Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1966, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1966, Blaðsíða 5
1 u Tómas Guðmundsson: VIÐ HÖFNINA Hér heilsast fánar framandi þjóða. Hér mæla skipin sér mót, sævarins fákar, sem sæina klufu, og sigruðu úthafsins rót. Og höfnin tekur þeim opnum örmum og örugg vísar þeim leið. Því skip er gestur á hverri höfn. Þess heimkynni djúpin breið. Hér streymir örast í æðum þér blóðið, ó, unga, rísandi borg! Héðan flæðir sá fagnandi hraði, sem fyllir þín stræti og torg. Sjá skröltandi vagna og bíla, sem bruna, og blásandi skipa mergð. Tjöruangan, asfalt og sólskin og iðandi mannaferð. — Og skipin koma og skipin blása og skipin fara sinn veg. Dreymnum augum eftir þeim starir æskan þegjandaleg. í huganum fjarlægar hafnir syngja. Það hvíslar með lokkandi óm: Rússland, Asía, England og Kína, Afríka, Spánn og Róm. — En hátt yfir umferð hafnar og bryggju og hátt yfir báta og skip, sfinxi líkur rís kolakraninn með kaldan musterissvip. Hann mokar kolum og mokar kolum frá morgni til sólarlags. Raust hans flytur um borg og bryggjur boðskap hins nýja dags. Hann læsist í gegnum umferðaysinn. Hann iðar í bílanna þröng. Undrandi kolakarlarnir hlusta á kranans máttuga söng. Eitthvað, sem skeði, sló örstutt glampa á augun þreytt og köld. — Þarna kom Súlan og beygði yfir bæinn. Botnía fer í kvöld. i í i I i i l 22. maí 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.