Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1966, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1966, Blaðsíða 9
Sigurður Heiðdal: Kommúnismusinn og peningahrúgan E kki get ég að því gert, að það fer oft ónotakennd um mig, þegar ég heyri, að börn eru atyrt fyrir forvitni þeirra. Og þó að ég viti af reynslu, að það eru fleiri skepnur forvitnar en mennirnir, t.d. kýrnar, þá mun mega telja for- vitnina frummátt menningarinnar, og ætti hún að teljast meðal æski- legra eiginleika hjá börnum. Sjálfsagt var það forvitni mín, sem olli því, að ég tók snemma að nauða á því, að fá einhverntíma að fara til Reykjavíkur. Reykjavík var eitthvað dularfullt, sem ég gat ekki gert mér grein fyrir, og því var það forvitnin, sem aldrei lét mig í friði í þessu efni. Þessu kvabbi mínu var lítill gaumur gefinn enda ympraði ég sjaldan á því nema í hálfum hljóðum, vegna þess, að mér fannst þetta svo mikið stór- ræði, að ég var í vafa um hvort það væri í samræmi við fullkomið velsæmi, að þessi ósk mín yrði uppfyllt. Ekki man ég hvað ég var gamall, þegar mér varð loks að ósk minni í þessu efni. Þetta vor hafði ég einsett mér að rella um þetta í hvert sinn, sem hentugt tækifæri byðist, þangað til að mér yrði að minnsta kosti veitt áheyrn. Oft notaði ég tækifærið. Þegar ég hafði leyst eittihvað vel af hendi, t.d. verið duglegur að reka úr túninu. I>á hafði ég það til að segja: — Má ég fara til Reykjavíkur, þegar farið verður með ullina? Einn morgun, þegar ég var að reka kýrnar, var ég sérstaklega heppinn í hagalagðatínslunni. Ég hafði troðfyllt alla vasa og þar að auki hafði ég troðið hagalögðum inn á mig að framan, svo að ég átti erfitt um gang. Ég va<r í mjög góðu skapi þegar ég kom inn í búrið, en þar voru fósturforeldrar mín- ir fyrir. — Það er naumast, að þú hefur verið heppinn núna, sagði fósturmóðir mín, sem ég kallaði mömmu. — Þú átt held ég nú orðið erindi til Reykjavíkur með alla hagalagðana, sem þú ert búinn að safna. — Má ég fara til Reykjavíkur? sagði ég og mændi á pabba, fósturföður minn. — Eins og þú fáir ekki að fara til Reykjavíkur, góði minn, sagði mamma. — Þú skalt bara hætta þessu sífellda relli. — Þú færð að fara til Reykjavíkur, þegar farið verður með ullina ef þú verður duglegur að reka úr túninu, sagði pabbi góðlátlega og brosti. E I g hljóp út himinlifandi glaður. Mér fannst dagurinn allt í einu orðinn stórhátíðardagur, næstum eins og jóla- dagurinn. Og mér fannst heimurinn stækka" og ég einnig, því að nú hafði ég vissu fyrir því að ég fengi að skyggnast inn í heim, sem hingað til hafði í vitund minni aðeins verið draumheimur. Ég tíndi af mér haga- lagðana og tróð þeim í tvo smápoka, sem ég geymdi í skemmuhorninu. í annan pokann lét ég hvítu lagðana en alla mislita í hinn. Ég horfði með vel- þóknun á auðæfi mín, og hagalagð- arnir breyttust í gráfíkjur, rúsínur, axlabönd, hálsklút og ef til vill vasa- hníf. Seinast læddist í hugann mynd af gljáandi munnhörpu, en það var eins og hún væri hálffeimin. Það var föst venja að fiytja ullina sjóveg til Reykjavíkur, enda fóru allir aðdrættir að Saurbæ, þá á tímum, íram sjóleiðis frá Reykjavik, bæði sum- ar og vetur. Frá Saurbæ á Kjalarnesi til Reykjavikur var talinn fjögurra tima róður. Þetta hafði ég oft heyrt, og þess vegna vissi ég að þessi Reykjavík- urferð var feiknar mikill atburður. Það yrði farið gegnum Músarsund, en sú tilhugsun skaut mér dálitlum skelk í bringu, því að ég hafði oft heyrt um það talað, að Músarsund væri hættu- legt. Ég huggaði mig þó við það, að ég yrði ekki í meiri hættu á Músarsundi en hinir mennirnir, sem yrðu með mér á bátnum. átti að viðurkenna völd túnlögreglunn- ar. Og oftast dugði það ekki til. Hún rak Kol hiklaust á flótta, ef hann átti einn að fást við hana. Varð þá sjálfur túnlögreglustjórinh að koma til skjal- anna og lýsa óhelgi lögbrjótsins og reka hánn með ógnandi kaðalspotta burtu af hinu lögverndaða túni. Og þetta taldi ég ekki eftir mér nú. Ef Gulkolla hefði mátt ráða, þá hefði hún vissulega ekki lagt til, að mér yrði leyft að fara til Reykjavíkur. H ins og nærri má geta óx ágirnd mín á hagalögðum um allan helming er ég vissi, að ég fehgi að fara til i«l I sunnan með stormi og rigningu. Yrði þá erfitt að verja ullina fyrir regninu, þegar komið yrði suður á Kollafjörð. Ég þagði og hlustaði á viðræðurnar. Eftirvæntingin brann í mér. Einar vinnumaður leit á mig og hefur sjálf- sagt tekið eftir því, að ég var í mikilli geðshræringu. Það brá glettni fyrir í svip hans. — Það er ekkert vit að fara aS flækj- ast með strákinn, ef veðrið verður ekki gott, sagði hann. Hann sagði þetta eingöngu til að stríða mér. Það sá ég. þegar ég leit framan í hann. Annars hefði ég orðið ofsareiður. En ég vissi að hann meinti ekkert með þessu, feyí að hann var mér ák W Þessi fyrirhugaða Reykjavíkurferð gerði mig að nýjum og betri manni. Ég var miklu viljugri við að reka úr tún- inu en ég hafði nokkurn tíma verið. Gulkolla gamla, skæðasti túnvargurinn, mátti jafnvel vara sig á mér, því að nú kom þaS ekki að haldi fyrir hana að fela sig með lömbunum sínum tveimur í Hjálmsgilinu eða Akragilinu. Ég taldi það ekki eftir mér að skoppa alla leið ofan í gilin og leita hana uppi. Áður hafði mig nú stundum grunað, að hún feldi sig í öðru hvoru giljanna, en ég lét þá mér til samvizkufróunar Kol gelta í gríð og ergi, og þótt við Kolur værum í allmikilli fjarlœgð frá giljun- um, þá hlutu þær kindur, sem í þeim leyndust, að heyra geltið, enda létu allar sæmilegar siðaðar rollur sér segjast, er þær heyrðu geltið, og hlupu sem leið lá upp úr giljunum og út fyrir tún. En GuLkolia var ekki í þeirra hópi, sem hræddust hundagelt, sízt þegar hún var í felum. Hún varð að sjá seppa, ef hún Reykjavíkur. Hvar sem ég kom auga á hvítan díl, var ég óðara þotinn þangað. En oft urðu þetta fýluferðir. Díllinn reyndist oft allt annars eðlis en ég hafði vænzt. Það fór eftir veðri hvenær farið yrði með ullina. Þess vegna gat ég ekki talið dagana til neins ákveðins dags. Á einu gat ég dálítið áttað mig. Það var ullar- þurrkunin. Ég vissi, að þegar búið yrði að þurrka alla ullina, þá mundi verða farið með hana þegar veður leyfði. Svo kom að því að allt var tilbúið undir ferðina til Reykjavíkur. Það var ákveðið að næsta morgun snemma yrði farið, ef veður leyfði. Um kvöldið stóðu piltarnir og fóstri minn úti á hlaSi. Ég var auðvitað með í hópnum. Veður var stillt og þokudrungi í loftinu, sem huldi allar fjaliabrúnir. Menn ræddu um veðrið og spáði hver eftir sínu viti. Einhver hélt að verða mundi rigning að morgni. Annar bjóst við að hann kæmi á austan eða land- alltaf góður. Ég lá lengi vakandi í rúmi mínu eftir að ég var háttaður. Ferðahugurinn hélt fyrir mér vöku fram eftir nóttinni. Loks sofnaði ég þó. — Á ekki að vekja barnið? Þetta var það fyrsta, sem ég heyrði um morguninn. Ég glaðvaknaði á auga- bragði reis upp og leit út í gluggann. Það var glaða sólskin. Allir á bænum voru komnir á fætur. í baðstofunni var ys og þys bæði uppi og niðri. Það var auðséð hvað til stóð. Ég hentist fram úr rúm- inu. Mamma kom upp stigann með beztu fötin mín, nýja sauðskinnsskó og sokka. Hún sagði að ég yrði aS flýta mér á fætur því að piltarnir væru farnir að bera ullina niður að sjónum. Það var áreiðanlegt að ég dró ekki af mér við að klæða mig. Það stóð ekki á mér. Ég hafði meira að segja nóg ráð- rúm til að ná í ullarskaufann minn. Nú voru hagalagðarnir orðnir eins og hver Framhald á bls. 13 28. ágúst 1966 •LESBÓKMORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.