Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1966, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1966, Blaðsíða 2
SVIP MVND Samuel Beckett Samuel Beckett er einn þekktasti leikritahöfundur r samtímans, en um einkalíf hans er þó tiltölulega lítið vitað, því að sjálfur faelist hann sviðsljósin. Hann varð sextugur 13. apríl síðastliðinn, en frægur varð hann ekki fyrr en hátt á fimmtugsaldri, veturinn 1952-1953, þegar sjónleikur hins írska Parísarbúa, „En attendant Godot“ (Beðið eftir Godot) var sýndur í París. Hann er hávaxinn og horaður, and- litið er gáfulegt en dapurlegt. Augnaráðið er oftast flöktandi og mannfælið, eins í draumóramanni, sem unir sér bezt einn, en stundum verður það hvasst og stingandi, þegar hann íhugar eitthvað eða þarf að verjast að- sókn ókunnra aðdáenda. Hann gengur jafnan einn sér, eins og hann þoli ekki of mikla nálægð annarra manna, inni- lokaður og í þungum þönkum. H inir tiltölulega fáu vinir hans —- líta ákaflega upp til hans sem mikils rithöfundar og gáfumennis, og þeir hrósa honum fyrir hæfileika, sem ókunn- ugum koma á óvart, svo sem mannúð og almenna samkennd með öðrum mönnum, andríki í viðræðum og þægi- lega, írska fyndni. í hópum mennta- manna er talað með hrifningu og að- dáun um hið nýja blóð, sem hann hef- ur gefið leikritun og leikhúsum á seinni árum, þótt ekki séu þeir á eitt sáttir um það, hvernig beri að túlka skáldskap hans. Sumir kalla hann boðbera til- gangsleysisins,, fulltrúa Núllsins, skáld vonleysis, örvæntingar og tómleika. ÖIl verk hans séu litanía um þjáningar hins yfirgefna manns í heiminum, sem geti ekki tjáð tilfinningar sínar með orð- um, enda skipti það svo sem engu máli. Vitnað er til orða hans í „Malone meurt“ (Malone deyr): „Ef ég þagna «einhverntíma, þá er það vegna þess, að ekki er meira að segja, jafnvel þótt allt hafi ekki verið sagt, — jafnvel þótt ekkert hafi verið sagt“. Aðrir segja, að þótt Godot komi aldrei til þeirra, sem bíða hans í leikritinu, birtist þeim þó engill. Því sé Beckett ekki sá erki- bölsýnismaður á mannlega tilveru, sem flestir telji hann vera. Bækur hans virðist skrifaðar í algeru vonleysi, en engu að síður bíði hann Godots með óþreyju. A ð fráteknum vinum Becketts og menntamannaklíkum, sem segjast „skilja" skáldið að einhverju eða öllu leyti, botnar enginn neitt í honum. All- ur almenningur gónir skilningsvana á t sjónleiki hans og les bækur hans í and- legu myrkri. Fólki finnst það hafa ver- ið gabbað, vegna þess að því er um megn að skilja, hvert skáldið er að fara. Margir þora ekki að viðurkenna þá staðreynd og líður enn verr fyrir bragðið. Það eru varla ýkjur að halda því fram, að enginn annar rithöfundur hafi breikkað hina geigvænlegu gjá milli nú tíma ritlistar og almennra lesenda jafn- mikið sem Beckett. IVIargir halda því fram, og lík- lega með réttu, að með verkum sínum sé Beckett kominn í bókmenntalegt öngstræti eða jafnvel blindgötu eða sjálfheldu. Hann geti ekki markað neina stefnu, bækur hans geti ekki átt neina „afkomendur". Franski bókmenntafræð- ingurinn René Lalou kallar verk hans and-bókmenntaleg. Þótt finna megi ein- hverja bókmenntalega „byggingu“ í leikritinu „Beðið eftir Godot“, sé hana alls ekki a'ð finna í „skáldsögum" eins cg „Molloy" og „Malone deyr“, hvað þá í prósaverkinu „Comment c’est“ (Hvern- ig það er). Persónurnar geti ekki dáið, en virðist dæmdar til óendanlegs kjaft- æðis-kvalræðis („une interminable et bavarde agonie“). Lalou kveðst þó ekki neita því, að í slíkum verkum komi fram viss háspekileg angist, en bók- menntalega séð sé þarna komið í ógöng- ur; þaðan.liggi engin fær leið. Svipað megi segja um „Textes pour rien“ (Gagnslausir textar). Beckett skrifar yfirleitt á frönsku, þar eð hann segist kunna ensku of vel. Jl tilefni af afmæli Becketts hef- ur John Calder gefið út í Englandi bók, „Birthday Book“, þar sem margir rit- höfundar, leikarar og gagnrýnendur fjalla um skáldið. Þessir „postular Beck- etts“ upplýsa margt um skáldið, ævi þess og ritverk, sem áður hefur verið hulið. Samt segir Calder það vera stað- reynd, að menn viti almennt jafnlítið um æviatriði Becketts og menn skilji skáldverk hans. S amuel Beckett fæddist í Dyfl- inni 13. apríl árið 1906. Hann stundaði nám i Portora Royal School og síðar í Trinity College í Dublin, þar sem hann er nú heiðursdoktor í bókmenntum. Það- an hélt hann til Parísar (í nemenda- skiptum milli írlands og Frakklands) cg lærði við hinn ágæta skóla École Normale Supérieure, þar sem hann var samtíða Jean-Paul Sartre. Hann fór aftur til írlands árið 1930 og kenndi frönsku og ítölsku við Trinity College, en 1931 hélt hann aftur til Parfsar, þar sem hann hefur h»iið æ síðan. Hann hefur lifað í mikilli einangrun, fyrst sem einbúi, en síðustu tuttugu árin hefur hann búið með kvenmanni, sen? hann er nýlega kvæntur. F égar hánn kom aftur til Parísar árið 1931, gerðist hann einkaritari og aðstoðarmaður James Joyce, sem >’ar farinn að þjást af sjóndepru. Meðal þeirra, sem hkrifa í afmælisbókina, er Madame Jolas, amerísk ekkja ejns fyrsta útgefanda Becketts. Hún segist minnast Becketts úr veizlu, sem hún hélt 1931. Hann hafi verið svo þögull og hlédrægur, að gestunum leið ekki vel í návist hans. Sjálf segist hún, sem alin er upp í hressilegu félagslyndi Kentucky-búa, alveg hafa ruglazt í ríminu vegna óþægilegra áhrifa frá honum. „En þegar ég les bækur eftir Sam núna“, segir Mme Jolas, „minnir hann mig á Joyce. Þótt þeir séu ger- ólíkir rithöfundar heyri ég sama mjúka Dyflinnar-málhreiminn fyrir mér, skynja hina miklu og sameiginlegu menningararfleið þeirra, sams konar háð, stundum grimmilegt, stundum fíngert, og sams konar tegund af fyndni, sem kemur mér til að skella upp úr við lesturinn. Kristur ásækir hann eins og Joyce; hann tilheyrir ekki enn hinni nýju villimennsku". Arið 1937 komst Beckett fyrst í blöðin í ættlandi sínu, þegar hann bar vitni í frægu meiðyrðamáli, sem frændi hans, Sinclair að nafni, höfðaði gegn rithöfundinum Gogarty. Sinclair taldi að sér sneitt á óviðurkvæmilegan hatt í bók Gogartys, „Walking dcwn Sackville Street“, enda notaði Gogarty Sinclair sem fyrirmynd að einni sögupersónunni, en dulbjó hann ekki betur en svo, að kunnugir vissu vel, að hverjum var stefnt. Dr. Lev- enthal, einn elzti og bezti vinur Beck- etts, lýsir framkomu hans í vitnastúk- unni frammi fyrir æruverðugum borg- urum Dyflinnar, sem skipuðu kviðdóm- inn, á heldur broslegan hátt. Einlægni hans í svörum, þegar lögfræðingur einn vildi gera lítið úr honum og framburði hans, varð til þess, að kviðdómurinn tók ekkert mark á honum. „Þér búið í París?“ spurði málafærslumaðurinn og leit glúrinn á kviðdómendurna, þeg- ar hann nefndi nafn hinnar syndum spilltu borgar. „Satt er það“, svaraði Beckett. Hann viðurkenndi og, að hann hefði engar fastmótaðar skoðanir á til- veru guðs. „Þér hafið ritað bók um Frakka einn, sem heitir Prowst?" „Hann heitir Proust“, sagði Beckett. „Jæja, þessi Prowst eða Proust", sagði mál- flytjandinn og leit enn til kviðdóms- ins, „hann hefur skrifað ósiðlega bók“. Þegar svo upplýstist, að Beckett var höfundur bannfærðrar bókar með svo hræðilegu nafni, að málflytjandinn gat ekki borið það sér í munn, nema eiga sér sálarglötun vísa „More Pricks than Kicks“), var kviðdóminum öllum lokið, og vísaði hann framburði Becketts frá. Kvöldblöðin í Dublin sögðu frá þessu undir stórum fyrirsögnum á borð við þessa: „Guðleysinginn frá París“. Framhald á bls. 15. Framkv.siJ.: Slglos Jónsson. Bitstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vieur Matthlas Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arnl GarSar Krlstinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 22400. Utgefandl: H,t. Arvakur. Reykjavnc. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. júni 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.