Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1966, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1966, Blaðsíða 6
og líka að eigin áliti". (Stormurinn flyt- ur skilti). „Ritdómari . . . það er einskonar kol- krabb’ meðal manna“. (Skógardisiny. „Flestir ritdómarar eru svo lausir við frumleika, að þeir halda, að allir aðrir séu líka eftirlíkingar“. (Skáldið talandi;. En, eins og Andersen segir í „Vind- myllunni“, svo sem eins og í afsök- unarskyni: „Það má nú ekki taka öll orð eins og þau eru töluð“ . . . Handritablöðin taka nú að hrúgast upp, svo ógnvekjandi, þar eð allir vilja koma eins miklu að og rúmið leyfir, en — þótt það sé erfitt — er betra, að höfundur þeirra þegi og láti skáldið tala.. Þá gæti kannski orðið von til þess, að lesandinn segi ekki, að lesnu dagbiaði sínu: „Blaðið kom, en í því var ekki mik- ið, sem var þess virði að lesa það“ (Gæfuskórnir). Og svo er bezt að láta orð skálds- ins falla eins og himnabrauð í eyði- mörkmni: „Þegar fjandinn sá biblíuna í fyrsta sinn, ætlaði hann a'ð gera skrípamynd af henni, sem ætti að vera alveg eins, og þá fann hann upp spilin“. (Allt á sín- um stað). „Gjöf ríka mannsins, afhent með léttri hendi, liggur þungt á hjarta fá- tæklingsins". (Skáldið talandi). • „Því fínni sem maður er, því meira getur maður þolað“. (Stagnálin). „í heiminum eru fleiri þyrnirunnar en gullfjöll”. (O. T.). „Þess verður að minnast að maðurino stendur í birtunni: Almenningsálitið er líka birta“. (Vindmyllan). „Adam og Eva hittust, tvö hamingju- söm, enda þótt þau ættu ekki einu sinni fataskáp, en hans þurftu þau heldur ekki með“. (Það ótrúlegasta). „Heimurinn sér oft ekki einu sinni þann stærsta litla“. (Gæfuskórnir). „Þegar stjarna hrapar, stígur sál upp til guðs“. (Litla stúlkan með eldspyt- urnar) „Kanarífugl hjartans æpir hátt, og skynsemin stingur fingrunum í eyru ‘. (Gott skap). „Ég á mína góðu samvizku og það er þó alltaf dálítið gleðiefni". (Stag- nálin) „Á jörðinni má enginn fara yfir á skekkt spor, því að þá veltur vagn- inn“ (Hún dugði ekki). „Þegar maður á ekki grænan eyri. þá er betra að vera framliðinn vagn- hestur“. (Óli lokbrá). „Ég á heima í sólskininu og er alltat RABB Framhald af bls. 5. inn annar hefði getað gert — öll- um landslýð til blessunar. Hvernig cetli ástandið í sam- göngumálum okkar vœri, ef frjálst framtak og dirfska einstáklinganna hefði ekki ráðið ferðinni? Með hliðsjón af einu og öðru, sem gerzt hefur í okkar þjóðfélagi, getum við rétt ímyndað okkur hvernig „ríkisflugfélagið“ hefði bjargað þjóðinni. Pólitískir verðleikar for- stjórans hefðu verið miklir, e.t.v. hefði hann stjórnað félagsvistum fyrir flokk sínn í mórg ár, en flug- vél þekkti hann aðeins af afspurn, hefði reyndar verið hrœddur að fljúga — og vœri enn. Kannski œttum við eina Skymastarvél, við hefðum eina eða tvœr ferðir til út- landa í viku — og hver ferð vœri auðvitað farin fyrh ötula for- göngu viðkomandi ráðherra. Allir flokkar œttu skildar þakkir kjós- heima ef hann rignir". (Skugginn). „Líiið er fullt af sólskini og allt fer á bezta veg“. (Skrifað aftan á málverk). „Þér ættuð að vera skraddari. Þer hafið vit í kolli“ (Bara spilari). „Þér lítið vel út og eigið höfuðið yðar sjálfur en lítið er það“. (Stagnal- in). „Það sem flestir eru sammála um, verða menn að virða“. (Jólasveinmnn hjá ketsalanum). „Skósmiðir verða alltaf að hafa allt þannig, að þeir geti sagt: „Þarna er tvennt, sem á saman!" “ (Gamla húsið''. „Það er list að kunna sér hóf — það sýnir æðri menntun". (í andagarðinum). „Þei-þei“, sagði flugan, „ég ætla ekxi að tala, ég ætla bara að segja dálítið“. (Spretthlaupararnir). „Hér í heimi verða menn að hafa skrokk, til þess að sjást“. (Spjátrung- arnir). „Gott hjarta hreykir sér aldrei“. (Anaarunginn ljóti). „Sorgin er eins og spörfuglasveim- ur, hún bíður átekta og sezt svo að í hrei’ðri farfuglanna". (Lífsævintýrið mitt). „Ég endurtek aldrei spurningu, sagði jötunuxinn, þegar hann hafði spurt þrisvar, án þess að fá svar“. (Jötun- uxinn). „Það er mikil vöntun að geta ekxi metið það sem skemmtilegt er“. (Gæfu- skórnir). H. C. Andersen 1865 enda fyrir slórfellda framsókn á einhvern tíma setið í stjórn á þessu sviði flugmála, því allir hefðu þeir tímabili og fengið tækifœri til þess að koma sinum „félagsvistarmönn- um“ í stjórn flugfélagsins. — E.t.v. hefðum við vegna smœðar okkar ekki talið okkur fært að sjá um þetta sjálfir og fengið inngöngu í SAS fyrir náð og miskunn, en SAS-vélar vœru ekki daglegir gestir. Menn töluðu enn um „næsta skip“ út — og „síðasta skip“ að utan — svo að ekki sé minnst á sjópóstinn. Ríkiseinokun ferðamála — þar sem ríkisflugfélög og ríkis- ferðaskrifstofa hefðu haldizt í hendur — hefði haft það í för með sér, að utanlandsferð vœri enn meiriháttar viðburður. Nema þá að Skipaútgerð ríkisins hefði tekið málið í sínar hendur!! Það er hið frjálsa framtak á sviði samgöngumála, sem hefur verið aflgjafinn á þessu sviði und- „Æskunni hættir til að gera akkeris- fest. úr kongulóarvef“. (O. T.). „Þeir sögðu ekki neitt, hvorki illt né gott og það er líka alltaf öruggast, ef maðurinn er heimskur". (Blað af himn- um ofan). „Við erum til þess fæddar að sitja 4 hærra priki en hinar". (í andagarð- inum) „Ekki geta allir verið aðalsmenn. Ein- hverjir verða að gera eitthvert gagn, eins og það er kallað“. (Sparigrísinn). „Ég er það, sem lærðir menn kaHa „sangvínskur", það er að segja svona hálfvotur og hálfþurr, eins og maðurinn þarf að vera hér í heimi“. (Murusól- eyin) „Mikið er hvað margar endurminn ingar geta legið í einu sagnorði ‘. (Skuggamyndir). „Það gengur í augun að vera í ein- kennisbúningi, ef menn eru í sam- kvæmi“. (Ævintýrið Óli lokbrá). „Allt frá blómfræinu til ódauðlegrar sálar okkar er undur, og þó vill mað- urinn ekki trúa á það“. (Skáldið tai- andi) „Vonda jurtin stendur í sólskininu, en sú bezta oft í skugganum". (Pant- urinn og skáldið). „Sumir eru úpp á stáss, sumir til nær- ingar og svo eru líka enn aðrir tiL sem vel er hægt að vera án“. (Það er ólíkt) „Oft fer það í ruslið, sem ekki ætti þangað að fara“. (Tannpína frænka' „Við höldum beinu brautina, því að þar hittum við engan“. (Snædrottning- in). „Rættlæti hlýtur það að vera, þegar góðvinir manns eru í dómnefndinm". (Spretthlaupararnir). „Víst er. mismunað, enda alveg óum- flýjanlegt, því að annars yrðu allir jafn- ir“. (Það er ólíkt). „Eins meðbyr er annars mótbyr“. (Dóttir leðjukóngsins). „Mesta ánægja hefur alltaf einhver leiðindi í för með sér“. (Mörg orð um líti'ð efni). „Gallar þínir voru skrásettir — kost- unum var leynt“. (Korfitz Ulfeld). „Drottinn gætir smælingjanna". (Und- ir pílviðnum). „Það, sem hann fleygði á stiginn se:n illgresi, varð blóm í garðinum". (Lífs- ævintýri mitt). „Mikil er þessi væta, sem verður ið vaða í gegnum í heiminum". (Stígvéi- m mín). „Ég vil heldur gefa kokknum en lyf- salanum aurana mína“. (Ur bréfi til Collins). anfarin ár. Stjórnarvöldin hafa alltaf verið langt á eftir hinni raunverulegu þróun flugmála hér á landi. Það eru flugfélögin, sem knúið hafa fram umbœtur varð- andi flugvelli og aðstöðu fyrir flug samgöngurnar — og þrátt fyrir góðan vilja flugmálastjórnar hefur henni orðið mun minna ágengt en skyldi vegna naumra fjárfram- laga. Þetta er þó loks að lagast núna. — En hefði ríkiskassinn átt að ráða framförunum á öllum sviðum flugmála og ekkert frjálst framtak hefði rekið þar á ejtir? Hver árangurinn hefði orðið get- ur hver svarað fyrir sig. — Og ferðamálin? fslendingar og útlend- ingar þjóta ekki á milli íslands og útlanda fyrirhafnarlaust vegna þess að markaðurinn hafi krafizt daglegra flugferða. Markaðurinn, fólkið, hefur hins vegar notfœrt sér að flugfélögin hafa fœrt út kvíarnar — og það hafa þau gert H. C. Andersen á efri árum, myndin tckin skömmu fyrir andlát hans 1875. „Sama hvort hún er gyðingastúlka eða ekki, ef vörurnar eru ósviknar'*. (Skáldið talandi). egar H. C. Andersen var búinn að virina lengi að ævisögu sinni, skrii- aði hann einn dag í dagbókina sína: „Skrilaði ævisöguna. allan daginn. Verkjar í tunguna". Þannig er einnig þeim komið, sem hefur safnað saman þessum spakmælum, sem geta orðið mikil uppspretta fyrir ræðumenn á stjórnarfundum, við trúlofanir og í bruð kaupsveizlum. Nema þeir vilji fara að heilræði skáldsins: „Sá sem ekki gec- ur talað vel, á að halda sér saman ‘. (í andagarðinum). Að lokum má koma með eina setn- ingu úr fjársjóði skáldsins og seg.ia: „Lokið, lokið . . eins og öllum sög- um“. (Grenitréð). í trausti þess að þau gœtu smám saman kennt fólkinu að ferðast og komið fótum undir ferðaskrifstof- urnar. — Um þetta vœri hægt að fara fleiri orðum, en það er óþarfi. Það er hollt fyrir hvern og einn að hafa þetta dæmi í huga. Of mikil ríkisafskipti í okkar þjóðfé- lagi geta á mörgum sviðum orðið okkur fjötur um fót — og hafa ver ið það. Forysta ríkisvatdsins er ágœt á ýmsum sviðum, en þegar hún verður of mikil lamar hún framkvœmdavilja einstaklinganna, þeir fara að bíða eftir hugmynd- unum og öllu, sem til þarf, að ofan — og það, sem þá gildir, er að stjórna félagsvist á réttum stað. Við þurfum ekki meiri þjóðnýt- ingu, heldur meira frelsi — en a meðan við bíðum verðum við visi að borða þœr kartöflur, sem Grœn- metisverzlunin telur nódu góour ofan í okkur. Haraldur J. Hamar. 25. september 1966 0 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.