Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Blaðsíða 6
tm A rið 1843 var ungur rit- höfundur, 31 árs að aldri og eiuk- ar fríður sýnum, að leita að efni, sem gerði honum fært að láta í ljós samúð sína með munað- arlausum, fátækum, sjúkum og soltnum. Ekki svo að skilja að hann lifði sjálfur við eymdar- kjör. Langt frá þvl Hann hafði þegar gefið út stórkostlegar skáld sögur við góðar umdirtektir og féð streymdi í vasa hans. En þar sem hann var viðkvæmur í lund, gekk honum vesöld ann- arra til hjarta. Það skal tekið fram, að í þeim efn- um var ástandið ömurlegt í Englandi «m þessar mundir. Ensku sveitirnar, með sínum fallegu þorpum og grænu engjum, voru á hraðri leið með að breytast í iðnaðarhéruð. Fyrstu gufu- vélarnar höfðu haldið innreið sína í verksmiðjumar um 1819. Þær höfðu gert borgirnar að miðstöðvum iðnað- arins og fólkið flutti þangað úr sveit- unum. í útjöðrum stóru borganna, London, Manchester og Birmingham voru komin stór landflæmi með hreys- um. Verkamennirnir unnu 12 til 13 tíma á sólarhring, til að nýta vélarnar til hins ýtrasta. Og ekki var neinn lág- marksaldur fyrir vinnandi börn. Sex ára gamlir snáðar létu hjólin snúast. Stjórnarvöldin gerðu ekkert til að létta byrðar þessa vesalings fólks. Ekki svo að skilja að þessir stjórnendur væru svo mikil illmenni, heldur af því þeir vissu ekki betur og höfðu ekki skiln- íng á þessu. Sú kenning var efst á baugi, að fjárhagsleg lögmál ein skyldu ráða. Þá hlyti allt að lagast af sjálfu sér. Charles Dickens, ungi rithöfundurinn, hafði skapað óhugnanlega mannsmynd, mr. Gradgrind. Nafnið hans var sarg- andi eins og hjólin í vélunum, og hann sagði: „Afköstin, herra minn, mig varða bara afköstin. Tilfinningar eru ekkert annað en draumarugl." fA ^^^^/ickervs var ólíkur samtíðar- mönnum sínum. f hans aug- um skiptu tilfinningarnar öllu málL Hann reikaði um fátækrahverfin og virti með samúð fyrir sér það sem þar bar fyrir augu. Sjálfur hafði hann átt óhamingjusama æsku. Föður hans, sem var láglaunaður skrifstofumaður en eyðslusamur og óforsjáll, hafði verið varpað í fangelsi vegna skulda. Þá var Charles litli Dickens tíu ára gamall. Öll ábyrgðin af að halda lifinu í fjöl- skyldunni hvíldi á herðum þessa litla, gáfaða og viðkvæma drengs. Hann neyddist því til að hætta námi, reyna að selja eitthvert dót og fara í heimsóknir í fangelsið til föður síns. Hann hætti öllum bókarlærdómi og réðst sem lærlingur í skóáburðarverk- smiðju, þar sem hann vann innan um Charles Dickens ruddalega og grófa stráka. Það reynd- ist honum tími niðurlægingar og sárs- auka, sem hann aldrei talaði um. En hann var ekki búinn áð gleyma því. Hvaðan var annars komin þessi ríka samúð hans með börnum og sú hug- mynd, sem átti svo sterk ítök í hon- um, að börn þjáðust meira en aðrir? Þaðan stafaði líka löngun Dickens til að ráða bót á ástandinu, til að opna augu alltof harðneskjulegrar samtíðar, til að vekja auðkýfingana upp af eigingjörnum draumórum sín- um. En hvernig? Það var ekki í verka- hring Dickens að semja lög eða efna til uppreisna. Nei, lækningin hlaut að iiggja í því að vera góður, að því er hann taldi. Ef öllum mönnum fyndust þeir í rauninni vera bræður, þá mundu allir erfiðleikar og allur misskilningur hverfa eins og dögg fyrir sólu. í hans augum er bjargvættur þjóðfélagsins gamall maður með rjóðar kiimar og snjóhvítt hár, sem fyllir herbergi fá- tæku barnanna með góðum ávöxtum og fallegum leikföngum. í fáum orðum sagt: löggjafi Charles Dickens er jólasveinninn. Því bróður- andinn birtist að minnsta kosti einu sinn á ári, jafnvel á þessum erfiðu tím- um. Það er andi jólanna. U rið 1843 voru jólin ekki ein- göngu trúarhátíð í Eng- landi, heldur líka hátíð velvildar og gæzku, engu síður en í dag. Jafnvel þeir .".em harðastir voru í horn að taka og ágjarnastir, sýndu þá örlæti. Jólin eru vonarhátíð. Þá er kalt í veðri. Snjórinn hylur trén, sem standa blaðlaus og nak- in. Það er rétti tíminn til að treysta kærleiksböndin við grenitréð, sem er sígrænt, og sýna með því að mennirn- ir eiga enn trúnaðartraust og barns- lega einfeldni hjartans. ickens þótú gaman að ganga um götur Lundúnaborgar síðustu dagana fyrir jól. Þá eru þokur tíðar, en samt sem áður liggur glað- værð í loftinu. Gluggaskreytingarnar eru stórkostlegar. Hvarvetna sjást pakkar með skrautlegum borðum utan um. Leikföngin skipa heiðurssess. Fyr- ir framan matvörubúðirnar gefur að líta mistilteina, appelsínur, epli og vín- ber innan um kalkúna og stórar gæs- ir. En það sem mestu máli skiptir er, að allir eru glaðlegir á svipinn, ham- Ebenezer Scrooge, söguhetja Dickens, var harður í horn að taka. ingjusamir og alúðlegir, kaupmenn jafnt sem viðskiptavinir. Fólkið, sem gengur hratt í snjónum, til að halda á sér hita, er hlaðið gjöf- um. Menn rekast brosandi hver á ann- an. Því allir eru að hugsa um hvernig þeir ætli að gleðja fjölskyldu sína. — En hvað konan mín verður ánægð, þegar hún opnar þennan pakka! hugsa þeir. Og hvað börnin hoppa af kæti, þegar þau finna þennan hest eða þessa brúðu undir jólatrénu! En hvað vinur minn verður glaður að fá þessa bók, sem hann langar svo í! Þannig bygg- ist gleði hvers um sig á ánægju allra hinna, enda getur ekki verið um aðra gleði að ræða. Slíkur er andi jólanna. Og það dá- samlega er, að hann ríkir í raun og veru yfir eigingirninni, í nokkra daga að minnsta kosti. Enginn fann þetta bet- ur en Dickens og í október 1943 fann hann hjá sér brennandi löngun til að gefa út fyrir jólin þetta ár litla bók, þar sem slíkar tilfinningar fengju fram- rás. Hann var þá nýkominn úr ferða- lagi um Ameríku, þar sem hann hafði kynnzt öðru landi, sem var að byrja iðnvæðingu sína, eins og England, og hafði ekki enn lært að laga sig eftir henni. Auk þess hafði Dickens átt I brösum við útgefanda sinn og rekið sig sjálfur á vankanta þess þjóðskipu- lags, sem byggir á hagsmununum einunv saman. Var það sannleikanum samkvæmt, að í þessum nýja heimi gripi ekkert sið- ferðislögmál í taumana til að stöðva A fi . í\ r / g g /i / i /j •/V / ví \ • / f •/ { / flj folumAm pa irr maour ki a ri eUa ao ru aÁaa 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. deseimibar 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.