Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1967, Side 2
11«
SVIP-
MVND
A
Myrdal hafði ætíð mikinn
að undanförnu hefur verið fulltrúi
Svía á afvopnunarráðstefnunni í
Genf, tók nú um áramótin við ráð-
herraembætti í sænsku ríkisstjórn-
ixrni. Verður hún ráðherra afvopn-
unarmála án sérstakrar stjómar-
deildar. Ráðherraembætti þetta var
stofnað nú í sambandi við nokkra
endurskipulagningu, sem gerð var
á ríkisstjórninni sænsku. Hafði ver-
ið rætt um nauðsyn slíkrar endur-
skipulagningar allt frá því að úr-
slit sveitarstj ómarkosninganna
urðu kunn sl. haust, en þá töpuðu
Sósíaldemókratar allmiklu atkvæða
magni sem kunnugt er. En endur-
skipulagningin varð knýjandi nú í
lok desember, er einn ráðlherra, Ulla
Lindström, sagði sig úr ríkisstjóm-
inni í mótmælaskyni, er ekki var
orðið við kröfum hennar um aukna
aðstoð við vanþróuðu löndin. Úr-
sögn Lindström var nokkurt áfall
fyrir sænsku ríkisstjómina, því að
vitað er að kröfur hennar hafa all-
mikið fylgi. Bæði vegna þess og
eins vegna minnkandi fylgis Sósíal-
demókrata bar því brýna nauðsyn
Alva Myrdal með manni sínum, Gunn-
ar Myrdal prófessor og fyrrverandi
ráðherra.
til að tjalda því, sem til er nú er
ríkisstjómin er endurskipulögð.
f>egar Alva Myrdal er nú skipuð
í ráðherraembætti, má líta á það
sem lið í þeirri viðleitni að skapa
vinsæla og sigurstranglega ríkis-
stjóm.
■A. Iva Myrdal hafði ætíð mikinn
eftirnafni áður en hún giftist, fædd-
ist 31. janúar 1902. f blaðaviðtali fyrir
skömmu rakti hún æviferil sinn nokk-
uð og kom þar niður m.a. hve erfitt
hefði verið fyrir stúlku að ganga
menntaveginn á árunum fyrir 1920. En
hún lét það ekki hindra sig í að afla
sér haldgóðrar menntunar og stúdents-
prófi lauk hún utanskóla í Stokkhólmi.
Að loknu stúdentsprófi varð náms-
brautin öll greiðari. Og aðeins tveimur
árum síðar lauk Alva Myrdal fil. kand.
prófi frá Háskólanum í Stokkhólmi.
Námsgreinar hennar til prófs voru
norræn mál, bókmenntasaga og trúar-
bragðasaga. En að prófi loknu gerði
hún sér ljóst, að hugur hennar stóð til
raunhæfari fræða. Hana langaði til að
lesa sálarfræði, en sú grein var ekki
kennd við háskólann þá. Alva Myrdal
lagði þó ekki árar í bát, heldur lauk
öðru fil. kand. prófi, í uppeldisfræði,
huglægri heimsi>eki og geðlækninga-
fræði, sem var námskeið á vegum
læknadeildar. Auk þess tók hún nám-
skeið í réttarlæknisfræði og vann um
nokkurn tíma sem aðstoðarmaður pró-
fessors í réttlæknisfræði.
Alva Mydal hafði ætíð mikinn
áhuga á uppeldismálum og þjóðfélags-
málum og árið 1936 tók hún að sér
stöðu sem rektor við „Socialpedagog-
iska seminariet" í Stokkhólmi. í>að
starf hafði hún með höndum til ársins
1947. Hún hefur alltaf tekið mikinn þátt
í opinberum umræðum og hefur verið
taiin vinstri sósíalisti. Skólamál hafa
verið henni mikið áhugaefni og hún
hefur oft verið til kvödd að fjalla um
þau mál. Þannig tók hún sæti í nefnd,
sem skipuð var árið 1946 til að leggja
drög að umbótum í skólamálum. Hún
hefur einnig átt sæti í stjórnskipuðum
nefndum, sem hafa fjallað um húsnæð-
ismál og félagsmál.
I fjórtán ár alls hefur Alva Myr-
dal starfað erlendis, ýmist sem sendi-
fulltrúi þjóðar sinnar eða í öðrum er-
indum. Þannig var hún frá 1949 til 1951
formaður fyrir þeirri deild Sameinuðu
þjóðanna í New York, sem fjallar um
þjóðfélagsmál sérstaklega og fimm ár
hefur hún starfað við þá deild í París,
sem fæst við þjóðfélagsvísindi. Þá hef-
ur Alva Myrdal einnig verið sendiherra
lands síns í Indlandi um fimm og hálfs
árs skeið og nú síðast hefur hún dval-
izt eitt og hálft ár í Genf, sem full-
trúi þjóðar sinnar á afvopnunarráð-
stefnunni.
Árið 1924 giftist Alva Myrdal Gunnar
Myrdal sem um langt skeið var pró-
fessor í þjóðhagfræði við háskólann í
Stokkhólmi. Um eitt skeið var hann
einnig ráðherra. Það var á árunum 1945
til 1947, en hann var þá ráðherra við-
skiptamála og æðsti yfirmaður við-
skiptamálaráðuneytisins.
l^Íokkuð hefur Alva Myrdal feng-
izt við ritstörf og hafa komið út eftir
hana nokkrar bækur, sem undantekn-
ingarlaust fjalla um þjóðfélagsmál,
einkum þó félagslega hlið þeirra. Fyrsta
bókin, sem hún skrifaði í félagi við
mann sinn, kom út árið 1934 og heitir
„Kris í befolkningsfrágan“. Þá kom
„Stadsbarn" 1935, „Stickprov pá Stor-
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Alva Myrdal
britannien" 1942 og „Efterkrigsplaner-
ing“ 1944. Þeir sem til þekkja segja að
sem rithöfundur hafi Alva Myrdal til
að bera hugmyndaauðgi og fjölbreyti-
legan áhuga.
J. viðtali, sem Alva Myrdal átti
við Dagens Nyheter fyrir skemmstu í
tilefni ráðherratilnefningarinnar sagði
hún m.a.: — Hafi ríkisstjórnin viljað
leggja áherzlu á eitthvað sérstakt með
því að tilnefna mig til þessa starfs,
þá væri það helzt það, að afvopnunar-
málin séu tekin alvarlega. Og það væri
þá skoðun stjórnarinnar, að Svíþjóð
hafi möguleika á að láta að sér kveða
á alþjóðavettvangi til framgangs af-
vopnunarmálunum.
Hún segir að það sé uppörvandi að
taka sæti í ríkisstjórninni og bætir við:
— Utanríkispólitík er ekki einkamál.
Ég mun verða til staðar til að koma
til leiðar því sem mér er mögulegt í
þágu friðarins. Hún segist munu halda
áfram að fara til Genf, en ekki eins
oft og áður. Nú tekur hún sæti á þingi
frá síðustu áramótum.
íl laðamaðurinn spyr hvernig hún
geti afkastað öllu sem hún þarf að
gera: — Skilyrði þess að geta komið
þessu í verk er að búa þar sem ég bý,
segir hún. — Það tekur mig þrjár mín-
útur að ganga til stjórnarráðsins,
fjórar mínútur að ganga til þinghúss-
ins og fimm mínútur að ganga til utan-
rikisráðuneytisins. Og hún bætir því
við að ekki megi taka of mikinn tíma
frá daglegum störfum til að elda mat.
Hún kveðst hafa mjög gaman af að
matreiða, en ekki unna sér þess nema
þegar hún sé í fríi úti í sveit. Önnur
tómstundastörf eru gönguferðir, leik-
hús, lestur, helzt bækur sem eru sum-
part skáldskapur og suinpart fjalla um
þjóðfélagsvandamálin, nýtízku list og
heimilisbúnaður. Hún kveðst fylgjast
vel með vandamálum líðandi stundar,
og finna til mikillar samstöðu með æskú
landsins. — Æskufólkið snýr sér að
alþjóðlegum vandamálum. í mínu ung-
dæmi og á dögum foreldra minna voru
innanríkismálin knýjandi. Þá var um
það að ræða að jafna tekjur hátekju-
manna og þeirra lægst launuðu. Nú á
dögum er meginviðfangsefnið fátækir
og ríkir í sitt hverri heimsálfunni.
Framkv.stJ.: Slgfos Jónsson.
Ritstjóror; Sigurður Bjarnason trá Vuzux
Matthias Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jórjsson.
Auglýsingar; Arni Garðar Kristínsson.
Ritstjörn: Aðalstræti 6. Sími 22480. '•
Utgefandi: HJL Arvakur Reykiavfit:
15. janúar 1966.