Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1966, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1966, Blaðsíða 2
ffliHHWMWWWWiwcy.' SVIP MVND jóðlagasöngur hefur komizt wt*' mjög í tízku hin síðustu ár, eins og öllum þeim ætti að vera kunnugt, sem hlusta eitthvað að ráði á óskalagaþætti útvarpsstöðva í Evr- ópu og Ameríku. Gömul þjóðlög hafa verið endurvakin, oft klædd í nýtízkulegan búning, og ný lög hafa verið samin við nýorta bragi. Þessi nýju lög eru talin til „þjóðlaga“, þar sem þau sverja sig í ætt til þeirra, en í rauninni eru þau ekki þjóðlög í hinum gamla skilningi. Höfundar flestra sannra þjóðlaga eru ókunn- ir, og þótt algengara sé, að vitað sé um höfunda þjóðkvæða, er meiri- hluti þeirra þó ókunnur. 0 öfnun þjóðlaga var sérgrein fræðimanna á þröngu sviði til skamms tima. Nú ferðast áhugamenn um Banda- ríkin þver og endilöng með upptökutæki og láta aldrað fólk raula fyrir sig gömul lög, sem það söng á æskuárum sínum. Því eru Bandaríkin hér sérstaklega nefnd, að þar hófst þessi endurvakning þjóðlaganna og þar hefur þjóðlagatízkan náð hámarki. Starfsmenn þjóðfræða- stofnana, sem þurftu áður að fara spar- lega með styrki, er þeim voru veittir ti! þess að safna þjóðlögum, eru nú í sjöunda himni, því að þeim berast nú ríflegir styrkir frá einkaaðilum og opin- berum stofnunum, auk þess sem þeir hafa fengið aragrúa af ólötum og ötulum áhugasöfnurum í lið með sér. Evrópsk þjóð- og dægurlög, sem gleymdust í Norðurálfu um miðja síðustu öld, hafa reynzt lífseigari í Nýja heiminum, þótt einkennilegt megi virðast, og hafa t. d. bæði Þjóðverjar og Pólverjar grafið úr gleymsku gömul þjóðlög sín vestur 1 Bandaríkjunum. Áður en þjóðlagafarald- urinn barst hingað til Evrópu frá Banda- ríkjunum, var ástandið einkennilegt að JOAN BA Ira Sandperl og Joan Baez. því leyti, að bandariskur æskulýður söng gömul þjóðlög ættuð frá Evrópu, meðan evróþskir unglingar kyrjuðu dægurlögin, sem samin voru í Bandaríkjunum. Áhugamannahópar um þjóðlagasöng hafa lengi verið við lýði í Bandaríkjun- um, þótt hvorki haii þeir verið margir né fjölmennir. Greint hefur verið á milli þrenns konar áhugamanna. í fyrsta lagi er það skólafólk úr menntaskólum og háskólum, í öðru lagi tónfræðingar, þjóð- lagasafnarar og vísnasafnarar, og í þriðja lagi hafa mörg verkalýðsfélög styrkt starfsemi þjóðlagasöngfélaga, enda eru mörg þjóðlögin baráttusöngvar frá bernskuárum bandarískrar verkalýðs- hreyfingar. O kyndilega eru þessir áhuga- mannahópar komnir í sviðsljósið og nýir spretta upp í öllum áttum. Þjóðlaga- söngvarar skáka vinsælustu dægurlaga- söngvurum og keppa með góðum árangri við þá um vinsældir almennings. Ný hljómplötufyrirtæki hafa verið sett á stofn, og framleiðsla þjóðlagaplatna er orðin stóriðja á heimsmælikvarða. Ný kvæði í þjóðkvæðastíl eru samin hundr- uðum saman og satt að segja harla mis- jöfn að gæðum. En allt selzt, meðan þessi tízka er við lýði. Sum kvæðanna eru goour skáldsKapur, og iogm viö pau eru oft frumleg og falleg. í Bandaríkjunum hefur þessi þjóðlaga- hreyfing haldizt í hendur við alls kunar mótmælastarfsemi og hugsjónabarátiu ungs fólks, sem einkum á ser stað í ha- skólunum, en að nokkru leyti í menma- skólum. Ótal söngvar hafa verið sammr um mannréttindabaráttuna, réttinuasoKn svertingja, gegn þátttöku í öllum siyrj- öldum, réttlátum sem óréttlátum, o. s. frv. Flestir söngvanna eru samóir í þeim undarlega anda, sem rikir meöal maxgs skólafólKs, og er eins konar blanda af vinstri stefnu og nihilisma eða jainvei hreinræktuöum anarkisma. Söngvarar eins og Bob Dylan og Joan Baez haxa orðið spámenn og spekingar mikiis hlma núverandi skólakynslóðar í BandariKj- unum. Áhrif þeirra ná til Evrópu, t. d. seldist upp á hljómleika þexrra í Eng- landi á þremur dögum. A Bretlan. s- eyjum hafa þjóðlagahrjúkólfar venó stofnaðir í hverri borg, og þeir haj.a jafnvel myndað með sér landssambana. Þar, eins og í Bandaríkjunum, hexar hreyfingin endurvakið auöugt og frjott tungutak gamalia aiþýðuvxsna. J[ oan Baez er óumdeilanleg „drottn- ing“ þjóölagasöngvara um þessar munmr og hefur verið það á sjöunda ár. Hinum kröfuhörðustu aðdáendum þjóðlagasöngs finnst þó, að hún, eins og margir aðiur þjóðlagasöngvarar, hafi gert of mikið af því að blanda hreinum þjóðlagasmig saman við dægurlagasöng og gera söng- inn áhrifameiri með ýmsum tæknibrell- um. Þeir vilja heyra þjóðlagasöng-nn hreinræktaðan og ómengaðan öllum nu- tíma áhrifum. Segja má, að það hafi verið Joan Baez, sem fyrir rúmum sex árum gerði þjoo- lagasóng víðfrægan í Bandaríkjunum og í Evrópu, og að hún hafi átt mestan þátt i því að hrinda þessari ,,vinsældabylgju“ af stað. Fram að því, er hún kom íxam á sjónarsviðið, leit allur almenningur á þjóðlagasöng sem fyrirbrigði, er vaeri ágætt í skólakórum og ölstofum og meo- al sérviturra fræðimanna. Allir gaxU sungið þjóðlag eins og „The Foggy, Foggy Dew“, þegar setið var saman að sumbli eða í skogarferð, en engum datt í hug að orða list í því sambancu. Hún hóf þjóðlagasöng í æðra veldi, gróf hann upp úr undirdjúpum þjóðlíis- ins og gæddi hann töfrum með ótrúlega blæfagurri rödd og ómótstæðilega ynaxs- legri framkomu á sviði. Fyrst í stað hreifst fólk af rödd hennar og söng, en síðan fór það að hlusta á textann. Fyrstu söngvar hennar voru dapurlegir og kvæðin ljóðræn. Fólk heyrði, að hér var eitthvað meira á ferðinni en ómerkiiegxr dægurlagatextar. Kvæðin komu því úl að hugsa. A ður en nokkurn varði, var þj _ ð- lagasöngur orðinn eitt helzta skemmú- atriði um öll Bandaríkin. Hún lítur ek_vi á sig sem venjulegan söngvara nú orðió. Hún segist syngja, vegna þess að vissxr söngvar, — fagrir söngvar, hafi sterk áhrif á sig, sem hún verði að koma til áheyrenda. Þetta eigi jafnt við um ástar- söngva, harmsöngva. grimmdarsöngva 's Framhald á bls. 15. Framkv.slJ.: Siglns Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason trá Vieui Matthlas Johannessen. Eyjólfur Konráð Jonsson Auglýsingar: Arni Garðar Kristmsson Ritstjórn: Aðalstrætl G. Sími 22480 Utgeíandi: H.t. Arvakur. ReykjaviK 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25. september 1936

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.