Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1967, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1967, Blaðsíða 11
Norröna strandar. rað var fyrrihluta októbermánað- ar árið 1008, sem skipið Norröna strand- aði innan við Hvammstanga, á flúðun- um norðan við Seltangann. Þetta var um nótt, vindur vestan suðvestan og ekki hvassara en það, að tíruljós var borið milli húsa á Hvammstanga. Nú er harður straumur út með austur- landinu frá ósi Miðfjarðarár, og því virðist strandið óskiljanlegt, þar sem skipið dró akkerin af skipalegunni móti straumi og vindi. Norröna var stórt og gamalt tréskip, byggt úr eik. Það hafði gufuvél, sem þó var ekki aflmeiri en það, að skip- ið gekk fjórar milur. Skipið var norskt, og skipstjórinn sagður tengdasonur skipseigandans, sem var sagður í fjár- kröggum, lá við gjaldþroti. Þvi var eagt fyrir norðan, að skipstjórinn hefði strandað skipinu viljandi, til að bjarga tengdaföður sínum. Skipshöfnin var öll norsk, nema finnskur piltur, sautján ára. Hann var settur á vörð um nóttina, en sofnaði á verðinum. Það var altalað á Hvamms- tanga, að honum hefði verið bruggað sveí'nlyf, og svo var honum kennt um strandið. Menn aumkvuðu hann mjög, ungan einstæðing og útlendan sem fé- lagarnir sviku. Það var talið, að hann lenti í tugthúsi í Noregi fyrir að sofna á verði. Ég man sérstaklega eftir því, að Sveinbjörn „vert“ hágrét, er hann var fullur, og sagði „Aumingja Finn- inn.“ Ég var fyrir nokkru kominn suður til Reykjavíkur, er skipsstrandið varð, en ég frétti um það í bréfum og sá í blöðunum. Er ég kom norður vorið eftir, var enn mikið talað um strand- ið, enda blasti skipsskrokkurinn hálf- rifinn við. Og svo hefi ég frásögnina úr minnisblöðum föður míns, Jóns Hanssonar, sem þá enn rak verzlun á Hvammstanga. Hvað skipið hefir verið að erinda inn á Hvammstanga er ekki vitað, nema ef þar hefir verið talinn hentugur strandstaður. í skipinu munu hafa ver- ið á níunda hundrað kjöttunnur, á þriðja þúsund gærubúnt, svo var mik- ið af útlendri matvöru og öðrurn verzl- unarvarningi, sem skipið hafði ekki skilað af sér. Þegar langt var komið björgun á vörunum, kom Zöllner yngri, enskur stórkaupmaður. Hann hafði verið hér í eftirlitsferð norðanlands og austan, til eftirlits með verzlun föður síns, sem rak mikil viðskipti við kaupfélög og kaupmenn. Rétt áður fékk hann fjóra menn til að flytja sig um borð í skip á Blönduósi, og drukknuðu þeir allir í lendingu. Zöllner settist að hjá Jóhanni Möller kaup., nokkru síðar kom sýslumaður- inn. Þá fréttist, að maður væri á ferð norðan af Akureyri, sendur af Ottó Tuliníusi, sem átti að gæta hagsmuna vátryggjenda. Þegar von var á sendi- manninura voru gerð samtök á öllum nærliggjandi bæjum og á Hvammstanga »m það, að hýsa ©kki sendimanninn. Tveir heimamenn komu til pabba þess- ara erinda, en hann gaf ekkert út á það. Síðast kom til hans Böðvar Þor- léksson, skrifari sýslumanns, og vildi fá hann í þessi samtök, en þá svaraði pabbi því, að hann gerði ekki sér og héraðinu þá smán, að úthýsa lang- ferðamönnum. Þ egar Baldvin, sendimaðurinn, og fylgdarmaður hans komu að norðan munu þeir hafa frétt þetta og komu fyrst að húsi pabba. Baldvin bað um gistingu, sem hann fékk, en fylgdar- maður hans fór fram í Miðfjörð og var þar hjá ættingjum sínum, meðan þeir biðu. Er Baldvin var setztur að, spurði hann pabba, hvort hann mætti vænta nokkurs styrks, ef hann tæki vöruna. Pabbi kvað nei við, kvaðst ætla að veita bændum lið með tunnur og salt, ef þeir þyrftu með. Þetta fannst Bald- vin eðlilegt. Menn komu nú úr öllum áttum, og ætluðu að verða ríkir. Bændur héldu fund og kusu þá séra Hálfdán Guðjóns- son og Hjört Líndal til að vera í for- svari fyrir sig. Þessir tveir mættu á fundi með kaupmönnum, var uppá- stunga, að bændur áttu að hafa alla út- lenda vöru, skipið með öllu, sem því fylgdi og þriðja hluta af kjöti og gær- um. f kjöttunnu átti að bjóða 5-10 krónur og í gærubúntið 50 aura til krónu. Milli kaupmanna átti að skipta þannig, að heimakaupmenn áttu að hafa tvo hluti en hinir einn hlut. Nú var boðin upp útlenda varan, og fór hún á mjög lágu verði. Kaupmenn allir og séra (Hálfdán voru inni í Riis- búðinni, og áttu að ganga frá samningun- um, en þegar átti að taka lokaákvörð- un vantaði alltaf Skúla verzlunarstjóra Riis á Borðeyri og Jóhann Möller. Þeir komu með breytingatillögur og fóru svo í herbergi, sem var bak við búðina. Þegar búið var að selja alla útlendu vöruna, kom Hjörtur Líndal út úr Möllershúsinu, rauk inn í Riisbúðina og segir með miklu fasi: „Fyrir hönd bænda göngum við ekki að minna en helmingi af kjöti og gærum.“ Þá fór allt í uppnám, en um leið komu boð um það, að nú verði kjötið selt. Þá segir pabbi: „Að þessu hefi ég lát- ið mál þetta afskiptalaust, en hér eftir skal ég verða erfiður viðureignar, fyrst þið eyðileggið þetta samkomulag." Salan á kjötinu byrjaði og var verð- ið á hverri tunnu 31-36 krónur og fór hækkandi. Þá kemur símskeyti frá vá- tryggjendum til sýslumannsins um það, að Baldvin ráði vörunni. Kemur Bald- vin þá til pabba og spyr hann, hvaða styrk hann nú vilji veita sér. „Allan þann, sem ég má“, segir pabbi, og hvet- ur Baldvin til að yfirtaka vöruna, og gerði Baldvin það. Þá var eins og æði gripi menn, ákveðið var að gera verkfall, vinna ekki við vöruna, og voru menn sendir í allar áttir og inn í sveitir, til að fyrirbyggja, að menn fengjust þaðan. Pabbi fylgdist vel með og vissi hvað gerðist. Um kvöldið kom Baldvin til pabba og bað um leyfi til að tala við þrjá menn, en það voru Zöllner, Skúh frá Borðeyri og Edvald Sæmundsen frá Blönduósi. í þessu kom Jónatan á Holtastöðum til pabba, og vildi fá hann til að hætta við að veita Baldvin lið og sagði, að pabbi mundi hafa illt af því. Pabbi fann, að þetta var mælt af góðum hug til hans og segir: „Þetta er rétt hjá þér, ef þeir Zöllner hafa ekki óhreint mél í pokanum, en af því svo er geri ég þetta ekki.“ Jónatan mislíkaði við pabba, og fór óánægður. En pabbi virti þetta alltaf við Jónatan. Baldvin kom þá til pabba og bað hann að útvega sendimann um nóttina með símskeyti austur að Lækjamóti. Pabbi spurði, hvort skeytið væri um fund þeirra Zöllners, og sagði Baldvin að svo væri. Hann kvað þá bjóða 36 krónur í kjöttunnuna og 2,50 krónur í gærubúntið. „Hverju svarar þú“, spurði pabbi. „Ég lofaði að senda til- boðið í nótt.“ „Leggurðu með eða móti“, spurði pabbi. „Ég held ég láti það fara svaraði Baldvin. „Það skaltu ekki gera, segir pabbi, ef þeir græða á þessu, sem þeir ætla sér, geta vátryggjendur eins grætt á því. Þú hefir hér bæði tunnur og salt og það er engu erfiðara fyrir þig en þá að bjarga vörunni." En faðir minn sá, að varan var orðin of dýr fyr- ir bændur, til að hafa hagnað af. P abbi stakk þá upp á því við Baldvin, að þeir skyldu fara á fund- inn, sem þá stóð yfir í sláturhúsinu, og gefa þar upp tilboðið. Það kvaðst Baldvin ekki mega, því hann hefði lof- að að halda þessu leyndu. Ef þú ferð ekki fer ég einn, segir pabbi, sérðu ekki að þeir hafa æst bændur upp á móti þér, til að eiga hægara með að þvinga af þér vöruna. Með það rauk pabbi á stað, en Baldvin kom á eftir. Þeir ruddu sér braut til þeirra, sem voru að tala á fundinum, pabbi kvaddi sér hljóðs og skýrði frá tilboðinu og skeytinu og krafðist þess, að tveir menn kæmu með sér heim og læsu skeytið áður en það yrði sent. Völdust til þess bræðurnir Tryggvi í Klömbrum og Guðmundur á Þorfinnsstöðum. Þeir lásu skeytið, sáu því lokað og afhent sendimanni og hann fara á stað. Daginn eftir var skipið selt og ýmis- legt því tilheyrandi. Þá kom skeyti um það, að tilboði grósseranna væri hafn- að. Þeir fyrirbuðu þá Baldvin að hafa vöruna á lóðinni, sem henni var skip- að upp á. Nú vantaði mannskap til flutninganna, byrjað var um miðjan dag með fjórum mönnum, þar af voru tveir heimamenn pabba. Eggert á Ytri- Völlum og Jóhann á Aðalbreið. Um kvöldið voru þeir orðnir 17 og unnu til kl. 4 um nóttina, þá var efeki fært lengur fyrir roki. Þegar birti og þeir ætluðu að byrja vinnu aftur, sögðu þeir að búið væri að snara fyrir þá. Pabbi sagði þeim að velta tunnunum yfir snúruna og sjá hvað gerðist, hann skyldi ábyrgjast. Var þetta gert. Á hádegi voru þeir orðnir 40-50, og um kvöldið var öll varan komin suður fyrir ána. ennan dag kom Þorlákur hrepps- stjóri í Hólum til pabba og segir: „Nú kem ég til að kveðja þig, Jón minn. I gærkvöldi var ég reiður við þig og hefði ekki séð eftir þér í tugthúsið, en nú er ég búinn að sjá, að þú hefir séð betur en við hinir. Ég vona, að kunn- ingsskapur okkar haldist hér eftir.“ Það varð, því eftir hálfan mánuð var hann liðið lík. Þennan dag komu lika til að kveðja pabba þeir Sigurður á Húnstöðum, Þórarinn á Hjaltabakfea og Jónatan á Holtastöðum. Þeir báðu pabba að sjá um sinn hluta í skipinu, sögðust vel treysta honum til þess. Þeir munu hafa verið búnir að sjá hvemig í öllu baktjaldamakkinu lá. Nú var farið að vinna að vörunni, kaupið var 75 aurar til 1 krónu, en unnið var nótt og dag. Þetta þótti mjög gott kaup, því ahnennt var þá 25 aurar á klukkutímann. Öll varan var tilbúin og klár um borð í Lauru eftir fjóra daga, en skipið var sent eftir vörunni. 15 tunnur af kjöti, eða rúmlega það, var ekki fært til útflutnings. Það fenga verkamennh-nir keypt á 5 krónur tunnr- una, og var það góð hlunnindi í vi»- bót við kaupið. Pabbi hlaut af þess» vinsældir, og var talinn meiri maðu», eftir. Já, það gerðist margt skoplegt viff skipsströnd og uppboð áður fyrr, og gerist kannski enn. Menn verða eina og ljón, og skeyta hvorki um skömm né heiður, ef hægt er að svíkja assúr- ansinn. Sárfrómir menn, sem ekki mega vamm sitt vita verða að umskipting- um. Hannes Jónsson. SMÁSAGAN Framhald af bls. 3 svif en gaf með þeirri hendinni laus var Kylfingi á kjammann svo smalL 0 ss setur hljóða er vér færum atburði þessa sferáningu hverra hingað til ófreistað í Ijóði eða lausu máli í letur. Högg þetta hægri handar hnefa greitt knýttum reyndist hið alafdrifa- rikasta téð Fyrirbæri tók sér fyrir hendur fyrr og síðar á þessu ferðalagi sínu um víðar lendur hvelfd gímöld sjúklegra draumsýnanna fjólublámans án tíma og rúms:það (casus belli) dró á eftir sér dilkinn þann jafnvel stein- arnir mundu æ síðan og ræða um sín á milli eftir að á er skollið húmið og hugfangnir elskendur fara frygðarstun- um um hljóðnuð stræti dælustöðvar- innar; þá blandast á kynlegan hátt erótísk hljóðtákn og hjal steinanna: Gesta Nigrorum. í (alltað fimmhundr- uð skrefa) firð blárri blóðvellinum stirðnuðu upp stóðu rígniðurnegldir saklausir vegfau-endur ómálga börn er þeir augium börðu kolbiksvart báknið úttútna með hljóðum og grípa fram bæði og fótum aftur um Fyrirbærið utan gráan og visinn enn smækkaði allur við samanburðinn en viti mervn á allranæsta augnabliki var þar ekk- ert að sjá utan skýbólstur einn gráleit- an sveif kynduglega lágt yfir jörðu að sönnu gríðarmikinn: hvorki tangur né tötur mannanna. Sízt mun draga úr undrun þeirri hvarfið vakti (styðji oss allar góðar vættir í leit vorri sannleikans); skýið þó tilefni hálfu meiri furðu: það reynd- ist við lauslega athugun leifemanna tæpir tveir faðmar á þykfct um miðbik- ið hálfur þriðji rúmur að lengd en hæð þess frá jörðu var síbreytileg frá þrem- ur uppí sex álnir (tölur allar áætlað- ar); það snerist á sporbraut um stað þann réttsælis hvar mennirnir síðast höfðu sénir verið en snerti jörðu með um faðms bili virtist þéttleiki þess meiri atferði vitlegra en skýja yfirleitt en út- litið í það heila réði að það var svo nefnt manna á meðal; við nánari at- hugun sérfræðinga taldist það (taka ber tillit til slæmra rannsóknarskilyrða) samsett úr tveimur meginefnum á hreyfingu sífelldri virtust snúast með feiknlegum hraða hvort um annað enn mældist nokkuð af göturyki; heildar- litur skýsins var grár en höfuðefnin sitt með hvorum lit annað biksvart hitt gráleitt en að öllu samtöldu var það einsog fram var tekið líkast bólstrum þeim tiðum sjást á heiðum köldum hausthimni (samtímafrásögn sjónar- votts). Sem af má ráða áðurskráðu fór eigi hjá því að kynjar þessar að sér drægju fjöld firða jafnt þá nýkomnir voru í sjónmál sem hina vottað höfðu myndskiptin jafnskjótt og þeir höfðu að fullu náð sér eftir lostið; enn kom fólk úr fjarlægum borgarhlutum gagn- gert að sjá eigin augum undrið því fregnin fló víða; stóðu nú ljóðar um skýið alltíkring en ekki var hættandi inn á sporbrautina: var hver sá skýið snerti ekki einungis bráðfeigur heldur gisti hann og síðan aldregi gröf vígða en vítt um völlu dreifðist: svo var frá 22. janúar 1967, LESBÓK MOHGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.