Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1966, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1966, Side 9
Samfara þessari ráðleggingu voru tvær aðrar ábendingar. Ég réð konungi til að finna einhvern vin sinn í ríkisstjórn- inni til að taka málið að sér, og réð honum til að láta ríkisstjórnina ekki gera neina ályklun, fyrr en hann hefði kannað liðstyrkinn báðum megin. Ég sagði þá, að ég skyldi ræða þessar til- ■lögur við hr. Monckton, ef k«nungur samþykkti þær. Konungur kvaðst fallast á tillögur mínar, svo að ég kvaddi og lagði af stað til London til viðræðna við aðra aðilja um að framkvæma tillögurnar. Enda þótt konungur hefði virzt sam- þykkja allt, sem ég ráðlagði honum, treysti ég samt ekki fulkomlega ó hann. Ég leit svo til, að hann mundi áreiðan- iega ráðfæra sig við frú Simpson, og samþykki hans ylti á samþykki hennar við skoðanir mínar. En hr. Monckton virtist eindregið hlynntur hugmyndinni um að hætta við morganatiskt hjóna- band. Og heilbrigðar skoðanir hans á málinu öllu styrktu mig í trú minni. Mr að var orðið áliðið kvölds, þegar viðtali mínu við hr. Monckton var lok- ið, en ég ók beina leið í flotamálaráðu- neytið, þar sem ég hitti Sir Samuel Ho- are, sem ég vonaði að geta fengtff til að vera talsmann konungs í ríkisstjórn- inni. Ég benti honum á, að þetta þýddi ekki sama sem neitt samþykki við þá stefnu, sem konungur hygðist taka. Hann kæmi aðeins þarna fram sem fulltrúi, er léti í ijós afstöðu konungsins. Ef konungur hefði góðan fulltrúa og fengi ilieiðarlega meðferð málsins, trúði ég því, að giftingunni gæti orðið frestað nógu lengi til þess, að málið fengi rækilega athugun og umræður sann- fróðra manna. Tilgangur minn var að afstýra þess- ari hugmynd um morganatiskt hjóna- band og vinna tíma fyrir konung, svo að hann gæti metið áhrifin á málsmet- andi menn, sem gætu talað fyrir munn almenningsálitsins. Sir Samuel kvaðst ekki vilja taka að sér þetta hlutverk, sem ég var að stinga upp á honum til handa. Hann var andvígur morganatisku Sum blöð vestan hafs voru farin að gera sér mat úr vinfengi konungs við frú Simpson, löngu áður en brezku blöðin minntust á málið. Hér er forsíð- an á Daily Mirror í New York 9 . nóv. 1936 I>ar segir, að frú Simpson eigi að giftast í konungshöllinni og konungurinn ætli að gera hana að hertogaynju. hjónabandi konungs og yfirleitt hvers konar hjónabandi hans og kvaðst mundu leggja með afsögn, ef það yrði að veru- leika. Samt lofaði hann að tala við vini sína í ríkisstjórninni og hitta mig svo daginn eftir. E g var kominn heim í Storno- way House og var sofandi í rúmi mínu klukkan tvö um nóttina, þegar konung- urinn hringdi í mig. Svo áttúm við samtal, sem kom mér í mestu vand- ræði. Konungur talaði sem fyrr svo frjálslega, að það gekk alveg fram af mér, en var hins vegar sjálfur óþolin- móður yfir hinum varfærnu svörum, sem ég gaf honum. Konungur spurði, hvort ég óttaðist, að einhver væri að hlusta á okkur, og sagði, að ef aukasamband hefði verið sett á símann, væri öllu lokið. Ég sagði, að fleiri hættur gætu verið um að ræða, til dæmis gætu línur slegizt sam- an, og yfirleitt héldi ég, að einhverjir óviðkomandi áheyrendur gætu leynzt hingað og þangað. Þá sagði konungur mér, að hann féll- ist á ráðleggingar mínar og samþykkti ábendingar mínar. En hann kvað frú Simpson vera hlynnta morganatisku hjónabandi framar öllum öðrum lausn- um málsins. Ef hún ætti að velja um, hvort hún vildi vera morganatisk eigin- kona eða drottning, mundi hún kjósa fyrri kostinn. Þegar hiann skýrði frá þessu, vissi ég, að samkomulagið milli okkar var dautt og ómerkt. Hvað sem hann kynni að samþykja í huganum, mundi það ekki koma frá hjartanu. Ég bjóst ekki lengur við, að hann mundi afturkalla tillögu sína um morganatiska giftingu frá ríkisstjórninni. Og það gerði hann heldur ekki. F að var nú greinilegt, að allt málið var í þoku óvissunnar og hékk í lausu iofti. Hinir örlagaþrungu veik- leikar konungsins voru nú sem óðast að koma í ljós. Kvíði hans var gífur- legur, en hann beindist að skökkum atriðum — hann hefði átt að beita öllu sínu afli að meginmálinu, sem var að sitja kyrr í hásætinu, og giftast svo síðar meir. Hefði hann háð skipulega baráttu, hefði hann náð marki sínu og gengið af Baldwin dauðum, stjórnmálalega, fyrir fullt og allt. En honum var bara allt annað efst í huga, og þá fyrst og fremst að vernda frú Simpson gegn fjandsamlegu umtali, eða reyndar öllu umtali, hvað sem það kynni að kosta. Því stóð hann nú andspænis alvar- legu pólitísku vandamáli, algjörlega ó- undirbúinn þeirri þraut, og hann van- rækti að fara að ráðum sinna eigin ráðgjafa, og hann vanrækti einnig að eV//' ' ■ ImlmmW éJ llöiundur þessa greinanokks, Beaverbrook lávarður, ræðir við enska blaðamenn seint á árinu 1936. Hann var drott- inhollur og íéllst á að reyna að draga úr æsifregnum og slúðurskrifum blaða og vikurita. Lávarðurinn er lengst til vinstri á myndiiwi. spyrja vitra og reynda vini, sem hann hafði getað snúið sér til. Jafnvel voru þáverandi lögfræðiráðunautar hans al- gjörlega reynslulausir í stjórnmálum. Hann hefði átt að halda sér að megin- atriðinu, sem sé að halda konungdóm- inum. Hefði það tekizt, hefði allt hitt komið af sjálfu sér — en til þess þurfti þolinmæði, en ekki óþolinmæði. Það kostaði bið en ekki hvatskeytlegar og forsjárlausar ákarðanir. „Biðjið mig um hvað sem er nema tíma“, sagði Napóleon. Þetta, sem bar- dagamaðurinn gat ekki veitt, hefði kon- ungur Bretlands átt að geta haft á valdi sínu — en hafði bara ekki. Þegar konungur hringdi til mín um hánótt og tjáði mér, að frú Simpson kysi heldur morganatiskt hjónaband en drottningartign, vissi ég, að fortölur mínar hefðu orðið árangurslausar. Morganatiskt hjónaband var það, sem frú Simpson vildi, og það, sem hún vildi, það vildi konungurinn líka. B aldwin mundi áreiðanlega leggja fast að konungi að hætta annað hvort við giftinguna eða konungdóminn. Hafn- aði konungur tilmælum forsætisráð- herra, leiddi það sjálfkrafa af sér af- sögn stjórnarinnar. Og éf Baldwin segði af sér, hvað tæki þá við? Gat konung- ur haft nokkra von um að finna stjórn- málaforingja, sem gæti og vildi mynda aðra stjórn, er yrði honum sjálfum hliðhollari? Engin von gat verið um neinn ráð- herrann úr ríkisstjórn Baldwins. Þeir voru allir skuldbundnir til að standa með foringja sínum. Færi hann frá, færu þeir líka, og væru vafalaust skuld- bundnir til að vera ekki í stjórn neins annars manns. Ekki var heldur nein von hjá stjórnarandstöðunni, því að Attlee hafði gefið Baldwin ádrátt um samstöðu. Þá var eftir Frjálslyndi flokkurinn undir forustu Sir Archibalds Sinclairs. Fylgi hans í þinginu var lítið, en hann átti marga vini, og — sem meira var um vert — enga óvini. En þetta átti ekki að verða. Sir Archibald hallaðist mjög að stefnu lág- kirkjunnar, og eins og Attlee hafði hann tekið afstöðu „gegn gift- ingu“. „Mér fannst morganatisk gifting vera ófullnægjandi mála- miðlun", skrifaði hann mér. „Hún mundi móðga hina strangsiðavöndu púrítana, sem enn eru til í landinu (einkum Frjálslynda flokknum), og deilan yrði ekki til lykta leidd, heldur endurvakin í hvert sinn sem umræður yrðu um rétt og stöðu morganatiskrar eiginkonu — þannig að konungurinn mundi sífellt vilja auka réttindi hennar en andstæðingar hans draga úr þeim“. Út frá þessum meginreglum afsalaði þessi göfugi og vinsæli maður þessu glæsilega tækifæri, sem flokki hans bauðst. En ennþá var hugsanlegur möguleiki, að einhver annar óbreyttur þingmaður gæti myndað stjórn, sem hlyti stuðning frá öllum flokkum. Og forlögin virtust benda á Winston Churc- hill. r urshill bæði vildi mynda stjórn og gat það. Hefði hann komið fram sem forsætisráðherra, hefði það þaggað niður allar umræður um afsögn kon- ungs. Annað mál hefði verið með hjóna- bandið. Churchill hefði ekki haft neina aðstöðu til að beita sér gegn því. En hann hefði ef til vill getað fengið kon- ung til að gera sér að göðu langa bið, með möguleikum á annarri og óiíkri útkomu. En vitanlega hafði hann sina annmarka. Persónulegt fylgi hans í þinginu var takmarkað, og hann var óvinsæll hjá mörgum íhaldsþingmönn- um, vegna þes hve eindregið hann stóð með aukningu hersins. En hann var hins vegar stærsta persónan á sviði þingsins, og enginn vafi á, að hann hefði getað myndað stjórn, sem hefði Framhald á bls. 14. 19. júní 1966 LÉSBOK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.