Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1966, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1966, Blaðsíða 1
hann vætti varirnar, hann leit. í kring- um sig. Þögnin lengdist og hann virtist gjörsamlega hafa misst málið. Þögnin varð of löng — alltof löng. Hann leit niður, horfði ofan í borðið. Það fór taugahrollur um tilheyrendur. Var hann veikur? Var honum yfirleitt mögulegt að halda áfram? Að lokum leit hann upp og sagði: — Ég er einmitt .... að reyna .... að hugsa mér, hver þessi ávinningur sé! Áheyrendum létti heldur betur, eins og gefur að skilja. * Febrúar, 1945. E g lýsti þeirri von minni við Ivlaugham, að hann ættí eftir að skrifa fleiri leikrit. aldrei slegið niður í mig hugmynd, eins og þú orðar það. Það var meira í ætt við uppgröft hjá mér. Grafa upp og slípa. Þegar leikhúsið átti áhuga minn, fékk ég hugmynd að leikriti á hverjum tíegi. Oft jafnvel tvær eða þrjár. Vissu- iega voru flestar þeirra lélegar. En hug- myndir voru það. Þegar áhugi minn belndist að smásögum, komu hugmynd- íj að þeim fram í dagsljósið. Og svo framvegis í sama dúr. Nei, ég hef feng- ið mig fullsaddan á leikhúsinu. Allur þessi glysljómi, mér fannst þetta vera fánýt, heimskuleg veröld. full af barna- legu fólki — skemmtilegu, en barna- Eftir Garson Kanin Maugham, 89 ára að aldri, á Cap Ferral, Frakklandi. Honum fannst leikhúsið vera „fánýt, heimskuleg veröld, full af barnalegu fólki“. W. Somerset Maugham lézt í des- emher síðastliðnum, 91 árs að aldri. Garson Kanin og kona hans, Ruth Gord.on, voru vinir Maughams í fjölda ára. Kanin hefur ritað bók, „Minningar um Maugham“, þar sem hann lýsir margvíslegum kynnum sín- um af hinum frœga rithöfundi. Bókin veröur gefin út hjá Atheneum-útgáf- unni í október nœstkomandi, og fer hér á eftir útdráttur úr henni. Á ■ ■t»rið 1933 reit Maugham formála að nýrri sérútgáfu á verki Arnolds Benn- etts, „The Old Wives’ Tale“ (1908). í þess- um formálsorðum ræðir hann ekki að- ems söguna, heldur einnig höfund henn- ar. Mér fannst hann alltaf líta á Benn- ett sem eins konar skjólstæðing sinn. Honum þótti gaman að segja skopsögur af sýndarmennsku Bennetts, glysgirni hans og nízku — eins og þegar Arnold Bennett tók sér ráðskonu, en bauðst til að deila henni með Maugham í sparn- aðarskyni. A hinn bóginn var honum samt hlýtt til Bennetts, hafði samúð með honum. Mér hefur dottið í hug, hvort það hafi ekki staðið í sambandi við þá staðreynd, að Arnold Bennett stamaði líka. Lítið a þennan kafla úr ritgerð Maughams um Bennett: „Arnold stamaði mjög niikið. Það var hreinasta kvalræði að fmna, hvað hann átti oft erfitt með að koma út úr sér orðunum. Hann leið mjög fyrir þetta. Fáir gerðu sér grein fyrir, hve það kostaði hann mikla áreynslu að taia. Það, sem flestum niönnum er jafn létt og að draga and- ann, var honum stöðugt erfiði. Þetta fór mjög illa með hann á taugum. Fáir vissu, hve þetta auðmýkti hann, er þetta varð öðrum aðhlátursefni, eða reyndi um of á þolinmæði þeirra. Fyrir utan minniháttar óþægindi, eins og það að hafa skemmtilega eða snjalla athuga- semd í huganum, en áræða ekki að segja hana, vegna óttans við að stamið gerði hana marklausa. Fáir þekktu þá sársaukafullu tilfinningu, sem fylgdi því að finna þessa hindrun standa í vegi fyrir nánum samskiptum við annað fólk. Það má vera, að hefði stamið ekki orðið til þess að gera Arnold innhverf- ar; í skapgerð, þá hefði hann aldrei orð- ið rithöfundur". Ég er að velta fyrir mér, hvort Maug- ham hafi ekki jafnmikið verið að tala um sjálfan sig og um Bennett. Stam hans er vafalaust menjar taugaveiklun- ar í æsku. >ó að hann hafi nú sætt sig v:ð það, hafði hann á tímabili von um að geta læknazt af því. (Stamið er sagt svara til staurfótar Philips Careys í „Of Human Bondage" (á ísl. ,,Fjötrar“). að var einn þáttur hátíðahald- anna á áttræðisafmæli Maughams, að hann var gerður heiðursfélagi í Garrick- klúbbnum. Aðeins þremur mönnum öðr- um hafði hlotnazt slíkur sómi: Charles Dickens, William Makepeace Thackeray og Anthony Trollope. Það hlýtur að hafa haft mikil áhrif á Maugham að minnast þess, að það var einmitt faðir hans, Robert Maugham, sem hafði borið Thackeray upp sem meðlim í Garrick- klúbbnum. Athöfnin var hátíðleg og áhrifarík, en fcyrjunin var nánast uggvænleg og tók allmjög á taugar viðstaddra. Maugham var kynntur, fólkið stóð upp og fagn- aði honum ákaflega, og þegar það var setzt aftur, hóf Maugham ræðu sína. Hann mælti hin venjulegu ávarpsorð, gerði andartaksþögn og sagði síðan: — Við hljótum ýmiss konar ávinning af því að eldast. Hann þagnaði, hann kyngdi, — Nei, segir hann rólega, en ákveðið. — Þann mun ég aldrei gera. Ég mun áreiðanlega ekki skrifa leikrit svo lengi sem ég lifi — en það er reyndar ekki stórt loforð, því að ég mun vissulega ekki eiga langt eftir ólifað. — Hvernig geturðu verið svona viss í þinni sök? maldaði ég í móinn. — Hvað veiztu, nema það slái niður í þig í kvöld, þegar þú ert að sofna eða í fyrramálið, meðan þú ert að raka þig, einhverri þeirri beztu hugmynd að leik- riti, sem þú hefur nokkru sinni fengið? — Ég er viss, sagði hann, — vegna þess að ég hugsa ekki lengur eftir lög- málum leikritsins. Ennfremur hefur legu. Ég dáðist að því, en oft á tíðum var það, sem það þurfti, hressilegur löðrungur. Og hvernig á að vera hægt að ganga um og snoppunga fólk, segjum t.d. Ethel Barrymore? Febrúar, 1949. Eg spurði, hvort hann héldi, að hann hefði lært, hvernig bezt væri að haga lífi sínu, á námsárum sínum í læknisfræði og síðan sem ungur lækn- h- — þ.e.a.s. í líkamlegum skilningi. Gæti ekki þarna legið ástæðan fyrir því, hve hann næði háum aldrei? Þekk- ingin og reynslan, þjálfaður hæfileiki tii sjúkdómsgreiningar, til að vera fijótur að átta sig á einkennum, og lifa eins og líkamsheilsu hans væri fyrir beztu. Hann svaraði þessu neitandi. Hann sagði, að frá læknisfræðisjónarmiði , fyndist honum hann öðrum fremur eiga langlífi sitt að launa því, að hann komst í kynni við frábæran lækni af austurrískum gyðingaættum, sem nú væri búsettur í Bandaríkjunum, Max Wolf að nafni. — Mér var vísað hann, segir Maug- ham, — af ölvuðum nágranna mínum í Suður-Frakklandi. Þetta er sami mað- urinn, sem hefur haldið lífinu í Elsu Mendl í öll þessi ár. Hvort sem þér annars finnst það þakkavert eða ekki. En hitt get ég sagt þér, að það var við nám mitt og síðan starf sem læknir við St. Thomas, sem ég lærði það sem ég veit um mannlegt eðli. Ég fræddist um fólkið, ekki aðeins að þvi er líkamanum viðkom. Og það sem ég komst að raun um — og það sem mér finnst mín mik- ilvægasta lexía — var, að sársauki og þjáningar göfga ekki mannsandann. Alls ekki. Sársauki og þjáningar leiða af sér lítilmennsku, beizkju, eigingirni, grimmd. Það er aðeins hamingjan, sem göfgar. Hann byrjar að ræða um vinnu- brögð sín, þegar hann skrifaði „Liza of Lambeth11 og önnur verk, sem hann skrifaði snemma á rithöfundaferli sín- um. Hann byrjaði daginn á því að vinna fullan starfsdag á St. Thomas. Kl. 6:30 e.h. kom hann svo heim í íbúð sína og fékk sér það, sem hann nefndi „blöndu aí tei-og-brauði og kvöidverði“. Síðan settist hann við skriftir og sat við þær eíns lengi og hann gat, sem þýddi, að hann hætti ekki fyrr en hann var orð- inn örmagna af þreytu og fór beint i xúmið. Síðan snemma á fætur, af stað Eramhald á bls. 13.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.