Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Blaðsíða 11
Frásögn þessi er Iausleg þýðing á grein eftir Horace Leaf. Höfundur- inn er ýmsum Reykvíkingum kunn- ur, því að hann hefir komið hingað og flutt hér erindi opinberlega. MT að var næsta einkennil-eg til- viljun, að það skyldi eiranitt vera á ejálft aðfangadagskvöld jóla að þau Kawiti, kona hans og dóttir voru hrifin úr dauðans kverkum, svo að kraftaverk mátti kallast. Kawiti var Maori-anaður, einn af írumbyggjum Nýja-iSjálands, og hann átti heima í Akaroa, en það er þorp alilangt frá Ghurchbridge. Honum hafði orðið það á að brjóta „mana“ ættflokks síns svo alvarlega, að höfðinginn lagði þáð á hann, að hann skyldi deyja. Og þá fór Kawiti heim til sín og lagðist í rúmið og beið dauðans. Og af því að maður og kona eru eitt, þá lagðist kona 'hans líka í rúmið hjá honium til þess að deyja með honum. En hvað er þá „mana“? Segja má, að það sé andlegur kraftur. Það er trú Maori-manna, að þessi and- legi kraftur sé gefinn sérstö'kum mönn- um, svo sem höfðingjum og prestum þeirra. Þennan kraft er hægt að efla með góðri breytni, en menn geta líka misst hann, ef þeir breyta illa. Hægt er að efla hann mjög með sambandi við góða anda, og þá geta menn læknað sjúka á yfirnáttúrlegan hátt. En þeir geta einnig notað kraftinn til þess að leggja á aðra menn. Þeir, sem lengst eru komnir í þessum vísindum, geta deytt fugla á flugi og látið stein brotna í lófa sér, með hugarkraftinum einum saman. Og þeir geta líka skipað full- hraustum mönnum að deyja, og þeir deyja. Nú hafði Kawiti orðið fyrir þessum álögum og hann var kominn í dauðann. Þetta skeði fyrir 40 árum. Þá bjó í Ohurdhbridge kaupsýslumað- ur, Ellerbon að nafni. Ég þekki hann vel, því að ég dvaldist einu sinni lengi á heimili hans. Hann hafði upphaflega verið gullnemi í Ástralíu, en fór svo til Nýja Sjálands. Þegar þangað kom, komst hann brátt í kynni við „mana“ Maori-manna og þau kraftaverk, sem þeir gerðu með huglækningum. Maori- menn þekktu engin læ’knislyf nema grös, og svo fyrirbænir, ef grösin dugðu ekki. t>á sendu þeir bænir sínar til Io, æðsta guðs síns, og bænheyrslan varð með ólíkindum. Ellerton var maður hleypidómalaus og sjálfstæður í hugsun og breytni. Honum fannst þetta merkilegt og hann fór að kynna sér það betur, enda þótt hann yrði þá fyrir aðkasti annarra hvítra manna fyrir það að leggja trún- að á kerlingabækur villimanna. Hann ekeytti því engu, og brátt komst hann að raun um, að hann sjálfur var gædd- ur þessum andlega krafti og gat læknað ejúka með handaálagningu. Hann var einnig viss um, að sér hefði tekizt að ná sambandi við hjálparanda, sem veitt-u honum lið. með þeim hafði tekizt vinátta. Þegar nú Ellerton heyrði hvernig komið var fyrir Kawiti, tók hann hest sinn og reið allt hvað af tók til Akaroa. Hann fór rakleitt inn í kofa Kawitis og brá þá heldur í brún, því að þar lágu hjónin og bæði komin að dauða. Bæði voru svo máttlaus, að þau gátu ekki hreyft sig, þeim var erfitt um andardrátt og höfðu mikinn hita. Auðséð var á öllu þar inni, að þeim hafði ekki verið hjúkrað og þau höfðu hvorki fengið vott né þurrt síðan þau lögðust. Þess var heldur ekki að vænta að nágrannar þeirra skiptu sér neitt af þeim. Það var á hvers rnanns vitorði, að höfðinginn hafði skipað Kawiti að deyja, og þá hlaut hann að deyja, og engum kom til hug- ar að skipta sér neitt af því. Ellerton sá að hér þurfti skjótra ráða, ef þess ætti að vera nokkur von að bjarga hjónunum. Hann byrjaði á því að hagræða þeim í fletinu. Sdðan lagði hann hendur yfir þau og baðst fyrir. Hann vissi að það mundi hafa bezt áhrif að hann ákallaði Io, guð þeirra, og þess vegna sneri hann bænum sínum fyrst til hans. Síðan ákallaði hann hjálp- aranda sinn og bað hann að lækna þau. Svó fullvissaði hann þau um, að hjálp- arandi sinn væri miklu kröftugri en „mana“ höfðingjans, og það væri því að þakka, að hvítu mennirnir væru miklu lengra komnir í dulvísindum heldur en Maori-menn. Hann benti þeim á ýmis dæmi um að hann hefði læknað sjúklinga, sem Maori-prestar hefðu verið gengnir frá. Og á allan hátt reyndi hann að blása þeim í brjóst þeirri trú, að hann væri máttugri en höfðingi þeirra. Eftir litla stund fór að færast líf í hjónin, og brátt settust þau upp í rúm- inu og fóru að tala við hann og voru þá brosandi út að eyrum. Þá var það, að dóttir hjónanna, ung að aldri, kom inn í kofann. Hún varð sem þrumu lostin er hún sá foreldra sina albata, að því er virtist. Ha lann þekkti Kawiti vel, því að Kawiti hafði oft unnið hjá honum, og SIGUR Eftir Þorgeir Sveinbjarnarson Já, loksins er göngunni löngu lokið. Gjárnar að baki, björgin, urðirnar, dauðinn. Göngunni löngu er lokið, og við setjumst upp í vagninn og ökum endalausa sléttuna. „Komdu nær, barnið mitt“, sagði Kawiti glaðlega, „þessi mikli læknir, sem hefir læknað okkur, mun nú lækna þig líka“. Ei jllerton blöskraði að sjá barnið, andlitið var þrútið og varirnar likt oa uppblásnar og vall úr þeim ígerð. Hér er verra við að eiga, hugsaði hann með sér, því að hér er um sjúkdóm að ræða en ekki ímyndun, eins og hjá foreldr- unuim. Og eitt augnablik missti hana sjálistraust sitt. En svo herti hann upp hugann. Hann lagði hendur á höfuð barnsins og ákallaði hjálparanda sinn hátt og innilega og bað hann að hjálpa litlu stúlkunni. Eftir örstutta stund breyttist andlit hennar algjörlega. Þrot- inn hvarf og húðin fékk sinn eðlilega blæ. Og varirnar — það var engu líkara en þær féllu saman og yrðu eðlilegar að nýju, að öðru leyti en þvi að á þeim voru lausar skinntætlur þar sem sárin höfðu verið. Hjónunum varð svo mikið um að þau stukku fram úr fletinu og föðmuðu dóttur sína að sér. Ellerton svipaðist um í kofanum. Kom hann þá auga á marglita jólaskreytingu úr pappír, sem hékk þar á vegg. Litla stúlkan hafði hengt þetta þarna, enda þótt hún væri sannfærð um að foreldrar sínir mundu deyja þá og þegar og hún sjálf fylgja þeim. Þá minntist Ellerton þess, að nú var aðfangadagskvöld, og innilegur fögnuð- ur gagntó-k sál hans og þökk til þeirra máttarvalda, sem 'hér höfðu látið gerast dásamlegt kraftaverk. 24. desemiber 1966 -LESBÓK MORGUNBLAÐSINS U

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.