Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Blaðsíða 23
Kudolf tekur aríu fyrir gestina. ttm stéttum þjóðfélagsins. Eitt kvöldiS voru þarna nokkrir þingmenn og meö- limir borgarstjórnar Kaupmannalhafnar að gera sér dagamiun. Hópurinn sat við flest borðin, sem er að finna í „Gyllta lyklinum", og fólkið hafði með sér sínar eigin sígarettur og vindla, því Rudioif eelur ekki tóbak. Allir, sem koma í heimsókn til Kbng Rudolf, virðast vera vinir hans og þekkja hann. Enginn kallar á „þjóninn ‘ þegar öl vantar á borðið. Það er alltaf kallað á Ihann með nafni. Nú var dronning Ingeborg aftur kom- in til verká. Hún afgreiðir gestina meðan Rudolf tekur eina aríu eða situr og skáilar við gesti sína. Allir þekktu Ihana líka með nafni. Margir karlmann- anna föðmuðu hana á meðan Rudolf kyssti frúrnar. S íðasta kvöldið, sem við vorum í Kaupmannahöfn, fórum við til að (heimsækja og kveðja Kong Rudolf. Hann fagnaði okkur vel að vanda og íslenzki fáninn var umsvifalaust kominn á borð- ið, ekki heiðursborðið að þessu sinni, því þar sátu gestir fyrir. Tveir danskir ambassadorar og frúr þeirra, sem voru í leyfi í borginni. í einu horninu sátu piltur og stúlka, hvísluðust á í hálf- rökkrinu, greinilega elskendur. Við sögðum Rudolf, að nú hefðum við komið til að kveðja konung vorn, því við færum heirn daginn. eftir. Hann kvaðst vilja biðja fyrir kveðjur til þegna sinna og vina á íslandi og flytja heim þau gleðitíðindi, að ef til viíl myndi ihann heimsækja ríki sitt með vorinu. Skömmu síðar gekk Rudolf upp á píanópallinn. Hann sagði áheyrendum að því miður gæti hann efcki sungið þetta kvöld vegna kvefs. í staðinn flutti Ihann gamankvæði, ekki síður af innlif- un, en þegar hann tók til við aríurnar. Enda var honuum vel fagnað. Þegar Kong Rudolf hafði sinnt öðrum gestum sínum um stundarsakir, kom hann að borðinu okkar aftur. „Þið meg- ið ekki taka þessu með kóngsnafnið of alvarlega, mine sþde venner. Auðvitað er það spaug. Á engan hátt vil ég verða til að móðga hina merku íslenzku þjóð. Þetta byrjaði allt kvöldið eftir að sam- bandsslit landanna urðu. Þá var það ein- hver, sem hafði orð á því, að nú myndu Islendingar sakna þess að hafa engan kóng. Var stungið upp á því, að ég gæfi kost á mér. Að sjálfsögðu var ég reiðu- búinn til að fórna mér fyrir hina ís- lenzku vini mína. Nafnið festist við mig og síðan hafa íslendingar komið til að sjá kónginn í Kaupmannahöfn.“. Er hér var komið gefck skeggjaður, myndarlegur maður í salinn. „Þessi er skáld. Hann kemur hér oft. Hann er mikill Íslandsvinur, enda af íslenzkum ættum. Hann heitir H. Jon,“ sagði Rud- olf og fór til að spjalla við hinn nýja gest sinn. Dronning Ingeborg kom nú með nokkra bjóra á borðið til viðbótar ag þegar Kong Rudolf kom aftur kvaðst hann vilja skála fyrir dómi Hæstaréttar í handritamálinu. „Á íslandi eiga hand- ritin heima og hvergi annars staðar. Það eru ykkar dýrgripir. Það hef ég oft sagt þeim þingmönnum, sem hingað hafa komið. Sérstaklega á meðan afhending- orfrumvarpið var til meðferðar í þing- inu.“ S káldið H. Jon, sem hafði setið drykklanga stund og skrifað af kappi á pappírsblað, stóð skyndilega á fætur, þaggaði niður í píanóleikaranum og kvaðst vilja flytja ljóð, sem hann hefði verið að yrkja vini sínum Rudolf til heiðurs. Ljóðið nefnist „Konge-hyldest“ ®g er þannig: Du og jeg. Vi er flygtninge! Fuld med rædsel for den dag, Der ikke er vor, Men vi skaber og lever. Dagen — Fuld af angst En knugende tyngde Sþnnens byrde. Midt i vor afmagt rejser vi os, S0ger som vildfuglen mod fyret. Den ledende stjerne, Der blinker í den dunkle gade. En raslen af n0gle. Og freden gror í vort sind. Vi er hjemme. Gestirnir í „Den gyldne n0gle“ í „den dunkle gade“ Lþngangstræde fögnuðu skáldinu vel, þegar það hafði lokið flutningi ljóðsins, með sinni þrumandi röddu. Það var eins og ekkert væri sjálfsagðara, en gestirnir á þessum stað rísi á fætur og flytji ljóð eða taki eina aríu. Skáldið virtist ánægt með móttökurn- ar og settist aftur við borð sitt, saup á bjórnum og tók aftur til við að skrifa. Það mátti sjá á Kong Rudolf, að Ijóðið gladdi hann. Nú var tekið að líða á kvöldið og ambassadorarnir tveir og frúr kvöddu Rudolf og Ingeborig. Ambassadorarnir föðmuðu að sér drottninguna á meðan kóngurinn kyssti frúrnar. „Ég hef þekkt marga íslendinga um dagana og sumir þeirra eru góðir vinir mínir. Ég hef aldrei lent í neinum vand- ræðum með þá, þótt ölið hafi svifið á þá, að einum undanSkildum. Hann varð veikur af drykkjunni. Að vísu gat bless- aður maðurinn ekkert við þessu gert. En engum líðst að svína út „Den gyldne n0gle.“ Maðurinn hefur ekki fengið hér inngöngu upp frá því.“ H. Jon, stóð aftur á fætur og flutti ljóð til heiðurs Dronning Ingeborg. Hann sagði okkur, að hann hefði ekki getað ort í margar vikur. Þegar svo stæði á kæmi hann oft til Kong Rudolfs. Þar kæmi andinn oft yfir hann. Og skáldið settist aftur niður til að festa á blað hugdettur sínar. Nú var orðið áliðið nætur og kom- inn tími til að kveðja Kong Rudolf, þennan brosmilda og söngglaða íslands- vin. Og Dronning Ingeborg. Það er gott að vita af þeim í Höfn. Um leið og við gengum út ómaði I eyrum okkar þriðja ljóðið ,sem H. Jon orti þetta kvöld og flutti sinni hljóm- miklu röddu. „Den gyldne n0gle“ heitir það: Det kloer og minker í mþrket Det varmer en frysende sjæl. At se den stjerne. Der leder den trætte fod. Og vide at Rudolf gæstfri Ábner sine anme. Som St. Peter í himlens borg. Og hilser: Velkommen min kære ven! Velkomne mine s0de piger! Jeg elsker jer alle! Ingen fordomme. Men den der er. Finder noget. - UEXIKÖ Framhald af bls. 13. menn Cortés fóru á fund Indíánahöfð- ingjans með vopnahlésskilmála, en hann neitaði að hlusta á mál þeirra og lét drepa þá. Sendiboði hans til Cortés kom með svcihljcðandi skilaboð: „Sendið ei nokkurn mann, sem metur líf sitt, til mín að ræða uppgjöf." Cortés gat ekki annað en dáðst að hugreloki og þreki andstæðings síns, en eigi að síður drap hann án miskunnar alla Azteka, sem hann náði til. Cuauht- émoc náðist, er hann reyndi um nótt að flýja borgina á bátkænu. Hendur hans voru bundnar, og hann fluttur fyrir Cortés. Særður og uppgefinn stóð Indí- ánaprinsinn fyrir framan hinn sigurvissa spænska hershöfðingja. „Malinche", sagði hann titrandi röddu. „Ég hef gert allt sem ég get til að verja mig og fól-k mitt, og nú er svo málum komið, að ég stend hér, illa á mig kominn. Gjör við mig hvað sem þér sýnist.“ Hann beygði sig og greip sverðið í belti Cortés. „Notaðu þetta, og dreptu mig núna.“ Þannig lauk úmsátrinu um Tenocht- itlán, glæsta höfuðborg hins volduga Aztekaríkis. Borgin var í rústum. Á strætum hennar var megn óþefjan rotn- andi búka Indíána, sem í þrjá mánuði höfðu varizt af meiri hörku en dæmi eru til. Um nóttina komu þrumur og eldingar. Steyþiregn helltist yfir rústir bor.garinn- ar. Þeir fáu Aztekar, sem eftir lifðu, voru þess fullvissir, að guðir þeirra kæmu nú til að hefna þeirra. En með nýjum degi reis ný staðreynd. Veldi Azteka var liðið undir lok. Mexíkó var orðin spænsk nýlenda. — Martröðin Framhald af bls. 21. þeim ollum út í einu og á eftir verður allt gott á ný. Það varð löng þögn, en Siðan spurði móðir hennar: — Skilurðu okkur nú, Anna mín? A nna sá ekki hrve eftirvæntingar- full þau biðu svarsins. Hún horfði lengi á þau til skiptis, en síðan kinkaði hún brosandi kolli og tók um hendur þeirra. Hún skildi nú raunverulega ekki hvað mamma hennar átti við með gufu og gufukötlum, en hún ski'ldi, að nú var allt komið i lag. Mamma ætlaði ekki að fara á brott og palblba þótti jafn vænt um þær. Heimurinn hennar var aftur kominn í réttar skorður . Poreldrarnir lögðu sofandi barnið i rúmið og breiddu yfir það. Síðan stóðu (þau lengi yfir henni og virtu andlit hennar ifyrir sér, áður en þau leiddust á tánum út úr herberginu. Ingvi H. Jónsson þýddi. 24. deseoniber 19ÖI6 -LESBÓK MOPtGUNBLAÐSINS 23

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.