Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1966, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1966, Blaðsíða 14
•8 vera. Allir Japanir urðu að vera auð- mjúkir bónbjargamenn. í öllum deii- um höfðu Japanir, hvort heldur þeir voru fyrrverandi stjórnmálamenn eða kaupsýslujöfrar, alltaf á röngu að standa en ameríski starfsmaðurinn, hvort held- ur var einhver lautinantsspíra eða þjösnalegur skristofuþræll, hafði alltaf á réttu að standa, Þetta var enn þung- bærara forystumönnum og hugsuðum en óbreyttum Japönum. Það er japan- skri þolinmæði og amerískri mannúð til sóma, að Japanir skildu sleppa út úr þessari eldraun og bíða jafnlítið tjón á sálu sinni og raun varð á. En þegar þessar forsendur eru at- hugaðar, verður það skiljanlegt að Japanir skipta sér lítt af alþjóðamál- efnum. Þegar þeir voru lítilsvirtir af öllum heiminum, innilokaðir í sínu eig- in litla landi, umluktir rústunum af borgum sinum og skorti bæði föt og íæði, fór ekki hjá því, að þeir gerðust innhverfir. Uppbygging landsins virtist svo risavaxið viðfangsefni, að hún mundi krefjast alls dugnaðar þeirra um fyrir- sjáanlega framtíð. Það eina sem þeir ætluðust til af öðrum þjóðum, var að fá að vera afskiptalausií og í friði og mega verzla við aðrar þjóðir, eins og frjálsir menn. Þeim fannst sem aðal- tillag þeirra íil má'. nna væri heilbrigt Japan, sem angraði engan eða ylli vand- ræðum. Allir voru á einu máli um, að til- raunir hernaðarsinnanna til að byggja upp öryggi landsins með heimsvalda- sinnuðum landvinningum væri sorgleg mistök, sem ekki mætti endurtaka, en þar út yfir var lítil samstaða. Flestir menntamenn og miðstéttarmenn ásamt talsverðum hópi félagsbundinna verka- manna voru þeirrar skoðunar, að til þess að hindra endurtekningar á her- valdi í landinu yrði að breyta þjóð- félaginu róttækt á sósialiskum eða jafn- vel kommúniskum grundvelli. Þetta virtist þeim eina ráðið gegn hinni skað- vænlegu stefnu hernaðarsinnanna. Mestu mistök amerísku hernámsstjór- anna kann að hafa verið það, að þeim mistókst að sannfæra slíka Japani um, að frjálsleg lýðræðisstefna var hið eðli- lega móteitur gegn harðstjórn, hvort heldur var frá hægri eða vinstri. Að minnsta kosti hugsuðu hinir vinstri- cinnuðu Japanir sér helzt samstöðu með kommúnistaríkjunum eða þá strangt hlutleysi í utanríkismálum. Hjá báðum þessum flokkum var fyrsta markmiðið að slíta varnarsambandinu við Banda- rikin, sem ásamt sterkum, hagrænum og menningarlegum tengslum við Banda- ríkin, hafði sprottið upp af hernáms- gæði rafmagnstækja sinna. M eiri hluti Japana virtist samt sæmilega ánægður með hina hæggeng- ari þróun, á grundvelli endurbóta her- námstímabilsins. Sú þróun hafði endur- reist blandað hagkerfi, ekki ósvipað því sem gerist í Vestur - Evrópu og Norður- Ameríku, hafði komið á meiri jöfnuði í þjóðfélaginu og styrkt þingræðislegt lýðræði að miklum mun. f augum slíkra virtist ameríska varnar-regnhlífin og ná- in tengsl við Bandaríkin á öðrum svið- um bezta tryggingin fyrir öryggi Japans. Djúpstætt sundurþykki milli japanskra stjórnmálastefna, alvarlegur skortur á sjálfstrausti og hræðsla við fjandsemi nágrannaþjóðanna, sökum valdafíknar- érása Japans — allt þetta lagðist á eitt til að hindra Japani í því að leika nokk- urt verulegt uppbyggilegt hlutverk í umheiminum. En öll þessi afstaða er nú að breytast. Velgengni Japans hefur verið svo stórfengleg, að jafnvel Japanir sjálfir geta nú ekki komizt hjá því að taka eftir því. Með meðaltekjum sem nema 700 dölum á mann, er fjárhags- grundvöllurinn undir lífsskilyrðum Japana um tíu sinnum öflugri en í nokkru öðru Asíulandi og er tekinn að fara fram úr mörgum Evrópulöndum. Japanir eru í fyrsta sæti í heimi í skipa- smíði, í þriðja sæti um stálframleiðslu og eru orðnir frægir fyrir bæffi magn og gæði rafmagnsvara sinna. E n velgengni Japans er víðar en á hagsviðinu. Lýðræðislegar stofnanir þess eru, þrátt fyrir allar sérkreddur eða kannski einmitt vegna þeirra, reknar með góðum árangri og sérlega örugg- lega, þrátt fyrir öll heróp, sem stafa af stjórnmálabaráttunni. Opinber þjónustu- fyrirtæki eru vel þróuð og áhrifarík. Lestrarkunnátta er á hærri stigi en í Bandaríkjunum og miklu hærri hund- raðstala ungmenna nýtur háskóla- fræðslu en í nokkru landi í Vestur-Ev- rópu. Almenningur í Japan nýtur yfir- leitt eins góðrar blaða- og sjónvarps- þjónustu og nokkur önnur þjóð heims. lönd, ef þá nokkur, standa jafnfætis Japan um lifandi menningarlíf. Lækn- isfræði og vísindi standa í fremstu röð um allar framfarir í heim- inum. Japanir eru, alveg eins og við, þátttakendur í öllum vanda- málum heimsins, eins og hann er í dag — sívaxandi skrifstofumennsku og papp- írsgögnum, ópersónuleikanum, sem stærðin hefur í för með sér, einangrun- arkennd, martröðinni, sem það er að ferðast daglega, spillingu á lofti og vatni, ókyrrð í borgunum, unglingaglæpum og — sem verst er — skorti á nægilegu lífsrými. En þeir snúast við þessum vandamálum á nútímahátt og með eins góðum árangri og hinar þróuðu þjóðir. Fyrir nokkrum árum virtust Japanir alteknir minnimáttarkennd í sambandi við mistök og sí og æ að rannsaka van- getu þjóðarinnar, en í dag er þetta orðið þannig breytt, að nú kemur Japani úr utanlandsferð og ætlar að springa af hreykni af föðurlandi sinu. Og yfirburð- ir Japans yfir önnur Asiulönd eru líka áberandi. Jafnvel samanburður við Bandaríkin og Evrópu, sem Japaninn kýs heldur en samanburð við önnur As- íulönd, þarf ekki að draga hann neitt sérlega niður. Sumir þættir iðnaðar þeirra eru nýtízkulegri en okkar, og þeir geta litið á ófullkomnar járn- brautasamgöngur okkar og lélegan dag- ferðakost með meðaumkunarbrosi. M eð vaxandi hreykni hefur fylgt meðvitundin um, að Japan hafi mikið að bjóða umheiminum upp á. Sem ó-vest ræn þjóð, sem þjóð, er hefur endurnýjað af ofurkappi í samkeppni við og sem eftirmynd af Vesturlöndum, sem gamalt, vanabundið, aústrænt land og hrísgrjóna ræktandi og hrísgrjónaétandi land, hef- ur Japan tekizt á við vandamál nýtízku- breytinga og náð árangri, sem er miklu þýðingarmeiri fyrir mestan hluta Asíu heldur en okkar eigin framfarir eða annarra vestrænna þjóða, hvort heldur kommúniskra eða lýðræðislegra: Reynsla Japana með áburðartegundir, útsæðis- tegundir og Jandbúnaðarvélar eru þýð- ingarmeiri fyrir Asíu heldúr en okkar tilraunir og jafnvel líka Englendinga og Rússa. Einnig mun reynsla Japans af nútíma félagslegum og stjórnmálaleg- um stofnunum sennilega kom þar að meira gagni. Og samtíma meðvitundinni um, að Japan hafi eitthvað að bjóða heimin- um, hefur vaknað hjá þeim, hægt og hægt, vitundin um það, að ef Japanir vilja fá betra umhverfi að lifa í í heim- inum, eiga þeir sjálfir að gera eitthvað til að öðlast það. Japanir eru aftur teknir að hugsa um sín þjóðfélagslegu markmið. Velgengnin ein virðist ekki lengur vera nægilegt mark að keppa að, eins og hún var á hinum örvænt- ingarfullu eftirstriðsárum. Japanir sjá, að þeir standa andspænis víðtækari og alvarlegri viðfangsefnum. Þeir eru tekn ir að geta sér til um, hvert hlutverk þeirra í heiminum eigi að vera. Þessar afstöðubreytingar hafa komið hægt og bítandi. Þær hófust fljótlega eftir 1960 og komu fyrst greinilega í ljós í hinni almennu upplyftingu í sam- bandi við það, er Japanir hýstu Ólym- píuleikanna, haustið 1964. Aukinn óró- leiki yfir ástandinu í Vietnam kom á eftir upphafi sprengjuárása Bandaríkja- manna á norðurlandið í febrúar 1965 og dró áberandi úr ákafa Japana eftir að taka að sér hlutverk í heimsmálunum, en þegar þessa óró tók að lægja, síðast- liðið haust og vetur, tók japanska þjóð- in og ríkisstjórnin aftur að athuga heims-hlutverk sitt með nýjum áhuga. F yrir árslok 1965 hafði stjórnin, gegn öflugri vinstri-andstöðu, fengið fram lagfæringu á samskiptum við Suður-Kóreu, sem lengi hafði dregizt úr hömlu, þar sem Japan samþykkti að veita landinu 300 milljónir dala sem beinan styrk, 200 milljónir í ódýrum lánum, og auk þess verzlunarviðskipti, sem námu hundruðum milljóna. Á ár- inu 1965 kom Japan í kring, þó £ litlum mæli væri, áætlun um tæknihjálp, ekki ósvipaða friðarsveitinni okkar. Japan lét einnig ótvírætt í ljós fúsleika sinn til að gegna miklu hlutverki í hinum ný- tilkomna Framkvæmdabanka Asíu og lagði fram 200 milljónir, móti jafnmik- illi upphæð frá okkur. Þetta er, að því ég bezt veit, í fyrsta sinn, sem lagt hefur verið til jafns við meiri háttar tillag frá Bandaríkjunum til alþjóðastofnun- ar. í aprflmánuði sl. boðuðu Japanir og algjörlega að eigin frumkvæði til SA- Asíu-fundar með efnahagsmálaráðherr- um landanna, þar sem eina viðfangs- efnið, sem *máli skipti, var það, að Japan — eina þróaða landið, sem þátt tók í ráðstefnunni, lofaði að veita hinum löndunum aukna aðstoð. 1 júní- mánuði tók Japan svo þátt í utanríkis- ráðherrafundi Kyrrahafs- og Asíulanda í Seoul og lofaði þá enn auknu tillagi til sameiginlegra átaka. Og þegar nauð- synlegt varð í sumar sem leið að veita nýju stjórninni í Indónesíu neyðarhjálp og endurskipuleggja skuldamál lands- ins, var það Japan, sem tók sig fram um að boða til fundar lánardrottna- þjóðanna. ó er hlutverk Japans takmarkað og stafar það af tortryggni og illvilja af hálfu þeirra þjóða, sem Japanir flæddu yfir forðum. Satt er, að Japön- um féll það vel á þessum ráðstefnum, sem haldnar voru síðastliðið vor, að verða -þess varir, að hinar austustu Austur- landaþjóðir voru fúsar til að taka þeim sem jafningjum og líta til þeirra sem væntanlegra leiðtoga, meðan þeir létu í ljós vilja, til að verða stórtækir á fjárhagsaðstoð. En þeir finna enn vel ótta og fjandskap, sem leynist með ná- grönnum þeirra. Enginn vafi getur samt á því leikið, að tilhneiging er til staðar bæði í Japan og annars staðar í þá átt, að Japan taki að sér stærra 'nlutverk og meiri ábyrgð í alþjóðamálum. Að þesu leyti virðumst við vera komnir að nýjum kafla í eftir- stríðssögu Japans og Austur-Asíu. Það er lítill vafi á því, að eftir 5—10 ár lejkur Japan mikið hlutverk og hugsan- lega aðalhlutverkið í fjarlægari Aust- urlöndum. E n þá kemur spurningin: Hvers konar hlutverk verður þetta? Sökum okkar eigin áhyggna út af ófriðnum í Vietnam, munu margir Bandaríkjamenn fyrst og fremst gerast forvitnir um hugsanlegt hernaðarhlutverk Japans við að efla öryggi og stöðugleika hjá hin- um vanmáttugri ríkjum heims. Hvað gera Japanir, segjum, í Vietnam, eða öðrum löndum, sem ógnað er? Ganga þeir í lið með okkur í framvarðarsveit- um gegn árásum kommúnista og bylt- ingum? Svarið verður næstum áreiðanlega neikvætt. Tilhugsunin um hernað utan landsins er meirihluta allra Japana hrein viðurstyggð. Raunir þeirra í styrjöld- inni gerðu þá að miklum friðarsinnum í sambandi við heimsvandamálin. Um- liðin reynsla þeirra sem hernaðarsinnaðs árásaraðila hefur komið þeim á þá skoð- un, að bezta ráðið til að forðast ófrið sé að forðast vopnabúnað. Þeir eru hreyknir af „friðar“-stjórnskipulagi sínu, þar sem þeir neita sjálfum sér um réttinn til að gera ófrið mögulegan, og sérstaklega „afneita stríði sem sjálf- sögðum rétti þjóðarinnar“. Sumir Japan- ar eru þeirrar skoðunar að samkvæmt stjórnarskránni hafi þeir ekki einu sinni rétt á því hóflega varnarliði, sem þeir nú hafa. Það er einnig satt, að sjálfs- traust þeirra hefur komið þeim til að halda því fram, að Japan skuli ekki vera eins háð amerískri vernd og ætti að taka meiri þátt í ábyrgðinni á eigin öryggi. Nokkrir nefna jafnvel þann möguleika, að Japan stuðli að heims- friðnum með því að taka þátt í friðar- aðgerðum Bandaríkjanna. En áreiðan- lega er engin veruleg hernaðarleg þátt- taka Japans erlendis á dagskrá nú. F lestir nágrannar Japana og marg ar aðrar þjóðir eru því sennilega fegnar þessari afstöðu Japans. Þeir hafa ekki gleymt þeim tíma, er það land var hern aðarrisinn í Asíu. Mikill herbúnaður _____________________20. nóvember 1966 Japanskir kaupmenn á vörusýningu í Canton 1963. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.