Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Blaðsíða 21
a'ð palbb! Tieiftiar og mamma héldiu ! adur hennar. Allt í einu varS henni ijóst, að hún var komin langt á undan Iþeim, alein. Vegurinn hafði skipzt í þrjá mjóa stígi og þau gengu sitt eftir hverj- um stígnum. Þrátt fyrir að Anna he.fði óljósa hugmynd um að þetta vœri að- eins draumur, stanzaði hún lömuð af ekelfingu og reyndi að kalla til þeirra, en hún kom ekki upp nokkru hdjóði. Hún sá þau þó greinilega og leit á þau til skiptis. Þau veifuðu til hennar og kölluðu, en þegar hún ætlaði að hlaupa til þeirra komst hiún ekkert áfram. Nú varð skelfingin öllu öðru yfirsterk- ari og hún hrópaði upp yfir sig og hljóp Bi'öan viti sínu fjær á milli þeirra og reyndi að koma þeim saman, en án árang urs og þegar henni tókst þetta ekki hrópaði hún upp yfir sig: „Mamma! Pappi!“ Martröðin varð sem hyldýpi, sem hún vai að hrapa niður í, en á síðustu stundu náði hún taki á einhverju og togaði af ölium kröftum. Það voru sængurfötin sem hún reif ofan af sér, og síðan datt ihún hágrátandi fram úr. — Hvað er að þér, ástíin min? — Hvers vegna grætirðu svona, stóra pabbastelpa, þig var bara að dreyma, elskan mín. Anna heyrði raddir þeirra, en hún þorði ekki að opna augun af ótta við að þetta hefði ekki veri'ð draumur. — Vertu ekki hrædd, anginn minn, við erum hérna bæði hjá þér. Anna teygði hendurnar eftir þeim, því að hún var enn ekki laus við ótt- ann. — Þið megið aldrei fara frá mér, hrópaði hún. Þið verðið að vera hér, þið verðið alltaf að vera hér og þið megið aldrei vera reið hvort við ann- að. Þú mátt ekki fara frá okkur, mamma mín. Hún hafði svo mikinn ekka að hún igat varla komið orðunum út úr sér. — Auðvitað fer ég ekki frá ykkur, barnið mitt. — En þú sagðist ætla að fara og pabbi var svo vondur að hann sagðist vera þreyttur á þér, ég heyrði hann eegja það, hrópaði Anna örvita. Móðir hennar tók hana í fang sér og vaggaði henni blíðlega, en svo leit hún á marrn sinn, og nú var henni ljóst hvers vegna Anna hafði verið svona örvænt- ingarfull. — Hún heyrði þetta allt í dag, sagði hún óhamingjusöm. — Hvað eigum við að gera? Hvað eigum við að segja? Anna róaðist smám saman og hætti að gráta. Hún leit framan í móður sína og því næst á föður sinn, sem hafði lkropið á kné við hliðina á þeim og iagt armana utan um þær báðar. Hún sagði ekkert, en bænaraugu hennar isögðu meira en orð fá lýst. Mamma hennar dró djúpt andann og sagði síðan rólega og eðlilega: -— Nú ert þú bráðum orðin stór stúlka, Anna mín, og því ætla ég að biðja þig að hlusta nú vel á það sem ég eegi og reyna að skilja það. Anna horfði á hana stórum augum og mamma hennar átti í erfiðleikum með að byrja, en hélt svo áfram. — Þú veizt ósköp vel hve okkur pabba þínum þykir vænt um þig, en þú veizt l'íka, að stundum verðum við svo- Biítið refð við þig. Hún reyndi að brosa, en brosið varð aðeins að grettu. Okkur pabba þínum þykir líka óendanlega vænt hvort um annað en við getum líka stundum orðið óvinir. Það gleymist láka fljótt, einmitt vegna þess að við elsk- «m hvort annað. Við vitum vel, að þeg- er við erum æst, segjum við ýmislegt Ikjánalegt, sem við alls ekki meinum ©g hefur engin áhrif á ást okkar........ t>að er bara nokkuð, sem við segjum til að fá útrás. Það er eins með okk- tir og gufuketil, þegar þrýstingurinn verður of mikill, þá blæs hann gufunni burt, og eins gerum við; þegar of margir •máhlutir ergja okkur, þá blásum við Framhald á bls. 23 I kvöld er enginn sjáanlegur á strætinu utan svartklædd kona, sem hleypur gegnum regnmistrið með barn í fanginu. í neonrökkrinu er hún til- sýndar eins og vængjaður óskapnaður. Gamli maðurinn situr við sínar dyr og reykir sína pípu. Hann er holdskarp- ur, nefið langt og brýnt eins og á fugli. Ilann tinar og horfir stóreygur niður eftir götunni. Það er kalt, segi ég. Bráðum hátta- tími. Nei, segir hann. Þegiðu. Hlustaðu. Ég hlusta. Ég heyri nið regnsins og meyrt skvaldur laufsins í garðinum. Smám saman slökkvir vatnið glóðina í pípu mannsins. Hár hans klístrast í haustgráum flekkjum niður á ennið. Þegar loks er dautt í pípunni spyr hann: Hvað er langt liðið á nóttina? Það er engin nótt, svara ég. Það er kvöld. Það er nótt, segir hann. Snúðu ekki út úr fyrír mér. Ég er gamall maður. Ég sýp hregg og fingur mínir sem hvíla á öxl hans eru dofnir og kaldir. Engar stjörnur, segir hann dauflega og slær úr pípunni. Og tunglið nýtt mætti segja mér. Já ætli það ekki. Það er líklegt. Bifreið rennur hljóðlaust fram hjá okkur og spýtir vatnshroðanum undan hjólbörðunum. Lotulangt hvæs þeirra við götuna er enn í eyrum okkar eftir að hún er horfin. Hún dregur á eftir sér rauðan og hvítan slóða í glæru skini Ijósanna. Ég tvístíg fyrir aftan manninn og hann segir gramur: Farðu ekki. Styddu við stólinn minn. Fætur hans hanga slyttislega fram af fótskemlinum. Þeir eru smáir eins og barnsfætur. Ég segi: Mér er kalt. Eigum við að fara inn? Nei, segir hann eftir nokkra þögn. Ilann var í kynlegu móki og augu hans galopin. •Kigningin sveipast í fosfórgular síæður. Þær koma dansandi mjúklega út úr tóminu, leggjast hver yfir aðra, hrynja niður með húsunum og úr hári mínu. Veiztu hvað ég er að hugsa? segir öldungurinn. Nei. Hvað ertu að hugsa? Ég er ekki að hugsa. Ég var að hugsa. Hann er dálítið gramur. Hann missir pipuna úr dofnum höndunum og teygir sig eftir henni. Þegar hann nær ekki til hennar ætla ég að rétta honum. Nei, segir hann. Geymdu hana í vas- anum. Þegar ég dey máttu eiga hana. Þvínæst eftir nokkra þögn: Ég var að hugsa um að það væri líklega bezt að deyja í svefni. Ég skal kalla á Maríu, segi ég. Ertu lasinn? Er þér ekki kalt? Hverjum er kalt? segir hann önugur. Láttu mig í friði. Og ég held áfram að tvístíga fyrir aftan hann. f trénu handan götunnar kallast á tveir fuglar, sem hafa misst sönginn. Gamli maðurinn segir sein- lega: Bróðir minn dó í svefni. Aftur á móti varð faðir minn sjódauður. Ég hef alla æfi verið fátækur. Ég vil deyja í svefnL Og skyndilega í skipunartón: Kallaðu á Maríu. egar ég opna hurðina streymir ylurinn á móti mér. Það er bjart inni og stúlkan kemur fljótlega. Hún er í drifhvítum náttserk, holdug, vingjarn- ieg og hissa. Hvað er á seyði hér? segir hún og pírir út um gættina. Haltu í höndina á mér, María. Hann teygir til hennar gamla fingur. Ertu genginn af göflunum, pabbi? Ég er nýfarin að sofa. Ætlarðu að fá lungnabólgu á þínum aldri. Nú fer mig aftur að dreyma illa. Ég halla mér upp að henni og finn hlýjuna frá holdugurn og stórum lík- ama hennar. Hún strýkur á mér hárið og hnussar. Ertu vitlaus? segir hún vingjarnlega. Komdu strax inn með afa þinn. Hvað eiga þessi fíflalæti að þýða í rigning- unni? Haltu í höndina á mér, María, biður gamli maðurinn. Gegnum gleraugun virðast augu hans stór og gulleit. Geturðu ekki skilið það að ég get það ekki? Ég er nýsofnuð. Ég held þú sért eitthvað að klikkast upp á síð- kastið. Við mig segir hún blíðlega: Komdu undireins inn með hann, fífl geturðu verið. Eins og við fyrirskipun hættir að rigna. Strætið glóir í ljósunum. Ég sný stólnum við og ek honum inn í húsið. Vatnið streymir af gamla manninum. Engar stjörnur, segir hann beisklega. Og ég var svikinn aftur meðan það rigndi. IíESBÓK MORGUNBLAÐSINS 91 24. deseunber 1&66

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.