Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1966, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1966, Blaðsíða 4
'&&•**&(, n&f*** það heilsusamlegt og líklegt til fróð leiks. Víðförli hafði komið til lands- ins nokkrum viknm áður með Con- corde-þotu frá Flugfélagi íslands, er lenti á Keflavíkurflugvelli, en þær fljúga með meira en tvöföld- um hraða hljóðsins. Að vísu þótti það ekki mikm hraði, eftir að ferð- ir til tunglsins fóru að verða svo algengar, en hafði óneitanlega fært ísland nær umheiminum. Frá flug- vellinum var ekið um Suðurnesja- veg og framhald hans, sem lá fyrir- ofan Hafnarfjörð, fyrir framan Víf- ilsstaði og sem leið liggur að Breið- holtshverfi, en ofarlega í þeim borg arhluta hafði Víðförli fengið hús- næði. ann lagði af stað í göngu- ferðina kl. hálf-níu um morguninn. Fljótlega var hann kominn á gangstíg og fór fyrst norður og síðan vestur með Elliða- ánum. Nokkru fyrir austan árnar gat að líta umráðasvæði hesta- manna. Þar voru hesthús mikil, víður skeiðvöllur og öldurhús knapa. Árbæjarhverfi blasti nú við í fögrum ramma Esjunnar og Elliða áa, og hafði hvorugu farið aftur síðan 1966 og ánum raunar fram með lagfæringu á umhverfinu. Gamla stíflan myndaði eins og fyrr fallega uppistöðu og hafði gert í rúm 60 ár. Víðförli leit inn í Árbæjarsafn og tók sína fyrstu mynd (1) í ferðinni, en myndir hans verða hér af sér- stökum ástæðum birtar í formi teikninga. Á myndinni sjáum við gamla Árbæ og kirkjuna ásamt Dillonshúsi, Smiðshúsi og Sjóbúð. Og svo hefur margt bætzt við. „Víkurgata" er orðin að veruleika, með Bernhöftsbakaríi og kaup- mannshúsinu. Enn fremur er skóla- varðan risin á ný, og vindmylla hefur verið reist. Byggður hefur verið skáli í fornum höfðingjastíl. Skortir þar aðeins langelda og hnútukast. — í baksýn er svo Ár- bæjarhverfið. Afram heldur gangan eftir náttúrulegum garði, og rétt við Elliðaárvoginn rekst Víð- förli á um 15 ára gamla brú yfir árnar og dalinn (mynd 2), en hún grenninu fyrir gangandi fólk. Græna svæðið mjókkaði, er Iðn- garðar urðu á vinstri hönd, en brátt var komið í Laugardalinn. Þar var nú einn fegursti garður borgarinnar. Margvíslegur gróður á hafði leyst af hólmi hina hvimleiðu Ártúnsbrekku og var í beinu fram- haldi af Miklubrautinni. Þarna liggur vegurinn upp í Mosfellssveit og til Þingvalla og einnig vestur og norður í land. (Suðurlandsvegur liggur aftur vestan og sunnan Öskjuhlíðar, um Fossvogsdal og síð- an upp með Elliðaánum, sem leið liggur að Lækjarbotnum). Fram- undan veginum tók svo við garðurinn í Elliðaárvogi, en hann háfði verið myndaður með uppfyll- ingu á eyrunum. Árnar runnu svo með gömlu bökkunum, sín kvislin hvoru megin. æst var haldið í norðvest- ur meðfram Suðurlands- brautinni gömlu, er muna mátti fífil sinn fegri, þar eð hún náði nú aðeins inn að Langholtsvegi og tald ist einungis til „tengi- og safn- brauta". Nýr aðall borgarinnar, hraðbrautirnar, hafði gjörsamlega skákað henni. En fyrir vikið var líka indælt að vera þarna í ná- alla vegu og ber enn mest á frum- kvæði Eiríks Hjartarsonar, því að þar voru trén hæst. íþróttamann- virki og leiksvæði voru um allan dalinn, og jafnvel hafði verið koin- ið upp útileikhúsi, er minnti á Grikkland fornaldar. Frá fþrótta- og sýningarhöllinni (mynd 3) sjást stóri leikvangurinn með hatti yfir stúkunni og í baksýn sundstaður- inn, þar sem mikill fjöldi fólks get- ur hafzt við samtímis. Til hliðar er svo malarvöllur, aðalæfingar- völlur knattspyrnumanna borgar- innar. ú tók Víðförli á sig krók upp á Laugarásinn, en þangað náði garður upp úr dalnum. Var þaðan skammt yfir í Sundahöfn, en fyrsti hluti hennar var fullbúinn. Vöruskemmur og korngeymslur voru á hafnarbakkanum, og Viðey skartaði í baksýn (mynd 4). Skip, allt að 20-25 þús. tonna lágu í höfn- inni, og nýtízku löndunartæki gátu losað beint úr þeim í geymsl- urnar. Innar með voginum hafði verið komið fyrir dráttarbrautum og þurrkví, en utar voru ráðgerðar enn meiri hafnarframkvæmdir, og yzt var áætluð bryggja, þar sem stærstu farþegaskip heims gætu lagzt. Hið síðastnefnda sá Víðförli í huga sér, er hann gekk um lít- inn garð vestast á Laugarnesi og leit yfir væntanlegt hafnarstæði til norðurs. Leiðin lá nú í vestur með ströndinni, og var sjórinn á aðra hönd, en hraðbraut á hina. Gamla Skúlagatan var að hálfu orð- in að bílastæði, en aðalumferðaræð- in var norðan hennar. Við mót Kalk ofnsvegar voru komin fullkomin gatnamót og þar lyftist hábraut, er lá í vestur yfir Geirsgötu með gömlu höfninni. Nú tók við Arnar- hóll og grænt belti meðfram Lækj- argötu. Hverfisgata var ekin í báð- ar áttir, eftir að hún hafði verið breikkuð til norðurs og Tryggva- gata tengd beint við hana. En Laugavegur náði ekki lengur nið- ur á Lækjargötu nema sem gang- stígur. Laugavegur var ekki held- ur tengdur við Snorrabraut, og var Framhald á bls. 6 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. maí 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.