Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1966, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1966, Blaðsíða 10
Oscar Clausen: PresfasCgur. Tveir Grundarvíkur-guðsmenn S éra Rafn ólafsson, sem var prest- ur á Stað í Grundavík 1657 — 1686, var sonur síra Ólafs Böðvarssonar prests í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, Þorvalds- sonar. Síra Rafn, sem tók Stað 1657 var þar vel virtur og kom sér vel, enda lengstum talinn í heldri presta tölu. En þó var hann nokkuð sérvitur stundum og að síðustu féll hann í „ringl og galdra-sérvizku fyrirtektir“. (Sbr. Pre Sighv. V. 22.). Sérstaklega bar á einkennilegum hátt- um séra Rafns og fyrirtektum á síðustu æviárum hans. Þannig var það árið 1686, að séra Rafn neitaði að halda bæna- daginn, hinn svokallaða Kóngs-bænadag, sem konungur hafði fyrirskipað, en á þeim degi var Guð almáttugur auð- mjúklega beðinn, í öllum kirkjum fs- lands, að veita hans hátign Danakonungi náð sína og blessun. — En séra Rafn hafði verið einn þeirra guðsmanna, sem voru þröngvaðir til þess að sverja Dana- konungi hollustueiðana í Kópavogi 1662 og síðan staðfesta þá á Bessastöðum 1670 en þá var það sem íslendingar, af öll- um stéttum, æðri sem lægri, sóru það, að sýna konungi hollustu sína og vera ávallt reiðubúnir til þess, að áhætta fyr- ir hátignina lífi sínu, eignum og æru, ef hann þyrfti á að halda. Síra Rafn hafði því andúð á Danakonungi, og hafði ekki skapsmuni til þess að biðja fyrir honum, þó að þess væri máski mikil þörf. Sr. Rafn var stríðlyndur og ofsa- fenginn á skapsmunum og frá þvi er sagt, að hann hafi verið „óþekkur“ Þórði biskupi Þorlákssyni, þegar hann kom að visitera og bannaði honum kirkjuna og „talaði til hans illum orð- um“, þ.e. yfirféll hann með bullandi skömmum. — Það var að vísu ofur eðli- legt, að hans herradómur biskupinn í Skálholti léti ekki bjóða sér slíka fram- komu undirmanns síns, enda svipti hann síra Rafni kjól og kalli árið 1687. Reynt var með öllu móti að fá síra Rafn til þess að taka aflausn eða ganga til hlýðni við biskup og prófast, áður en hann væri kærður fyrir veraldlegum dómstóli, en ekkert dugði. — Svo var nú eitt á- kæruatriðið, að eftir að hann hafði ver- ið sviftur embætti, útdeildi hann sjálf- um sér altarissakramennti, og neitaði að meðtaka það úr höndum stéttar- bræðra sinna. E n síra Rafn átti í erjum við fleiri menn en yfirvöld kirkjunnar, eftii að hann var sviftur hempunni. Urðu þá málaferli milli hans og eins sóknar- barns hans, Jóns nokkurs Helgasonar í Grindavík, og stóð þrætan um það, hvort síra Rafn mætti kalla sig sóknarprest áfram, þó að hann væri það ekki lengur. Það er svo að sjá, að þessi Jón Helga- son hafi verið ofstopamenni, engu síður en síra Rafn og munnsöfnuður hans ekki gefið eftir óþvegnum orðum guðs- mannsins. Jón Helgason stefndi síra Rafni fyrir rétt, sem haldinn var á Járn- gerðarstöðum í Grindavík 3. maí 1688, og er stefnan með ruddalegu orðbragði, svohljóðandi: „Ég Jón Helgason, lýsi þig Rafn Ólafs- son fyrrum sóknarprest í Grindavík, lygara og fjölmælismann þeirra orða, þar sem þú nefnir þig sóknarprest í Grindavík í þeirri stefnu, sem þú mér sent hefur.“ (Sbr. Alþb. 1688, VIII. 214). Ekki er sjáanlegt, að dómur hafi fallið í þessu illyrðamáli á dómþingum á Járn- gerðarstöðum, en sama sumarið stefnir síra Rafn Jóni fyrir Alþingi og þar komst lögréttan að þeirri niðurstöðu, að efamál væri að síra Rafn hafi haft Fétt til þessa veglega titils „sóknarprestur", eftir að hann hafi verið sviftur embætti, en hinsvegar munnsöfnuður Jóns Helga- sonar „svo óbærilegur gagnvart sann- kristnum náunga sínum“, að hann skuli gjalda „5 aura“ til næstliggjandi hos- spitals (þ. e. Kaldaðarnesspítala) honum og öðrum til viðvörunar, m.ö.o. fékk Jón sekt fyrir ósæmilegt orðbragð í máls- skjali. S umarið 1689 kom svo aðalmál síra Rafns fyrir á Alþingi, þar sem hann var ákærður fyrir þverúð við biskupinn, magister Þórð Þorláksson í Skálholti, sakramentisútdeilingu sjálfum sér og margar aðrar sakir, en yfirlit yfir það mál, rekstur þess og dómsmíðarstöður, fæst bezt með athugun í Alþingisbókinni (alþb 1689. VIII 242/243), en hún er á þessa leið: „í lögréttu 5. júlí 1689, var upplesinn allur sá process og málsundirbúningur, sem bæði af andlegum og veraldlegum fram hafi farið um málaferli Rafns Ólafs sonar, nefnilega þrjár áminningar af kennidómsins hálfu, allar samhljóða í guðrækilegu máta að leiða téðum Rafn Ólafsson til auðmýktar, hlýðni og betr- unar frá sinni óguðlega framferði og mótþróa við guð og Kristilega kirkju, samt óvirðingar og foröktunar atvikum og tiltali við kennivaldið, nefnilega við veleðla og velæruverðugan herra bisk- upinn, magister Þórð Þorláksson, sumt æruverðugan prófastinn, séra Einar Einarsson, sem bevisauklega er álitið af hans persónulegu tali hér á lögréttu. .... Hér að auk fram kom skrifleg um- kvörtun velnefnds herra biskups, magi- sters Þórðar Þoriákssonar, samt heiðar- legs prófastsins, síra Þorsteins Gunnars- sonar. upp á téðan vandræðamann, Rafn Ólafsson, að hann samt í sinni þrjózku framhaldi, einskis aktandi góðar áminn- ingar síns sóknarprests né annara ,held- ur hafi hann nokkrum sinnum dirfzt sér sjálfum sakramentisins meðöl að með- deila og ei viljað opinbera aflausn taka, eftir því sem honum í Alþingis synodu tileinkað verið. — N ú að athuguðum konunglegum forordingum, sem alvarleg skikka, að þeir menn, sem eru harðhnakkaðir, ó- hlýðugir og þverbrotnir og lítið eða ekkert akta vilja Kirkjunnar dicipku- um og kennimanna áminningar, þá er ályktun lögmanna og lögréttunnar, að téðurr Rafni Ólafssyni, eftir fyrrtéða Kongl. forordninga innihaldi tilheyri und irgefnum að vera því líkamlega straffi, sem hæfi þeim manneskjum, er í óhlýðni og mótþróa við Kristilega kirkju og kennivaldið fram fara. En af því að síðasta samtali við Rafn Ólafsson skildist, að hann vildi sig auð- mjúka og við kristilega Kirkju sættast, biðjandi auðmjúklega fyrirgefningar velnefndan herra biskupinn, magister Þórð Þorláksson, sem velnefndan pró- fastinn séra Einar Einarsson á öllu því, sem hann hefði þeim ranglega móti gert til orða og verka, leynt og ljóst og það oftlega, lofandi sig viljugan undir opin- bera aflausn að gefa, þá eru téðir lög- þingismenn alúðlega bón tilleggjandi, að velnefndur herra biskupinn vildi upp á guðs vegna svo vel gera að gefa téð- um Rafni Ólafssyni enn nú nokkurn betrunarfrest sig framar fyrir sín af- brot að auðmýkja, ef heldur hjá líða mætti sú líkamlega böðuls-hirting. — En vilji nefndur Rafn enn nú sinni þrjózku og þverúð fram halda, þá til- skyldist virðulegum lögsagnara Árness- þings, Einari Eyjölfssyni, á téðan Rafn Ólafsson leggja láta með dómsmanna dómi alvarlega og afdráttarlausa líkam- lega refsingu, honum til nauðsynlegrar viðvörunar og afturhalds frá sínu ó- sæmilega framferði, samt óguðlegu til- tali upp á æruverðugt yfirvaldið". E ins og framanskráð Alþingisbók- un bei með sér, varð síra Rafn að láta í minni pokann fyrir kirkjuvaldinu i Skálholti, sem kærði hann til þess, að þola líkamlega refsingu samkv. Kgl. fororaningum, þ.e.a.s. að hann skyidi hýðast opinberlega fyrir að sýna bisk- upnum „þverúð og þrjózku m.m.“, en lögréttan var honum þó svo náðug og nærgætin, að hún bað herradóminn í Skálholti, að gefa síra Rafni enn frest til þess, að biðjast auðmjúklega fyrir- gefningar á yfirsjónum sínum þegar svona var komið, að veifað var yfir honum refsivendi laganna, og hann sá fram undan ógnir og sársauka hýðing- arinnar, sem framkvæmast skyldi al- varlega og afdráttarlaust, gaf hann sig fyrir kirkjuvaldinu í Skálholti. og skreið á hnjánum fyrir herradóminn, biðjandi um gott veður og lofandi bót og betrun. Síra Rafn var dæmdur frá embætti 1691 og fékk það aldrei aftur. Hann dó 3 eða 4 árum eftir að hann lenti í þessu þrasi, eflaust saddur lífdaga, barnlaus og var aldrei við kvenmann kenndur. E ftirmaður síra Rafns Ólafssonar á Stað, varð síra Stefán Hallkellsson, sem var sonur síra Hallkels Stefáns- sonar á Hvalsnesi og Guðrúnar Jóns- dóttur, Steindórssonar á Knerri í Breiðu- vík, en amma hennar var hin göfuga kona, Guðrún ekkja Jóns lögmanns Jónssonar á Reynistað og Arnarstapa. Hún var rikasta kona á íslandi á sínum tíma, en varð að þola þau grimmu ör- lög, að verða örsnauð beiningakona. Síra Stefán fékk Stað þegar síra Rafn var flæmdur þaðan, en hann sótti oang- að enga hamingju, sem nú skal sagt frá. Þó að síra Rafn væri misjafnt virtur af sumum Grindvíkingum, þótti þeim samt hafa skipt um til hins verra, þegar síra Stefán kom og tók að sér sálusorgun þeirra, þeir söknuðu þá síra Rafns, sem var ágætur kennimaður og lipurmenni í umgengni, þó að hann ætti í brösum við biskupinn í Skálholti eins og að framan greinir. Síra Stefán var mjög drykkfeldur og lenti í svalli og skuldavafsi, svo að Jóni biskupi Vídalín, sem þá var orðinn bisk- up í Skálholti og sjálfur var drykkju- svallari, ofbauð framferði hans, og dæmdi hann frá kjóli og kalli árið 1704, en siðan fékk hann uppreisn með Kon- ungsbréfi 20. ágúst 1709, en varð þó aldrei prestur aftur. óreiða mikil var á öllum fjárhag og lífi síra Stefáns, svo að hann var alltaf fátækur maður, enda átti hann 7 börn á palli, og því var það, að hann henti það ólán, að veðsetja tveimur lánardrottnum sínum sama skio sitt eða bát fyrir skuldum, en um þær mundir var hann orðinn mjög aðþrengd- ur af skuldum. — Fregnir af þessu bár- ust til Skálholts, til biskupsins, Jóns Vídalín, sem sýndi þá rögg af sér, að taka hempuna af síra Stefáni fyrir þessa yfirsjón hans. En það þótti landslýð einkennilegt, að biskup gaf honum enga sök á ofdrykkju hans og svalli, sem var þó hin sanna undirrót fátæktar hans og óreiðu. ICona síra Stefáns var Hólmfríður dóttir síra Þórðar prests á Undirfelli, sem missti hempuna fyrir hórdóm og varð holdsveikur að lokum. Síra Stefán lifði 28 ár eftir að hann missti hempuna, og dó ekki fyrr en 1732. Þau hjónin lifðu í ömurlegri fátækt og basli með hin mörgu börn sín. 10 LESBOK morgunblaðsins 25. september 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.