Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1967, Blaðsíða 10
En þú verður aS skrifa undir. >að er
regla.“
Daru opnaði skúffu sína og tók upp
litla ferkantaða blekbyttu með rauðu
bleki rauðu viðarpennastöngina sem
hann var vanur að gefa forskrift með
og skrifaði undir. Málaliðinn braut
blaðið vandlega saman og stakk því í
buddu sína. Síðan gekk hann í átt til
dyra.
„Ég skal fylgja þér út“, sagði Daru.
„Nei“, sagði Baldueci. „f>að þýðir
ekkert að vera með kurteisi. t>ú hefur
móðgað mig.“
H ann leit á Arabann, sem var
hreyfingarlaus á sama stað, hnussaði
sorgmæddur og hélt til dyra. „Vertu
sæll, sonur“, sagði hann.
Dyrnar lokuðust að baki hans. Bald-
ucci kom í ijós utan við gluggann, en
hvarf síðan. Skóhljóð hans dvínaði í
snjónum. Hesturinn hreyfði sig hand-
an við þilið og nokkur hænsni flögr-
uðu um. Augnabliki síðar fór Bald-
ucci fyrir gluggann og hélt í taum
hestsins. Hann hélt að brattanum án
þess að líta við, hvarf fyrst og síð-
an hesturinn. 'Heyra mátti hvernig stór
steinn valt hljóðlega niður. Daru sneri
aftur til fangans, sem hafði ekki hreyft
sig og ekki heldur haft af honum aug-
un.
„Bíddu“, sagði kennarinn á arabísku
og fór inn í svefnherbergið. Þegar hann
gekk yfir þröskuldinn, sá hann sig um
hönd, gekk að borðinu, tók byssuna og
stakk henni í vasann. Síðan gekk hann
inn í herbergið án þess að líta við.
L angan tíma lá hann og teygði úr
sér á bekknum, sá hvernig rökkrið féll
og hlustaði á þögnina. Þessi þögn hafði
kvalið hann fyrstu dagana hér eftir
stríðið. Hann hafði beðið um stöðu í
lítilli borg undir hæðunum, sem skilja
hásléttuna frá eyðimörkinni. Hamra-
veggirnir þar, grænir og svartir til norð
urs en bleikir og dumbrauðir að sunn-
an, voru framverðir hins eilífa sum-
ars. Honum hafði verið veitt staða norð-
ar á hásléttunni sjálfri. I fyrstu hafði
hann átt erfitt með að þola einveruna
og þögnina á þessu hrjóstruga land-
svæði, þar sem aðeins bjuggu steinar. A
nokkrum stöðum voru plógför, sem
bentu til ræktunar, en aðeins hafði
verið plægt til að ná í sérstaka stein-
tegund, sem hentug var til bygginga.
Hér plægði fólkið einungis til að upp-
skera steina. Annars staðar skröpuðu
menn saman þunnt moldarlag, sem
safnazt hafði í lægðir, og notuðu það
til að bæta jarðveginn í fátæklegum
görðum þorpanna. Þannig var þessu
varið; þrír fjórðu hlutar þessa héraðs
voru ekkert annað en grjót. Borgir risu
upp, döfnuðu og hurfu síðan. Menn
komu, elskuðu hverjir aðra eða börð-
ust grimmilega og dóu síðan. Enginn
skipti nokkru máli á þessari eyðimörk,
hvorki hann né gestur hans. Og samt
vissi Daru að utan eyðimerkurinnar
hefði hvorugur þeirra raunverulega
lifað.
Þegar hann reis á fsgtur heyrðist
ekkert úr skólastofunni. Hann var undr-
andi yfir hinni einlægu gleði, sem hann
í'ann til við tilhugsunina um það, að
Arabinn hefði máske flúið, og hann
væri einn eftir, laus við að þurfa að
taka ákvörðun. En fanginn var þarna.
Hann hafði einfaldlega teygt úr sér í
íullri lengd milli ofnsins og borðsins.
Augu hans voru opin, og hann horfði
upp í loftið. í þessari stellingu komu
þykkar varirnar skýrt í ljós og gáfu
honum ólundarsvip. „Komdu“, sagði
Daru.
Arabinn stóð á fætur og fylgdi hon-
um. í svefnherberginu benti kennar-
inn á stól nálægt borðinu undir glugg-
anum. Arabinn settist niður án þess að
líta af Daru.
„Ertu svangur?"
„Já“, sagði fanginn.
D aru lagði á borð fyrir tvo. Hann
náði í hveiti og olíu, hnoðaði köku
á fati og kveikti á litla ofninum, sem
nærðist á flöskugasi. Á meðan kakan
bakaðist, fór hann út í skúrinn eftir
osti, eggjum, döðlum og mjólkurdufti.
Þegar kakan var bökuð setti hann hana
í gluggakistuna til kælingar, hitaði dá-
lítið af mjólkurdufti blönduðu með
vatni og þeytti svo eggin í eggjaköku.
Við þessar hreyfingar varð fyrir hon-
um byssan í hægri vasanum. Hann
lagði skálina frá sér, fór inn í skóla-
stofuna og setti byssuna í borðskúff-
una. Þegar hann kom aftur inn í her-
bergið, var myrkrið að skella á. Hann
kveikti ljósið og skammtaði Araban-
um matinn.
„Borðaðu“, sagði hann. Arabinn tók
kökubita og bar hann græðgislega að
munninum, en hikaði við. „Og þú?“
sagði hann.
„Ég borða líka á eftir þér.“
Þykkar varirnar opnuðust hægt.
Arabinn hikaði, en beit því næst var-
lega í kökuna.
Þegar máltíðinni var lokið, horfði
Arabinn á kennarann:
„Ert þú dómarinn?"
„Nei, ég á að hafa þig til morguns.“
„Hvers vegna borðar þú með mér?“
„Ég er svangur.“
Maðurinn var þögull. Daru stóð upp
og gekk út. Úr skúrnum kom hann
með samanbrotinn bedda og setti hann
upp milli borðsins og ofnsins, hornrétt
við sitt eigið rúm. Úr stórri ferðakistu,
sem stóð upprétt í einu horninu og
var notuð sem línskápur, tók hann tvær
ábreiður, sem hann setti á beddann.
Síðan settist hann á rúm sitt. Ekkert
meira þurfti að gera eða undirbúa.
Hann varð að horfa á þennan mann.
Síðan leit hann á hann og reyndi að
hugsa sér andlit hans altekið æði. Hon-
um var það ómögulegt. Hann sá að-
eins dökkt glansandi andlitið og nautna-
legan munninn.
„Hvers vegna drapstu hann?“ spurði
hann með rödd, sem var svo fjandsam-
leg, að hann undraðist það sjálfur.
Arabinn leit undan.
„Hann hljóp burtu. Ég hljóp á eftir
honum.“
Hann leit aftur á Daru, og augu
hans voru full óhamingju og spurnar.
„Hvað ætlar þú að gera við mig?“
„Ertu hræddur?"
Maðurinn stirðnaði og leit undan.
„Sérðu eftir þessu?“
Arabinn horfði á hann opinmynntur.
Hann skildi greinilega ekkert. Daru var
tekinn að ergjast. Einnig fannst hon-
um hinn stóri líkami sinn klaufaleg-
ur og vandræðalegur í þrengslunum
milli rúmanna tveggja.
„Leggstu þarna niður“, sagði hann
óþolinmóður. „Þetta er þitt rúm.“
Arabinn hreyfði sig ekki. Hann kall-
aði til Daru: „Heyrðu!“
Kennarinn horfði á hann.
„Kemur málaliðinn aftur á morgun?“
„Ég veit ekki.“
„Ætlar þú að fara með okkur?“
„Ég veit ekki. Hvers vegna?“
F anginn stóð upp, en lagðist síð-
an út af ofan á ábreiðurnar og sneri
fótunum í gluggann. Ljós rafmagnsper-
unnar skein beint í augu hans, og hann
lokaði þeim strax.
„Hvers vegna?“ endurtók Daru og
stóð við rúmið.
Arabinn opnaði augun undir blind-
andi ljósinu, horfði á hann og reyndi að
depla ekki augunum.
„Komdu með okkur“, sagði hann.
Úm miðja nótt hafði Daru enn ekki
fest svefn. Hann hafði farið í rúm-
ið eftir að hafa afklæðzt hverri spjör.
Hann svaf venjulega nakinn. En þegar
honum var ljóst, að hann var nakinn,
hikaði hann við. Honum fannst hann
varnarlaus og langaði til að klæða sig
aftur. Síðan yppti hann öxlum. Hann
hafði lent í því verra, og ef hann yrði
neyddur til, myndi hann kála mót-
stöðumanni sínum. Úr rúmi sínu gat
hann séð hann liggjandi á bakinu, enn-
þá hreyfingarlausan og augun lokuð
undir sterku ljósinu. Þegar Daru slökkti
fannst honum myrkrið skyndilega
storkna. Smám saman öðlaðist nóttin aft
ur líf utan við gluggann, þar sem stjörnu
laus himinn hreyfðist hægt. Brátt greindi
kennarinn líkamann, sem teygði úr sér
fyrir framan hann. Ennþá hreyfði Ar-
abinn sig ekkert, en augu hans virt-
ust opin. Golan rjálaði við skólahús-
ið. Ef til vill myndi hún greiða úr
skýjunum og sólin kæmi aftur.
Vindurinn óx um nóttina. Hænsnin
flögruðu dálítið um, en kyrrðust síð-
an. Arabinn velti sér á hliðina og sneri
baki í Daru, sem fannst hann heyra
stunu frá honum. Síðan heyrði hann,
hvernig andardráttur mannsins varð
þyngri og reglulegri. Hann hlustaði á
þennan andardrátt rétt hjá sér og
dreymdi, án þess að geta sofnað. í her-
berginu, þar sem hann hafði sofið einn
í heilt ár, truflaði nærvera mannsins
hann. Hún truflaði hann einnig vegna
þess að hann kenndi nokkurs konar
bróðurkærleika, sem hann hafnaði
undir núverandi kringumstæðum, en
þekkti þó vel: Karlmenn sem deila her-
bergi, hermenn eða fangar, komast í
einkennilegt samband. Svo virðist sem
þeir sameinist, þrátt fyrir mismun sinn,
í hinu eldforna samfélagi drauma og
þreytu á kvöldin, þegar þeir hafa los-
að sig við vopn sín og klæði. En Daru
skók sig. Honum geðjaðist ekki að
þvilíkum kjánaskap. Hann þarfnaðist
svefns.
S amt sem áður hafði hann enn
ekki náð að sofna litlu seinna þegar
Arabinn hreyfði sig lítillega. Við aðra
hreyfingu fangans stirðnaði hann upp
og var á verði. Arabinn reis hægt upp
við olnboga. Hreyfingar hans minntu
næstum á svefngengil. Hann settist upp
í rúminu og beið hreyfingarlaus, án
þess að líta til Daru, eins og hann hlust-
aði með athygii. Daru hreyfði sig ekki.
Hann mundi allt í einu, að byssan
var enn í borðskúffunni. Bezt væri
að láta þegar til skarar skríða. Samt
hélt hann áfram að aðgæta fangann,
sem setti fæturna á gólfið með sömu
mjúku hreyfingunum, beið aðeins leng-
ur og fór síðan að rísa hægt upp. Daru
var í þann veginn að kalla til hans,
þegar hann fór að ganga, eðlilega í
þetta skiptið, en ofurhljóðlega. Hann
gekk að bakdyrunum, sem lágu út í
skúrinn. Hann lyfti lokunni gætilega,
gekk út og hallaði hurðinni aftur án
þess að loka. Daru hafði ekki hreyft
sig. „Hann er að strjúka", var eina
hugsun hans. „Verði þér frelsið að
góðu.“ Samt hlustaði hann með ákefð.
Hænsnin hreyfðu sig ekki. Hann hlaut
því að vera úti á stéttinni. Hann heyrði
dauft vatnsrennsli, en skildi ekki hvern-
ig á því stóð, fyrr en Arabinn stóð aftur
í gættinni, lokaði varlega á eftir sér,
kom og lagðist hljóðlaust út af.
Þá sneri Daru í hann bakinu og sofn-
aði. Ennþá seinna fannst honum hann
heyra úr djúpum svefnsins laumulegt
fótatak umhverfis skólahúsið. „Mig
dreymir, mig dreymir“, endurtók hann
við sjálfan sig. Og hann hélt áfram
að sofa.
egar hann vaknaði, var him-
inninn heiður. Kalt, hreint loft streymdi
inn um óþéttan gluggann. Arabinn svaf
og hafði nú hjúfrað sig saman undir
ábreiðunum. Munnurinn var opinn og
hann var í algjörri hvíld. En þegewr
Daru hristi hann, hrökk hann skelfdur
upp, horfði á Daru, án þess að kann-
ast við hann, trufluðu augnaráði og
með þvílíkum skelfingarsvip að kenn-
arinn hörfaði eitt skref aftur á bak.
„Vertu ekki hræddur. Þetta er ég. Þú
verður að borða.“ Arabinn hristi höf-
uðið og sagði „Já.“ Ró hafði aftur
færzt yfir andlitið, en svipur hans var
tómlegur og viðutan.
Kaffið var tilbúið. Þeir drukku það.
Báðir sátu þeir á beddanum, meðan
þeir borðuðu kökubitana sína. Því næst
fylgdi Daru Arabanum út í skúrinn og
sýndi honum kranann, sem hann þvoði
sér undir. Hann fór aftur inn í her-
bergið, braut saman ábreiðurnar á bedd-
anum, bjó um sitt eigið rúm og lagaði
til í herberginu. Síðan gekk hann f
gegnum skólastofuna og út á stéttina.
Sólin var þegar komin upp á bláan
himininn. Mild, skinandi birta baðaði
hrjóstruga sléttuna. Á bröttum stígn-
um var snjórinn tekinn að bráðna á
blettum. Brátt kæmu steinarnir aftur
í ljós. Kennarinn sat á hækjum sínum
á brúninni og virti fyrir sér hrjóstruga
víðáttuna. Hann hugsaði um Balducci.
Hann hafði sært hann. Hann hafði sent
hann í burtu og gefið í skyn, að hann
vildi ekki halda kunningsskap við hann.
Kveðja málaliðans hljómaði enn í eyr-
um hans og án þess að vita hvers vegna
var hann kynlega tómur og viðkvæm-
ur.
Á þessu augnabliki hóstaði fanginn
hinum megin skólans. Daru hlustaði
á hann næstum gegn vilja sínum, og
síðan kastaði hann æðislega steini, svo
að hvein í loftinu áður en hann sökk
í snjóinn. Hann hafði viðbjóð á hinum
heimskulega glæp þessa manns, en að
framselja hann var ekki sæmd hans
samboðið. Umhugsunin ein gerði hann
veikan af smán. Hann bölvaði samtím-
is sínu eigin fólki, sem sendi honum
Arabann, og Arabanum sjálfum, sem
hafði vogað sér að drepa mann og ekki
getað komizt undan. Daru stóð upp,
gekk einn hring um stéttina, beið síð-
an hreyfingarlaus og gekk loks inn í
skólann.
A.rabinn beygði sig yfir steingólf-
ið í skúrnum og þvoði tennur sínar
með tveim fingrum. Daru horfði á hann
og sagði síðan: „Komdu.“ Hann fór aft-
ur inn í herbergið á undan fanganum.
Hann smeygði sér í veiðijakka utan
yfir peysuna og fór í gönguskó. Hann
stóð og beið þangað til Arabinn hafði
sett á sig vefjarhöttinn og farið í il-
skóna.
Þeir fóru inn í skólastofuna, og kenn-
arinn benti á dyrnar og sagði við fé-
laga sinn: „Farðu.“
Náunginn hreyfði sig ekki. „Eg er
að koma“, sagði Daru. Arabinn gekk
út. Daru fór aftur inn í herbergið og
útbjó böggul með tvíbökum og sykri.
í skólastofunni hikaði hann andartak
framan við borðið áður en hann gekk
út, sté því næst yfir þröskuldinn og
læsti dyrunum. „Þetta er leiðin“, sagði
hann. Hann stefndi til austurs og fang-
inn fylgdi honum. En skammt frá skól-
anum fannst honum hann heyra dauf-
an hávaða að baki sér. Hann rakti spoir
sín til baka og athugaði umhverfi húss-
ins. Þar var enginn. Arabinn fylgdist
með gerðum hans, án þess að virðast
skilja nokkuð. „Förum", sagði Daru.
eir gengu í klukkutíma og áðu
við kalkstein, sem var sorfinn eins og
nálaroddur. Snjórinn bráðnaði stöðugt
meir og meir. Sólin þurrkaði jafnóð-
um pollana og hreinsaði sléttuna fljótt,
svo að hún þornaði smám saman og
titraði eins og loftið sjálft. Þegar þeir
hófu gönguna aftur, glumdi í jörðinni
undir fótum þeirra. Annað veifið skauzt
fugl gegnum loftið framundan þeim
með glaðlegu kvaki. Með djúpum and-
ardrætti drakk Daru í sig svala birtuna.
Hann fann til hrifningar frammi fyriir
þessu kunnuga, víða sviði sem nú var
næstum alveg gult undir blárri himin-
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
8. janúar 1&67.