Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1966, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1966, Blaðsíða 13
GYLFAGINNING Teiknarl HðraSdur GuHbergsson WIR Her /Íflí>R, EN KOMA HANS AUR^OÐA. ... rREWft H&FS>\ QEMCWT v HClÐSKiftlV.... How VAR (3£RqRlS4ÆTTAR. Dc?TTiR PÉ|RA VA|Í q£Rt>R, £R AU.RA KVINNA VAR FEqRST, PAT V/VRElMM DAQ...., ... OK. SA OF HEiftMU.A. f £M £R HAkiM L£iT 'l M0RÐR/£tT( l>A S'AMAM ’A EIMUM n>Æ HIKlf WúS OK FACRT. OK Tll PESS MÚSS OEKK KOMA. OK 6.R. MoM TóK UPP MöMDUM OK LflUK MURÐ Fvrir SÍR^Þ'A LÝSTl /\e MÖWDUM H6NNAR IJÆÐI’iLOPT OK ‘A Löq, OK ALLIR MEIMAR íilRTUSK AF HEMNI. OKSVA HEFMDI HOMUM ÞRTMIKILUTi, ER HANN HAFÐl SETZK 'l l>AT lT UELQfl SÆTI,AT HAM QOKK ’l fSRAUT FvLLR AF HARMI. OK £R HAMM KOH Uí\H.., HfEWI HAHN EKK\. EKKl SVAF WANN, ÉKKI DRAKK HANM. £NAI ÞOROl OK AT KREFJA HANN ORÐA. taka utan um hana en hún bara grét og sagði að nú væru sér allar bjargir bannaðar. Ég skildi nú hvað hún átti við þó hún færi svona fínt í þetta og ég kenndi afskaplega í brjósti um hana. Og það kemur kökkur í hálsinn á mér þegar ég lít á þann litla í vöggunni. Það er ekki svo langt þangað til hann fer að skriða. MT að er tómlegt kringum okkur mömmu núna. Og það er satt sem mamma segir að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Hérna þar sem við sitjum við eldhúsþorðið niðar vatnshljóðið í eyrunum á okkur eins og við værum úti á rúmsjó. En við ruggum ekki. Það er afskaplega óhuggu legt að vera úti á rúmsjó án þess að rugga. Það er eins og að vera á drauga- skipi. En verst á ég samt með að þola þessa voðalegu lykt sem kemur að neð- an. Svava Jakobsdóttir. MAUGHAM Framhald af bls. 1 til að hefja næsta vinnudag á St. Thom- as og að kvöldi: eta, skrifa, sofa og svo framvegis. Þetta gefur mér tilefni til að gera þá athugasemd, að það virðist augljóst, að reglulegir rithöfundar, sem eru fæddir með neistann í sér, hafi yfirleitt ein- hver ráð með að gefa sér tíma til að skrifa, hvað sem aðstæðurnar eru erfiðar til þess. Mér finnst jafnvel, að þessar aðstæður geti stuðlað að skrift- unum, það verði slíkur orkankraftur, sem leysist úr læðingi, þegar innibyrgð sköpunargáfan fær loks að njóta sín. Lítum á Faulkner, sem vann fyrir dag- legu brauði sínu sem — hvað var það aftur? —• kyndari, eftirlitsmaður og eins konar vélamaður og skrifaði, þeg- ar hann komst til þess. Melville í toll- þjónsstarfi sínu; kennarinn Trollope; fulltrúinn Wallace Stevens; diplómat- inn Giraudoux; skólastjórinn Thornton Wilder; Maugham í sjúkrahúsinu. — Ég get ekki sagt, að líf mitt hafi verið erfitt, ekki reglulega — nema hvað ég var seint og snemma í fjár- kröggum. Ruth spyr: — Var það þá þess vegna, sem þú byrjaðir að skrifa? Til þess að afla þér peninga? Maugham: — Nei, ég held ekki. Ég held, að ég hefði orðið rithöfundur, hvað sem kringumstæðunum leið, en á hinn bóginn hefði ég skrifað allt öðru- visi, ef ég hefði haft peninga. Umræðurnar snúast nú að „Fjötrum". Maugham segir: — Kurteist fólk segir oft við mig: — Hves vegna skrifið þér ekki aðra „Fjötra“? Og ég svara: — Vegna þess að ég hef aðeins lifað einu lífi. Það tók mig þrjátíu ár af lífi mínu að safna efniviðnum í þetta eina verk. Ég spyr: — En hvað um þrjátíu árin, sem á eftir fylgdu? Hann hugsar sig um stutta stund, eins og hann sé að líta yfir þau í huganum og segir síðan hreinskilnislega: — Ja, þau næstu þrjátíu voru ekki eins grósku mikil. * 1960. Beverly Hills. r harlie (Charles Brackett, rit- höfundur og kvikmyndaframleiðandi) segir Maughamsögu. Útúrdúr? Á hún heima hér? — Lady Cunard, hefur hann frásögn sína, — bauð W. Somerset Maugham eitt sinn til kvöldverðar. Strax að honum loknum kvaðst Maug- ham verða að fara. Lady Cunard mald- aði í móinn. Maugham sagði: — Ég verð að kom- ast í háttinn til þess að halda æsku minni. (halda æsku minni = keep my youth = hugsa um barnið). Lady Cunard sagði: — Ó, en þér hefð- uð átt að koma með hann. Við hefðum verið í sjöunda himni að fá hann líka. (Mörgum árum síðar, er ég sat einn á tali við Maugham, endurtók ég það, sem að ofan er skráð, og spurði hann, hvort nokkuð væri til í þessu. — Já, mælti hann, — eitthvað er til í því. Ég hafði heyrt þessa skrítlu og sagði Lady Cunard hana. Ég býst við að hún hafi endursagt hana og sett mig i aðalhlutverkið. Ég skú viðhorf henn- ar mætavel. Sagan varð ennþá betri .... í meðförum hennar . — Og þú þykkist ekki við hana fyrir ao gera þetta? — Nei, nei. Þar sem ég hef stundað ýkjur og umsnúning hlutanna allt mitt lif, sæti sizt á mér að fara að taka slíkt illa upp). * London, í apríl 1954. V ” ið drukkum einhver lifandis ósköp í kvöld, en við átum svo mikið, að við urðum ekki eins fullir og við annars hefðum orðið. Við urðum reyndar býsna háværir og röfluðum meira en lítið. Til allrar hamingju varð ég feikna ógætinn í tali og spurði allskyns spurninga, sem hefðu getað hvarflað að mér ódrukknum, en sem ég hefði þá áreiðanlega aldrei lagt fyrir hann. Til dæmis spyr ég hann, hvort hann haldi, að Lundúnaleikhúsið sé undir áhrifum kynvillinga, eða þeir hafi þar sterka hönd í bagga. — Að nokkru leyti, svarar hann. — Mundir þú segja að mestu leyti? — Nei. — Hvort mundir þú segja, að þessi áhrif væru vaxandi eða minnkandi? — Vaxandi, hallast ég fremur að því að álíta. — Nú, — álítur þú þetta gott eða slæmt, eða heldurðu, að þetta skipti engu máli til né frá? — Ég held, að þetta sé mjög óheppi- legt. Og nokkuð, sem þyrfti að stemma stigu við, ef þess er nokkur kostur. — Hvers vegna? — Vegna þess, að það spillir konun- um, sérðu það ekki? Það gerir þær kaldar og harðlyndar. Ef kvenleikinn er einskis metinn, þroskast hann ekki sem skyldi. Við veltum þessu fyrir okkur í sam- einingu. Þær eru ekki margar kven- legu, eða segjum kynþokkafullu kon- urnar, sem komið hafa fram í brezku leikhúsi, síðustu fimmtán til tuttugu árin. Við teljum upp ungu konurnar, sem hafa látið að sér kveða, sem hafa orðið „stjörnur". Þær hafa mikla hæfi- leika til að bera, eru aðlaðandi, sér- stæðar, með sterkan persónuleika, en íjári lítið um að hægt sé að kalla þær þokkadísir. * —Hvað hefur þú oft á þinni ævi, spyr ég, — beðið þér konu? — Einu sinni, svarar hann. — Ó, jæja, mulda ég með hálfgerðum vonbrigðahreimi í röddinni. Hann tekur eftir því og segir: — Hvað? Ég verð að viðurkenna: — Nú, það er ekki mjög æsilegt, eða hvað? Þú barst upp bónorðið einu sinni og kvæntist einu sinni. Hann horfir í augu mér og segir: — Mundi það verða æsilegra fyrir þér, ef ég skýrði þér frá því, að konan, sem eg bað, neitaði mér? — Já, það yrði það, segi ég, Og hann segir mér frá sínu eina stóra ástarævintýri. (í formála að „Cakes and Ale“, sem ritaður er tuttugu árum eftir að bók- in kom út í fyrsta skipti, farast Maug- 25. september 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.