Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1967, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1967, Blaðsíða 13
liturinn á slái (capote) og múletu matadorsins gerir sitt til að blóð- slettur og aðrir blettir verði ekki eins áberandi; eins gerir hann sýninguna litríkari og skrautlegri. Nautið ræðst ekki á klæðið vegna hins rauða litar, en frekar vegna þess að það sér duluna á sífehdri hreyfingu. Úthverfa hennar er gul (rautt og gult eru spænsku þjóð- ar- og fánalitirnir), og boli ræðst ekki 6Íður á gula litinn en þann rauða. I hverri ícuadrilla“ eða flokki at- vinnumanna eru þessir „toreros" (tor- eador“ er ekki rétta nafnið): Fyrst „matador“, höfuðpaurinn, þá „bander- illeros", aðstoðarmenn hans á fæti, sem etja nautinu með frekar stórum dúk eða klæði og sk.utla „banderillum" í herða- kamb nautsins. Loks koma „picadores" á hestbaki með langar lensur. Venjulega eru 6 naut drepin í hverri „corrida“, 2 naut á hvern „matador“, sem eru þrír talsins (stöku sinniun eru nautin höfð 8). Skiptast flokfcamir á lun að eiga við hvert naut. Hver matador hefir með sér 2, stundum 3 banderilloreros og sörnu tölu picadora. Matadorar verða að hafa stundað nautaöt í alllangan tíma sem „novilleros“, nokkurs konar námstimabil, áður en þeir öðlast titil- inn „fullgildur matador" við svokall- að „Alternativa". Sú athöfn er mjög hefðbundin og fylgt er sérstökum regl- um, og meðtekur þá hinn nýi matador titil sinn og stöðu af hendi eldri starfs- hróður, og er þar með tekinn í tölu hinna útvöldu. Geta má þess að laun góðra matadora eru geysimikil, og kemst engin kvikmyndastjarna í hálf- kvisti við þá, enda verða þeir flestir foxrikir á skömmum tíma. Þeir greiða svo „sínum mönnum“ hluta af launun- um, en hirða auðvitað bróðurpartinn í eigin vasa, Á nú nautabaninn að vera fær um að „afgreiða" hvaða bola sem er á rétt- an og viðtekinn hátt og eftir ströngustu reglum sem krafizt verðtu-. „Corrida" hefst með komu flokksins inn á leiksvæðið (arena) í glæsilegri Juan Belmonte. skrúðgöngu undir dynjandi lúðra- blæstri og hljóðfæraslætti sérstakra nautabana-marsa. I fararbroddi ganga einn eða tveir „alguacíles" — eins kon- ar lögregluforingjar í búningum frá 16. öld. Síðan koma matadorarnir í stuttum jökkum eða vestum og þröngum hnjá- siðum buxum úr sikli og satíni allt bródérað með gulli og silfri. Satín- herðaslá, eins bryddað og útflúrað mjög; þetta slá nota þeir aðeins við kmgöngu-marsinn. Innanundir vestinu, eem ékki nær saman að framan, klæð- ast þeir handsaumaðri knipplinga- ekyitu, og til fótanna klæðast þeir sterkum silkisokfcum, oftast bleikum að lit, með flata svarta hælalausa skó, Kkasta ballettskóm. Höfuðfatið, „mont- era“, lítill hattur, eða nánast húfa, úr örsmáum, svörtum silki-„cheniíle“- kúlum sem saumaðar eru fastar í sér- etöku mynstri á koll úr sterku efni. — Banderilleros klæðast líkum bún- ingi, en þar vantar gullbryddingamar, sem eingöngu matadoramir mega nota. — Picadorarnir hafa á höfði barða- stóra, koll-litla en þunga beige-hta hatta (,,castorenos“), jakka og vesti svipað í sniði og þeir fyrrnefndu, en ekki nær því eins íborið né skrautlegt; frá mjöðm niður að ökla klæðast þeir einskonar brynju úr Va“ þykku stáli á hægra fæti, og á þeim vinstri hnjásíð- ar verjur. Yfir þessu eru þröngar buxur úr þykku rjómagulu geitarskinni. Ökla- há stígvél, úr sama efni, vel vaxin. Þegar skrúðgangan hefir farið einn hring um svæðið, fleygir „presidente municipal“ (borgarstjóri eða þá lögleg- ur fulltrúi hans) lyklunum að nauta- stíunum (toriles) frá sæti sínu á áhorf- endabekkjum eða stúku niður til fremsta manns í fylkingunni. Þegar þeir sem ekki eiga að etja fyrsta naut- inu hafa yfirgefið völlinn og hinir kom- ið sér fyrir á sínum stöðum, opnast hlið nautageymslunnar (undir áhorfenda- bekkjum). Um leið og boli brofckar út um hliðið er fest á herðakamb hans, ofan frá, silkiborðum, eða „rósettu", með einkennislitum viðkomandi nauta- búgarðs sem alið hefir tudda. — „Band- erillero“ lætur nautið elta sig og sveig- ir þvi til og frá með klæði sínu (capote) og notar aðeins aðra höndina. Er þetta gert til að matadorinn geti fylgzt með og áttað sig á hvort nautið virðist frek- ar beita hægra eða vinstra horni, eða báðum jafnt, í áhlaupunum. Síðan gengur matadorinn fram og er þá einn á sviðinu með nautinu. — Hann byrjar að etja bola, og beitir ótal brögðum með klæðinu, upphafsbrögðin (pasos) venju- lega „veronica" eða „hálf-veronica“ (brögðin eru margvísleg og hafa hvert sitt eigið nafn). Sveigir hann nautið fram og til baka, til og frá, með mjúk- um og liðugum hreyfingum líkamans, oft í sömu sporum, en snýr aðeins kroppnum til að forðast hornin, líkast æfðum ballettdansara. Fer hann eins nærri hornunum og frekast verður komizt án þess að þau særi hann. — Þá koma „picadores“ til sögunnar að gefnu merki lúðurþeytara. Ræðst naut- ið þá venjulegast fyrst á hestinn, og er það hlutverk knapans að afstýra árás- inni með lensunni, sem hann stingur sem næst liðnum milli háls og herða nautsins. Til að draga úr höggum þess og fyrirbyggja að svo miklu leyti sem unnt er að hesturinn særist — ef illa tekst til kemur fyrir að hrossið er rif- ið á hol — er reiðskjótinn varinn þykk- um dýnum saumuðum inn í leður og striga. Þessar verjur voru fyrst lög- boðnar 1930 að undirlagi Sidneys Franlilins, einasta Bandaríkjamannsins sem náð hefur nokkrum árangri sem atvinnumatador. Hinir 3 matadorar keppa hver við annan með ótal brögðum (pasos, quites) við at nautanna, með eins djörfum, eggjandi og þokkafullum hreyfingum og þeim er unnt. Þeir skiptast á urn að etja, og í þeirri röð sem feriU þeirra sem fnllgildur matador segir til um. Þeir etja hverju nauti minnst tvisvar og mest fjórum sinnum hver, og fer það eftir þoli og fjöri bolans. Merki frá lúðrinum gefur nú til kynna að næsti þáttur ,banderilleros“ skuli hefjast („tercio de banderiUas“), og knapamir hverfa af leiksviðinu. Banderilleros skiptast svo á um að stinga 2-4 pörum hver af banderillas. Það eru 72 sm. Iöng prik, skreytt marglitum pappirsræmum eða blómum, og hafa 3 sm. stálodd með agnhaldi á öðrum enda. Er þeim stung- ið þar sem mætast svíri og herðakamb- ur nautsins. Maðurinn dregur að sér athygli bola með áköfum hreyfingum og ginningarbrögðum, ásamt hrópum og köllum, á um það bil 20 -25 mtr. færi. Þegar nautið ræðst að manninum hleyp- ur hann beint til móts við það, sveigir aðeins til annarrar hliðar, og þegar mað ur og dýr mætast stingur hann þessum örvum á sinn stað, sem fyrr er sagt, Lausn Lausnin verður því: Baltíkureisan vakti reiði Þórbergs og ærið umtal manna á meðal.. Austur í Asiu var brotinn kross til dýrðar Mao, en nú glápa allir á sjónvarp hérlendis. Flestir slepptu samtengingunni en á milli 2. og 3. setningar, og er það að sjálfsögðu einnig rétt lausn. Ymsir fundu að því að efnislega væri ekki rétt að allir horfðu á sjónvarp hérlendis, því „svo væri guði fyrir að þakka“ að byggð væri hér víðar en við Faxaflóa. Þá töldu sumir villandi að gefa í skyn og þarf þá á öllum sínum viðbragðs- flýti og mýkt að halda, því oft snerta hornin bringu hans; en hann snýr sig og vindur til hliðar, og nautið er komið fram hjá á harðáhlaupum. Er þá hættan liðin hjá í hili. Höfuð- markmið þessa atriðis leiksins og einn- ig picadoranna með lensumar ex að veikja hálsvöðva nautsins, í þeim til- gangi að það beri höfuðið nógu lágt þegar matdorinn að endingu drepur það með sverði sínu. Sumir matadorar, einkanlega Mexíkómenn, eru sjálfir meistarar með banderilluna og kjósa oft sjálfir að „planta“ þeim með eigin hendi Enn gellur lúðurinn til merkxs um hinn þriðja og endanlega þátt, sem er sjálft drápið („hora de verdad). — Er þá matadorinn aftur einn með nautinu, en banderilleros viðbúnir — allfjarri þó — ef illa skyldi fara eða meistarinn krefj- ast aðstoðar þeirra. Matadorinn staldrar við fram undan og neðan við stúku „el presidente“ sem fyrr er nefndur. Með húfuna, „montera“ í uppréttri hægri hendi, klæðið, „mul- eta“ og sverðið, „estoque" — sem ekki er ýkja langt og all mjótt — í þeirri vinstri beiðist hann formlega leyfis að tileinka („brindar") nautið ákveðinni manneskju, e.t.v. kunningja eða vini (vinkonu), og fleygir húfu sinni til við- komandi persónu til varðveizlu. Eftir að hafa att nautinu góða stund með allri þein-i mýkt í hreyfingum sínum sem hann á til, og oft hættulega nærri hornum þess, og sýnt að hann hefir dýrið fullkomlega á valdi sínu — hann á myndagátu „að aðeins einn kross“ hafi verið brot- inn til dýrðar Mao, þeir væru margfalt fleiri. Þar höfum við okkur til afsök- unar, að íslenzkur sjónarvottur nýkom- inn frá Kína hefir staðhæft að einungis hafi verið um einn kross að ræða! Dregið var um verðlaunin, og hlutu þau: Kr. 1060.00: Björn Benediktsson, Sandfellshaga I Öxarfirði. Kr. 500.00: Fjóla Sigurjónsdóttir, Skóla- stíg 10, Stykkishólmi og Árni Böðvars- son, Nýjagarði, Reykj avík. notar þá aðeins „muleta" klæðið — býr hann sig (og nautið) undir dauðastung- una. Hann notar nú aðra hvora tveggja aðferða: „al volapié (þýðir nánast „á fljúgandi fæti“) þar sem maður og boli ráðast hvor að öðrum úr kyrrstöðu — eða þá „reibiendo" (recibir=taka á móti) og þá stendur maðurixm kyrr þegar nautið ræðst að honum, og er sá háttur sjaldgæfari. — Undir engum kringumstæðum er nautabana leyft að snerta nautið með korðanum fyir en að hinni endanlegu dauðastungu kemur. Brot á reglum, meðan á corrida stend- ur og ósæmileg hegðun að öðru leyti, varðar þungum sektum eða fangelsi, eða hvorutveggja, og gildir það jafnt fyrir alla þátttakendur í atinu. Banasárið veitir matadorinn nautinu á þann hátt, að um leið og hann með vinstri hendi otar klæðinu fram og nið- ur á við — en við það hneigir nautið hausinn eins og leitandi að andskota sínum — þá stiiígur hann korðanum (estoque) með þeirri hægri á kaf milli herðablaðanna, rétt aftan við aftasta hálslið. Sverðsblaðið sveigir hann að- eins á ská, þannig að það skeri í sund- ur stóru slagæðina, og ef hárrétt er að farið, drepst dýrið á svipstundu. Ef allt hefir tekizt vel, og sér í lagi banastungan, gengur matadorinn, ásamt banderilleros, einn hring um leikvang- inn, og er þá hylltur af áhorfendum með lófaklappi, „olé“-hrópum og öðr- um fagnaðarlótum. Síðan gengur hann fyrir þann eða þá sem hann heiðraði með tileinkun (brindis) nautsins — sem áður er sagt og fær aftur húfu sína, Bf?cr/ó'N K7?0SS TÍL SyfRj) PRMFtö £NöS Uút-ff F R u i R STO ViURP 22. janúar 1967, LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.