Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Blaðsíða 13
5. Indíánarnir voru með 50 sinnum stærri lier en Cortés, en enn var heppnin með spánska Oonquistadornuim. Hershöfð- Sngjum Indíánanna lenti saanan í miðri orustu, og menn Cortés áttu auðvelt með að sigra höfuðlausan her. Cortés tó'k því næst höfuðiborgina, og bauð hverjum grið, sem taka vildi 'kristni og lýsa Spáni hollustu sína. Indíánarnir höfðu aldrei fyrr kynnzt slíkri linkind, og gengu í bandalag með Gortés og hétu fullum stuðningi við Spánverja, ef til víga kæmi milli þeirra og Aztekanna. 4. Þann 12. nóvember 1'510 hélt Cortés innreið sína inn í höfuðborg Aztékríkis- ins. Moctezuma hafði hrifizt svo af dirfsku og vígfimi Spánverjanna, að hann var þess fullviss, að þeir væru vart mennskir, ef þá hann hélt ek'ki að Cortés væri Quetzalooatl. Við sliíka tnenn var bezt að vingast, og því bauð hann þeim tíl sín. Fyrstu vikuna sýndi einvaldurinn gestunum borgina, fæddi þá dýrindis kræsingum, og spurði margra spurninga um konunga Evrópu, kaþólsku kirkjuna, og flesta hluti milli himins og jarðar. Þrátt fyrir gestrisnina, þá var Cortés ekki mjög ánægður með ástandið; hann byrjaði að sjá eftir að hafa nokkurn tíman hætt sér og mönn- um sínum inn í höfuðborg þessa geysi- mikla ríkis. Það var augljóst, að Moctezuma stóð I þeirri trú, að Cortés væri sjáifur Quetzalcoatl og sýndi honum virðingu fyrst og fremst vegna þess, en ekki vegna styrkleika herafla hans, eins og Cortés hefði kosið. Ekkert mátti bregða út af, sem gæti leitt Moctezuma i sann- leikann, því þá beið þeirra vart annað en dauðinn, Það var augljóst, að hvorki falllbyssur né önnur vopn Spánverjanna máttu síns neins gegn þrjú hundruð þús- und íbúum borgarinnar. En Cortés var ekki af baki dottinn. Hann gerði fífl- djarfa áætlun, sem gat gert annað hivort: tortímt þeim, eða fært þeim sigur. En á meðan gerðust alvarlegir hlutir í höfuðborginni. Aivarado, setn var fljótur til reiði og ekki eins öruggur stjórnandi og Cortés, hélt dag einn, að Indíánarnir hefðu gert uppreisn er þeir komu samari til að dansa og syngja á aðaltorginu. Hann skipaði mönnum sín- um að skjóta af fallbyssunum á fólkið. Því næst réðist hann á óvopnaða íbúana með fullu liði og brytjaði niður yfir 400 aðalsmenn og 3000 aðra borgara. Á næsta degi reis gjörvallur íbúafjöldinn upp eins og rándýr, sem hefur fundið þef af blóði — spönsku blóði. Þeir réð- ust á virki Spánverjanna með ópum og óhljóðum og skoruðu á þá að koma út og berjast tíl síðasta blóðdropa. Styrjöld hafði ltíkis brotizt út milli Azteka og Spánverja. Þegar Oortés hárust tíðindin frá höf- uðborginni, sneri hann þegar til baka ásamt þeim 1000 mönnum, sem bætzt höfðu í lið hans eftir orustuna við Narváez. Honum tókst að komast til manna sinna í höfuðborginni, en jafn- skjótt og dyrnar lufcust að baki hans, skullu örvar óvinanna á virkinu á ný — tákn þess, að Indíánarnir hyggðust berj- ast til þrautar. í heilan mánuð vörðust Spánverjarnir árásum Indiánanna. Eitt sinn var komið með Moctezuma fram í dagsljósið og hann látinn hvetja fólk sitt til friðar. En múgurinn grýttí hann og hrópaði að honum ótovæðisorð. Steinivala hitti hann á höfuðið, svo leið yfir ha-nn. Tveim vifcum seinna dó kóngur Indíánanna, ekki af höfuðsári sínu — miklu fremur af sorg. Ásamt .sex hraustustu og djörfustu liðsforingjum sínum fór Cortés til hall- aríbúðar Moctezuma og tók þjóðhöfð- ingjann fastan. Indíáninn var furðu lost- inn. Ástæðuna fyrir fangelsuninni kvað Cortés vera þá, að Moctezuma hefði fyrirskipað hernaðaraðgerðir gegn Spán- verjum í Veracruz með þeim afleiðinig- um, að fáeinir Spánverjar féllu. Hegning Moctezuma var ákiveðin sú, að hann skyldi settur í gæzluvarðhald í vistar- verum Spánverja. Moctezuma sór sak- leysi sitt, en þá dró einn Spánverjanna sverð sitt úr slíðrum, og hótaði að drepa konunginn á staðnum. Það er erfitt að gera sér grein fyrir hugarstríði Moctez- uma á þeirri stundu. Á þeirri sekúndu var ráðin framtíð Mexíkó, því ef Moctez- uma hefði leyft Spánverjanum að drepa sig, þá hefðu engir Spánverjar verið á lífi að bvöldi í þeirri borg og Mexíkó máske aldrei verið „sigruð“ af Spán- verjurn eða öðrum nýlenduveldum Evr- ópu. En Moctezuma gugnaði, og þar með gerðist Cortes einvaldur í allri Mexíkó. Þannig var ástandið í Mexikó í átta mánuði. Þá Skarst Velázquez, landstjór- inn á Kúbu í leikinn. Hann hafði heyrt af sigurgöngu Cortés í Mexí'kó, og verið' lítt hrifinn af, því Cortes hafði verið í hans þjónustu og ekki fengið leyfi til aðgerða sinna. Hann sendi því 1200 manna her til Mexíkó, undir forystu Narváez, með þeirri fyrirskipan að hengja Cortés sem landráðamann. Þeir lentu skammt frá Veracruz, óvissir hvert halda skyldi. En Cortés fregnaði fljótt komu þeirra og áætlun. Hann útbjó í skyndi 70 færustu menn sína og hélt til móts við landa sína. Hann skildi allt hitt lið sitt eftir í höfuðborginni undir stjórn Alvarado, Um miðja nótt í steypiregni réðist Cortés inn í herbúðir Narváez, afvopn- aði verðina, og náði fallbyssunum á sitt vald, og einnig Narváez, sem tapaði öðru auganu í þeim viðskiptum. Kvalaóp hans skelfdu svo menn hans, að þeir gáfust upp innan stundar. Cortés hafði með 70 manna liði og heppni yfirbugað 1200 manna her! Skömmu síðar þrutu hirgðir Cortés, og hann var tilneyddur að yfirgefa borgina. Nótt eina fylkti hann liði sínu og hélt út úr borginni. En Indíánarnir urðu hans varir og réðust að Spánverjunum og vin- um þeirra Tlaxanunum, og brytjuðu nið- ur 2000 Indíána og yfir 400 Spánverja. Undir morgun, þegar birti, og árásum Indíánanna hafði linnt, er sagt, að Cort- és hafi látið yfirbugast. Hann hné niður við rætur trés (sem enn þann dag í dag má sjá í Tacuba) og grét. Þessi nótt er þekkt sem Hin hrygga nótt (La Nooha Triste). Daginn eftir höltruðu særðir og of- þreyttir Spánverjar í átt til Tlaxcala. Þeir voru sífellt hrjáðir á leiðinni af fjandsamlegum Indíánum, en tó'kst þó að lokum að komast til Tlaxcala, þar sem þeir gerðu að sárum sínum og hervædid- ust á nýjan leik. 6. I maí 1521 réðust þeir á ný á Mexíkóborg. Hershöfðingi Indíánanna var þá Cuauhtémoc, fyrsta stríðdhetja Mexíkó. Oortés réðist að borginni, sem er umkringd vatni, á 20 stríðsflekum, og einnig hertóku menn hans brýrnar þrjár, sem lágu að borginni. Næstu daga gerðu Spánverjar skyndiáhlaup, en voru jafnr- an ihraktir til baka. Þá breytti Cortés um hernaðaráætlun. Hann fór með öllu liði sínu hægt inn í borgina, og eyðilagði allt sem fyrir honum varð. Þegar herjir Spánverja komust að aðaltorginu, neyddist Cuauhtémoc til að flýjfL tU annars borgarhluta, þar sem hann sett>- ist að og neitaði að gefast upp. Sendi- Framha'ld á bls. 23 24. desemiber 19(66 •LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.