Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1967, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1967, Blaðsíða 2
#• George Plimpton, ritstjóri The Paris Review, hefur á undanfömum árum vakið á sér vaxandi athygli fyrir margra hluta sakir. Má þar fyrst nefna, að hann hefur á þeim þrettán árum, sem rit- ið hefur komið ut, stöðugt unnið að endurbótum á því og tekizt að skapa því öruggan sess í menning- arlífi hins vestræna heims. Er það ekki sízt vegna viðtala við ýms fremstu skáld heims, sem þarna hafa birzt, en sum þessara viðtala eru meðal þess bezta, sem gerist á því sviði. En auk þeirrar athygli, sem George Plimpton hefur aflað sér vegna verðleika The Paris Rev- iew, hefur hann einnig í ríkum mæli vakið athygli sjálfur vegna sérstæðra og fjöíbreytilegra hugð- arefna og einstakrar atorku við að hrinda í framkvæmd hverri hug- mynd. Einn af vinum hans hefur komizt þannig að orði: „George er það metnaðarmál að kynnast öll- um þeim samtímamönnum sínum, sem eru frægir og áhugaverðir. Hann langar til að gera listaverk úr lífi sínu.“ En hann varð þó fyrst almennt þekktur er bók hans, „Pap- er Lion“, kom út fyrir skömmu. Þessi bók fjallar um æfingar og leik áhugamanns með knattspyrnulið- inu „Detroit Lions“. Er sagt að hún sé snilldarvel skrifuð, skemmtileg og stundum átakanleg. „Paper Lion“ varð metsölubók í Bandaríkjunum. I?. -I ímm arum áður hafði Plimpton skrixað aðra búk, „Out of My League“, sem er öll smærri í sniðum og vakti minni athygli. Bókin iýsir eins kvölds keppni við „All Stars“ á „Yankee Stadium". Ernest Hemingway sagði um þessa bók; „Hún er fallega skynjuð og ótrúlega hugsuð þessi frásögn af eld- raun sam viljandi er gengizt undir og hefur hrollvekjandi svipmót sannrar martraðar. Þetta er dimma hlið mán- ans í Walter Mitty.“ George Ames Plimpton er þrjátíu og níu ára að aldri, sonur fyrrverandi sendiherra, sem einnig var um skeið fulltrúi Bandaríkjanna hjá S-ameinuðu þjóðunum. Hann er hár vexti, sex fet og fjórir þumlungar, dökkur yfirlitum, ómótmælanlega laglegur maður. Plimp- ton hefur lokið námi frá háskólanum í Harvard og Cambridge og Kennedy for- seti sagði um hann, að hann væri „þægi- legur í umgengni og viðræðugóuur.“ Þ að var um þær mundir er Plimp- ton var að ijúka námi við King’s. Coll- ege í Cambridge, að honum bauðst tækifærið, að gerast ritstjóri The Paris Review. Tveir smásagnahöfundar, 'Har- old Humes og Peter Matthiessen höfðu grundvallað þetta tímarit árið 1952, en reksturinn gekk illa. Var að því kom- ið að útgáfa tímaritsins félli niður, er Plimpton kom til Parísar, að loknu námi í Cambridge. Hann var þá að svipast um eftir atvinnu, og hafði eink- um augastað á vinnu við bandaríska sjónvarpið. En í París hitti hann Matth- iessen, sem var skólabróðir hans frá fyrri tíð, og þeir Humes buðu Plimpton að gerast ritstjóri The Paris Review. Plimpton hafði nokkra ritstjórareynslu frá árum sínum í Harvard og hann hugsaði sig ekki tvisvar um heldur tók ritstjórastöðuna þegar. T he Paris Review hefur komið út í þrettán ár og út hafa komið þrjá- tíu og átta tölublöð. Það efni, sem einna hæst hefur bcrið í ritinu á þessum tíma, eru viðtöl við ýms fremstu skáld samtíðarinnar, en mjög hefur verið til þeirra vandað. Þessi viðtöl eru nefnd „Writers at Work“, og ná til flestra þeirra rithöfunda, sem hafa verið í fremstu röð eftir síðari heimsstyrjöld- ina. í tólfta hefti tímaritsins, sem kom út árið 1955, birtist snilldarlegt viðtal, sem Jean Stein átti við William Faulkn- er. Eintak af þessu tímaritshefti er nú selt á hundrað dollara. En í átjánda hefti tímaritsins, sem kom út í sumar- byrjun árið 1959, er frægasta viðtalið í þessum flokki, viðtal, sem Plimpton átti við Ernest Hemingway. Eins og viðtalið birtist í tímaritinu virðist það tekið á sólskinskvöldi yfir glasi á kaffi- húsi á Kúbu. En þannig var það ekki. P limpton hitti Hemingway í fyrsta skipti í París árið 1953. Annað hefti af The Faris Review var nýkomið á markað og eitt sirm, er Plimpton gekk um anddyri Ritz hótelsins, veitti hann því athygli, að maður nokkur keyptí eintak af tímaritinu. „Ég sá aldrei neinn annan kaupa eintak af tímaritinu, hvorki fyrr eða síðar“, sagði Plimpton, „og þess vegna gætti ég nánar að mann- inum. Þetta var Ernest Hemingway." Plimpton kynnti sig og Hemingway skýrði honum frá því, að hann hefði heyrt tímaritsins getið og það hefði vakið áhuga sinn vegna þess hve svip- uð tímarit hefðu orðið sér gagnleg í byrjun rithöfundarferils síns. Plimpton sagði honum frá viðtölunum og Hem- ingv/ay féllst á að verða einn af við- mælendunum. etta var byrjun langrar við- kynningar og margra funda, á Spáni cg Kúbu og víðar, mikilla bréfaskipta þar sem spurningar og svör birtust í stöðugt endurnýjuðum útgáfum. Mary Heming- way sagði, er hún var spurð hvers hún minntist frá þessum viðtölum, að manni sínum hefði oft verið skaprannað yfir þeim spurningum, sem George hefði lagt fyrir hann, honum hefði fundizt þær bjánalegar og hann hefði endursamið þær áður en hann svaraði þeim. Plimp- ton segir aftur á móti þegar vikið er að þessu viðtali, að Hemingway hafi ver- ið sérstaklega viðkvæmur fyrir spurn- ingum um ritstörfin vegna hjátrúarótta yfir að slíkt spillti náðargáfu hans. En hvernig sem því hefur verið náð, þá er lokakafli viðtalsins svo listrænn, að jafnvel þögn Hemingways og þrákelkni er talandi málsnjöll. P limpton hefur ekki aðeins látið að sér kveða á andlega sviðinu. Hann hefur einnig, eins og áður var tekið fram, gefið sig mikið að íþróttum, laik- ið tennis við Pancho Gonzales, sem vann Plimpton með 6-0, og golf við Sam Snead. Um þann leik sagði Plimpton: „Það er ekki mikið um þetta að segja. Þarna voru bara tveir menn að leika golf, annar þeirra var mjög góður, en hinn var ekki mjög góður.“ Þá hefur Plimpton keppt í hneía- leikum við Archie Moore. Eftir þá keppni hefur Plimpton nokkrar sprung- ur á nefbrjóskinu. Það hefði getað far- ið verr, segja þeir sem til þekkja. Plimpton hefur spilað bridge og haft Oswald Jacoby sem mótspilara. „Þetta var hræðilegast af öllu“, segir Plimpton. „Það var hægt að virða mér til afsökunar að vera ekki meiri aflrauna- maður en ég er en ég hafði enga afsök- un, að geta ekki hugsað. Jacoby varð líka reiður við mig.“ Flimpton hefur stöðugt ný áform á prjónunum um keppni við snillinga og afburðamenn, sem líklegt er að hann tapi fyrir. En keppnin mun hverju sinni valda uppnámi og vekja athygli. Á ofanverðum vetri áformar hann þannig að leika hockey með knattlsiks- féiaginu „Detroit Red Wings“, í náinni framtíð ætlar hann að tefla við Bobby Fischer, leika á trommu með sinfóníu- hljómsveit, koma fram í Metropolitan ópsrunni og að lokum taka þátt í nauta- ati. E nda þótt Plimpton muni að öll- um líkindum skrifa um þessi dirfsku- verk og önnur áþekk bæði í tímarit og bækur, þá er það ekki aðeins í því augnamiði, sem hann leggur allt þetta á sig. Þetta er honum meira en rannsókn- arefni. „George hefur þann metnað til að bera, að kynnast öllurn samtímis- mönnum sínum, sem eru frægir, áhuga- verðir eða hafa til að bera snilligáfu, og vera jafnan þar nærri, sem þeir eru“, sagði einn vina hans. „Hann á það sammerkt með Oscar Wilde, að hann langar til að gera listaverk úr lífi sínu.“ Annar kunningi Plimptons segir á hinn bóginn, að ef þessi ástríðu- þrungna keppni eftir merkilegri reynslu og mikilvægum samböndum væri innsta eðli hans, væri hann ekki jafn enda- laust umræðu- og umhugsunarefni fyrir vini sina og raun ber vitni. Þá hefur Robert Silver, samstarfsmaður Plimp- tons við The Paris Review og The New York Review of Books, vakið athygli á þeirri staðreynd, að Plimpton tapar hverri keppni, sem hann tekur þátt í og skrifar um. Aðalatriðið er tapið, en það er „ungæðislegur þokki“ yfir því tapi, svo notuð séu orð Silvers. „Það er eitt sérstakt við George", segir Truman Capote, „hann breytist aldrei. Hann lítur nákvæmlega eins út í dag og hann gerði fyrir tíu árum. Og það fer þó ekki milli mála, að George brennir kertið sitt í báða enda. Einu sinni var hann svo þreyttur að hann hné niður á veitingahúsinu, sem þeir eru vanir að sitja á, og þeir lögðu hann á gólfið." Það er vinnan, sem Plimpton þreytir sig á. Fyrir skömmu afsakaði hann sig í miðri veizlu, sem hann hélt og fór heim til eins vinar síns til að skrifa. Og það hefur komið fyrir, að hann hefur verið of önnum kafinn til að geta mætt í veizlum, sem hann hef- ur boðið til. Framkv.stJ.: Sigías Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Viöur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arnl Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 22480. Utgefandl: fí.í Arvakur ReykJavílc. 22. janúar 1967. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.