Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1967, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1967, Blaðsíða 9
háttsett á emhverju sviði, en í hópi kunningja var hann fús til að leika hlutverk hins veraldarvana og málskrafsmikla góðskálds. Öryggisleysi hans var ekki eingöngu fjárhags- legs og félagslegs eðlis. Eins og mörg ljóðskáld var Thomas sér mjög meðvitandi um fallvaltleik list- gáfu sinnar og leit öðrum fremur á tilveru sjálfs sín í ljósi þess sem dæmi er til tortímingar. Á ung- dómsárum sínum í Swansea, hafði hann lýst sjálf- um sér háðulega sem „Rimbaud frá Cwmdonkin- götu.“ Það sem kann að hafa verið ungæðislegt daður við hugmyndina um að deyja snemma, hélt áfram að fylla huga hans á þrítugs- og fertugs- aldri. Hann sagði oft að hann byggist ekki við að verða fertugur og reyndin varð sú, að hann lifði að- eins tveim árum lengur en Rimbaud hafði gert. Honum var einnig ljóst að hann sóaði tíma sín- um og kröftum í kvikmyndahandrit, útvarpser- indi og, það sem ófrjóast var, bréfaskriftir til að biðja um lán, gjafir eða fyrirframgreiðslur. En enda þótt hann væri með afbrigðum vel ritfær, þurfti hann að vinna löngum stundum af ótrufl- aðri einbeitingu við að semja hinar alvarlegri rit- smíðar sínar. Hversu mikill glundroði sem ríkti í hinu ytra lífi hans, var hann nákvæmnin siálf hvað ljóðagerðina áhrærði. Hann endurskrifaði látlaust. Handrit hans voru öll þakin útstrikuðum línum, tilraunasetningum, og orðalistum eins og skýringar við krossgátur. Sennilegt má telja að skáldskaparferill Thomas hefjist í framhaldsskólanum í Swansea, þar sem faðir hans var enskukennari. Hann var ritstjóri skólablaðsins, lék í sjónleikjum og — það sem ó- trúlegra virðist — varð sigurvegari í víðavangs- hlaupi á skólamóti. Þessum æskustöðvum sínum lýsir Thomas af miklu listfengi og á sínu blæ- brigðaríka máli í sjálfsævisögunni „A Portrait of the Artist as a Young Dog“, en þegar hann síðar á ævinni eða árið 1957 kom til Swansea til fyrir- lestrahalds, má segja að sannazt hafi hið forn- kveðna, að „enginn verður spámaður í sínu föður- landi“, því honum var kuldalega tekið. Frá Swansea lá leið hins unga Dylan Thomas til London, þar sem hann ætlaði að gerast „free- lance“ blaðamaður í Chelsea, en setti að öðru leyti lifi sínu engar fastar skorður. Það er dapurlegt til þess að vita, að Thomas skyldi deyja, einmitt þegar fjárhagsörðugleikar hans virtust úr sögunni. Hann hafði lokið við leik- rit sitt „Under Milk Wood“ rétt áður en hann fór til Ameríku. Ljóðasafn hans „Collected Poems“ sem kom út árið áður, seldist mjög vel. Og ástæða hans til þessarar síðustu upplestrarferðar — önnur en sú að greiða með henni aðkallandi skuldir — SAIVATORE GIUUANO Salvatore Giuliano var verkfæri taugaóstyrkrar yf- irstéttar. Það sem taugaó- styrknum olli var væntan- legt afturhvarf Ítalíu til þing- bundins lýðræðis eftir tutt- ugu og fimm ára friðsæla fasistastjórn. Árið 1946 var hin kúgaða, sikileyska bænda stétt byrjuð að leggja undir sig óræktarjarðir hinna stóru landeigenda, og óttazt var að þegar kosningar færu fram myndi hún greiða vinstri flokkunum atkvæði. Þetta voru landeigendur og Mafían, samiherjar í blíðu og stríðu, staðráðin í að fyrir- byggja. Það sem fyrir þeim vakti, og hlaut mikinn byr — svo fjarstæðukennt sem það kann að virðst nú — var aðskilnaður Sikileyjar við ítaliu, sem álitin var í þann vegirn að gerast kommún- istaríki, og það að fá viður- kenningu Bandaríkjanna á Sikiley sem sjálfstæðu rí'ri. Til þess að þetta næði fram að ganga varð að finna dugmikinn leiðtoga og eftir nokkra yfirvegun innan samsteypu landeigenda og Mafíunnar varð fyrir valinu Salvatore Giuliano, foringi eins hinna 30 stigamanna- flokka sem döfnuðu í öng- þveiti eftirstríðsáranna. Gu- liano, 23ja ára gamall mynd- arpiltur, var þegar orðinn þjóðsöguhetja af eigin ramm- leik. Hann hafði átt þátt í langri röð rána og flóttaæv- intýra og leit á sjálfan sig sem refsivönd hinna ríku; hann útbýtti miklum hluta ránsfengs síns í tilviljana- kenndri góðgerðastarfsemi og hélt uppi ströngum sið- ferðisaga í bækistöðvum sín- um í Montelepre. Nú átti hann að verða þátt- takandi í skollaleik ríkis- launráða og samsæra. Á leynilegum fundi var Giuli- ano fengin yfirstjórn að- skiinaðarflokkanna á Vestur- Sikiley og hlaut að launum loforð um algera sakarupp- gjöf vegna afbrotaferils síns, sem nú var orðinn æði lang- ur og stó.r í sniðum, auk fyr- irheita um valdastöðu innan stjórnar hins nýstofnaða sik- ileyska þjóðveldis. Hrói hött- ur samþykkti sumsé að ger- ast barón. Sem fyrirliði í skæruhern- aði hefur Giuliano sennilega staðið Fidel Castro á sporði og eitt sinn hélt hann í skefj- um heilli hersveit, sem naut aðstoðar úr lofti, með litlum hundrað manna liðsstyrk. var að afla til kostnaðar við heimsókn til Stravin- skys í Californíu; þeir áttu að vinna saman aö óperu. Setning eins og „svívirðing við heilann“ er mik- ill tilfinningalegur ábyrgðarhluti. En þar sem hún verður ekki skilin læknifræðilegum skilningi, er aðeins hægt að taka hana sem hinn strangasta siðferðisdóm. Hann hefur margt til sms máls, en þó hefði mátt setja það fram á góðfúslegri hátt. Andróðurinn gegn Giuliano einkenndist af leynimakki og svikum sem gera myndu nú- tíma njósnasögu aflestrar á við Litlu gulu hænuna. í eitt skipti sat jafnvel Verdiani, yfirmaður öryggisliðsins, sem gert var út til þess að ráða niðurlögum hers Giuli- anos, að veizlufagnaði með stigamanninum, meðan legið var fyrir mönnum hans og þeir brytjaðir niður í fjöll- unum í kring. Gagnsemi Giulianos fyrir yfirboðara sína fór minnk- andi með hruni aðskilnaðar- stefnunnar, og eftir það var aðeins eitt verkefni eftir handa honum. Honum var skipað að drepa alla þá bændur, sem hlýtt hefðu á ræður vinsti-manna á maí- samkomu í Portella árið 1947. Þetta gerði hann og batt um leið enda á vígaferli á Sikiley; en jafnframt und- irskrifaði hann sinn eigitl dauðadóm. Enn hafði honum verið lofað sakaruppgjöf, en hann var kunnugur of mörg- um ríkisleyndarmálum 1il þess að hann fengi að halda lífi. Har.n var að síðustu skot inn til bana í svefni af bezta vini sínum — dæmigerð lausn Mafíunnar á því vanda máli þegar þjóðhetja veröur opinber óþurftargemsi. 9. apríl 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.