Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1967, Blaðsíða 14
og fylgir henni ávallt einhver heiðurs-
gjöf eöa þá peningaupphaeð.
Ef nautabaninn hefir staðið sig vel,
fser hann sem einskonar heiðurstákn
annað eyra nautsins, og fer þetta venju-
lega eftir kröfuna áhorfenda. Ef álitið
er að hann hafi sýnt afburða leikni fær
hann bæði eyrun. En ef atið hefir verið
svo til einstætt að verðleikum, fær hann
bæði eyrun og halann. — Meðan hann
er ákaft hylltur, gengur að nautinu
svokallaður ,puntillero“, aðstoðarmaður
vopnaður stuttum hnífi, og sker sundur
mænu nautsins, við hnakkagrófina, og
síðan eru dráttarhestar látnir draga
hræið burt af svæðinu og hafnar það
hjá slátraranum, sem bútar það sundur;
ýmist er fátækum gefið kjötið eða það
er selt strax á staðnum. Að lokum koma
svonefndir „chulos“, raka yfir sandinn
með hrífum sínum, yfir blóð og ójöfn-
ur sem rótazt hafa upp við atið; næsta
nauti er hleypt inn, og leikurinn hefst
að nýju.
Ósjaldan bíða nautabanar bana af
völdum nautsins. Einu sinni hefir sá
sem þetta ritar horft á matador fá
svo slæma útreið að hann beið bana
af. Það skeði á leikvanginum í Malaga,
árið 1936. Sá hét Sánchez, ekki ýkja-
frægur, enda ungur að árum og svo
til nýbúinn að fá sína vígslu (alterna-
tiva). Nautið var frá Villimarta-búinu,
sem í þann tíð gekk einna næst Miura
hvað fjör og grimmd bolanna snerti.
Fékk Sánchez horn bola í hægri nára
(„cojida") og stóð oddur hornsins út
um bakið (hafði snert nýrun). Nautið
fleygði manninum 6-8 metra í loft upp.
Honum blæddi út í sjúkrastofu leik-
vangskapellunnar, var dauður innan
tveggja tíma; sárið á það hættulegum
stað og of stórt til að tækist að stöðva
blóðmissinn.
Frœgir nautabanar
Matadorarnir, sem fara með aðal-
hlutverkið í þessu sjónarspili, geta orð-
ið — og verða oft — vellríkir menn.
Þegar Manolete var drepinn, þrítugur
að aldri, árið 1947, hafði hann unnið
sér inn sem svarar 175 millj. ísl. kr.
Margir „toreros" (ekki „toreador"; þó
Bizet hafi gert það nafn vinsælt í óper-
unni „Carmen", er það rétta spænska
heitið á þeim sem nautaöt stunda) hætta
lífi og limum í 10 ár eða svo og safna
á þeim tíma morði fjár; hætta þá og
setjast um kyrrt á stórum búgörðum,
þar sem þeir ala upp naut fyrir yngri
menn að etja við, svo sem gerði á sín-
um tíma hinn frægi matador Juan Bel-
monte. Hann átti reyndar einnig stærð-
arhöll á Spáni og aðra í svissnesku ölp-
unum, þar sem hann dvaldi oft sér til
heilsubótar. Hann var berklaveikur.
Það var Belmonte sem á árunum
1914 olli sannkallaðri byltingu í þessu
forna sjónarspili, nautaatinu. Fyrir
hans tíma hafði megintákmark atsins
verið að leggja höfuðáherzlu á undir-
búning eða undanfara banastungunnar
og sjálft drápið. Belmonte, lítill, frekar
veikbyggður Andalúsíumaður, lagði
hins vegar áherzluna á hættu nauta-
banans, með sínum þokkafulla og lífs-
hættulega leik með klæðinu (capote)
góða stund og oftast fast upp að naut-
inu; sjálft drápið í fyrsta sæti ef svo
mætti kalla, en sjálf banastungan varð
nr. 2. Hann lék nær hornum dýrsins
en nokkrum manni hefði dottið í hug
að væri mögulegt og varð stór-fræg-
ur fyrir bragðið í einu vetfangi. —-
Lýðurinn vonast máske ekki eftir þvi,
í raun og veru, að horfa á mann drep-
inn, en líkt og er með sirkusfimleika-
menn „fljúgandi" á strengjum og ról-
um uppi undir tjaldþakinu, þá er það
sá möguleiki að dauðinn er á næstu
grösum, ásamt fjaðurmagnaðri hæfni
mannsins að komast hjá slysi, og skeyt-
ingarleysi hans gagnvart dauðahættunni
sem veldur öllum spenningnum.
Áhorfendur koma ekki til þess að
horfa á mann ganga fram á völlinn,
drepa dýr þannig að hann -sé sjálfur
nckkurn veginn öruggur um líf sitt og
limi og laus við alla hættu, og ganga
Joselito og Belmonte 1919, áriff áffur en
Joselito var drepinn.
síðan burt óskaddaður. Þeir koma til
að horfa á dirfsku, kunnáttu, æðruleysi
og mýktina í öllum hreyfingum nauta-
banans gagnvart villidýrinu. Þess vegna
er nautaat í raun og veru ekki barátta
milli manns og dýrs, heldur öllu frek-
ar milli mannsins og — hans sjálfs!
Hvað vogar hann sér nærri hornunum?
— Hve langt þorir hann að ganga til
að þóknast áhorfendum?
„Joselito“ (José Gómez), vinur og
keppinautur Belmonte — álitinn mesti
nautabani allra tíma — lét lif sitt íyr-
ir áhorfendaskarann í smábænum Tala-
vera de la Reina árið 1920, eins og svo
margir aðrir hafa gert, fyrr og síðar. 1
verunni særast flestir og jafnvel allir
matadorar, meira eða minna, minnst
einu sinni á hverju leikári. Belmonte
særðist meira en 50 sinnum. Af um
það bil 125 frægustu eða meiriháttar
matadorum (frá þvi eftir 1700) hafa
43 látið lífið í hringnum.Eru þar auð-
vitað ekki meðtaldir þeir matadorar
sem drepnir hafa verið við upphaf leik-
ferils síns né heldur þeir bandarilleros
og picadores, sem látið hafa lífið í
nautaati.
Frægustu matadorar það sem af er
20. öldinni hafa verið: Spánverjarnir
Belmonte, Joselito, Domingo Ortega,
Manolete (Manuel Rodríguez), og Mexí-
kómennirnir R,odolfo Gaona, „Armill-
ita“ (Fermin Espinosa) og Garlos Arr-
uza.
Á síðari árum virðist áhugi manna
fyrir nautaati vera meiri en nokkru
sinni áður. Keppnin milli tveggja mata-
dora (,mano-a-manos), þeirra Antonio
Ordónez og Luis Miguel Dominguín
árið 1959, vakti meiri athygli í þeim
löndum sem nautaat iðka en dæmi eru
til.
Nautaat er fyrst og fremst alspænskt
fyrirbrigði, og Spánn er vettvangur hins
sanna nautaats (la fiesta brava), en
einnig er talsverður áhugi fyrir því i
Mexíkó, Perú, Cólombía og Venezúela.
Einstaka fleiri Suður-Ameríku-lönd
efna til nautaats öðru hverju og „nauta-
öt“ án blóðsúthellinga og algerlega
hættulaus eru stundum sett á svið I
Texas og Kaliforníu. Portúgölsku nauta-
ati mætti, eins og áður er sagt, einna
helzt líkja við lélegan sirkus.
22. janúar 1967.
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS