Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Blaðsíða 14
„ÞAB VAR1«) AUTAF OALtTID TðMAHUÚD I GRASKERINU" Úr ævisoguágripi eftir Joan Alavedra jP'Hj ann lærði jafnsnemma að syngja og leika á hljóðfæri og að tala, og áður en hann þekkti alla stafina kunni hann nótumar og krotaði hreykinn á blaðsnifsi lög sem hann bjó til sjálfur og þótt- ist þess á milli vera hljómsveitar- stjóri. Þá var hann þriggja ára gam- aa Þ egar hann varð fimm ára byrj- aði alvara lífsins. Hann var settur til tónlistamáms og lærði fyrst að leika á flautu, síðan á fiðlu og á píanó og söng líka í kórnum sem faðir hans stjórnaði. Níu ára gamall náði hann loks þ vd langlþrá'ða takmarki að geta tyllt tánum á pedala orgelsins í þorps- kirkjunni og síðan var hann aðstoðar- maður föður síns í kirkjuorganistaem- bættinu og vissu kirkjugestir ekki hvor þeirra feðga lék hverju sinni utan þeir segðu sjálfir frá. Dag einn bar að garði þrjá trúða. Einn þeirra spilaði á flautu og hélt henni til gamans eins og um selló væri að ræða. Drengnum þótti það kyndugt og gleymdi ekki í bráð. Seinna gisti þorpið sellóleikarinn García og hélt þar tónleika ásamt tveimur félögum sínum. Þeir tónleikar ráða úrslitum um tón- listarferil drengsins. Hvílíkt hljóðfæri! Hvílík snilli! E n föður hans er ekki meir en svo um það að sonurinn gefi sig að fleiri hljóðfærum. Hann hefur þegar brotið flautuna drengsins til þess að hún glepji hann ekki frá fiðlunni og píanóinu. Gamall bartskeri þar í þorpinu og vin- ur snáða sér þá aumur á honum og gerir að fyrirsögn hans hljóðfærið þráða — úr holuðu graskeri, með spýtu fyrir háls og aðeins einum streng, en með lykli til að stilla hann og öðru sem við á. „Það var nú alltaf dálítið tómahljóð úr graskerinu" sagði Pablo Casals löngu Granados og Casals á þeim árum er þeir fóru flestar tónleikaferðirnar sam- an. seinria, „en mér þótti samt afskaplega vænt um það“. Hann geymdi lika grip- inn vel og nú er graskerið í vörzlu um- sjónarmanna Casals-safnsins í San Salvador. Palblo Casals — Pauet, sem kallaður var á yngri árum að katalónskum sið, og Pau síðar meir — en hét samt alltaf Pablito heima fyrir því móðir hans var Þremenningarnir Cortot-Thibaud-Casals héldu saman fjölda tónleika um Evrópu þvera og endilanga við mikinn orðstír. frá Puerto Rico og samdi sig aldrei í öllu að. háttum Katalónlíulbúa — sýndi þegar í æsku merki þess sem síðar varð og heillaði þá er á hann hlýddu með fögrum hljóðfæraleik, alvörugefni og lotningu gagnvart tónlistinni. Með jafnöldrum sínum lék hann sér og ærslaðist en jafnskjótt og hann tók sér hljóðfæri í hönd varð hann allur annar, gaf sig tónunum á vald og hreif með sér alla er á hann hlýddu. ]\í óðir hans varð fyrst til þess að gera sér grein fyrir hinum óvenjulegu tónlistarhæfileikum sonar síns og fékk því ráðið, þrátt fyrir bágan fjárhag fjölskyldunnar, að Pablo var sendur til Barcelona á tónlistarskólann þar og fékk inni hjá vinafólki foreldra sinna, trésmið nokkrum og konu hans. Á skól- anum gengst hann undir tilskilin próf og leikur svo forkunnarvel á sellóið sitt að dómara og alla viðstaddra setur hljóða. Sjálfur er drengur í öngum sínum af taugaóstyrk og segir við einn vin sinn og jafnaldra fyrir prófraun- ina: „Það hlýtur að vera eitthvað þessu likt að deyja, þetta er eins og að henda sér í sjóinn og kunna ekki að synda“. Casals hlýtur fyrstu verðlaun og mik- iö lof fyrir leik sinn en dómendur deil- ir á um hversu rétt sé leikið. Með þessu inntökuprófi hans í tónlistarskólann eru hafnar deilurnar um leik hans sem eftir eiga að standa í þrjátíu ár. Casals leikur í kaffihúsinu „Tost“ á kvöldin til þess að afla sér fjár að greiða trésmiðnum og konu hans fæði sitt og húsnæði og gestir kaffihússins bera hróður hans víða. Einhverju sinni koma inn á „Tost“ að fá sér kaffisopa þrír menn og klappa pilti ákaft lof í lófa og kalla að borðinu til sín. Þar eru komnir þremenningarnir Isaac Albén- iz, Fernández-Arbós og Rubio sem frægir eru af tónleikaferðum sínum um Spán þveran og endilangan. Svo fer um samræður þeirra að Albéniz nær í penna og pappír og skrifar á stund- inni meðmælabréf með sellóleikaranium unga og biður hann færa Morphy greifa. Casals spyr hver sá sé. „Morphy greifi? IHann er okkur tónlistarmönnunum á við drottin almáttugan", anzar Albén- iz, „hann býr í Madrid og er oftast að hitta í konungshöllinni, hann er ritari drottningar og vinur vor allra“. Þeg- ar þeir kveðjast þremenningarnir síðar um kvöldið segir sellóleikarinn Rubio við félaga sína: „Þessi drengur verður okkur öllum fremri áður en lýkur.“ B réfið til greifans átti eftir að valda miklum umskiptum í dífi Casals. En það varð ekki um hæl. Móðir hans geymdi bréfið í tvö ár áður en henni þótti tímabært að koma því á fram- færi. Þá lagði hún loks land undir fót með Pablo og tveimur sonum sínum öðrum, Luis og Enrique, öðrum tveggja ára, hinum nokkurra mánaða og hélt tii höfuðborgarinnar. Fjölskyldufaðirinn varð eftir í þorpinu heima. Vendrell, og var . þar sem fyrr kirkjuorganisti, tón- listarkennari og tónsmiður x fristund- um. f Madrid fá kona hans og synir inni í smákompu undir súð þar sem er nísit- inggkalt á vetrum en kæfandi heitt þeg- ai- vorar — en það er skammt frá Á hljómsveitarstjórapalli. konungshöllinni og þau hafa ekki ráð á öðru betra. Morphy greifi sýnir þegar I staS áhuga á tónsmíðum Casals og lætur flytja kvartett sem piltur gerði fjórtán ára gamall í tónleikasal konungshaUarinnar fyrir drottningu og Isabellu krónprin- sessu — og auðvitað leikur tónsmiður- inn ungi sjálfur á sellóið. Að launum hlýtur Casals nokkurn styrk af drottn- ingu, fimmtíu „duros“ eða 250 peseta á mánuði „svo hann megi halda áfraiu námi og vera spænskri tónlist til heið- urs og sóma“ eins og segir í tilskip- aninni um styrkinn. N æstu tvö ár skipta miklu um tónlistarferil Casals. Á morgni hverjun? fer hann til hallar greifans í Arguell- es til almennrar uppfræðslu og fær til sömu bækur og áður hafði á lært Alf- ------------------- 24. desemtoer 196© 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.