Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1966, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1966, Side 7
fcókamaSur, svo og hejlagur Kólumba (fi öld), sem stofnaði klaustrin Derry, Keils og Durrow. írsk bókaskreyting nær bæst í bókum frá Durrow og Kells, the ©ook of Durrow og the Book of Kells, sem eru gerðar á 7. og 8. öld. Irsk klaustrasöfn voru eyðilögð af víkingum á 9. og 10. öld. Frá írlandi barst írsk skreytiiist til Englands og Evrópu. A Þýzkalandi töpuðust mörg söfn 1 styrjöldum og á siðaskiptatímunum; þau sem enn eru við lýði eru ekki á sín- um fornu slóðum. Söfn klaustra í Bayern eru nú flest í söfnum í Miinchen. Safnið frá Reichenau er í Karlsruhe, en í því kiaustri blómstraði bókaskreyting um og eftir árið 1000. Fulda- og Corvey- söfnin eru ýmist töpuð eða algjöriega eyðilögð. I Sviss voru nokkur ágæt kiaustur, sem áttu mikil söfn, svo sem St. Gallen, Einsiedeln og Rheinau. St. Gallen-safnið er a’ð mestu ieyti enn á sínum stað, en Rheinau-safnið er nú geymt í Zurich. E:tt eizta klaustur í Sviss var St. Maur- ice, stofnað 515; safn þetta brann 1693, og brunnu þar óbætanieg verðmæti. I Austurriki eru mörg klaustrasöfn enn við lýði á fornum slóðum, svo sem Admont, Kiosternauburg, Meik og fleiri; cnnur hafa verið flutt. HÖFUÐBÓLIÐ Framhaid af bls. 1. ur Þorvarður Pálsson setið á Eiðum frá 1350, lengur eða skemur. Liklega hefur hann haft sýsluvöid íMúlaþingi, þótt ekk: finnist þess getið. Enginn annar maður af ættlegg Þorvarðar Þórarins- oonar er kunnur samtimis honum. c kj onur Þorvarðar og Ragnhildar hét Páll eftir afa sínum í föðuriegg. Hann hjó á Eiðum eftir föður sinn, var við það kenndur og nefndur Eiða-Páll. Kona hans er talin hafa verið Sesselja Þorsteinsdóttir Hallssonar, Sigurðsson- ar Seltjarnar. (Æviskrár*). Páll var mikill valdamaður og auðugur, hafði bæði sýsluvöld í Múlaþingi og var um- boðsmaður hirðstjóra. Fátt er annað um hann kunnugt nema að hann átti, lík- lega af embættisskyldu, í deilu við Runólf Pálsson, sýslumann í Bjarnanesi um fjármuni eftir Pál prest Þorsteins- son á Kirkjubæ. Þau dóu bæði í Stórubóiu 1403 Páll og Sesselja. Áður en lengra er rakið ábúenda- taiið, verður nú getið þess, sem kunnugt er um kirkjuhald á Eiðum til loka 14. a!dar. Sem fyrr er ritað, er það kunnugt, að kirkja hafði verið stofnuð ó Eiðum fyrir 1200. Allar kirkjur, að Þingvallakirkju und- anskiiinni, voru í upphafi stofnaðar af bændum. Þær voru eign bændanna, þeir fikyidu halda prestana og kosta alla trú- ariega þjónustu. í upphafi var kirkju- bændum þetta ærin fjárbyrði. En þar kom í lok 11. aldar, að tíundarlögin voru sett. Þar með fékkst nokkur tekjustofn til kirkjuhalds og prestahalds. Brátt ffiun kirkjunum einnig hafa áskotnazt Cígnir í föstu og lausu. Við eftiriitsferðir biskupa voru eign- ir kirkna nákvæmlega skráðar. Fyrsta kunn eignaskrá Eiðakirkju «r frá 1367. Arðbærar eignar kirkjunnar þá eru heimaiand hálft á Eiðum og hálf •Fleiri tiigátur eru um ætt hennar. jÖfðin Hóll I Hjaitastaðaþinghá, en bú- íé ekki nefnt. Líkiegt má telja, að hpfðingi sá, sem stofnaði til kirkjuhaldsins, hafi jafn- íramt lagt kirkjunni til eignar og tekna hálfa eignarjörð sína. Næstu vitneskju um kirkjuhald á Eið- um er að fá af máidaga hennar, sem ■Wilchin biskup gjörði árið 1397. Eignir hennar hafa þá aukizt. Auk fyrrtaldra fasteigna hefur hún eignazt fjórðapart jarðarinnar Ormsstaðir, 7 kýr, 30 ásauða og 4 hross. Til kirkjunnar höfðú verið lagðar tíundir og ljóstollar af 16 bæjum. Þess er getið að Karl Arnórsson hafi lagt kirkjunni til „jörð á Hóli“ (fyrr- nefnda hálflendu) og að auki 13 hundr- uð í lausafé og enn 5 hundruð fyrir skógarspjöll. Það svarar ríflega til alls búfjárins. Þorvarður (Páisson) er sagt að gefið hafi tiltekna kirkjugripi. Loks er þess getið, að álag á kirkjuna sé ekk- ert, vegna þess sem Karl, Þorvarður og Páll hefðu gjört henni til viðhalds. — Þeir höfðu setið staðinn mestalla 14. öidina, sem getið heíur verið. P áll og Sesselja áttu tvær dætur til arfs. önnur þeirra var Ingibjörg, sem giftist Lopti ríka á Möðruvöllum. Stað- urinn á Eiðum féil í hlut Ingibjargar. Komst staðurinn og kirkjueignir þannig í umráð Lopts. Setti hann ráðsmann yfir stað og bú, Vigfús Ingjaldsson að nafni, cg líklega hafa ráðsmenn hans verið fleiri. Vi'ð dauða Lopts, 1432, komust Eiðar í umráð Þorvarðar sonar hans. Ráðs- maður hans á Eiðum, síðasti, var Jón, sonur Narfa lögmanns Sveinssonar. Dóttir Þorvarðar Loptssonar ein hét Ragnhildur, liklega eftir Ragnhildi Karlsdóttur, formóður sinni. Hennar fékk árið 1460 Bjarni Marteinsson, sýsiumaður á Ketilsstöðum, og með henni Eiða-eignir. Voru þær afhentar 1465. Fíöfðu Eiðar þannig verið í eign og um- róðum Möðruvallafeðga, Lopts og Þor- varðar, rúm 60 ár. egar Bjarni sýslumaður fékk Eiða til umráða, flutti hann þangað. Fíann var athafnasamur búmaður og hafði einnig sjávarúthald. Fékk hann af því forskeyti við nafn sitt og var nefnd- ur Hákarla-Bjarni. Sagnir herma, að Bjarni hafi haft hákarlaútgerð í Bjarnarey en fiskiútgerð á Eiðabjargi, öðru nafni Fiskabjargi, fram skammt frá bænum Höfn í Borgar- firði. Fyrir dauða Páls Þorvarðarsonar hefur Eiðakirkja eignazt þar uppsátur og verbúðarleigur, því að rá'ðsmenn Möðruvallafeðga ráku þar útgerð á þeim tima, sem Eiðar voru í eign og umráðum þeirra feðga. Hákarla-Bjarni bjó á Eiðum u.þ.b. 20 ár. Hann var auðsæll mjög og ávaxtaði fé sitt i jarðakaupum, sem títt var um auðmenn. B jarni og Ragnhildur áttu 6 börri, þrjár dætur og þrjá Sönu; dreifðist því mikið auður þeirra við erfðir. Syst- uinar giftust allar úr héraði, einn bræ'ðr- anna, Marteinn, dó ungur. Hinir voru Erlendur sýslumaður á Ketilsstöðum og Þorvarður, sem fékk Eiða í sinn hlut og búsetu þar eftir föður sinn. Hann fékk þeirrar konu, sem Ingibjörg hét, Orms- dóttir frá Marðarnúpi. Til kaups við hana lagði hann 200 hundraða. Gefur það hugmynd um stórauð foreldranna. Dætur Þorvarðar og Ingibjargar voru Margrét og Hólmfriður. Margrét giftist Sigurði Finnbogasyni, sýslumanni í Hegranesþingi. Hann mun hafa látið af sýslu um eða litlu fyrir 1517 og flutt að Eiðum, því að það ár gefur maður að nafni Þorvarður Guðmundsson honum jörðina Egiisstaði á Völlum í próventu sína og konu sinnar. Þorvarður veik frá Eiðum frá dóttur sinni og tengdasyni, þegar þau komu þangað. Nokkrum árum fyrr (1509) hafði hann keypt Njarðvik, og flutti hann þá þangað og bjó þar síðan til dauðadags. U ndir lok 15. aldar eru skjalfestar eignir Eiðakirkju í máldaga Stefáns biskups Jónssonar. Kirkjan hefur þá eignazt alla Ormsstaði, jarðirnar Gröf og Þuríðarstaði og 11 ásauðakúgildi umfram það, sem henni er talið til eignar í Wilch- insmáldaga. Hálf jörðin Eiðar er metin 30 hundr. og aðrar fasteignir jafn mikið samtals. — Búféð er talið 20 hundr. alls. Verstöðvarinnar undir Eiðabjargi er þá ekki getið; hefur liklega láðst að geta hennar, því að með itökum er hún talin síðar. Sigurður Finnbogason dó, að talið er, fáum árum eftir að þau Margrét fluttu að Ei'ðum. Börn þeirra staðfestust ekki austanlands. Brátt giftist Margrét aftur norðlenzk- um manni, Magnúsi Árnasyni að nafni. Sennilegt að þau hafi verið kunnug að norðan, og að hann hafi í fyrstu gerzt ráðsmaður hennar. Magnús var skipaður lögréttumaður, en naut stutt við, bæði við það starf og búskapinn á Eiðum, því að dáinn er hann fyrir 1529, að tali'ð er. Margrét er þá enn á léttasta skeiði, ná- lægt þrítugs aldri, eða litlu meir. Ekki giftist hún samt í þriðja sinn svo kunn- ugt sé, en bjó þó lengi á Eiðum eftir það með miklum skörungsskap. Dóttur áttu þau Margrét og Magnús, sem Þorbjörg hét, og kemur síðar við sögu. Um 1523 er talið, að dáið hafi Þor- varður í Njarðvik. Þær systur, Margrét og Hólmfriður, tóku þá arf eftir hann. Fékk Margrét í sinn hlut m.a. Njarðvík en HólmfríðuriSnotrunes. ' Nokkru fyrr en hér var komið, hafði komið austur norðlenzkur maður, mikil- hæfur, Björn Jónsson að nafni, auk- r.efndur „skafiim". Hann mun hafa dval- izt eitthvað á Eiðum, því að svo er sagt, að hann hafi lagzt á hugi við Hólmfríði, systur Margrétar. Er sagt, að þau hafi átt barn saman, áður en þau giftust og hófu búskap á eignarjörð hennar, Snotru- nesi. Árið 1524 skiptu þær systur á Snotrunesi og Njarðvík; fluttu Hólm- íríður og Björn þá þangað. Björn er sagður hafa veri’ð mikill fyrir sér, og skipaður var hann lögréttumaður. Hann mun hafa búið í Njarðvik fram um 1560, og kemur hér ekki frekar við sögu. Á f búskap Margrétar á Eiðum, eft- ir að hún varð ekkja, hefur farið mikið orð. Hún rak búskap bæði til lands og sjávar líkt og gjört hafði Hákarla-Bjarni, afi hennar. Um landbúskap hennar er það sagt, að hún hafi haft bæði sauða- hjörð og geitahjörð á beitarhúsum til fjalls. Sjávarúthald er sagt að hún hafi haft á þremur stöðum, í Eiðaveri svo- köliuðu við Selfljótsós, í Borgarfirði undir Fiskabjargi (Eiðabjargi) og i Húsavík, sem var ein af eignarjörðum hennar. Svo mikil varð auðsæld hennar að hún var nefnd Margrét ríka. Má og vera að auknefnið hafi tekið til skap- likis hennar og skörungsskapar. Árið 1541 kvittar Gissur biskup Ein- arsson Margréti af reikningsskap Eiða- kirkju um næstliðin 23 ár. Staðfestir þa’ð, að þau Sigurður Finnbogason hafi fiutt að Eiðum árið 1518, sem fyrr er sagt. Stendur ekkert upp á hana um við- hald kirkju og kirkjueigna. Tíu árum síðar selur Margrét bænda- hlutann í Eiðum, þ.e. hálfa jörðina, Vig- fúsi tengdasyni sínum fyrir jörð í Svarf-' ‘ aðardal. Þann fyrirvara hefur hún þó um söluna, að hún héldi jörð og umráð- um meðan hún vildi, og að jörðin skyldi vera eign Þorbjargar, dóttur sinnar, ef hún lifði mann sinn. Með þessari sölu og fyrirvara hefur hún viljað tryggja a’ð jörðin gengi ekki úr ætt Eiðamanna. Sýnt er, að börnum Margrétar af fyrra hjónabandi hennar hefur mislíkað þessi sala og hafa viljað ógilda hana. Það kemur fram í því, að 25. sept. 1558 er settur dómur á Egilsstöðum á Völlum til að dæma um gildi hennar. Líklega hefur Margrét þá verið nýlega dáin og ógildingarkrafan komið fram við skiptS á búi hennar. Salan var dæmd gild m.a. af því, að með henni hafi eignin ekki gengið úr ætt. Frá þessum sama tíma er til vottorð Firíks sýslumanns Árnasonar og þriggja' annarra manna, dagsett á Eiðum 8. apríl sama ár og fyrrnefndur dómur, um eign- ir Eiðakirkju. — Stendur það, eins og dómurinn, auðsjáanlega í sambandi við íráfall Margrétar. Kirkjan telst þá eiga hálfar jarðirnar Eiða og Hól, Ormsstaði, Gröf og Tókastaði, ennfremur býlið Grænmó með 1800 faðma langri reka- fjöru á Héraðssandi og verstöð undir Fiskabjargi. í fríðum peningum telst kirkjan eiga 60 ásauði og 10 kýr. orbjörg dóttir Margrétar hafði gifzt Vigfúsi Þorsteinssyni sýslumanni í Þingeyj arþingi. Þau áttu son, sem Magnús hét. Hann fékk Eiða í erfð eftir móður sína og settist þar að búi eftir Margréti ömmu sína. Hann varð' lögréttumaður sem afi hans. Kona Magnúsar var Ólöf dóttir Eiríks Snjólfssonar, sýslumanns á Ási. Sonur þeirra var Árni, er sýslumaður varð í Múlaþingi laust eftir 1600 og bjó á Eið- uim eftir föður sinn til banadægurs 1632. A llt fram um 1600 er að kalla ókunnugt um prestahald á Eiðum. Að- Framhald á bis. 10. Eiðar árið 1910. 19. júní 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.