Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1967, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1967, Blaðsíða 3
Hugh Hefner, stofnandi og útgefandi tímaritsins Play- boy hefur í vaxandi mæli dregið að sér athygli manna þau þrettán ár sem tímaritið hefur komið út. Fyrsta árið kom Playboy út í 70.000 eintökum, en á síðastliðnu ári var upplagið fjórar milljónir. Stofnfé útgáfufyrirtækisins var 1400 dollarar, en tekjur útgáfunnar á árinu 1966 námu fjörutíu milljón- um dollara. Ýmislegt er talið valda þessari aukningu og gífurlegu eftir- spurn eftir ritinu, en fullyrt er, að það sem hafi ráðið úrslitum um við- gangs ritsins og vinsældir, séu nekt- ar- og hálfnektarmyndirnar, sem Hefner hefur tekizt að fá viður- kenndar í bandaríska blaðaheim- inum. Ameríka var við þessu búin og Hefner greip tækifærið. Hann var fyrsti útgefandinn, sem gerði sér grein fyrir því, að himinninn myndi ekki hrynja og mæður færu ekki í mótmælagöngur þótt hann birti djarfar myndir. Hann gerði sér ljóst, að gömul bönn voru á und- anhaldi, nýr tími og ný viðhorf voru í aðsigi, er hann hóf útgáfu- starfsemi sína. Sjálfur hefur hann orðað það þannig: „Playboy kom á réttum tíma, þegar byltingarástand ríkti í Bandaríkjunum varðandi kyn ferðismál. Nöktu stúlkurnar mínar urðu tákn uppreisnarmannanna, sigurmerki frjálslegra viðhorfa í kynferðismálum og boðuðu enda- lok púritanismans. Fyrsta eintakið af Playboy, með safni mynda af Marilyn, kom út 1953, einmitt um það leyti sem Ameríka var að upp- götva hræsnina og yfirdrepsskap- inn, sem hefur umvafið kynferð- ismálin. Þjóðfélagslega hræsni, lögverndaðan yfirdrepsskap. Vin- sældir ritsins grundvallast ein- göngu á þeirri afstöðu, sem það hef- ur tekið til kynferðismálanna“. Húsið, sem Hefner býr í, er ef til vill það allra sögulegasta í sambandi við líí 'hans. Og þar dvelst hann eins og Faraó í gröf sinni. Hann veit þessvegna ekki hvenær er vetur né hvenær sum- arið hefur gengið í garð, hann verður hvorki var við vor eða haust. Sagt er, að hann hafi síðast farið út fyrir húss- in,s dyr einu sinni í fyrravetur, en bon- um hafi ekki getizt að því, sem fyrir hann bar utan dyra, og því hafi honum verið léttir að því að hverfa heim aftur þremur dögum síðar. Sagt hefur verið um hús Hefners, að iþað sé lokauppreisn- in gegn þeim siðvenjum gömlu Evrópu að ganga í skóm og með hatt á höfði, fara á veitingahús og í sundlaugar. l>ví að allt þetta hefur Hefner heima hjá sér. Þ eir sem búa í næstu húsum og eiga glugga að húsi hams, virða fyrir sér fyrirsætur hans í sólbaði á svölum, ým- ist mjög léttkæddar eða klæðlausar. Og innan dyra getur flest, sem hugurinn NEKTARMYNDIR OG LES- EFNI EFTIR ÝMSA SNJÖLL- USTU HÖFUNDA HEIMSINS HAFA í SAMEININGU STUÐLAÐ AÐ ÚTBREIÐSLU Á PLAYBOY OG RÍKIDÆMl HEFNERS, SEM STUNDUM VINNUR í 36 TÍMA í LOTU OG VEIT SJALDNAST SKIL DAGS OG NÆTUR. M, enn hafa oft velt því fyrir sér, hvað hafi komið þessu öllu af stað, hver hafi verið sú driffjöður, sem kom Hefner til að framkvæma allt, sem hann hefur framkvæmt. Enskur blaða- maður, sem hefur kynnt sér líf og starf Hefners, segir, að frumorsök allra hans framkvæmda eigi rætur að rekja til þess, hverjum augum Meþódistar í Mið- vesturríkjum Bandaríkjanna hafi litið syndina. Fleiri hafa tekið undir þetta sjónarmið. F oreldrar Hefners, sem hétu Glenn og Grace, höfðu heitbundizt í æsku í Nebraska, en giftust síðar og HUGH HEFNER girnist. Þetta hús hefur líka verið kail- að „Leikfangaland fyrir fullorðna'*. Þarna eru fjörutíu og átta herbergi og þrjátíu og sex þjónar eru tilbúnir að gegma kalli hvenær sem er. Ef hungrið sverfur að, er hægt að fá hvaða rétt sem er framleiddan í eldhúsinu á hvað tíma sem er. Og ef þeir sem þarna dveljast, skyldu þreytast, eru ótal ráð til að láta líða úr sér. „Gyllta herbergið" þykir t.d. eftir- sóknarverður hvíldarstaður. Þar inni er hægt að opna leynidyr með því að ýta við krónublaði á blómi og þá opn- ast inn í herbergið þar sem myndatak- an fer fram. Ef gesti langar til að synda, er einnig hægt að veita sér það, því að upphituð sundlaug er í húsinu. Og ef menn bregða sér á barinn, sem er undir lauginni, geta þeir séð sýningarstúlkurn- ar synda fyrir ofan sig. Þær eru ná- kvæmlega jafnmikið klæddar og fisk- arnir, sem synda í sjónum. í hús- ir.u eru þrjótíu sýningarstúlkur, sem mega vera hvar sem þeim sýnist eins og væru þær fjölskyldumeðlimir. loknu innritaðist hann í háskólann I Illinois. Sagt hefur verið, að megin- ástæðan fyrh því, að hann valdi þenn- ar. háskóla, hafi verið sú, að þar var við nám ung stúlka, sem hét Millie Gunn. Það var á þessum árum í Illinois, sem Hefner las Kinsey-skýrsluna, sem hann segir að hafi verkað á sig eins og opinberun. Hann lauk svo námi eftir tvö og hálft ár og um sama leyti kvænt- ist hann Millie og svipaðist um eftir at- vinnu í öhicago. E settust að í öhicago. Glenn, sem var endurskoðandi sótti Meþódistakirkjuna mjög reglulega, og sama var að segja um konu hans. Hefner var alltaf tek- inn með í þessar kirkjuferðir, en kirkju- seturnar voru ungæðislegu fjöri og skapandi ímyndunrafli örlagarík þving- un. Hann teiknaði mikið í æsku og hafði einnig gaman af að skrifa um það helzta, sem gerðist í nágrenninu. Að loknu stúdentsprófi skráði Hefner sig í herinn og þar dvaldist hann tvö viðburðasnauð ár. Að því ! n það átti ekki fyrir Hefner að liggja að hverfa að venjulegu borgara- legu lífi. Hjónabandið stóð stutt og það varð einnig stutt í þeirri atvinnu, sem hann tók sér. Brátt vaknaði lika hug- myndin að Playboy og henni var hrint í framkvæmd með þeim afleiðingum, sem að ofan getur. Og Hefner virðist vera ánægður með hlutskipti sitt. Ný- lega komst hann þannig að orði, er hann var spurður um líf sitt og hugðar- efni: „Hér, innan veggja þessa húss, hef ég allt, sem ég þarfnast. Mér gazt aldrei að ferðalögum. Landsl'ag hefur engin öi vandi áhrif á mig. Eg hef meiri áfhuga á fólki og hugmyndum. Ég er hamingju- samur. Fullkomlega hamingjusamur. Ég fer að sofa þegar mig lystir, fer á fætur þegar mig lystir, að morgni, um miðjan dag eða að kvöldi. Ég er mitt í hringiðu heimsins, og ég þarf ekki að fara út til að svipast um eftir heimin- um. Raunhæf notkun tækni og fram- fara færir mér heiminn hingað inn“. 1- oss hefur einnig verið myndað- ur við sundlaugina og þegar farið er undir hann er komið inn í tilbúinn helli. Þar er sagt ákjósanlegt umhverfi fyrir þá, sem æskja smávegis ástar- ævintýra. Þar eru hitabeltisplöntur, stereófónisk hljómlist, drykkjarföng, tækifæri til ástaratlota og orðvart fólk. Eitt sinn bar svo við, að gestur lokaðist inni í gufuherberginu. Hann hrópaði á hjálp, en enginn kom honum til aðstoð- ar. Að lokum tókst honum að komast út með því að brjóta hurðina. Þegar hann kom út, spurði hann reiður, hvers- vegna enginn hefði komið honum til hjálpar? Hvort þeir hefðu ekki heyrt, er hann hrópaði? Þeir, sem urðu fyrir svörum, sögðu: „Auðvitað heyrðum við tii þín. En við héldum að þú væ. ir ekki einn“. miðri Faraósgröfinni er líkkista einvaldans, þ.e.a.s. rúmið hans, eins og blaðamaður hefur komizt að orði. Þetta er stórt, kringlótt rúm, og hér sefur hann, elskar og stjórnar þeim litla heimi, sem hann hefur skapað, með að- stoð allrar þeirrar elektrónisku tækni, sem tiltæk er á okkar tímum. Hann ýtir á hnapp og rúmið snýst um 180 gráður, herbergið verður að mörgum herbergjum, og myndastytturnar við arininn verða að mörgum myndastytt- um. Á veggnum er sjónvarpstæki og þar getur hann séð dagskrána, sem sjón- varpað var á meðan hann svaf eða var upptekinn við eitthvað annað. 9. apríl 1967 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.