Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Blaðsíða 10
M m , wl m M ÉL*% É ■mw r «1 É » M í sÉM m . 4m r,..... ií!Í íál’ JHÍ# S.-&. .:!! ;xx UmZé mmri ■MMI lliilil ■■ ' wp§«# 'Æ&m3£kU Fyrstu (Sagana IS vlð, a8 hann hrekti konu sína út úr eldhúsinu. Hann nauí þess óumræðilega að vera þar sjálíur, en jafnframt var eins og djúp, sálræn tregða héldi honum föstum á eldhús* gólfinu; hann hafði óljósein grun um, að utan þess biði ekkert nema tómið. Stigi hann út fyrir eldhúsþröskuldinn, hvað var þá eftir? Gæti hann nokkurn tíma skapað framar? Var nokkuð eftir til að skapa? Hann var hræddur og þess vegna þvældist hann fyrir í eldhúsinu. En hann hafði augun hjá sér og hvað eftir annað stóð hann konu sína að því að beygja sig niður og opna kartöfluskúffuna með handafli. Hnappurinn, áminnfti hann. Ýttu á hnappinn. >á reisti hún sig upp aftur og ýtti á hnappinn. Hún bað afsökunar og sagði að þetta væri hugsunarleysi, gamall vani. Þetta mundi lagast. En það lagaðist ekki. Og dag nokkurn missti hann þolin- mæðina. Hann öskraði á konu sína: Hnappurinn, manneskja! Er þér ger- samlega fyrirmunað að læra? Þá settist konan niður og grét. Tárin slettust út um stál og plast og mæli- borð; þau runnu í taumurn niður gljá- andi harðvið. Viðurstyggilegri ósóma hafði hann aldrei séð. Og þar sem hann stóð í vanmáttugri reiði og horfði á konuna gráita, fór skyndilega eitthvað að gerast innra með honum, eitthvað sem braut sér leið upp í höfuð. Líkaminn stirðnaði. Augun stöðnuðu. Alger, gagn- takandi hrifning hafði hann á valdi sínu. Hugmynd var að fæðast. Hann, ætti að fá sér nýja konu í þetta eldhús. j Ingólfur hót hann. ” Hann var gæddur hugmyndaflugi um- ti'am aðra menn og ríkri tilhneigingu til að skapa. Ölium frístundum varði hann til uppfinninga. Þannig lagði hann rækt við sérgáfu sína og gsetti þess, að hún kvoðnaði ekki niður í andieysi hvers- dagslegra starfa. Aldrei lifði Ihann betri srtundir en þá, er hann fékk hugmyndir. Honum fannst þær byrja einhvers stað- ar innra með sér og brjóta sér leið upp 1 höfuð. Likaminn stirðnaði, augun misstu hreyfanleik sinn og stöðnuðu á einum punkti. Hugmyndin var að ná tökum á líkama hans. Samfara þessu var æsandi fiðringur, stígandi óþreyja eins og þegar tónar titra á hæstu strengj- um áður en sprotinn fellur; mætti hrinda hugmyndinni í framikvæmd þegar í stað, varð hrifningin alger. Hugmyndin stjórn aði honum upp frá þvá og í krafti ótak- markaðs valds síns, gerði hún hann að ofurimenni. Sjálfum fannst honum skemmtilegast að fást við húsbyggingar. Þar gáfust ótal tækifæri til nýrra uppfinninga. Og tímarnir voru honum hagstæðir. Slíkir tímar höfðu ekki komið yfir ísland síðan á landnámsöld, því að alla vant- aði hús. Og þessi sameiginlega þörf landsmanna fyrir hús, tengdi þá traust- um böndum: þjóðin var samtaka bygg- ingalið. Sumir teiknuðu, aðrir ráku nagla, enn aðrir múruðu og sumir skrif- uðu bækur eða stilltu út málverkum sínum til þess að afla fjár til að byggja. Þannig stuðlaði önnur listsköpun beint eða óbeint að byggingarlistinni í land- inu. Aldrei hafði sköpunarþörf lands- manna fengið svo samstillta útrás. Þrisvar hafði Ingólfur byggt yfir sig og konu sína. Hann hafði byrjað í kjall- ara og við hver skipti flutti hann sig skör ofar. Á þessum skiptum græddist honum fé, sökum þess að verðtoólga ríkti í landinu, og því gat hann nú stigið það spor, er hann hafði alla tíð stefnt að: að byggja einibýliShús. Honum skild- iet, að hann stóð á tímamótum. Nú fyrst reyndi verulega á, hvers hann væri megnugur. í sambýli við aðra höfðu hugmyndir hans varla fengið nægilegt svigrúm; framkvæmd þeirra voru skorð- ur settar. En nú opnuðust nýir, óendan- legir mögulefkar. Hugmyndirnar komu þétt, æ þéttar. Þær riðu yfir hann eins og holskeflur. Hann var viljalaust rekald á valdi þeirra, ýmist á kafi eða ríð- andi öldutoppunum og þegar honum loksins skolaði á land, vissi hann ná- kvæmlega hvernig hús átti að vera. Hann sá f'ljótlega nauðsyn þetss, að vel tækist til með eldhúsið, því að störfin, sem þar voru unnin, voru undir- staða alls heimilislífs. Eldhúsið var í rauninni hjarta hússins, og ef hjartað stanzar, er dauðinn vís. Það var því með nokkrum kvíða, að hann gekk til verks. En hanxi hófst handa af einbeitni. Hann byrjaði á því að mæla konu sína. Hann mældi hæð hennar í skóm, inniskóm og á sokka- leistunum. Hann mældi lengd fram- handleggs og upphandleggs og siðan lengd handar, bæði krepptrar og teygðr- ar; við þessar tölur lagði hann lengd hennar sjálfrar, er hún leygði sig á tá. Þannig fékk hann nákvæmlega út, hversu hátt hún gæti seilzt. Hann tók brjóstmál hennar og faðmmál. Hann mældi hana upp að mitti og hann mældi fjarlægðir milli allra liðamóta. Hann mældi rist og skreflengd. Síðan sat hann í nokkra daga og horfði á hana vinna. Hann gerði nákvæmar athuganir á því, hvernig henni var eðlilegast að hreyfa sig, hversu oft hún beygði sig og teygði sig. Hann mældi hve hratt hún vann hin ýmsu störf og hvensu mörg spor hún tók um eldhúsgólfið. Siðan sat hann lengi fram á nætur, meðan aðrir sváfu, og vann úr mælingum sinum. í ljós kom, að kona hans steig mörg óþarfa- spor við eldhússtörfin og margt starfið mátti vinna á hagkvæmari hátt. Mestur aukatíminn fór í að beygja sig. Það sýndu töiurnar greinilega. Ekki fór milli mála, að koma þurfti í veg fyrir allar beygingar í eldhúsi. En úr öllu þessu gat hann bætt og hann rissaði og reikn- aði í ákafa. Og loks var því lokið: úr mælingum hans og athugunum reis full- komið eldhús á pappírnum. Einmitt um þessar mundir las hann í dagblaði, að þýzkur sölustjóri eldhús- innréttiniga væri staddur á íslandi. Haft var eftir honum, að hann væri mjög ánægður með viðskiptin við íslend- inga — þeir væru óvenjunæmir á gildi eldihúsa. Margar hugmyndir íslendinga í þessum efnum væru svo viturlegar, að fyrirtækið hugleiddi í alvöru að koma þeim á framfæri á alþjóðamarkaði. Á alþjóðamarkaði! Þarna opnuðust fleiri gáttir en hann hafði nokkuoi tíma þorað að vona. Það var sem nýr kraftur streymdi um hann allan; sköpunargleð- in og barnsleg tilhlökkun runniu saman í eitt, og í kjölfarið: undarleg tilfinn- ing, sem í fyrstu vakti honum óróa, af því að hann kannaðist ekki við hana. Einhvern veginn minnti hún hann á rigningu og blakitandi þjóðtfána .... hann hnyklaði brýrnar .... hatfði hann ékki fundið eitthvað svipað þessu áður, þegar hann var unglingur . . . . jú, áreið- anlega á Þingvöllum 17. júni fjörutíuog- fjögur, þar sem hann stóð á klöpp. Og nú reisti hann sig upp í sætinu. Þetta hilaut að vera þjóðernistiltfinning. Fyrir hans tilstuðlun bærist hróður íslands út um heim. Hann greip símtólið strax og Þjóðverjinn sagði, að sér væri heiður að, gæti hann orðið að liði. Siðar sama dag sátu þeir við borð hvor gegnt öðrum. Ingóltfur skýrði teikn- ingarnar. Hann byrjaði á kartöfluskútff- unni. Hún átti að vera á sveitf. Undir brúninni á eldhúsbekknum átti að vera hnappur í beinu sambandi við sveitfina. Þegar stutt var á hnappinn, opnaðist skúffan fram og upp. Á þann hátt losnaði húsmóðirin við að beygja sig. Mein Gott! sagði Þjóðverjinn. Svipaður útbúnaður á að vera á þurr- metishjólinu, sagði Ingóltfur. Þetta var íhjól með spöðurn. Milli spaðanna áittu að vera lokuð hóltf fyrir þurrmeti. Hjólið átti að snúast inni I eldihúsbekknum og hvert hóltf opnast upp, þegar á þyrfti að halda. Á veggn- um fyrir ofan átti að vera sjáMlýsandi mæliborð með hnöppum. Þegar stutt var á vissan hnapp, kom hveitihólfið upp; þegar stutt var á annan, kom sykur- hóltfið upp. Rúsínurnar áttu hnapp og hafragrjónin annan. Einnig hér losnaði húsmóðirin við að beygja sig eða eyða tíma í að gramsa í skápum og skútffurn eftir réttri vöru. Mein Gott! Og hrærivélin á að vera innbyggð i vegginn. Spaðarnir eiga að koma út úr veggnum eins og krani. Það sparar pláss. Mein Gott! Skálinni á að koma fyrir á færibandi þannig að hún komi til húsmóðurinnar hvar sem hún er stödd í eldlhúisinu. Það sparar skretf. Mein Gott! sagði Þjóðverjinn. Þannig athuguðu þeir sameiginlega hvern lið teikninganna. Ingóltfur gleymdi stað og stund og Þjóðverjinn féfck eng- an kvöldverð. Undir miðnættr var þó eldlhúsið nokkurn veginn fullrætt og talið barst að hurðum. Strangt tekið komu þær Þjóðverjanum ekki við, en samræmi í viðartegundum var þó nauð- synlegt atriði eins og Ingóltfur benti á. Þjóðverjinn spurði, hvort væri ekki rélt að sleppa öllum þrösteuldum. Þröskuldum? Já, ég hélt .... Hvað hélduð þér? Ég hélt . . . . ég hélt að konan yðar væri fötluð. Ingóltfur stóð upp og tók þegjandi saman teikningar sínar. Hér þurfti ekki að eyða fleiri orðum. Hann fékk ís- lenzkan trésmið til að vinna verkið. Vissulega var það ekki lakari smíð, en samit fann hann til vonbrigða, líkt og hefði snögglega verið hritfsaður úr hönd- um hans gómsætur biti, sem hann var í þann veginn að bera að munni sér. Ingóltfur vakti yfir smíðinni eirus og móðir yfir sjúku barni. Hann fengi ekki afborið mistök. En þegar eldlhúsið í nýja húsinu var tfullgert og hann sá, að allt var fuUkomnað, stóð hann nokkra stund á eldhúsgólfinu með lokuð augu. Hann hafði svo lengi spennt krafta sína til hins ýtrasta, að nú, er bann gat loks slakað á, færðist yfir hann þægilegur dofi. Þessu var lokið. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS' 24. desemiber 196b

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.