öskjuhlíð. Ofan á gömlu hitaveitugeymana var komið veit- ingahús, er var þeirrar náttúru, að það snerist í sífellu, svo að gestir gátu notið útsýni í allar áttir, þótt þeir sætu á sama stað. Tók umferðin 15. mín. svo að fólk varð ekki vart við hreyfinguna, nema hvað útsýni snerti. Víðförli þóttist nú eiga skil- ið kaffi og meðlæti og ákvað að líta inn í þennan sérstæða veitinga- stað, (mynd 11). Svo athyglisverður sem hinn hreyfanlegi efri hluti var, þá var neðri hlutinn það ekki síður. Svæð- inu milli geymanna hafði verið lokað og því breytt í stórfenglegan aldingarð. Þarna voru bornar fram veitingar og haldnar skemmtanir, og hver hluti garðsins hafði' sinn sérstaka svip, er var gerður enn ævintýralegri með hugvitssamri lýsingu. Var sem gestir væru kornn ir í hin sígrænu sólarlönd, nema hvað hitinn var hæfilegur, og eng- inn þurfti að óttast bit gleraugna- slöngu eða að verða étinn af tígr- isdýri. Var garðurinn sannarlega undur mikið á norðurhjara verald- ar. Uppi var svo útsýnið, eins og áð- ur segir. Gamla flugvallarsvæðinu hefur verið lýst, og svo gat að líta Flóann, Esjuna, Áusturfjöllin, Hafnarfjörð og Keili. Og álverk- smiðjan malaði í friðsæld við Straumsvík. Klukkan var nú orðin hálf- fimm og enn drjúgur spöl- ur eftir. Næst lá leiðin í nýja mið- Frh. á bls. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS J

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.