Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1967, Blaðsíða 5
IATERNA MAGICA í PRAG
- nýtt Hstform I leikhúsí
an þátt leikhúsmála í Prag. Eftir tveggja
ára þrotlaust starf lögðu þeir fram.
raunhæfa starfsáætlun fyrir Laterna
Magica-leikhúsið.
í tékkneska skálanum á heimssýn-
ingunni í Bi-uxelle árið 1958 var fyrsta
fullgerða sýningin sett á svið — hún
hefur verið nefnd samtal milli kvik-
myndalistar og leikhúslistar. Þetta list-
form gerði höfundunum kleift að sýna
mai-gar hliðar veruleikans samtímis og
jafnframt gátu þeir skeytt saman stað-
reyndum, sem í veruleikanum liggja
víðs fjarri hver annarri. í þessu tvennu
eru allir möguleikar hins nýja leik-
EFTIR LARS
Iár eru liðin rétt 70 ár síð-
an fyrstu brautryðjendur
lei'khúsmála kváðu upp úr með það,
að ný tækni og ný félagsleg og
stjórnmálaleg viðhorf hlytu að
leiða til þeirra breytinga innan leik-
hússins, sem samræmdu það tíðar-
andanum. Þessir brautryðjendur
lögðu margir sitt lóð á vogarskál-
ina til lausnar tæknilegum vanda-
málum ieikhússins. Til að spanna
það helzta í þessari nýju tækni-
stefnu leikhússins nægir að nefna
nöfn eins og Stanislavskij, Artaud,
Craig og Piscator. Tilraunir til að
skapa alhliða leikhús hafa verið
margar og fjölbreytilegar. Þessar
tilraunir eiga það þó sameiginlegt,
STORLÉER
að þeim hefur aðeins tekizt að skapa
alhliða leikhús, sem bundið er ein-
stakri sviðsetningu, en þeim hefur
aldrei tekizt að finna algildar lausn-
ir.
Leikhúsið tók kvikmyndina smám
saman í þjónustu sína til að ná áhrif-
um á sviði, sem ella hefði verið erfitt
að fá fram — og oft reyndust kostn-
aðarminni með notkun kvikmyndar-
innar. Á árunum milli 1920 og 1940
voru margar tilraunir gerðar til að
sameina kvikmyndalist og leikhúslist
þannig, að kvikmyndin bar að sínum
hluta uppi leikræna viðburði á svið-
inu. Tékkneski leikstjórinn E. F. Bur-
ian var meðal þeiira, er náðu lengst
í þessum efnum, en hann brá æfintýra-
blæ á sviðsetningar sínar með notkun
kvikmynda og kyrrmynda.
Fyrir tæpum tíu árum reyndu nokkr-
ir tékkneskir leikhús- og kvikmynda-
gerðarmenn að blása nýju lífi i þenn-
Sviðsmynd úr Ævintýri Iloffmanns í svi ðsetningu Laterna Magica.
Flestar bœkur, sem gefnar eru
út á árinu, koma út í desember-
mánuði. Á þeirri tölu mun að
verulegu leyti byggjast sú skoðun,
að íslendingar séu bókaþjóð öðrum
fremur. En sjaldan mun samt bóka-
unnendum svíða sárar niðurlœg-
ing bókmennta hér á landi en
einmitt í desembermánuði. Aldrei
kemur það betur í Ijós, að bóka-
kaup eru ekki hávaðalaus, sam-
gróinn þáttur daglegs lífs, heldur
einföld og heppileg lausn á vanda-
málinu: hvað á ég að gefa? Nú tel
ég engan veginn ámælisvert að
gefa bækur í jólagjöf eða þiggja,
en þegar bókum virðist fyrst og
fremst œtlað rúm sem einn dálkur
verzlunar og viðskipta í efnahags-
yfirliti, hljóta samskipti lesenda,
höfunda og
gagnrýnenda
að verða
nœsta tilvilj-
unarkennd og
ólíklegri en
ella til að
þoka menn-
ingarlífi þjóð-
arinnar nokk-
uð á leið.
Yrði ekki
listalíf borg-
arinnar allmiklu fátœkara (og
furðulegra?), ef listmálarar tœkju
allt í einu upp á því að sýna að-
eins einn mánuð á ári allir í einu
ra
og síðan ekkert?
Lengi hefur tíðkazt að líkja
bókaútgáfu í desembermánuði við
eyðandi náttúruhamfarir. Það tal-
ar sínu máli á fleiri en einn veg.
Fólk hefur ekki við að fylgjast
með útkomu hverrar bókar í miðri
jólaönn. Gagnrýnendur hafa ekki
undan að skrifa um þær. Oft mun
hinn almenni lesandi þá grípa til
auglýsinga sér til leiðb einingar.
Auglýsingar eru vitanlega miðaðar
við kaup og sölu, enda misjafnlega
treystandi. Þannig var merk,
bandarísk skáldsaga auglýst á þann
veg, að ókunnugir máttu œtla, að
hér vœri um œsandi kynlífssögu
að rœða. Enda seldist hún vel. En
ekki er það alltaf, sem hagsmunir
útgefenda og bókamanna fara svo
farsœllega saman, þótt á ólíkum
forsendum sé.
1 desember fœrist útsölublœr á
bókaverzlanir. Bók, sem kom út
fyrir ári, er oft ekki fáanleg fyrir-
varalaust í verzlunum. Slíka bók
þarf að sœkja sérstaklega til út-
gáfunnar. Hún hefur sem sagt þeg-
ar verið lögð til hliðar, „söltuð“
eins og þorskurinn sem veiddist í
fyrra. Margar bœkur koma líka út
það seint í desember, að svo virð-
ist sem útgefendur geri ekki ráð
fyrir jólum utan Reykjavíkur og
nágrennis. Tími leyfir ekki, að þœr
berist fyrir jól og er því tómt mál
að tala um „jólabækur" úti á
landsbyggðinni. Jafnvel útgefend-
um, sem setja allt traust á jóla-
markað, œtti því að vera hagur að
því að fœra útgáfudag bóka nokk-
uð fram.
Á undanförnum árum hafa fá-
ein útgáfufyrirtœki sent frá sér
bækur á öðrum tíma árs en des-
embermánuði. Vonandi verða und-
irtektir almennings til að ýta und-
ir þá þróun. En gagnrýnendur dag-
blaða verða einnig að þekkja sinn
vitjunartíma. Því miður vill
brenna við, að einstaka gagnrýn-
andi hirði ekki um að skrifa um
bœkur, sem út koma í „venjuleg-
um“ mánuði árs. Meðan svo er
ástatt er eðlilegt, að höfundum
þyki tryggara að fljóta með í flóð-
inu. Og hafi gagnrýnanda ekki
unnizt tími í desembermánuði til
að skrifa um bœkur, sem þá koma
út, er þá nokkuð að því að halda
áfram iðjunni og slcrifa um þœr í
janúar, febrúar, marz? Undirstaða
bókakaupa og bókalesturs er þó
þrátt fyrir allt sívakandi áhugi.
En nú er þessu lokið að sinni og
fjara íslenzkrar bókaútgáfu aftur
orðin þurr. Og íslenzkir lesendur
geta tekið undir með beitarhúsa-
manninum, sem að loknu dags-
verki át allar máltíðir dagsins í
einu hverja á fætur annarri, hall-
aði sér síðan og sagði: Nú er Jó-
hannes saddur.
Svava Jakobsdóttir.
forms fólgnir — þeir fela líka í sér
ótal freistingar til misnotkunar.
ð baki þessari heillandi tækni
liggur auðvitað sú skoðun, að ógerlegt
sé að tjá eða jafnvel gefa í skyn með
einu listformi alla reynslu, tilfinning-
ar og hugsanir sem heyra mannlegu
lífi til. Að sínu leyti er tónlistin jafn-
ófullnægjandi sem fullgild tjáning og
málaralistin o.s.frv.
Auk kvikmynda og leiks eru einnig
felldar inn í sýningar Laterna Magica
atriði með ballet, brúðuleik og lát-
bragðsleik. Og tæknin einskorðast ekki
eingöngu við þessar listgreinar. Ahrif
hljóms og myndar eru aukin með notk-
un spegla, magnara og mjög sérstæðri
ljósbeitingu. 76 hátölurum er komið fyr-
ir í áhorfendasal; til þess að ná sem
fullkomnustum áhrifum eru þeir tengd-
ir saman, tveir og tveir í 90 gráða horn,
og 16 hátalarar eru frammi við sviðið.
Með þessu móti geta áhorfendur, sem
eru sjálfir inni í miðri rás atburða,
fylgzt með þeim, sem koma fram. Með
notkun tónlistar er lögð aukin áherzla
á mikilvæg atriði atburðarásar — en
það er gert á þann hátt, að áhorfendur
merkja það varla.
í>að lá beint við að nota kvikmyndina
eins og Piscator gerði — sem baksvið
þannig að atburðir á kvikmyndinni
fléttast inn í eða samrýmast atburð-
um á leiksviðinu. Hugmyndir Piscators
eru hér færðar til svo mikillar full-
komnunnar, að lengri þróun þessarar
tækni er vart hugsanleg.
Tvenns konar tæknilegur útbúnaður
á sviði á sinn þátt í þeim frábæra
árangri, sem Laterna Magica hefur náð
í leikhústækni og leikformi. Fremst á
sviði er gólfinu skipt í metersbreiðar
22. janúar 1967,
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5