Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1967, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1967, Page 12
honum gengið; voru uppi ýmsar get- gátur um uppruna þess þareð allflestir höfðu óséna myndhverfinguna en þeir fylgzt höfðu með ekki gert sér grein fyrir henni; töldu sumir þetta geimryk aðrir vitsmunaveru frá fjarlægu sól- kerfi; allmargir voru þó þeirrar skoð- una að skýið væri þessa heims en upp- komið úr iðrum jarðar og baneitrað; enn kom fram sú skýring skynsamleg hafnaði þó niðurstöðum sérfræðinga: að þan Kylfings hefði leitt til sprenging- ar og hann allur tætzt í sundur; sner- ust nú rifrildin sem smástirni utan um hugsjónaglóðina varðveitzt hefði ó- sprungin mynduðu þannig skýið þá að réttu lagi væri einskonar stjömuþoka; Þessi skýring bæði braut í bága við athuganir vísindamanna einsog fyrr er frá greint svo og kom hún e-kki vel heim við útlitið undursins. A llheitar umræður orðnar og al- mennur ótti tekinn að grafa um sig meðal hjátrúarfulls lýðsins (vér upp- rifjum: maður lostinn skýi á eyrar- bakka í sumar einkennilegur atburð- ur björtu veðri hægri golu svart ský kom frá fjöllum í norðaustri stefndi skáhsillt yfir eyrarbakkakaupstað sýnd- ist því minna það kom nær fór álíka hratt yfir og fálki rennir sér á rjúpu án þess að hreyfa vængina skýið kringl- ótt tilsýndar bar yfir stóð hópur manna þaut framhjá kom við vangann á verka- manni einum varð hann þá bandóður hljóp til sjávar hinir þrumu lostnir eltu nokkrir náðu áður drukkn- aði í stuttu máli albrjálaður óður tal- aði allskonar vitleysu bæði einstök orð setningar alla vega rangsnúið þeir héldu urðu að beita öllum kröftum hann sliti sig ekki af þeim til bragðs vefja dúki höfuð létu leggjast héldu tók þá að sljákka eftir nokkra daga hvarf æðið ekíd náði sér fyrr eftir hálfan mánuð maður sá skýið hitti varð svart- ur eða dökkrauður á kinnina hvarf smám saman sem batnaði) nú skiptist orðið í tvo hópa andstæða: þá reyna vildu að ná sambandi við skýið enda trúðu þeir að þar færi skyni gædd vits- munavera vel gefin góðra gáfna greind- arvísitölu hárrar og friða það göfugri tónlist og ræðum stjórnmálaskörunga og svo þá hina þegar í stað vildu láta baða það jökulvatni sprautuðu úr há- þrýstidælum likt og tíðkast í kvikmynd- um erlendum undir svipuðum kring- umstæðum með það fyrir augum að eyða því til fullnustu eða í það minnsta lama; þá var það og mátti ekki seinna vera að mönnum vitraðist mærin Veri- tas kviknakin í blómanum og hjúpur- inn lyftist af leyndardómnum um upp- runa skýs og eðli er út bárust bólstrin- um úr bölvanir og rögn: skammar- og illyrði af ýmsu tagi óprenthæf nöfn hulindóma kven- og karllíkamans og margt fleira óviðurkvæmilegt; kenndu þar allir Kylfings frægar formælingar og knátti þá skilja hvernig í pottinn var búið grúinn: að megineindir þær tvær vísindamenn höfðu af speki sinni útreiknaðir voru hvorki meira né minna en il maestro Kylfingur sjálfur og Fyr- irbærið; börðust þeir svo grimmilega svo hart og títt að á mátti ekki auga festa; mynduðu þannig skýið; laust hann upp fagnaðarópi og var upp frá því fylgzt af óttalausum áhuga með bólstrinum á braut sinni og leitazt við að greina staka likamshluta hetju dags- ins þó ekki væri nema rétt í svip svo sem er biksvartur hægriganglimur birtist og var í sekúndubrot greinan- legur beru auga svo og hlera eftir tungutaki Surts hvítkylfings og þeirra stríðenda. Sannlega sannlega þetta var grimmilegur hildarleikur: hefði Davíð verið stærri en Golíat og Golíat minni en Davíð hefði mátt saman líkja rimm- unum. Hvílikt náttúruafl sem hann er mannfjallið hvíslaði lítill maður rak matvöruverzlun í vesturbænum; hann tyllti sér á tá og teygði háls upp og fram tókst þannig að kíkja yfir axlir hávaxnari manna fyrir framan ef vera kynni hann kæmi auga S grænslikjað báknið í bólstrinum en úr honum stóð einsog áður er getið flaumurinn út for- mælinga hinn ógurlegasti munnsöfnuð- ur og hafði staðið óslitinn siz hans fyrst varð vart; innihélt hann framlag beggja aðila en það varð mögum Heimdallar gleðiefni ósegjanlegt að hverju klúr- yrði Fyrirbærisins svaraði Kylfingur tíu nýjum og ferskum svo unun var á að hlýða. A. ðgerðarlaus horfandi hlustandi á leikinn eirði þó söfnuður eigi til lengdar: athafnaþrá þátttökuhneigð annað tveggja ellegar bæði tóku áhlaupi hlédrægni hógværð annað tveggja ell- egar bæði; hóf hann að stíga um ský- ið dans utan rangsælis hægt í fyrstu ma poco a poco accelerando: (rondo) largo lento grave adagio larghetto adag- ietto andantino: hljómkviðarins þriðji þátturinn: dansið ó þér stráhattaða ung- barnafjöld og ísalands hlustþormu öld- ungar í borgarhjartarótinni mun mað- ur? senn járnum skorðaður og helgikýr hundraðlitar kynlega trítlandi táturn- ar fjölskrúðgar fjallkonur mannfjöll taka sér far með forvitninni sparibún- aður bláhvítrauð að berja hann aug- um börnin mín en ★ hvínandi litfagr- ir herlúðar æðstir ic stórlátra mjólkur- jökla steytendá pappírslensur sínar mót himni hlógu fögrum blóðstokkn- um vörum reiðilega eða iðrun ölvaðri ★ söfnuðir söngvinnir hófu úr kverkum sér og þrýstu út strætið titrandi loft- straumum ætluðum fimsvörtu fjall- inu hvejandi án þurftar: fram fram í nafni réttar og öryggissælir eru víg- fúsir þvít þeir munu friðinn fá gegn guðlausum gunnreifir þareð oss hungr- ar og þyrstir í réttlæti að stíga um skýið dans utan rangsælis hægt í fyrstu ma poco a poco accelerando: (rondo) largo lento grave adagio larghetto adagietto andantino andante moderado allegretto allegro moderado allegro con spirito: hljómkviðarins þriðji þáttur- inn: dansið ó þér stráhattaða ungbarna- fjöld og ísalands hlustþormu öldungar í borgarhjartarótinni mun maður? senn jámum skorðaður og helgikýr hundrað- litar kynlega trítlandi táturnar fjöl- skrúðgar fjallkonur mannfjöll taka sér far með forvitninni sparibúnaður blá- hvítrauð að berja hann augum börnin mín grýttu hann og hver ekki kominn utan galvaskur gatnavísnasöngvarinn Giljagaur þríhrakinn úr landi að fullu og öllu studdur grjóti barður illum aug- um hræktur meiðandi hnjóðsyrðum og vessum ofsóttur leiðurum hví? því og tók að syngja hörpuslætti syngdu klingdu óma ljúfra lát oss njóta: Kylf- ingur uppá strætið stóð/ honum gjörði hans bláa blóð/ í æðum að svella/ sjö orð hann mælti á samri stund/xxxx- xxxxx xxxxx xxxxxx xxxx/ xxxxxx xxxxxxx xxxxx og fjórhrakinn að fullu og öllu en önnur var þá öldin er höfuð sátu á stöng/ þá var ei til skeljastaða leiðin löng enn tónað en ★ hvínandi litfagrir herlúðar æðstir ★ stórlátra mjólkurjökla steytenda pappírslensur sínar mót himni hlógu fögrum blóð- stokknum vörum reiðilega eða iðnm ölvaðri ic söfnuðir söngvinnir hófu úr kverkum sér og þrýstu út strætið titr- andi loftstraumum ætluðum firnsvörtu fjallinu hvetjandi án þurftar: fláðu Fyr- irbærið Kylfingur Kylfingur kýldu hann á kjammann og lögspök grágögl tónuðu þríraddaða niðurstöðuna; acta exteriora indicant interiora secreta skerðu af honum skeggið mélaðu hann og mýldu gerðu úr honum gúllass en dánarorðin far Surtur með sigur litla matvöruverzlimarmannsins bárust o- greinilega uppúr dansandi þvögunni hvar undir téður lá kraminn troðirm spúðu honum í fésið hvílíkur fögnuð- ur kyllikyllikylli fiffiffiffiffiffiff ngo ngo rrrrrrað stíga um skýið daps utan rangsælis hægt í fyrstu ma poco a poco accelerando: (rondo) largo lento grave adagio larghetto adagietto andantino andante moderado allegretto allegro moderado allegri allegro con spirito allegro con fuoco allegro assai allegro vivace vivace presto prestissimo: hljóm- kviðarins þriðji þátturinn: dansið ó þér stráhattaða ungbarnafjöld og ísalands hlustþorrnu öldungar í borgarhjarta- rótinni mun maður? senn járnum skorð- aður og helgikýr hundraðlitar kynlega trítlandi tátumar fjölskrúðgar fjallkon- ur mannfjöll taka sér far með forvitn- inni sparibúnaður bláhvítrauð að berja hann augum börnin mín og spakmæli og hvatningarorð hrutu þeim af vör- um meðan smám saman litaskrúðið há- tíðargestanna rann saman í öldungis ófrágreinanlega skýjagráma: það var dýrðlega upphafin stund. — I^íei ekki var það fyrr en að loknu eyktar þrotlausu hyrjarfari að hvell- andi málmur og hljómandi gaf til kynna fyrirframvitaðar lyktimar; tók þá ský- bólsturinn að hægja á sér en jafnframt að breyta um svip: urðu eindir hans greinanlegar hver í sínu lagi og beru auga: loks hvarf hann gersamlega með hásri hryglu og eftir stóðu sigurvegar- inn Surtur herðibreiður hálsstuttur nef- stór nasavíður rasssíður réttsýnn leiddi (þá) Kylfingur kyrfilega jámað Fyrir- bærið (fram með sér) fjólubláan þrút- inn gustmikill í gnöturlegum haustgjóst inum stórstígur eða hálfdró (fjaUið sem fellur með föllnum en stendur með stöðn(uð)um var hann titlaður af ó- frægjendum sínum fóru með veggjum skríðandi Citiusaltiusfortius af andans- bræðrum hnarreistum lífsglöðum bjart- leitum á tUveruna) við dynjandi húrr- anir salút viðstaddra að því búnu hvesstu sjónimar á Fyrirbærið (vae victis) og krepptu allir sem einn hnefa hægri handar en beindu þumU til jarð- ar: jugula fram skriðinn undir fullum seglum á sautján hnúta hraða með sog- hljóðum siglt niður hafandi það barna kvenna og gamalmenna á fastákveðnum ófráhvikanlegum vegi hans varð en ís- brjótur avanti avanti gegnum þröng- ina Surtur (óðinn gat skjöld en skjöld- ur friðleif við gefjunni fróði friðleifs- son tók konungdóm eftir sinn föður í þann tíð er ágústus lagði frið of heim allan hann gat herleif herleifur hávar handramma fróði hávarsson vermund vitra en vermundur ólöfu ólöf gaut fróða friðsama friðleifur fróðason fróða frækna hálfdán hróa hrói valdar milda haraldur gamli valdarsson hálfdán snjalla hálfdán snjalli ívar víðfaðma en auður djúpúðga var dóttir hans og gat randver milda hann sigurð hring hann ragnar loðbrók ragnar loðbrók gat ás- laugu sigurður fáfnisbani áslaugarson gat sigmund en sigmundur siggeir völs- ungur siggeirsson reri en rerir sigin og sigin óðin og óðinn önugmund dig- urjón önugmundarson gat hróald hrekk gorgeir hróaldarson hrekks höfðunar- þórður gaut herdísi en herdís verdísi en hans kona var garöður verdísarson garöður gat þennan með þessum og hinn með hinum eftir því sem verkast vildi eða hæfði best stað og stund og þessi gat hinn og hinn þennan menn gátu hverir aðra allt hvað af tók baki brotnu unz getinn var Kylfingur) því engu skeytti stikaði burt með bráð sína gullinhærður (greiddi þeim andsvör engin) azoreygður (glögglega) og fjar- lægðist með feng sinn ó Hahahahahaha- haraldur hilditönn Egill Grímsson Þor- geir Hávarsson Hávar handrammi og þér hinir vér hlæjum í leynum hrossa- hlátri að bautasteini oss reistum og úr gagnseyrðum afkimum geysumst vér einsog jóð úr kvið draugur úr haug — og kollveltum honum. NAUTAAT Framhald af bls. 6 500 „plazas de toros“, af öllum stærð- um, allt frá þeim í Madrid og Barce- lona, sem rúma 28 þús. áhorfendur hvort, til smærri svæða í borgum og Manoiete bæjum, sem rúma um 1500. Sjálft bar- dagasvæðið, arenan (arena=sandur), er að jafnaði jafnstórt hvar sem er, munar kannski nokkrum metrum; þau sem staðsett eru á hásléttum eru heldur minni en á láglendi og við sjávarsíðu, og er þá tekið tillit til þess, að menn og dýr þreytast fyrr í þynnra lofti hásléttunnar. Leikvangurinn í Ciudád de Méjico (höfuðborg Mexíkó), sem opnaður var leikárið 1945-’46, rúmar um það bil 50.000 áhorfendur í sæti. Lrögboðinn aðgangseyrir er frá nokkrum krónum upp í rúmar 2000 krónur sætið, en vitað er að svartamarkaðsbraskarar hafa komizt upp í 20.000 krónur fyrir eitt sæti að þýðingarmiklu ati, eins og t.d. að fyrsta nautaati hins fræga spænska matadors Manoletes í Mexikó. Nesutarœkt og kynbóta- búgarðar Náut þau sem att er í „corridas" eru undantekningarlaust af hreinræktuöu kyni, alin á sérstökum búgörðum (gana- derías). Þekktustu nautin eru frá Mi- ura á Sevilla-svæðinu, bolarnir sem drepið hafa fleiri fræga matadora —■ þeirra á meðal Manolete — en nokk- urt annað nautakyn. Skömmu eftir að kálfamir eru teknir af spena eru þeir bólusettir og brenni- merktir eigandanum. Síðan eru þeir reyndir ársgamlir á opnum svæðum eða sléttum. Þeim er þvælt í það óend- anlega, velt á alla vegu, og aðeins þau dýr, sem sýna æskilega grimmd og bar- áttukjark, eru valin úr með framtíðar- nautaat fyrir augum. Nokkrir vetrung- ar, sem eru sérstaklega kynbættir og hafa hinn rétta litai-hátt og óaðfinnan- lega kröftugt byggingarlag, eru valdir úr, og þriggja vetra gamlir ganga þeir í gegnum margskonar æfingar og með- ferð (tentadero de sementales), þar sem endanlega er gengið úr skugga um hið æskilega hugarfar, grimmd og bar- áttuhug og það eðli sem krafizt er af úrvals nautum fyrir meiriháttar öt. Ef dýrin standast þetta próf, eru þau alin upp sér, til 15 ára aldurs, m.a. notuð til undaneldis. Standist þau hins vegar ekki prófið fara þau beint í sláturhús- ið. Tveggja til þriggja vetra gömul eru nautin reynd á litlum nautaatssvæð- um á búgarðinum (tentadero de vaqu- illas) og þar prófuð, með undaneldi fyrir augum. Eru þau æfð í öllum brögðum sem fyrir koma í raunverulegu nautaati. Standist þau þetta próf, eru þau alin áfram; ef ekki, fara þau beint til slátrunar. Konungsfólkið og aðrir af háaðhn- um komu til að sjá þessi reynslu-öt, og oft áttu þá þekktir matadorar við þessi ungneyti. Þatta varð að hálfsmánaðar- legum samkomum, og oft reyndu þá nautabanamir ýmsar nýjar aðferðir og brögð. Þótt ekki væru þessi naut göm- ul að árum, og lítt reynd, kom það þó ósjaldan fyrir að mennimir særðust illa og jafnvel lífshættulega í bardaga við þau. Þótti að því mikili heiður að vera boðið á slíkar nautaatsæfingar. Naut eru aldrei notuð oftar en einu sinni í ati. í fyrsta lagi er minni þeirra fágætt, og fyrri reynsla þeirra myndi koma í veg fyrir áætlaðan árangur; og í öðru lagi verða þau að vera al- gjörlega ósnortin af fyrri ötum og f fullu fjöri. — Naut eru litblind. Rauði 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. janúar 1&67.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.