Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1967, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1967, Qupperneq 4
#. Vandamáíið nú á fíimsm: Þmfin 2. Máítur tungumálanna Fjöldi mælenda — Útbreiðsla mála — Not í hemaði og stjórnmálum — Tungumál og efnahagur — Menn- ing og máL 'k F rá sjónarmiði málvísindanna eru 611 tungumál í grundvallaratriðum eins. Þau eru öll byggð upp af aðgreinan- legum málhljóðum, af málfræðilegum atriðum, svo sem forskeytum, viðskeyt- um, breytingum á einstökum orðum og orðaröðun, af orðum, sem tákna sér- staka þætti merkingarinnar, og af setn- ingum eða fullkomnum ummæliam, sem tákna minnstu einingu fullkominnar merkingar. í töluðu máli (þó ekki í rituðu) eru þau öll jafnauðveld og skýr fyrir þá, sem eiga þau að móðurmáli og hafa heyrt þau og talað frá baxn- æsku, hversu framandi og flókin sem þau virðast þeim, sem ekki hafa til- einkað sér þau á sama hátt. Þau hafa öll sama markmið,, að flytja hugsanir frá manni til manns. Þau hafa öll í sér fólginn möguleika til að verða hugs- anamiðill bókmennta, heimspeki, vis- inda og stjórnmála. Líkt og mannlegar verur eru þau gædd einstaklingseðli, fullkominni heild af lífrænum einkenn- um og vitsmunalegum og andlegum eiginleikum, sem aðgreinir þau frá lægri tegundum sköpunarverksins. En rétt eins og allir menn, þó jafnir séu fyrir guðs augliti, eru samt ekki gæddir öllum hæfileikum, mætti og gáfum í sama mæli, eða hafa ekki haft jöfn tækifæri þeim til þróunar, þannig eru tungumálin greinilega mismunandi af hreinlega útvortis ómálslegum sök- um og því langt frá því að vera jöfn í víðfeðmi áliti, notkun og öðru, sem æskilegt mætti virðast. En ef velja ætti á milli ensku, tungu tíunda hluta mann- kyns með ótakmörkuðum notkunar- möguleikum um heim allan, og kvakví- útl, máls nokkurra þúsunda Indíána í Norður-Ameríku, mundi enskan naar undantekningarlaust verða fyrir valinu. Þetta val mundi byggjast á ytri að- stæðum, mannfjölda, útbreiðslu, menn- ingarlegu, pólitísku og efnahagslegu mati. Þessir þættir eru sjálfu tungu- málinu óviðkomandi, en þeir eru fjarri því að vera lítilsverðir. 1 rauninni nálg- ast þeir það að vera allsráðandi, rétt eins og auður, menntun, metorð og áhrif eru ákaflega mikilsverð fyrir ein- staklinginn, þótt ekki séu þau honum ásköpuð og miklu meiri breytingum háð heldur en hinir fastmótuðu, lif- ræn, sálrænu og andlegu eiginleik- ar, sem eru hinn sanni kjarni manns- ins. Mannfjöldaþátturinn er tungumálinu eins mikils virði og auðurinn einstakl- ingnum. Hann getur hæglega unnizt og tapazt aftur. Hann lyftir ekki verulega undir handhafa sinn, nema að svo miklu leyti sem hann færir sér vel í nyt hin auknu tækifæri. Með því að segja, að enska sé töluð af fleiri en 250 millj. manna, en griska nú á tímum af færri en 10 millj., er ekki haldið fram yfir- burðum ensku yfir grísku, heldur að- eins skvrt frá órækri staðreynd, rétt eins og sagt væri að Winthrop Rocke- feller ætti meira af peningum heldur en Albert Schweitzer. S ú staðreynd, að 13 forustutung- urnar hafa meir en 50 millj. mælenda hver, veitir þeim geysilega yfirburði séð frá praktisku sjónarmiði. En fleiri þættir koma hér til greina. Einn þeirra er útbreiðsla um heiminn, sem næst- um eins vel má færa sönnur á með at- hugun og talningu. Mælendur á kín- versku eru meir en tvöfaldir að tölu á móts við mælendur á ensku, en þeir eru heldur óhaganlega staðsettir inn- an landamæra Kína, sem að vísu er stórt og mikilsmegandi land, en þó aðeins brot úr einni heimsálfu. Enskan nýtur aftur á móti mikillar útbreiðslu um allan heim. Hún er á meginlandi Norður Ameriku, í Bandaríkjunum, Kanada og Alaska, í Evrópu á Bret- landseyjum, í Ástralíu, Nýja Sjálandi og Suður Afríku, ennfremur í óteljandi nýlendum og fyrri nýlendum brezka ríkisins, dreifðum víða um heim, frá Möltu, Gíbraltar og Kýprus í Evrópu til brezka Honduras og brezka Guiana í Ameriku, frá Indlandi og Pakistan í Asíu til Egyptalands og Kenya í Afríku. Hún er tunga sem margir hafa lært er eiga hana ekki að móðurmáli, svo að finna má fólk sem talar hana næstum hvar sem ferðazt er um. Þessir yfir- burðir í útbreiðslu gera meira en vega á móti fólksfjöldayfirburðum kínversk- unnar. Að útbreiðslumætti stendur franska að baka enskunni einni, þó að inn- bomir mælendur teljist áðeins um 80 millj. er hún í rauninni álíka útbreidd og enska. Hún er ekki aðeins ríkismál í Frakklandi, Belgíu og Sviss, heldur líka töluð af miklum hluta menntaðra manna í öllum löndum Evrópu. f Ame- ríku er hún aðeins ríkismál í Kanada, Haiti og fáeinum nýlendum Frakka, sem þar eru enn eftir, en hún er mikið töluð meðal menntastétta Suður-Ameríku. I Afríku ei’ hún ein af mestu nýlendu- Þorsteinn Þorsteinsson, fyrrv. hagstofustjóri þýddi tungunum. Madagaskar og Indókína, Samóaeyjar og Tahiti og fjöldi dreifðra eyja um Kyrrahaf og Indlandshaf viðurkenna frönsku sem embættismál. Eins og ensku má nota frönsku næstum hvar sem er. Spænska einskorðast aftur á móti að miklu leyti við vesturálfuna, þó að heimkynni hennar sé í Evrópu. Tiltölu- lega fáir mælendur á spönsku eru í Evrópu utan Spánar. í Afríku eru fáar spænskar nýlendur. Á Austurlöndum verður spönsku varla vart, nema á Filippseyjum, þar sem mikill fjöldi spænskumælandi manna hefur haldizt við síðan fyrir daga spænsk-ameríska stríðsins, en í Ameríku keppir spænsk- an við enskuna að útbreiðslumætti. Hún kveður við í eyrum manna allt frá suðurodda Suður-Ameríku norður að Bandaríkjunum og er ríkismál 18 full- valda ríkja af 22 í Ameríku. Portúgalska er líka aðallega vestur- álfutungumál þar sem hún er ríkis- mál Brasilíu sem er stærra land en Eftir dr. Mario A. Pei, prófessor í rómönskum málum viö Columbia University í New York Bandaríkin. En portúgalska er enn ríkj- andi í allvíðáttumiklu portúgölsku ríki (Portúgal og Asóreyjum í Evrópu, Ang- óla og Mozambiqe í Afríku, Timor í Indónesíu). Útbreiðslumáttur þýzku er að mestu bundinn við Miðevrópu, með því að tilraunir Þýzkalands til þess að verða heimsstórveldi misheppnuðust í tveim heimsstyrjöldum. En aðsetur þýzkrar tungu í hjarta meginlands Evrópu gæðir hana geislandi mætti sem vart verður allt norður til Svíþjóðar, austur til Rússlands, suður til Júgóslavíu og vest- ur til Frakklands og Belgíu, Svipaðan, en þó heldur minni útbreiðslumátt hef- ur ítalska, en þess verður vart í Mið- jarðarhafslöndunum. Auk þess eiga bæði þýzka og ítalska mikinn fjölda mælenda á þær tungur handan hafs, sem gefa sinn eigin keim þeim vest- urheimslöndum, sem þeir hafa flutzt til, Bandaríkjunum, Argentínu, Brasil- íu, Chile og Uruguay. í^ússneska, sem til skamms tíma var bundin við viss takmörk, hefur nú lagt út á víðáttumikið útþensluskeið. Hún er ekki aðeins drottnandi í Sov- étsambandinu, sem nær yfir einn sjötta hluta af yfirborði jarðarinnar, held- ur síast einnig í lönd Miðevrópu og Balk anskaga. Austur á við þrýstir hún á Kína, Mansjúríu og Mongólíu, en virð- ist þó mæta mótspyrnu frá Kínverj- um. Samt sem áður er rússneska ein- skorðuð við ákveðið landssvæði eins og kínverska, hindústaní og bengalí. En meðan svo er um tungumál getur það ekki verið heimsmál. Hinsústani er umkringd af smærri tungumálum og ennfremur klofin í hindí á Indlandi og úrdú í Pakistan. Hindústaní er mikilvægt og vaxandi tungumál. Sá dagur mun sennilega renna upp er það gegnir hlutverki sameiginlegs tjáningarmiðils fyrir all- ar þær fjögur hundruð milljónir manna og þar yfir sem búa um gervallan Ind- landsskaga, en þess má minnast að enn sem komið er er það aðeins kunn- ugt tæplega helmingi þess mannfjölda. Þrátt fyrir tölu þeirra, sem mæla á bengalítungu og bókmenntaverðleika hennar, verður hún að skoðast sem staðbundið tungumál fyrir norðaustan- vert Indland og Austur-Pakistan. Japanska, malajiska og arabiska eru tungumál í nokkurri sókn. Japanska sóttist eftir heimsvöldum í síðustu heimsstyrjöld, en það misheppnaðist og japanska er nú lítið meira en tungumál þeirra 90 milljóna sem Japanseyjar byggja. Ríkjandi tunga í Indónesíu er indónesiska sem er byggð á malajisku og var nokkurs konar sambandsmál um allt ríki Hollendinga í Austurindium áður en það hlaut sjálfstæði. En þetta tungumál hvílir á grúa af smærri mál- um og mállýzkum af sama ættstofni, javanísku, madúresku, balínesku og sæg annarra. Það er lítið útbreitt utan Ind- ónesíu og Malajsíu. Arabiska er þannig eina Asíutungu- málið sem er útbreitt í líkingu við stórtungur vesturlanda. Arabiska er ríkjandi tungumál á meginlandi Afríku frá Miðjarðarhafi til Sahara og frá Marokkó til Egyptalands. Hún nær yf- ir flest lönd í Miðausturlöndum, Ara- bíu, Jemen, Sýrland, Jórdaníu, Líbanon og írak. Auk þess er arabiska útbreiðslu tæki Islammenningar og áhrifa hennar gætir alls staðar meðal Múhameðstrúar- manna. Það er óhætt að segja, að hún snerti beint eða óbeint að minnsta kosti 300 milljónir manna, og meðal þeirra eru Afríkunegrar, Austur-Indíumenn, Indónesa* og Tyrkir, Kínverjar og Al- banir. IVIundi vera gerlegt að skipa tungumálunum í misjafnlega veigamikla hópa miðað við útbreiðslu þeirra, eins og vér höfum gert miðað við tölu mælenda þeirra? í efstu deild mundu þá aðeins verða enska og franska, en síðan arabiska, spænska, rússneska portúgalska og þýzka í annarri deild, og síðast kæmu þau tungumál sem verða að teljast meira eða minna stað- bundin, kínverska, indónesíska, ítalska, japanska og bengalí. En hér koma líka önnur atriði til greina, sem áhrif hafa á þessa flokka- skiptingu. Hvaða efnahagsleg öfl standa að baki hverri tungu? Hvaða stjórnmála og hernaðarsjónarmið verður að taka með í reikninginn? Hvaða vísindaaf- rek og hvaða menningarverðmæti hef- ur hver tunga fram að færa? Hér neyðumst vér til að víkja af vettvangi hreins hlutleysis. Að visu eru til skýrslur um framleiðslu á stáli, kol-. um og olíu og um tölu símstöðva og bifreiða, en það er engu æskilegra að eitthvrt tungumál væri ríkjandi í heim- inum af slíkum bláberum efnahags- ástæðum, heldur en að einstaklingur eða fjölskylda sem ætti meir en helm- ing eigna sveitafélags réði sveitar- stjórnarkosningunum. Á vorum tímum mótast herbúnaður og stjórnmálavið- horf og jafnvel vísindin af efnahags- kerfinu, svo að þau tungumál, sem notuð eru í löndum hinna máttugustu iðnaðar- og efnahagskerfa, svo sem Bandaríkjunum, Brezka samveldinu og Sovétsambandinu, gætu gert sér mest- ar vonir um að hafa stórvirkar fall- byssur og sprengjur að bakhjalli. Þetta er þó að mestu leyti blekking, því að á meðan ekkert eitt veldi hefur náð fullkomnum heimsyfirráðum, hafa stór- ar þjóðarheildir tilhneigingu til þess að útiloka hver aðra að því er tungu- mál snertir. Ef mælendur á enska tungu neita skilyrðislaust að viður- kenna tungu keppinautanna í Sovét- sambandinu og hinir síðarlöldu hafna enskunni, þá er líklegt að úrslitin verði ein af þremur. Ef til styrjaldar kem- ur, hrósar önnur tungan sigri. Ef eng- in styrjöld verður, hörfa báðar tung- urnar inn fyrir sín landamæri og verða ríkjandi þar. Eða í þriðja lagi, mála- miðlun verður og aðvífandi aðili („dark horse“) getur komið í stað þeirra beggja. ]^Í enningarþátturinn er enn eftir, en hann er svo skuggsýnn, svo háður túlkun og smekk einstaklinganna, að vafasamt er hvort hann muni nokkurn tíma eiga nokkum verulegan þátt í vali tungumáls fyrir heiminn. Hver hópur álítur sína eigin menn- ingu framúrskarandi. í mesta lagi kem- ur fyrir að sumir hinir upplýstari að- ilar einhverra menningar votti ann- arri menningu, virðingu sína með nokkr um varnagla, svo sem þegar enskumæl- andi menn viðurkenna að frönsk tunga henti vel fyrir stjórnarerindrekstur, Framhald á bls. 11 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. janúar 1967,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.