Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Blaðsíða 9
ég eittfivað óvænt eTns og 'til dæmis Robinsson Krúsóe frá Palla. (Það var piltur, sem oft dvaldi á heimilinu). Jólakveðju frá dönskum sunnudaga- ekólabörnum var ég þegar búin að fá, en hafði naumast leyft mér að líta í hana. Ég ætlaði að lesa hana á jóla- nóttinni og á meðan mundi ég hugsa um systkini mín, sem einnig fengu svona jólakveðju, það var eins og þetta, 6em við áttum sameiginlegt, færði mig ofurlítið nær þeim. Og ég mundi hugsa ínikið um hana möminu mína fyrir sunnan og biðja þess, í von um bæn- heyrslu, af því að það var þessi nótt, að ég fengi að sjá hana á nýja árinu. Ef ekki, þá á þar næsta ári. Ég vissi að mamma vildi að ég væri guðrækið barn og reyndi því að segja: Verði þinn vilji. Mér fannst jólin vera komin, þó að ekki væri orðið heilagt, þegar ég klæddi mig í jólafötin, sem voru að mestu leyti ný og heimaunnin. Ég skrapp fram í fjósið, sem var tengt hlóðaéldhúsinu með stuttum gangi. Mig langaði til að ljúka þvf af að óska kúnum gleðilegra jóla, ekki mundu þær vita, að jólin væru ekki alveg komin. Þær voru þokkalegar og sælar með sig, búnar að fá valdar viskar af ilmandi töðu og áman þeirra full af nýsóttu vatni, sem hafði verið tekið úr vök í ánni, þegar vökin var brotin sáu piltarnir, hvað ísinn var þykkur, mundi halda vel hesti og sleða með fólki. Hundurinn okkar, hann Kerri, tiplaði með mér og brosti út að eýrum, hann var spakvitur og glaðlyndur og átti mikilli hylli að fagna. Þegar ég kom inn í baðstofu reis kötturinn minn, hann Hlini, upp í auka- rúminu, teygði sig ögn til að fríska sig upp og tók svo til við að sleikja á sér lappirnar og strjúka þeim um snjáldrið. Það var rétt eins og hann sæi, hvað ég var hrein og vildi fara að mínu dæmi. Þegar búið var að Ijúka frammiverk- unum settumst við að jólasnæðingi. Það var mikill ilmur af jólakrásunum, log- andi vaxkertum, lyngi, er við höfðum skreytt með, og eini, sem við höfðum brennt í stónni. Mamma las jólaprédikun, sem hét: ,.Það er yíir oss vakað.“ Á undan og eftir sungum við jólasálma. Undur þótti mér þetta sálmavers fallegt: ,.Á himni næturljósin ljóma svo ljúft og stillt og rótt, og unaðsraddir engla hljóma þar uppi um helga nótt. Ó, hvað mun dýrðin himins þýða? Og hvað mun syngja englaraustin blíða? Um dýrð Guðs föður, frið á jörð og föðurást á barnahjörð.“ Ég bændi mig eins og ég sá pabba og rriömmu gera. Svo buðum við hvert öðru góðar stundir og gleðileg jól. : • • \ ::-:0 ■ ■ ■xí-íí:' ■ ': :: iirii# •\ í r ' : : ' W'' •' ■' j ; : v Dickens og jólin Éramhald af bls. 7 stöfum á titilblaði. Frásögnin er þrung- in tilfinningahita, sem hann hafðí aldrei fyrr látið í ljós. Sagan er upp- ljómuð af ljósadýrðinni í búðunum, há- rauðum einiberjunum og eldglæringun- um frá brakandi eldiviðarbolum, sera skiðloga í arninum. „A Christmas Carol“, jólaævintýrið, var tilbúið til bhtingar í nóvemberlok. Þegar vinnuæðið rann af Dickens, greip hann ofsakæti. Hann veitti sjálfum sér jól, eins og hann kaus helzt að hafa þau, með húsfylli af vinum — og hví- líkum vinum. William Thackeray, John Foster, Thomas og Jane Carlile sam- einuðust fjölskyldu hans, sjálf ennþá meiri börn en krakkarnir. ldrei hefur sézt önnur eins veizlumáltíð, skrifar Dick- ens, aðrir eins dansar, annar eins sjón- hverfihgamaður, önnur eins faðmlög..... við Foster lékum stórkostleg töfrabrögð, Við seiddum fram býting í tómum skaftpotti og létum hann loga í húfu Stanfields, án þess að skemma höfuð- fatið. Ég breytti kexkassanum í lifandi marsvín, sem hljóp milli fótanna á krökkunum mínum. Það vakti svo mik- inn fögnuð og hafði svo mikil óhljóð í för með sér, að þau hafa heýrzt alla leið til Ameríku ...... Þessu næst dansaði Dickens sveita- dansa. — Hvellirnir af sprengingunum og kampavínið eftir kvöldverðinn hafði slík áhi-if á okkur að við létum sem óð værum, segir Jane Welsh Carlile. — Thackeray þreif utan ima mig, svo þybbin sem hann nú var, og sneri mér með þvílíkum hraða að ég æpti upp: — í hamingju bænum hættið! Annars skellið þér höfðinu á mér í vegginn, svo heilinn liggur úti. — Það gerir ekk- ert til, svaraði Thackeray. Á jólunum þarf maður ekki á heila að halda, þá hefur maður aðeins not fyrir hjarta. Þetta var í stuttu máli það, sem Dickens hafði viljað segja og var að hans áliti hin eiginlega jólákenning. Sú kenning, að gleðin sem við njótum vegna hamingju annarra, stuðli í svo óendanlega ríkum mæli að okkar eigin hamingju. TilfinningEU’ mannlegs bróð- urþels er vel hægt að þroska. Það er til í öllum, jafnvel Scrooge, eins og kemur fram í sögunni sem Dickens skrifaði. Ef við kunnura að þróa það og festa það í sessx, þá erum við hólp- in. Akaflega skynsamleg kenning, sem Dickens flutti óteljandi fjölda lesenda um víða veröld, og sem hefur líka gert þá að betri mönnum. Lesið aftur þetta „Jólaævintýri“ hanj Dickens nú um jólin. (Þýðinguna gerði E. Pá.) S4, desember 19IQ® ■LESBÓK MOPvGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.