Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1966, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1966, Qupperneq 15
hvernig Baldwin mundi orða boðskap- inn — „Samþykkið þér, að konungur gangi að eiga konu, sem á tvo eigin- menn á lífi eða mælið þér með því, að hann segi af sér?“ Hver sá, er þekkti nokkuð til samveldislandanna, gat sagt sér sjálfur, að ,,afsögn“ yrði svarið. Ég lagði á það áherzlu við konung, að engin von gæti verið um að afla hugmyndinni um morganatiskt hjóna- band fylgis nema með vandlegum und- irbúningi og ísmeygilegum áróðri. Ég benti honum einnig á, að hann hefði rétt til að senda út sína eigin spurningu, með sínu eigin orðalagi og á þann hátt, sem honum kæmi bezt sjálfum. Hann væri ekkert skyldugur til að láta Baldwin leggja fram spurn- inguna fyrir hans hönd, og á þann hátt, að svörin hlytu að verða konungi óhag- stæð. En væri ávarpið til samveldis- landanna ekki tafarlaust stöðvað, mundu einir 75 ráðherrar vita um fyrirætlanir konungs, og svo stór hópur gæti ekki þagað yfir slíku leyndarmáli. Þá yrði það heyrinkunnugt, að rík- isstjórnin hefði neitað konungi um leyíi til að ganga að eiga þá konu, sem hug- ur hans girntist, og þá væri siðferði- lega óhugsandi fyrir hann að sitja kyrr í hásætinu, orðinn minni maður, sem hefði yfirgefið konuefni sitt. Konungur skildi þetta allt saman — en hafð'ist ekki að. Þegar hann spurði Baldwin um svör samveldislandanna, fékk hann það svar, að þau væru ekki öll komin enn, en yfirleitt væru þau óhagstæð. Ástralía, þar sem Joseph A. Lyons var forsætisráðherra, hafði sent sérlega fjandsamlegt svar, og Baldwin lét ekki dragast að' sýna konungi það svar — en engin önnur. Hins vegar minntist hann ekkert á 6var Nýja-Sjálands. M. J. Savage, for- sætisráðherra, var rómversk-kaþólskur, engu síður en Lyons, en hann hafði lát- ið hjá líða að láta í ljós neina sérstaka andstöðu við morganatiska hjónabandið'. Baldwin flýtti sér því að tryggja sér svar, sem ætti betur við hans eigin óskir. Átt var viðtal við nýsjálenzkan ráðherra, staddan í London, og hann var beðinn um svar, sem væri kon- ungi fjandsamlegt. Niffurlag næst. SVIPMYND Framhald af bls. 2 V erkum Becketts hefur alla tíð verið bölvað og formælt á kröftugan hátt. Þegar „Waiting for Godot“ var leikið í Lundúnum árið 1955, stóð ein- hver upp á hverri einustu leiksýningu til þess að mótmæla. Umrenningarnir, tómleikinn, orðaleikirnir, — þetta var of mikið fyrir suma. Fúllyndir og skítugir flækingar og umrenningar, uppgefnir andlega og líkamlega og á yztu nöf mannlegrar tilveru, hafa hundelt orðstír Becketts frá því að „Godot“ var fyrst sýndur, og þeir virðast taka einkennilega mikið á tilfinningalíf margra áhorfenda, sem þola þá bókstaflega ekki. Fyrstu kynni hans af sálarlífi landshornamanna Og fiakkara voru annars með óhugnanleg- um hætti. Fyrir mjög mörgum árum var Beckett eitt sinn á gangi eftir Boulevard Montparnasse. Vissi hann þá ekki fyrri til en vesalingur einn hljóp skyndilega aftan að honum og stakk hann með hnífi í bakið. Hnífurinn risti i gegnum annað lungað, og munaði mjóu, að þetta yrði bani Becketts. Þegar hann fór af sjúkrahúsinu, gerði hann sér ferð í fangelsið, þar sem umrenn- ingurinn sat, og spurði, hvers vegna hann hefði ráðizt á sig. Flækingurinn baðst afsökunar, en hann vissi alls ekki af hverju. Þetta fékk Beckett ærinnar umhugs- unar, og í leikritum sínum klifar hann æ ofan í æ á þess konar tilgangsleysi. Hann reynir með því að komast að ínnsta kjarna mannlegrar tilveru. Þetta er sársaukafull skurðaðgerð, sem virð- ist framin í örvæntingu, en er það ef tii vill ekki. I áðurnefndu afmælisriti er að finna ýmsa vitnisburði fólks um það, hve hann getur haft hlý og sterk áhrif á menn við fyrstu kynni, svo að þeir verða ævilangir vinir hans upp frá því. Þegar hann dregur sig út úr skel sinni, er sem geisli af honum hlýja, alúð, næmur skilningur og ótrúlegur lær- dómur, sem hann miðlar öð'rum af án nokkurs hroka eða tilgerðar. George Devine, sem lézt í janúar síðastliðnum, kveður svo sterkt að orði að kalla fyrstu kynni sín af Beckett mestu lífsreynslu ævi sinnar, þótt lítið virðist í raun- inni hafa gerzt. Þeir hittust í íbúð Becketts í París, sátu andspænis hvor öðrum í hálftíma, töluðu og drukku whisky. „A þessum hálftíma fannst mér ég vera í snertingu við alla megin- strauma evrópskrar hugsunar og bók- mennta frá dögum Dantes og fram á vora tíma“. Ritverk Becketts verða æ styttri. Siðasta saga hans, sem prentuð hefur '•'erið, er ekki nema átta blaðsíður. Meira var ekki eftir, þegar hann hafði þjappað saman þvi helzta úr lengri sögu, sem hann skrifaði fyrst. Sagan heitir „Imagination Dead Imagine" (ímyndunaraflið dautt, ímyndið ykkur — eða — ímyndunin dauð, að ímynda sér). Nú í sumar sýnir brezka BBC-sjón- varpið nýtt leikrit, sem hann skrifaði sérstaklega fyrir sjónvarpið. Þetta er tuttugu mínútna sjónleikur, sem hann nema ein sýnileg persóna, sem Jack refnir „Eh Joe“, og í honum er ekki MacGowan leikur. Hann situr þögull á rúmstokknum og hugsar, en nöldr- andi rödd Sian Phillips truflar hugs- anagang hans annað veifið. Þar eð hann getur ekki losnað við hana úr huga sín- um, heldur hún áfram að sífra, unz hann er kominn að þvi að bugast. Þetta er ásækin martröð, eins og allir eru farnir að búast við í leikritum Beck- etts, en ekki kunna allir að meta það enn. Beckett hefur sífellt skorið niður allan „raunveruleika“ í verkum sinum. í Molloy og Malone deyr tilheyra per- sónurnar að einhverju leyti þessum heimi, eða svo virðist, en í síðasta hluta „trílógíunnar", Hinn ónefnanlegi (The Unnamable), er hinn nafnlausi ekki annað en talandi munnur, og í „Text- es pour rien“ og „Eh Joe“ talar rödd- in enn, en er munnlaus. A uk þeirra skáldverka Beckettó, sem minnzt hefur verið á hér að fram- an, má nefna (enskir titlar) skáldsög- urnar Murphy og Watt, leikritin All That Fall, End Game (eða endgame), Krapp’s Last Tape, Embers og Happy Days, og kvæðabækurnar Whoroscope, Echo’s Bones og Poems in English. Bókin um Proust og skáldskap hans heitir Proust. Þá hefur hann þýtt úr spænsku og gefið út á vegum Indiana University Press i Bandaríkjunum bók- ina Mexican Anthology. Geta má þess að lokum dönskulesandi mönnum til íróðleiks, að nýlega eru komnar út í Danmörku tvaer bækur eftir Beckett, „Den unævnelige" og „Hvordan det er“, og hefur Uffe Harder þýtt báðar. 19. júní 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.