Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1966, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1966, Blaðsíða 4
 M &i' •'- ■ ■■ fi^' 'jffö.t-■+''J33!&&6^^H^tfáfS!\~.\s2jiÍk 4 .,. -.;?4tó*«í^r-si«c.v Rússneska leynilögreglan ræður sennilega yfir víðtækasta njósnaneti heims. í Moskvu eru tvær miðstöðvar — önnur hernaðarleg en hin borg- araleg, og stjórna um 15.000 rúss- neskum njósnurum, sem eru dreifð- ir um allan hnöttinn. Hinar tvær miðstöðvar, sem ganga undir nafn- inu KGB (sú borgaralega) og GRU (sú hernaðarlega) hafa eina 3000 cil 5000 embættismenn, sem vinna úr skýrslunum, sem berast frá þessum ósýnilega her. Hjá báðum miðstöðv- unum hafa stjórnendurnir og helztu njósnararnir einhverja herforingja- tign. Ekkert leppríkjana getur sett upp njósnanet í vestlægari löndum Eftir Odd Bergfald nema með leyfi yfirstjórnar rúss- nesku njósnanna. I Ungverjalandi, Rúmeníu, Búl- garíu, Póllandi og Austur-Þýzkalandi hafa menn komið sér upp njósnaneti á sama hátt og í Sovétríkjunum, en í öllum þessum löndum situr einhver rússneskur hershöfðingi og hefur um- sjón með njósnastarfsemi leppríkjanna. Ýmsir strokumenn úr njósnaþjónustu Sovétríkjanna hafa, eftir að þeir kusu frelsið, skýrt frá uppbyggingu starfsem- innar. Til viðbótar sínum eigin njósn- urum hafa Sovétríkin upplýsingar frá allri njósnastarfsemi leppríkjanna og þegar vitað er, að Austur-Þýzkaland eitt saman hefur 16.000 njósnara um alla Vestur-Evrópu, verður mönnum ljóst, hvílíkan feikna her ósýnilegra her- manna Sovétríkin hafa til umráða. Hvernig eru kommúnista-njósnarar ráðnir? Hinir beztu peirra eru auðvitað sannfærðir kommúnistar, sem hafa til að bera vissa eiginleika og eru fúsir til að fórna sér algjörlega fyrir komm- únismann. En í kommúnistaríkjunum hefur ekki tekizt að ráða nógu marga slíka, og þess vegna hafa yfirvöldin í Sovétríkjunum og leppríkjunum beitt nauðung við mikinn hóp njósnara. Þeir, sem standa fyrir ráðmngunum, hafa fengið sérstaka þjálfun. Hlutverk þeirra er að finna menn, sem geta gefið upp- lýsingar gagnlegar hinum kommúniska heimi. Þetta eru fyrst og fremst her- menn, verkfræðingar, efnafræðingar, eðlisfræðingar og aðrir, er hafa kunn- áttu, sem getur orðið öryggi lands þeirra að liði. Yfir slíkum mönnum er vand- lega vakað, til þess að komast að veik- leikum þeirra, ef nokkrir eru. Komi það í ljós, að hlutaðeigandi sé t.d. veikur gagnvart áfengi, kvenfólki eða áhættu- spili, nota menn sér þessa vitneskju, og með því að beita þvingunum, er hægt að fá manninn til að gerast njósnari. Sé einhver maður í opinberri þjónustu kynvillingur, getur það orðið ótrúlega auðvelt að ánetja þá. Þegar njósnari er tekinn, neitar Moskva jafnan að kannast við hann. Á síðustu árum eru dæmi þess, að Sov- étríkin hafi kannazt við njósnara. En þá var líka um að ræða einhvern allra- færasta njósnara síðari tíma, hinn 63 ára gamla KGB-ofursta, Rudolf Ivano- vitsj Abel, sem árið 1957 var dæmdur í 30 ára refsivist, en var í febrúar 1962 iátinn í skiptum íyrir hmn ameríska U-2 flugmann, Francis Gary Fowers. Eins og kunnugt er, var flugmaðurinn dæmdur í tíu ára fangeisi fyrir njósnir eftir að hann hafði, 1. maí 1960, verið skotinn niður í flugvél sinni í nágrenni Sverdlovsks, fyrir austan Úralfjöll. Nota sér skyldmenni austantjalds f^ússar og Austur-Þjóðverjar hafa nú um margra ára skeið notað nauð- ungarráðstafanir til að útvega sér njosn ara í Vestur-Þýzkalandi. Fimmti hver Vestur-Þjóðverji og þriðji hver íbúi Vestur-Berlinar á einhvern nákominn austan tjalds. Hinir síðarnefndu eru dæmdur í ítu ára fangelsi fyrir njósnir innilokaðir og hafa ekki nema örsjald- an samband við hinn frjálsfi heim. Öðru hverju fá flóttamennirnir, sem vestantjalds búa, bréf frá skyldmenni austanljalds. Þar segir. að sá, sem aust antjalds búi, eigi bágt. Ör þessu megi bæta, ef skyldmennið, sem vestantjalds býr, vilji aðeins vers „samvinnu- fúst“. Oft eru siík bréf rituð af skyldmenninu fyrir austan sjálfu, en þó undir nauðung, en oftast eru þau samin af ráðningarstjórum í SSD ( Staatsicherheitsdienst). Hans Otto var 23 ára að aldri^og lagði stund á verkfræði í Dresden. A náms- árunum hitti liann unga stúlku, Antje, sem var dóttir austurþýzks lækni. Hann varð ástfanginn af Antje og þau trú- lofuðust. Skömmu áður en múrinn var reistur, hinn 13. ágúst 1961, ákváðu for- eldrar Antje að flytjast vestur, og þeim lókst að komast bangað öllum, en Hans Otto varð eftir í Dresden. Antje skrif- aði honum úr frelsinu í Vestur-Berlín og hvatti hann til að flýja. 1 öndverðum septembermánuði 1961, var Hans Otto kominn til Austur-Berl- ínar og reyndi síðan að komast yfir múrinn, en var handtekinn. Þegar viku seinna var hann dreginn fyrir alþýðu- dómstól og dæmdur í tíu mánaða fang- elsi. Jafnframt var honum tilkynnt, að hann væri rekinn úr háskólanum, og fengi aldrei tækifæri til að halda áfram námi. Eftir að hafa afplánað refsing- una, fékk hann atvinnu sem aðstoðar- maður hjá ljósameistaranum í Deutsc- hes Theater í Austur-Berlín. Nokkkru seinna eignaðist hann góðan kunningja, Mannfred, sem hafði einnig gert misheppnaða tilraun til að flýja, en hafði sloppið við að verða hand- tekinn. Hann hætti við tilraunina áðu- Framhald á bls. 14. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25. september 1966 ✓ ►

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.