Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1966, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1966, Síða 10
HÖFUÐBÓLIÐ Framhald af bls. 7 eins ncfn tveggja eða þriggja eru kunn, og ekki koma þeir við sogu að máli skipti. Prestþjónustu hafa Eiðabænd- ur þó eflaust haldið uppi á staðnum sem kirkjulög áskildu. 1602 flosnaði þar upp prestur að nafni Snorri Halls- son. A.mi sýsiumaður Magnússon var kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur frá Svarf- hóli í Dalasýslu. Þau áttu tvo sonu, Jón og Vigfús, og fjórar dætur, Guðrúnar tvær, Þuríði og Helgu. Vigfús varð prestur á Hofi í Vopnafirði, Guðrún- arnar giftust, önnur séra Eiríki Ketils- syni, sem prestur var á Eiðum 1632- 1636 og síðar í Vallanesi, hin séra Bögnvaldi Einarssyni á Hólmum. Þuríður giftist Páli lögréttumanni Björnssyni á Eyjólfsstöðum, Helga Nikuiási lögréttumanni Einarssyni á Héðinshöfða. T il erfða eftir Árna sýslumann munu Eiðar hafa skipzt að jöfnu milli bræðranna, og Jón fékk ábúðina. Ó- kunnugt er, hvað lengi Jón bjó þar. Sagt, að hann hafi orðið holdsveikur og fengið þá eignir sínar séra Eiríki mági sínum í Vallanesi og Guðrúnu systur sinni — þar með eflaust eignar- hlutann í Eiðum — til meðlags sér og farið til þeirra. Fyrir 1647 hefur það verið, því að það ár dó séra Eiríkur. Jón var kvæntur Guðrúnu, dóttur Jóns klausturhaldara Einarssonar á Skriðuklaustri. Þau áttu ekki börn. En launson átti Jón, sem sagt er að hafi orðið tvíkvæntur. Ekki er kunnugt, að hann hafi búið á Eiðum, þó gæti svo hafa verið. Guðmundur Ketilsson varð prestur á Eiðum eftir Eirík bróður sinn í Valla- nesi og hélt staðinn 1636-1653, presta lengst á þeim tíma. Líkast er að hann hafi fengið þar full jarðarumráð, þegar Jón Árnason lét af þeim, og haldið þeim sína prestskapartíð þar. Nú verður óljóst um forræði á Eiðum nær tvo áratugina næstu. Við arfskipti er staðurinn kominn í margra manna eigu og lítið kunnugt um ábúð- ina. Líklega hefur hún verið í höndum eigendanna eins eða fleiri, og þjón- andi prestar fengið nokkur jarðarnot. Prestar á þessum tíma voru Hinrik Jónsson (1653-63) og Jón Ingimundar- son (1663-70) og munu hafa búið þar báðir. í tíð séra Hinriks bjó á Eiðum Þorleifur sonur séra Eiríks Ketilssonar í Vallanesi og Guðrúnar Árnadóttur sýslumanns. Faðir hans var þá dáinn, og Þorleifur hefur fengið eftir hann arfa- hluta í Eiðum. Móðir hans var á lífi og hefur sennilega verið hjá honum. Gæti svo verið, að Þorleifur hafi búið á Eiðum frá því að Guðmundur föður- bróðir hans fór þaðan að Refstað (1653). Ekki má vita hvað Þorleifur bjó lengi á Eiðum, en íarinn er hann (eða dáinn) 1672. í Breiðdal. í heldri manna röð hefur hann verið því að hann hafði jarðar- umboð fyrir Brynjólf biskup Sveinsson um Borgarfjörð, Seyðisfjörð og Mjóa- fjörð. Jarðarumboðið eftir hann fékk séra Þorsteinn. S onur séra Rögnvaldar á Hólm- um og Guðrúnar (yngri) Árnadóttur sýslum. var Marteinn, sem sýsluvöld fékk í nyrzta hluta Múlaþings um 1670. Hann bjó fyrst á Helgustöðum við Reyð arfjörð, en síðar á Hallfreðarstöðum, keypti svo Eiða af séra Þorsteini Jóns- syni 1681 og settist þar að, en séra Þorsteinn flutti að Gilsárteigi. Heimtast Eiðar þannig aftur um sinn í eign og umráð Eiðaættar. Marteinn hélt sýslu til 1688, en lét hana þá af hendi vi'ð Pál, son sinn, sem fékk þá búsetu á Eiðum með honum. Marteinn dó fjórum árum siðar. Marteinn sýslumaður var lærður vel, atgjörvismaður og auðsæll. Hann var kvæntur Ragnheiði Einarsdóttur, Skúla- sonar. Þau áttu margt barna. Auk Páls áttu þau son, sem Einar hét. Sem fyrr >er ritað fékk Páll Mar- teinsson búsetu á Eiðum 1688. Bræðurn- h, Páll og Einar, munu hafa fengið eignarumráðin á Eiðum en Páll einn full búskaparumráð. Páll bjó á Eiðum til banadægurs 1702 eða fyrri hluta árs 1703. Við manntalið þar á því ári býr á Efðum ekkja hans, Kristín Eiríksdóttir, prests á Kirkjubæ, Ólafssonar. Sonur þeirra, Halldór, er þá aðeins þriggja ára. Kristin hefur tólf manns í búi. Prestur til Eiða er þá Þorvaldur Stefánsson frá Vallanesi og býr í Gilsárteigi. Ári síðar (1704) settist að búi og til forræðis á Eiðum Ketill stúdent Björns- son frá Böðvarsdal, kvæntur Guðrúnu eidri, einni af systrum Páls sýslumanns. Þau höfðu áður búið á Helgustöðum. Einar Marteinsson bjó í Meðalnesi, ó- kvæntur þá, en átti síðar Guðnýju, dótt- ur Þórarins prests Jónssonar á Hrafna- gili. Mun Kristín Eiríksdóttir hafa dval- izt á Eiðum búlaus og hefur líklega dáið brátt, því að talið er, a'ð Ketill hafi alið upp Halldór, son hennar, er síðar varð prestur á Breiðabólstað í Fljótshlíð. Ketill bjó á Eiðum til 1729 og fór þá til Halldórs fóstursonar síns. Á þessu timabili voru þrír prestar til Eiða, en enginn þeirra hafði búsetu þar. Nokkru fyrr en Ketill Björnsson veik frá Eiðum, mun Einar Marteinsson hafa flutt þangað frá Meðalnesi og hefur líklega fengið til eignar hluta Kristínar, að ráða má af því, sem síðar kom fram. Hann dó 1729, sama árið sem Ketill fór. Ári síðar vai'ð prestur til Eiða Eiríkur Guðmundsson, prests á Hallormsstað, Arnasonar, og kvæntist (eða var kvænt- ur) Þorbjörgu, dóttur Einars _og Guð- nýjar. Árið 1732 býr Guðný 4 Eiðum, ekkja Einars, ásamt séra Eiríki. Óvist er, hvað Guðný bjó lengi á Eiðum eftir pað, en síra Eiríkur bjó þar til dauða- dags 1740. Hann hafði látið af prestskap óri fyrr og haft aðstoðarprest tvö síð- ustu árin, Ketil Bjarnason, er veitingu fékk eftir hann, sem sfðar getur. Þau Þorbjörg og séra Eiríkur áttu ekki börn, sem til aldurs komust. smíði og blóðtökulækningar og tekið sér einkennisnafnið „Eddi“. Nefndur var hann ýmist bíldhöggvari eða snikkari. Fyrir 1746 hefur það verið, að Ingimund- ur var setztur að búi á Eiðum með Þor- björgu, því að það ár er hans getið í tölu lögréttumanna í Múlaþingi. A rið 1749 seldu Þorbjörg og Ingi- mundur Hans sýslumanni Wíum Eiða fyrir Syðrivík í Vopnafir'ði, og fluttu þangað, en Wíum flutti að Eiðum. Ábúð- ina á Skriðuklaustri mun hann þá hafa leigt Þórði mági sínum. Fyrstu árin eftir að Ketill Bjarnason fór frá Eiðum, var kallinu þjónað af ná- grannaprestum. En árið 1747 varð prest- ui þar Sigfús Gíslason, hálfbróðir (sam- feðra) Gísla presti gamla. Hann hélt embætti til 1762, síðari ár Þorbjargar og „Edda" og alla tíð, sem Wium var þar. Séra Sigfús bjó á Fljótsbakka. Árið 1752 var Hans Wíum vikið frá embætti um stundarsakir vegna mis- ferlis í rekstri Sunnevumálsins svokall- aða. Wíum heimti aftur embættisvöld srn 1756. Tveimur árum sí’ðar flutti hann að Skriðuklaustri, en forræði hefur hann á Eiðum næstu árin fjögur; hefur annað hvort haft þar útbú eða byggt lauslega einhverjum skjólstæðingi sinum. Árið 1762 fékk svili Wíums, Grím- ur Bessason, Eiðakall og ábúð jarðar. Sjö árum síðar tók Wíum Jón Arnórs- son lögsagnara sinn og mun hafa fengið lionum aðsetur á Eiðum með séra Grími, eða þegar hann, 1774, hafði brauðaskipti við séra Ingimund Ásmundsson á Hjalta- stað, er þjónaði Eiðakalli til 1780, en hafði búsetu í Gilsárteigi. Eftir hann þjónaði séra Grímur Eiðum frá Hjalta- stað, þangað til að séra Jón Brynjólfs- son, hinn kynsæli, fékk veitingu til Eiða 1785. Hann sat þar við búhokur til 1789, „aumastur (fátækastur) presta á Islandi", að sögn Hannesar biskups Finnssonar, flutti þá að Gilsárteigi og sat þar til 1791. Síðast bjó hann á Orms- stöðum til banadægurs 15. des. 1800. Kona hans var Ingibjörg Sigurðardóttir og Bóelar, systur Hans sýslumanns Wí- um. Hefur séra Jón sýnilega setið á Eið- um í skjóli Þórðar Árnasonar, sem brátt segir. Jfón Arnórsson fékk Snæfellsnes- sýslu 1778, en mun hafa flutt frá Eiðum fyrr. Ábúðina eftir hann mun hafa feng- ið Ólafur lögréttumaður Arngrímsson nokkur ár, en farinn er hann þaðan 1784, hefur sennilega flosnað upp í Móðuharð- indunum, sem margir fleiri. Ári síðar er þar ábúandi að nafni Guðmundur Stefánsson, ókunnur maður. Hefur hann að líkindum búið á Eiðum þangað til Þórður lögréttumaður Árnason keypti Eiðastól af Hans Wíum, mági sínum. Þórður bjó þar til dauðadags 1797. Kona hans var Ingibjörg Björnsdóttir frá Böðvarsdal, sem lifði mann sinn. Dætur þeirra voru Kristín, síðari kona séra Vig- fúsar Björnssonar í Garði, og Ingibjörg, sem átti séra Jón Hallgrímsson í Þing- múla. Kristin fékk Eiðastól í arf eftir foreldra sína og átti hann um sinn. K jörn, sonur séra Vigfúsar í Garði af fyrra hjónabandi hans, en stjúpsonur Kristínar Þórðardóttur, fékk Eiða til ábúðar vorið 1798. Hann var þá stúdent, en tók vigslu til Eiða-presta- kalls þremur árum síðar. Björn hafði full umráð jarðarinnar og bjó á Eiðum rausnarbúi, til þess er hann fékk veit- ingu fyrir Kirkjubæ árið 1830 og flutti þangað. Eftir séra Björn varð prestur á Eiðum Þórður Gunnlaugsson. Að ári liðnu hafði hann brauðaskipti við séra Pétur Jónsson á Ási. E igandi Eiða, Kristín Þórðardóttir, er árið 1814 hafði átt að siðari manni séra Björn Halldórsson í Garði, dó um það leyti sem séra Pétur Jónsson kom að Eiðum. Keypti séra Pétur Eiða-eignir ur dánarbúi hennar sumarið 1831 og hafði þar fullt forræ'ði. Hann dó 5. maí 1839 og féll þá eignarforræðið til ekkju hans, Guðrúnar Eyvindsdóttur. Bjó hún á Eiðum tvö næstu árin, en byggði bæði árin með séra Jóni Sölvasyni, síðar bónda á Háreksstöðum, og öðrum manni e^nnig fyrra árið. Frestur á Eiðum eftir Pétur Jónsson varð Bergvin Þorbergsson. Hann mun bafa setið á Skriðuklaustri þessi tvö ár, með þvi að hann hafði þá umbo’ð kon- ungsjarða í Múlasýslum. Vorið 1842 fjutti hann að Eiðum með stórbú, en Guðrún prestsekkja hafði þar samt nokkrar landnytjar til 1845. Eftir það hafði séra Bergvin full umráð til vors 1856, er hann gerðist aðstoðarprestur Stefáns Árnasonar á Valþjófsstað. Eftir séra Bergvin fékk Jakob Bene- diktsson veitingu Eiðakalls og sat þar emn vetur. En ári síðar var Ei'ðakall sameinað Hjaltastað og flutti séra Jakob þá þangað. r Vuðrún Eyvindsdóttir, ekkja séra Péturs Jónssonar, dó haustið 1846. Þau höfðu ekki átt börn. Litlu síðar (15/5 1848) komu Eiðaeignir til uppboðs. Kaupandi varð Jónatan Pétursson frá Hákonarstöðum, bóndi þá á Arnórsstöð- um. Kaupverðið var 2000 spesíur. Jörð- m var þá um sinn bundin í ábúð séra Bergvins. Þegar Eiðar losnuðu úr ábú'ð séra Bergvins vorið 1856, flutti Jónatan að Eiðum. Hann var gróðamaður og af sumum nefndur Jónatan ríki. Byggði hann (um 1870) timburhús á jörðinni fyrstur manna á Fljótsdalshéraði, að ságt er*. Frá 1870 eða litlu fyrr byggði hann Friðriki Guðmundssyni, bróðursyni Egils ísleifssonar í Rauðholti, jörðina me'ð sér og seldi honum Eiða árið 1877, en fór sjálfur til Ameríku. Friðrik Guðmundsson bjó á Eiðum til vors 1883, seldi þá jörð og bú og fór til Ameríku sem forveri hans. Var þá sem mestur vesturfarahugur á Austur- landi eftir öskufallið og árferðharðindin miklu upp úr 1880. Kaupandi Eiða af Friðriki Guðmunds- syni voru Múlasýslur. Undanfarin ár höfðu þær verið að leita að jÖrð, sem vel væri fallin til að stofna á búnaðar- skóla. Að athuguðu máli urðu Eiðar fyr- ir valinu. Alla tið í kunnri sögu höfðu Eiðar verið höfuðból, og höfðingjasetur oftast. Sex sinnum hafði verið þar sýslumanns- setur og sumir þeirra auðmenn einhverj- ir mestu á Austurlandi, en allir vel við efni og merkir menn. Þess á miili var þar oftast búið rausnarlega og búendur fremdarmenn. Tvisvar verður staðurinn eign þjónandi presta nokkur ár í senn, og fimm prestar aðrir munu hafa fengið full staðarumráð og búnazt vel. En vegna þess að jörðin var lengstum í eign og umráðum leikmanna og presta- kallið þingabrauð, svokallað, voru prest- ar þar fremur óstöðugir; þingabrauðin voru rýrari en staðabrauðin. Fasteignir og ítök kirkjustólsins fóru þó sívaxandi, en búfé kirkjunnar fækkaði nokkuð, þegar á leið, við sölu með leyfi biskupa, Brynjólfs Sveinssonar og Geirs Vídalins. Þegar sýslurnar keyptu, voru kirkju- stólseignir, samkvæmt úttekt Helga bjskups Thordarsens 4. ágúst 1850: Allar þær fasteignir, sem áður hafa verið taldar, ásamt verstöðinni á Fiska- bjargi og rekasandinum, sem fylgdi Framhald á bls. 14. * Löngu fyrr mun Páll Melsted hafa byggt timburhús á Ketilsstöðum. I meira en þrjár aldir höfðu Eið- ar nú verið í eign einnar og sömu ættar sem rakið hefur verið. En nú gerðist það, að maður óskyldur, séra Þorsteinn Jónsson á Svalbarði, keypti „mestan hluta“ Eiðastóls. Einhver erfðahiuti hef- ur verið utan kaupanna. Kaupin eru ár- íærð 1668. Fjórum árum síðar fiutti séra Þor- steinn að Eiðum sem prestur þar og forráðandi staðarins. Stóð þá upp úr ábúð frá honum maður að nafni Jón Einarsson talinn sonur (E.J.) Einars lögréttumanns Hjörleifssonar írá Skriðu orbjörg Einarsdóttir bjó nú um sinn ein á Eiðum eftir séra Eirík mann sinn. Séra Ketill Björnsson bjó í Mýnesi fyrst og síðar í Gilsárteigi. Er af því sýnt, að Þorbjörg hafði fullt forræði á Eiðum, bæði til eignar og búskapar, enda svo talið hafa verið. — Séra Ketill hélt prestskap á Eiðum til 1744. Meðan Þcrbjörg bjó ekkja á Eiðum, er sagt, að hún hafi átt barn með manni, ckunnum, nema svo sé, að það hafi verið maður sá, sem hún giftist síðar, Ingi- mundur Þorsteinsson frá Ei'ði á Langa- r.esi. Hann hafði numið erlendis tré- 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. júni 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.