Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1966, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1966, Blaðsíða 14
BÓKMENNTIR Framhald af bls. 5 Stærstu opinber söfn voru og eru 1 París. Frumsafn „Bibliotheque Nat- ional „var" Bibl. du roi". í þetta safn runnu mörg vönduðustu einkasöfn á Frakklandi. Síðan 1720 hefur þetta safn verið til húsa í rue Richelieu. J.A. Thou var yfirbókavörður við safnið sriemma á 17. öld, hann kom í fram- kvæmd afhendingu skyldueintaka 1617, en lög um slíkt höfðu þegar verið sett 1537, en ekki komið til framkvæmda fyrr en 1617. Colbert hafði yfirumsjá með safninu á síðari hluta aldarinnar. Safnið jókst mjög um hans daga og eftirmanna hans. 1622 taldi safnið 6 þúsund bækur og handrit, 1718 var tal- an ca. 70 þúsund bindi og um 1790 var talan 157 þúsund. 1735 var þetta safn öllum opið. Safnið jókst gífurlega á byltingaárunum. Háskólasafn var stofnað við Sorbonne 1762, þetta safn gekk og gengur næst „Bibliotheque National" að bindatölu. „Bibiiotheque Sainte-Genevivev" er með stærri söfnum í París. Þetta safn tekur að vaxa mjög á 17. öld og þeirri 18.. Það var í eigu samnefnds klausturs fram til 1791, er þá gert upptækt og er nu undir stjórn stjórnenda háskóla- safnsins. -KOMMUNISMUSINN Framhald af bls. 13 Ég lagði inn mína hagalagða og fékk fyrir þá gráfíkjur, rúsínur, axlabönd og vasahníf. Hálsklúturinn og munnharpan urðu að bíða betri tíma. Mér þótti mjög skemmtilegt að spíg- spora um búðina. Slíkt skraut sem þar gat að líta hafði aldrei fyrir augu mín borið áður. Niður úr loftinu héngu skín- andi blikkkönnur, pottar, skaftpottar, pónnur og ótal margt fleira. Mér datt ekki í hug að þessir girnilegu hlutir væru látnir hanga svona um alla búð- ina nema til skrauts. Eitt vakti sérstaka aðdáun mína þarna í búðinni. Það var yn.gsti pilturinn, sem var að afgreiða. Hann var á að gizka þrem til fjórum árum eldri en ég. Hann var svo vel klaeddur og svo nettur í öllum hreyfing- um, að ég fór í laumi að stæla limaburð hans. Hann var líka aMðlegur í viðmóti og talaði við mig eins og fullorðinn mann. Þegar hann hafði afhent mér það sem að framan greinir fyrir hagalagðana, þá leit hann á miða, sem hann hafði krotað á jafnóðum er hann afgreiddi og mælti: — Nú eru 15 aurar eftir. Hvað ætlarðu að fá fyrir þá? Ég hugsaði mig um. — Ég veit ekki, bara eitthvað, svar- aði ég. — Kannski brjóstsykur? sagði hann. Ég játti því, og svo var verzlun minni lokið. Eftir að ég hafði spígsporað um búðina nokkra stund lag^i patabi af stað út í bæinn og sagði mér að fylgja sér eftir. Við höfðum ekki gengið lengi er við nálguðumst hús eitt, sem var miklu hærra en önnur hús, sem ég hafði hingað til séð. Mér varð starsýnt á husið. — Þetta hús heitir Glasgow, sagði pabbi. Ég skauzt meðfram húsinu og vildi sjá þá hliðina á því, sem frá götunni vissi. Mér brá heldur en ekki í bnin. Þarna fast við húshliðina var ein- hvers konar kassi, sem virtist standa upp á endann, og blasti op kassans við mér. Er ég horfði inn í kassann varð ég mjög forviða. Inni í kassanum sat maður. Sá aðeins höfuð hans, herðar og handleggi. Að öðru leyti var hann hulinn undir hrúgu af alls konar druslum og tusku- dóti. Var hann að handfjatla tuskurnar að því er virtist. Maður þessi var fyrir- ferðarmikill um herðar, enda var hann klæddur gauðrifnum, þykkum flíkum hverri utan yfir annarri. Hann hafði margrifinn hattkúf á höfði og var mjög óhreinn í andliti. — Er þetta ekki maður? spurði ég. — Þetta er hann Sæmundur með sextán skó, svaraði palbbi. — Hann á heima Iþarna í kassanum. Hann sækir vatn fyrir sumar frúrnar og ber inn mó og fer út með öskuna fyrir þær. Maðurinn leit ekki við mér. Hann virtist önnum kafinn við að hagræða druslunum, sem voru í kringum hann. M< ér þótti ekki mikið í það varið að sjá þennan Sæmund með sextán skó. Ég hafði séð svo marga flakkara. Þeir gístu oft í Saurbæ. Hvort ég mundi ekki Olaf ponta, Gvend pata, Jón hlandbolla, Eyjólf tónara, og svo hann Eyjólf ljós- toll. Hann var reyndar dálítið sérstæð- ur og ólíkur öllum flökkurum að því leyti að hann var jafnan vel til fara, fareinn og snyrtilegur og mjög prúður í allri framkomu. Hann taldi sig líka til yfirstéttarinnar og forðaðist að gista, nema hjá höfðingjum og stórbændum. Þegar. við vorum komnir fram hjá Glasgow komum við að búð einni. Úti á búðartröppunum stóð maður. Hann var mikill að vallarsýn og virðulegur mjög. Þegar hann kom auga á pabba, gekk hann niður tröppurnar og heilsuð- ust þeir mjög innilega. Þeir töluðust við stutta stund, og þótti mér maður þessi æ höfðinglegri eftir því sem ég virti hann betur fyrir mér. Datt mér í hug, að þetta væri landshöfðinginn eða bisk- upinn, því að mér fannst sjálfsagt, að þeir ættu búðir og væru kaupmenn. Ég hélt nefnilega, að það væru varla til meiri menn í veröldinni en kaupmenn- irnir, sem komu með allar gráfíkjurnar og rúsínurnar, nema þá kóngurinn. En þessi maður gat ekki verið kóngurinn, því að hann átti heima í Kaupmannahöfn og svo var þessi maður ekki með neina kórónu á höfðinu. Þegar við vorum gengnir spottakorn frá honum, spurði ég: — Hver var þessi maður? — Þetta er hann Geir Zoéga, svaraði pabbi. Jæja, þá þekkti ég Geir Zoega. Það var út af fyrir sig ekki lítill frami. Ég hafði oft heyrt talað um hann. Brátt komum við í hus eitt á Vest- urgötunni. Þessa húss hafði ég oftast heyrt getið af öllum húsum í Reykjavík. Þar átti heima systir fósturmóður minn- ar, Hólmfríður Eyjólfsdóttir, ásamt manni sínum, Gísla Tómassyni, og börn þeirra. í Iþessu húsi gistu allir frá Saur- bæ, ef þeir voru næturlangt í Reykjavík. Við borðuðum þarna. Ekki man ég eftir neinu markverðu, sem þar gerðist að þessu sinni. N, læst komum við í hús Fredrik- sens bakara. Móðir mín og frú Fredrik- sen voru gamlar vinkonur. Var nú farið með mig í hús þetta til þess að frú Fredriksen fengi að sjá mig. Ég varð alveg utan við mig af því, hve allir í húsinu, og einkum þó frúin, voru góðir við mig. Þarna var líka svo góð köku- lykt, að slíka hafði ég aldrei fundið áður. Þó tók út yfir allt að mega éta af kökunum eins og mann lysti og drekka mjólk með. Og ofan á allt saman gaf frúin mér í nestið stóran bréfpoka fullan af kökum. Og skínandi tveggja krónu pening stakk hún í vestisvasa minn svo að lítið bar á og sagði mér að eiga. Mér var nú orðið ljóst, að þessi ferð mín til Reykjavíkur var hin mesta merkisferðareisa. Ég hafði nú séð svo margt stórkostlegt og furðulegt, að mér fannst ég hafa allt í einu orðið stærri en ég var um morguninn, þegar ég var að klæða mig. Var það ekki munur að vita allt, sem ég vissi nú eða eins og áður var. Mikið gat maður fræðzt bara á einum einasta degi. En ég átti eftir að kynnast enntþá stór- kostlegri og furðulegri hlutum. Hingað til hafði pabbi ekki beinlínis lagt mér neinar lífsreglur í þessari ferð um höfuðborgina. En þegar við vorum komnir nokkurn spöl frá Fredriksens bakaríi, nam hann staðar og virti mig fyrir sér. Hann skoðaði hendur minar og strauk brot úr treyjunni að framan. — Nú verður þú að passa að vera ósköp stilltur. Ég þarf að koma í faá- yfirdómarahúsið, sagði hann. Það var bara svona. Það var þá eitthvað tU sem hét háyfirdómari. Þetta orð hafði ég ekki heyrt fyrr, háyfir- dómari? Þegar við höfðum gengið nokkurn spöl, spurði ég: — Pabbi, er háyfirdómarinn yfir kónginum? — Nei, svaraði pabbi og brosti. — Hann er svona líkt og landshöfðinginn eða biskupinn. Jæja, hugsaði ég. Skárri voru það ósköpin. Og við áttum að fara inn til hans. Ég fann til lítilsháttar hjartsláttar við Iþessa tilhugsun. Við komum að háyfirdómarahúsinu. Ég varð fyrir nokkrum vonbrigðum. Húsið var ekki mjög stórt. Patabi barði að dyrum. öldruð kona kom til dyra. Hún var ekkert tiltakanlega fín miðað við það sem ég bjóst við í húsi há- yfirdómarans. Patabi talaði eitthvað við hana, og hún sneri inn aftur. Að vörmu spori kom bún aftur fram í dyrnar og bauð okkur að ganga inn. Af öllu því furðulega, sem fyrir mig bar þennan dag, bar nú fyrir augu mér hið allra furðulegasta. Tið komum inn í stóra stofu. Á henni voru tveir gluggar. Geysimikið var af húsgögnum í stofunni. í einu faorni stofunnar við þann vegginn, sem gluggarnir voru á, var stórt rum og sneri það höfðagafli að þeim vegg. í rúminu lá öldungur, mikilúðlegur á svip og fyrirferðarmikill. Drifhvítum koddum var hlaðið undir herðar hans og höfuð svo að hann sat uppi til hálfs. Sæng mikil, einnig drifhvít, var yfir öldungnum. Hann var í sjijóhvítum serki hnepptum í hálsinn. öldungurinn hafði lokuð augun, og leit út fyrir að hann svæfi. Þegar patabi leit á hann, gaf hann mér 'bendingu um að stíga hljóðlega til jarðar, og hlýddi ég því rækilega, því að ég þorði varla að anda. Orsökin var ekki eingöngu sú, að öldungurinn svaf þarna í rúminu, heldur einnig hitt, að faér var ég kominn inn í töfrahús. Töfrarnir voru þeir, að hér bar mér fyrir sjónir slík undur, að ég hefði ekki trúað þvílíkt kæmi fyrir nema í allra ótrúlegustu ævintýrum þar sem berg- risar og kóngssynir voru aðalpersónur. Hvað var iþetta ótrúlega og stór- furðulega, sem hafði þau áfarif á mig, að ég fann að hárin risu á höfði mínu, og þó var ég ekki hræddur. Ég stóð grafkyrr og gat mig ekki hreyft um fet. Hvað var þetta? Það var það sem ég nú greini frá: Á sænginni, sem var breidd yfir öld- unginn, lá þvílik hrúga af peningum, að ég faefði varla trúað að svona miklir peningar væru til í allri Reykjavík. Ég starði á hrúguna. Þarna voru, að ég hélt vera, allar tegundir af pening- un\ nema gullpeninga sá ég enga. Þarna voru glitrandi tveggjakrónupeningar, krónupeningar, tuttugu og fimm eyring- ar og tíueyringar. Koparpeningar voru allnokkrir, en bar mest á silfurpen- ingum. Ég hafði séð, að allir, sem áttu pen- inga, geymdu þá í einhvers konar budd- um. Og sá sem átti troðfulla buddu af peningum, var ríkisbubbi í mínum aug- um, enda hafði ég aldrei séð mann, sem átti alveg fulla buddu. En þessi ósköp, sem þarna voru á sænginni .... Það hefði verið hægt að fylla óteljandi buddur með þessum peningum. Ég reiknaði það út í snatri að það mundi iþurfa fjórar til fimm grautarskálar eins og stóru skálina hans Tómasar gamla til að taka alla þessa peninga, og var þó skálin hans stærsta grautarskélin i Saurbæ. öldungurinn lét hægri höndina hvUa í peningahrúgunni. Það gaf til kynna, að hann var ekki sofandi, þótt hann hefði lokuð augun, að höndin var að rjála við peningahrúguna, svo að dauft málmhljóð heyrðist frá henni öðru hvoru. Kona ein mikilúðleg í svörtum gljá- andi kjól kom inn í stofuna. Hún heils- aði pabba með handabandi og meira að segja mér líka. Hún færði stól að rúm- inu og bauð pabba að setjast. Ég fékk stól skammt frá honum. N< ú lauk öldungurinn upp augun- um, og heilsaði patabi honum með handa- bandi. Ég þorði ekki að heilsa þessum ógurlega peningaburgeis úr því að pabbi sagði mér ekki að gera það. Sat ég graf- kyrr á stólnum og starði á peningahrúg- una. Konan talaði fáein orð við pabba. Svo gekk hún út úr stofunni." Þeir tóku nú að ræðast við, öldung- urinn og patabi. Skildi ég að þessi maður hlaut að vera báyfirdómarinn. Samtal þeirra var slitrótt og hljóðlátt. Öldung- urinn talaði óskýrt í hásum rómi, sem mér fannst þó stundum valdsmannsleg- ur og einbeittur. Fyrst í stað heyrði ég ekki um hvað þeir ræddu, en brátt fór ég að kannast við bæjanöfn og manna- nöfn, sem þeir nefndu. BaU, Ketilsstaðir, Lambhús og AusturvöUur. Þetta voru bæir í Brautarholtshverfinu á Kjalar- nesi. Svo nefndu þeir Snussu og Flassa. Þá var ég vel heima, því að þessi bæja- nöfn höfðu mér alltaf þótt svo skrítin. FJest mannanöfnin, sem þeir nefndu, kannaðist ég við. Þar eð ég var nú taúinn að virða fyrir mér allt, sem mér fannst markverðast í stofunni, þá hafði ég ekki öðru að sinna en að hlusta á samtal öldungsins og pataba. Það rifjaðist raú upp fyrir mér að ég hafði heyrt að háyfirdómarinn ætti alla Brautarholtstorfuna og Andríðs ey. Jarðirnar, sem þeir voru að tala um, voru aUar í Brautarholtshverfinu. Skildi ég af samtaUnu, að patabi var að tala um einhverjar skuldir, sem ábúend- ur ættu að greiða háyfirdómaranum. Var pabbi að semja um skuldirnar fyrir þeirra faönd. Virtist mér samningarnir ganga allvel, þar til palbbi nefndi Erling á Flassa. Þá glaðvaknaði öldungurinn og reisti sig hærra upp á koddann og hrópaði með hörku í röddinni. — Nei, nei, nei. Hann fær engan frest. Hann skýtur fugla. Ég fór í huganum að vorkenna aum- ingja Erlingi gamla. Satt var það, að hann var skytta. Hann hafði meira að segj einu sinni fengið skot í nefið. Því mundi ég svo vel eftir honum, að nefið á honum var brenglað til stórra lýta. Konan, sem kom til dyra, færði okkur kaffi. Um sama leyti kom inn í stofuna fasmikil og hávær kona. Hún heilsaði háyfirdómaranum og frúnni, sem nú var komin inn í stofuna, mjög kunnuglega. Svo heilsaði hun einnig pataba, en hún leit ekki við mér. Það hafði verið hljóð- látt í stofunni fram að þessu en við komu þessarar konu var sem skollið væri á öskrandi stórviðri. Henni var einnig boðið kaffi og þá hún það. En henni gekk illa að koma því niður, þvi að hún lét alltaf dæluna ganga. Mér skildist, að hún væri fokreið út í ein- hverja alþingismenn, og vandaði þeim ekki kveðjurnar, en hvaða málefni var um að ræða, skildi ég ekki. Háyfirdómarinn gaf orðum konunnar engan gaum og var nú fallinn í sama mókið og áður. Þegar við vorum komnir út á götuna, spurði ég pabtaa, hvaða kona þetta væri, sem hefði talað svona mikið. — Hún heitir Þorbjörg Sveinsdóttir. Bróðir hennar er einn af þingmönnun- um. Langar þig ekki tU að sjá Alþingi? Þar eru mennirnir, sem konan var að tala um. Ég játti því himinlifandi glað- ui-. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 4. september 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.