Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1966, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1966, Blaðsíða 13
að hafa alltaf til hnífs og skeiðar. En nú er öldin önnur: atvinnulíf blómlegra, velmegun meiri, menning þroskavænlegri en nokkurn bjart- sýnismann gat órað fyrir á þeim tímum. Aðrir munu verða til að bregða upp framtíðarmyndum af útgerð- ar-, iðnaðar- og verzlunarborginni Reykjavík. Það sýnist raunar ekki þurfa mikla framsýni til að gera sér nokkra hugmynd um viðgang borg- arinnar á þeim sviðum, ef hliðsjón er höfð af þeim stórstígu framför- um og framkvæmdum, sem orðið hafa á síðustu áratugum. Hið eina, sem þar gæti haft veruleg áhrif til hins verra, væri langvinnur afla- brestur eða markaðsvandræði, nátt- úruhamfarir eða sú ógæfa, að sundr- ungaröflin næðu stjórn borgarinnar í sínar hendur. Við skulum vona, að ekkert af þessu verði. Þá er líka auðvelt að hugsa sér Reykjavík í sívaxandi mæli miðstöð vísinda og fagurra lista. Reykjavík er nú þegar „stærri'* en nokkur útlend borg með sömu íbúatölu. Það markast af því fyrst og fremst, að menningarlíf er hér fjölbreyttara og gróskumeira en á nokkrum öðrum sambærilegum stað. Ég held að fullyrða megi, að aðsókn að tónleikum, leikhúsum, myndlist- arsýningum og öðrum slíkum við- burðum sé hvergi hlutfallslega meiri. Og hún mun enn aukast, þegar Borg- arleikhúsið rís og myndlistarhúsið á Miklatúni. Þess mun ekki langt að bíða, að settur verði á stofn vísir að íslenzkri óperu. Og bráðum koma handritin heim. JÓN AUÐUNS Frh. af bls. 12. í fögrum garði við húsið. „Hér á að búa einhver ríkur Spánverji", — sagði ég við arkitektinn, elskulegan mann, sem sýndi okkur húsið. „Nei, — svaraði hann —, por familia ing- lesa: fyrir enska fjölskyldu“. Enn varð mér hugsað til Reykja- víkur, og enn sigraði hún í sam- keppninni. Hér eru byggð mörg fall- eg einbýlishús, en ekki fyrir erlenda eigendur til að búa í nokkrar vik- ur eða mánuði ársins, heldur fyrir borgarana sjálfa til að eiga og búa L Það er ánægjulegt að fara um gamlar borgir með sínum snyrti- legu steinlögðu götum, sínum grónu görðum og gamalli menningu. En þó er enn meira lokkandi að lifa í borg, sem er að verða til og ber merki iðandi lífs og uppbyggingar, því nær hvar sem augum er litið. En þannig er Reykjavík. Þannig er hún í dag. Og sumir eru óánægðir með þessa upprifnu borg, þar sem svo margt er ógert enn eða hálf- unnið. Reykjavík er borg fárra gamalla minja. Samt er hún borg mikillar sögu allt frá Ingólfs tíð. En þetta iðandi líf, þessar skemmtilegu áköfu framkvæmdir, þessi öra útþensla, þetta allt gefur fyrirheit um Reykja- yík sem borg stórrar framtíðar. Við eigum gott, sem byggjum hana 1 dag. Við vonum, að þeir eigi enn- þá betra, sem búa í henni og hafa hana fyrir augum eftir 50 ár. Hver er sá, að hann vildi ekki mega sjá þá sjón í dag? Páll V. G. Kolka: Eitt breytist vonandi aldrei Ég kom fyrst til Reykjavíkur 1908, ungur skólasveinn, og þá var hér öðru vísi um að litast en nú. Engin höfn, aðeins bátabryggja, farþegum róið í land. Engin vatnsveita, held- ur brunnar, vatnskarlar og vatns- kerlingar. Engin skolpleiðsla, heldur opnar göturennur, Lækurinn milli tjarnarinnar og sjávar óbyrgður. Engin vatnssalerni, heldur útikamr- ar þar sem bezt lét. Ekkert rafmagn né gas, en meðfram helztu götunum steinolíuluktir. Enginn bíll, heldur lestar klyfjahesta á kauptíðum. Reykjavík var bárujárnsborg, þótt nokkrar opinberar byggingar væru hlaðnar úr steini og nokkrir lág- kúrulegir bæir úr torfi og höggnu grjóti. Ég minnist í svipinn ekki annarra vezlunar- eða íbúðarhúsa úr steinsteypu en Ingólfshvols og Giml- is. Síðan hefur Reykjavík tífaldazt að fólksfjölda og breytt um svip, en ég fell ekki í stafi, þótt einhversstaðar sjáist enn ómalbikaður vegarspotti eða einstaka hús með bárujárnshýði. Breytingarnar eru samt ótrúlegar. Þeir, sem nú eru böm að aldri, munu ef til vill sjá eins miklar breytingar á borginni sinni eftir önnur 60 ár, ef þeir lifa svo lengi. Það er tilhlökkunarefni fyrir upp- rennandi kynslóð að halda fram þeirri nýsköpun, sem hefur farið svo glæsilega af stað. Þrátt fyrir fátækt þjóðarinnar og ótrúlega harða lífsbaráttu einstakl- inganna, átti Reykjavík í byrjun aldarinnar samt marga ágæta mennta menn, stórhuga stjórnmálamenn og atorkusamt fólk í öllum stéttum. Þetta hefur ekki breytzt og breyt- ist vonandi aldrei. Jón Þórarinsson: Miðstöð vísinda og fagurra lista Ef til vill er sú almenna bjart- sýni, sem hér er ríkjandi í landi, einhver dýrmætasti fjársjóðurinn, sem okkur hefir safnazt á þessum síðustu og beztu tímum. Sjaldan heyrist nú á það minnzt, að við sé- um „fáir, fátækir, smáir“, eins og áður fyrr var sagt til afsökunar flestu, sem betur mátti fara eða áfátt var í einhverju. Við, sem aldir erum upp á kreppuárunum svo- nefndu, vitum, að þessi orð voru ekki alltaf sögð út í bláinn, enda þótt við höfum ef til vill verið svo heppnir 22. maí 1966 ■LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.