Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1966, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1966, Side 12
SMASAGAN Framhald af bls. 3 inn um endann á portinu, stóð þar ein forvitna skrafskjóðan, sem alltaf stend- ur þar, nema þegar hún arkar til veð- lánarans með reiðhjólið mannsins síns eða beztu fötin hans, og kallaði til hans: „Hvað ætlarðu að nota þetta reipi, góði?“ Hann kallaði á móti: „Til að hengja mig í, frú“, og hún hneggjaði svo hátt og lengi að þessari afbragðs fyndni, að maður skyldi halda að hún hefði aldrei heyrt aðra betri, þótt glottið væri hins vegar horfið af feitu smettinu á henni daginn eftir. Hann gekk framhjá mér, tottaði síg- arettu og hélt á þessari spánnýju snær- ishönk og hann varð að skrefa yfir mig til þess að komast leiðar sinnar. Stígvélaskórinn hans tók nærri af mér öxlina og þegar ég sagði honum að gæta að hvar hann gengi, þá held ég að hann hafi ekki heyrt það, vegna þess að hann leit ekki einu sinni við. Það var varla neinn útivið. Krakkamir voru allir í bíó ennþá og flestallar mömmur þeirra og pabbar voru niðri í bæ að verzla. KLÓninn gekk inn eftir portinu að bakdyrum sínum og þar sem ég hafði ekkert annað betra að gera af því að ég hafði ekki farið í bíó, þá fór ég á eftir honum. Hann skildi bakdyrnar hjá sér eftir í hálfa gátt, skilurðu, svo ég ýtti upp hurðinni og gekk inn. Ég stóð þarna og horfði bara á hann, saug annan þumalfingurinn en hafði hina höndina á vasanum. Ég býst við að hann hafi vitað af mér vegna þess að nú hreyfði hann augun á eðlilegri hátt, en hann virtist kæra sig kollóttan. „Hvað ætlarðu að gera við þetta snæri, manni?“ spurði ég. „Ég ætla að hengja mig, drengur minn“, sagði hann, eins og hann hefði þegar gert það einu sinni eða tvisvar og fólk spyrði hann venjulega slíkra spuminga áður. „Af hverju, manni?“ Honum hlýtur að hafa fundizt ég hnýsinn strák- hvolpur. „Vegna þess að ég vil það, það er ástæðan", sagði hann, flutti alla pott- ana af borðinu og dró það fram á mitt gólf. Síðan sté hann upp á það til að binda reipið í ljósastæðið. Það brakaði í borðinu og það virtist ekki vel öruggt, en það þjónaði þó tilgangi hans. „Þetta heldur ekki, manni“, sagði ég og hugsaði með mér hve miklu betra væri að vera hér en að sitja í bíó og hofa á Frumskóga-Jim. En nú fauk í hann og hann snerist gegn mér. „Skiptu þér ekki af því“. Ég hélt hann myndi segja mér að hypja mig, en hann gerði það ekki. Hann gerði þennan líka dýrindis hnút á snærið, eins og hann hefði verið sjómaður eða eitthvað, og meðan hann var að hnýta, blístraði hann f jörugt lag fyrir mimni sér. Síðan fór hann niður af borðinu, ýtti því aftur að veggnum og dró fram stól í staðinn. Hann var alls ekkert yggldur á svipinn, ekkert nálægt því eins grettur eins og allir verða í minni fjölskyldu þegar þeir eru í illu skapi. Ég gat ekki varizt því að hugsa sem svo, að hefði hann nokk- urn tíma verið í nálægt því jafn illu skapi og pabbi minn er tvisvar í viku, þá hefði hann hengt sig fyrir mörg- um árum. En hann ætlaði sannarlega að ganga vel frá þessu reipi, eins og hann hefði þaulhugsað það fyrirfram og eins og þetta ætti að verða hans síðasta verk. En ég vissi nokkuð, sem hann vissi ekki, vegna þess að hann stóð ekki þar sem ég var. Ég vissi, að reipið myndi ekki halda og ég sagði honum það aftur. „Haltu á þér þverrifunni“, sagði hann, en þó hæglætislega, „eða ég sparka þér út“. E g vildi ekki verða af neinu, svo ég þagði. Hann tók af sér húfuna og lagði hana á kommóðuna, síðan fór hann úr jakkanum og treflinum og breiddi þá yfir sófann. Ég var ekki vitund hræddur, eins og ég myndi ef til vill verða núna, sextán ára, vegna þess að þetta var athyglisvert. Og þar sem ég var aðeins tíu ára, hafði ég aldrei áður haft tækifæri til að horfa á kóna hengja sig. Við urðum kump- ánlegir hvor við annan, áður en hann renndi snærislykkjunni um hálsinn á sér. „Láttu aftur hurðina", sagði hann við mig og ég gerði eins og mér var sagt. „Þú ert vænsti strákur, eftir aldri“, sagði hann og ég tottaði á mér þumalfingurinn. Hann þreifaði í vösum sínum og dró upp allt, sem í þeim var, fleygði þessari hnefafylli af smádóti á borðið: sígarettupakki, piparmyntu- töflur, veðlánaseðill, gömul greiða, fá- einir koparhlunkar. Hann tók eitt penný, fékk mér það og sagði: „Hlustaðu nú á mig, ljúfurinn. Ég ætla að hengja mig, og þegar ég er kominn á loft, þá vil ég að þú sparkir duglega í þennan stól og ýtir honum frá. Ertu með?“ Ég kinkaði kolli. Hann lagði reipið um hálsinn á sér, tók það síðan af aftur eins og það væri hálsbindi, sem ekki væri mátulegt. „Hversvegna ætlarðu að gera það, manni?“ spurði ég á ný. . „Vegna þess að ég er leiður á öllu saman“, sagði hann og var mjög hrygg- ur á svip. „Og vegna þess að ég vil það. Konan fór frá mér og ég er atvinnu- laus“. E g vildi ekki andmæla honum, vegna þess að hann sagði það þannig, að ég vissi að hann átti einskis annars úrkosta en að hengja sig. Það var líka skrítinn svipur á andlitinu á honum: jafnvel þegar hann var að tala við mig gæti ég svarið að hann sá mig ekki. Það var ólikt ygglibrúninni, sem pabbi gamli setur upp, og þess vegna býst ég við að kallinn myndi aldrei hengja sig, því er nú verr vegna þess að hann fær aldrei þennan svip í snjáldrið eins og þessi náungi hafði. Augnaráð kalls- ins beinist að manni svo maður verður að hörfa undan og flýja úr húsinu: augnaráð þessa náirnga fór í gegnum mann svo það var hægt að standast það, og vita að það myndi ekki gera manni neitt. Ég sá það núna, að pabbi myndi aldrei hengja sig, vegna þess að hann myndi aldrei geta fengið rétta svipinn á andlitið, þrátt fyrir þá stað- reynd að hann hafði nógu oft verið atvinnulaus. Ef til vill yrði mamma fyrst að fara frá honum og þá kannski hann gerði það og þó — ég hristi höf- uðið — það voru ekki miklar líkur til þess, enda þótt hún ætti hundaævi hjá honum. „Þú ætlar ekki að gleyma að sparka stólnum burt?“ áminnti hann mig og ég hreyfði til höfuðið neitandi. Augun ætluðu út úr höfðinu á mér og ég fylgdist með hverri hans hreyfingu. Hann stóð á stólnum og lagði reipið um háls sér aftur svo að nú var það mátulegt og blístraði enn sama lagstúfinn. Mig lang- aði til að fá að skoða hnútinn betur, vegna þess að kunningi minn er skátí og myndi spyrja mig hvernig hann væri hnýttur og ef ég segði honum það seinna, þá myndi hann segja mér frá hvað gerðist í framhaldsmyndinni af Frumskóga-Jim, svo þá gæti ég bæði sleppt og haldið, eins og mamma segir, kaup kaups. En mér fannst óráð að biðja kónann að sýna mér það, og hélt kyrru fyrir í minu horni. Það síðasta, sem hann gerði, var að taka út úr sér blautan og skítugan sígarettustúfinn og fleygja honum í tóma arinristina, fylgdi honum eftir með augunum inn í svart arinholið, þar sem hann lenti — eins og hann væri rafvirki, sem ætlaði að fara að gera við bilun í Ijósastæðinu. A llt í einu sprikluðu langir fót- leggir hans og fætur hans reyndu að sparka stólnum burt, svo ég hjálpaði honum eins og ég hafði lofað og tók tilhlaup að stólnum eins og ég væri miðframherji hjá Notts Forest, stóllinn skrikaði upp að sófanum, þar sem hann dró trefilinn hans niður á gólf um leið og hann valt um koll. Hann sveiflaðist til andartak, veifaði handleggjunum eins og hann væri fuglahræða að fæla burt krákur og úr hálsi hans heyrðist hljóð, líkt og hann hefði verið að taka inn meltingarsalt og væri að reyna að halda því niðri. Svo heyrðist annað hljóð og ég leit upp og sá stóra sprungu myndast í loftinu eins og í bíó þegar verið er að sýna jarðskjálfta og ljósaperan tók að sveiflast hring eftir hring líkt og hún væri geimskip. Mig var að byrja að sundla þegar hann til allrar hamingju féll niður á gólfið með svo voðalegum dynk, að ég hélt hann hefði brotið hvert bein í skrokknum á sér. Hann engdist svolitla stund, eins og hundur sem er illa haldinn af magakrampa. Svo lá hann kyrr. Ég eyddi engum tíma í að horfa á hann. „Ég sagði honum að þetta reipi myndi ekki halda“, sagði ég við sjálfan mig um leið og ég fór út úr húsinu, sletti í góm vegna þess að hann hafði ekki farið rétt að þessu, gróf hendurnar í buxnavasana og lá við gráti yfir því, hvernig hann hafði eyðilagt allt með klaufaskap sínum. Ég skellti hliðinu hans svo fast í vonbrigðum, að það hafði nærri hratað af hjörunum. í því að ég var á leið aftur niður portið til að komast í kvöldmatinn heima og vonaði að hin væru komin heim úr bíó svo ég hefði ekki lengur neitt til að vera úrillur út af, mætti ég lögga, sem stefndi að dyrum kónans. Hann gekk greitt og rak höfuðið undir sig og ég vissi, að einhver myndi hafa kallað. Þeir hljóta að hafa séð hann kaupa reipið og gert lögreglunni við- vart. Eða kannski hafði gamla hænan út við endann loksins áttað sig. Það gat jafnvel hugsazt, að hann hefði sagt einhverjum frá því sjálfur, vegna þess að ég býst ekki við, að þessi náungi, sem hengdi sig, hafi vitað mikið hvað hann var að gera, sérstaklega með þ-enn- an svip, sem ég sá í augunum á honum. En svona er það, sagði ég við sjálfan mig um leið og ég elti löggann aftur að húsinu kónans, manngrey getur ekki einu sinni fengið að hengja sig nú á dögum. egar ég kom inn aftur, var lögg- inn að skera snærið af hálsinum á hon- um með pennahníf, síðan gaf hann hon- um vatn að drekka og náunginn opn- aði skjáina. Mér var ekkert um þennan lögga gefið, vegna þess að hann hafði látið senda nokkra félaga mína í betr- unarskóla fyrir að hnupla blýpípum úr almenningssalernum. „Hvers vegna ætlaðirðu að hengja þig?“ spurði hann náungann og reyndi að láta hann setjast upp. Hann gat varla tal að og það blæddi úr annarri hendinni á honum, sem ljósaperan hafði sprung- ið á. Ég vissi að snærið myndi ekki halda, en hann hafði ekki gefið neinn gaum að orðum mínum. Ég ætla hvort sem er aldrei að hengja mig, en ef mig langaði til þess, þá myndi ég áreiðanlega nota til þess tré eða eitt- hvað þess háttar, ekki ljósastæði. „Jæja, hvers vegna gerðirðu það?“ „Vegna þess, að ég vildi það“, skrækti náunginn. „Þú færð fimm ár fyrir þetta“, sagði lögginn honum. Ég hafði laumazt aft- iu inn í húsið og stóð og saug á mér þumalfingurinn í sama horninu. „Þú heldur það“, sagði náunginn, og nú var kominn eðlilegur óttasvipur I augun á honum. „Ég ætlaði bara að hengja mig“. „Jæja“, sagði lögginn og tók fram bók sína, „þú veizt að það varðar við lög“. „Nei“, sagði náunginn, „það getur ekki verið. Þetta er mitt eigið líf, ekki satt?“ „Þú ímyndar þér það kannski", sagði lögginn, „en það er það ekki“. Hann fór að sleikja blóðið af hend- inni á sér. En þetta var svo lítil skeina, að hún var varla sjáanleg. „Það hef ég aldrei vitað fyrr“, sagði hann. „Jæja, þá veiztu það núna“, sagði lögginn. Auðvitað lét ég ekki löggann vita af því, að ég hefði hjálpað honum að hengja sig. Ég er ekki fæddur í gær, og ekki í fyrradag heldur. „Það er nú skrambi hart, ef maður má ekki einu sinni taka sitt eigið líf“, sagði náunginn og sá sína sæng upp- reidda. „En það má maður ekki“, sagði lögg- inn, eins og hann væri að lesa upp úr bók sinni og hefði gaman af. „Þú átt það ekki sjálfur. Og það er glæpur að taka sitt eigið líf. Það er sjálfsmorð". Náunginn var aumlegur á svip, og hvert orð löggans þýddi sex mánuði slétta Ég vorkenndi honum sannarlega, en hefði hann bara hlustað á það sem ég sagði í stað þess að treysta á ljósa- stæðið. Hann hefði átt að gera það í tré eða einhverju þess háttar. Hann fór með lögganum út úr port- inu, friðsamur eins og lamb, og við ihéldum öll að þetta væri búið mál. E n nokkrum dögum seinna barst okkur fregnin með hraði — jafnvel áður en hún birtist í blaðinu, vegna þess að kona í portinu hjá okkur vinn- ur í sjúkrahúsinu á kvöldin við að bera fram mat og taka til. Ég heyrði hana kjafta bví í einhvern við endann á port- inu. „Ég hefði aldrei trúað því. Ég hélt að hann hefði losnað við þessa mein- loku úr höfðinu þegar þeir fóru með hann. Ekki aldeilis. Það gerist alltaf eitthvað nýtt. Henti sér út um sjúkra- húsgluggann, þegar lögginn, sem sat við rúmið hjá honum, þurfti að fara á klósettið. Hefðirðu trúað því? Dauð- ur? Það er nú líkast til“. Hann hafði fleygt sér á rúðuna og fallið eins og klettur niður á götu. Að sumu leyti fannst mér lakara að hann skyldi gera það, en að hinu leytinu var ég feginn, vegna þess að hann hafði sannað lögganum það og öllum öðrum hvort hann ætti sjálfur sitt eigið líf eða ekki. Það var samt alveg ágætt hvernig þessir hálfvitar komu honum fyrir í stofu á sjöttu hæð, sem kálaði honum hreinlega, jafnvel enn betur en tré. En þetta allt kemur mér enn einu sinm til að hugsa um, hve úrillur ég er stundum. Þótt skapið sé svart eins og kolapoki og svipurinn eftir því svartur, þá þýðir það ekki að maður ætli að hengja sig eða demba sér und- ir strætisvagn eða fleygja sér út um glugga eða skera sig á háls með sardínudós eða stinga höfðinu í gasofninn eða hlamma skrokkskriflinu á sér yfir járnbrautar- teinana, því að þegar skapið er svo svart, getur maður ekki einu sinni stað- ið upp af stólnum. Hvað sem því líður, þá veit ég, að ég verð aldrei svo úrill- ur að ég fari að hengja mig, vegna þess að hengingar eru mér ekki að skapi og verða aldrei, því síður sem ég man lengur eftir kallgreyinu hvað- hann-nú-heitir hangandi neðan í ljósa- stæðinu. Framar öðru er ég feginn því núna, að ég skyldi ekki fara í bíó eftir há- degi þennan laugardag, þegar ég var svo leiður í skapi að ég var þess al- búinn að stytta mér aldur. Vegna þess, skal ég segja þér, að ég mun aldrei drepa mig. Því máttu treysta. Ég skal 12 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 19. júní 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.