Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1967, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1967, Blaðsíða 6
- ABSÚRD BÓKMENNTIR Framhald af blaðsíðu 4. ans er upplausn persónuleikans: Tómas Jónsson tekur sífelldum myndibreyt- ingum unz hann hverfur með öllu eða leysist upp í þrjá einstaklinga sem lenda í hafvillu. Hann er ekki annað en það sem hann hugsar í hverri andrá frósagnarinnar, og kannski ekki einu sinni það! Vera má að saga hans sé ekki annað en draumux martröð: hún býr að minnsta kosti yfii uppljómun og áþreifanleik daumsins. En vitaskuld breytir það engu um bókmenntagildi hennar hvort hún er raunsæ veruleika- lýsing eða daumsýn, því veruleiki hennar blífur og er meir en lítið ágeng- ur. Auðvelt er að benda á erlendar hliðstæður og kannski fyrirmyndir Guðbergs Bergssonar í þessu skáld- verki. Porkólfar „nýju bylgjunnar" svo- nefndu í franskri skáldsagnagerð, eink- anlega Alain Robbe-Grillet, koma í hugann ásamt Gúnter Grass hinum þýzka. Þessir höfundar fást mjög við að leysa upp tímann og persónuleik- ann, og á skopskyn Guðbergs talsvert skylt við Grass. Samuel Beckett mætti líka nefna, bæði í sambandi við upp- lausn persónuleikans, einsemdina og þó einkum áhugann á neðanþindar- störfum líkamans, sem er mjög áber- andi. Þó er ég ekki frá því að Guð- bergur hafi lært hvað mest af argen- tínska stórskáldinu Jorge Duis Borge3 sem fabúlerar allra skálda skemmtileg- ast, og hef ég þá einkum í huga svo- nefndar „þjóðsögur“ Gíuðbergs sem skotið er víða inn í frásögnina. Þær eru tvímælalaust skemmtilegustu þætt- irnir í bókinni og varpa með ýmisleg- um hætti ljósi á meginefnið, ekki sízt hrollvekjurnar um fólkið sem grófst lifandi undir húsarústum í heimsstyrj- öldinni. Borges hefur þann hátt að skrifa einskonar neðanmálsgreinar í fabúlu-stíl við sögulega viðbuxði, og nákvæmlega sömu aðferð beitir Guð- bergur víða í „þjóðsögum“ sínum, til dæmis þeirri um ástarævintýri ís- lenzku óperusöngkonunnar og Adolfs Hitlers. En jafnvel þó Guðbergur kunni að hafa verið í læri hjá einhverjum of- angreindra höfunda og kannski ýms- um fleiri, þá breytir það engu um þá gleðilegu meginstaðreynd að saga hans er eins íslenzk og verða má, túlkar ís- lenzkar aðstæður, hugsunarhátt og samtíma á furðulega nærgöngulan hátt, þó hann sé einungis að lýsa slitróttum hugrenningum karlægs gamalmennis í kjallaraíbúð uppi í Hlíðum. Þessum áhrifum nær hann meðal annars með smásmugulegum lýsingum á hlutum og umhverfi, látæði fólks og samræðum. Tilfinning hans fyrir umhverfi er mátt- ug, og minni hans á smáatriði, sköpulag og áferð hluta er með ólíkindum. Margar þessara lýsinga eru lang- dregnar, en þær verða hvergi leiðin- legar, af því höfundurinn hefiur á valdi sínu skýran og uppmálandi stil sem sífellt heldur áhuga lesandans vak- andi. Þessi stíll er hvorki glæsilegur né glitrandi eins og ofit er hjá Lax- ness, en hann er traustvekjandi og heldur lesandanum við efnið, af því hann finnur að höfundinum er full alvara. Eins og mörgum nútímahöfundum er Guðbergi Bergssyni hugstæð svonefnd firring einstaklingsins í þjóðfélaginu, einangrun hans frá meðbræðrum sín- um, vélræn þátttaka hans í ófrjóu pappírsdútli, tilgangslaust rjátl hans kringum sjálfan sig. Hann er eins og afskorið blóm, slitinn úr tengslum við náttúruna og sviptur frjóum samskipt- um við aðra menn. Fyrir bragðið held- ur hann fast í dauða hluti, því þeir eru tryggir, og hlutgervist smámsam- an sjálfur. Á einum stað segir frá þvi „ihvernig Tómas Jónsson varð með tím- anum að kjallaraíbúð í Hlíðahverfi“. Nátengd þessum sterku böndum við 'hlutina er máttug tilfinning fýrir hrörnun líkamans og návist dauðans, sársaukafull skynjun á fallvelti sjálfs lífsins og fullkomnu tilgangsleysi allrar mennskrar viðleitni. í þessu tilliti er sagan nærgöngul hverjum lesanda og kaldranalega miskunnarlaus. Án nokkurra sérstakra tilburða I þá átt kemur Guðbergur víða á fram- færi kankvísri og einatt napurri ádeilu á íslenzka samfélagshætti, smáborgara- skap, peningaæði, efnishyggju, hé- gómaskap og eftirsókn í falskt öryggL Notast honum þar vel frjótt og blæ- brigðaríkt skopskyn sem ljær allri frásögninni gráthlægilegan blæ. En yfirleitt er ádeilan óbein og felst í rauninni í verkinu í heild, mynd þess af íslenzku mannlífi á miðri tuttug- ustu öld. Þó kannski megi telja Tómas Jónsson til sérvitringa og utangarðs- manna í einum skilningi, þá eru furðu- margir þættir í sálarlífi hans sameigin- legir okkur öllum, samtíðarmönnum hans, þegar skyggnzt er undir yfir- borðið. Menn lesa naumast Tómas Jónsson, Metsölubók sér til afþreyingar, því höf- undurinn gerir þeim með ýmsu móti erfitt fyrir, einkum í köflum þar sem h&nn sleppir upphafsstöfum og greinar- merkjum, og fæ ég ekki séð að það bæti miklu við listgildi sögunnar. Hins- vegar er hún i þeim skilningi merki- legt bókmenntaverk að hún gerir les- andann reynslunni ríkari, víkkar sjón- deildarhring hans, eykur við lífsskiln- ing hans og skynjun á umhverfi sínu. Maður er ekki samur og áður að lestri loknum. Það verður að minni hyggju ekki sagt um margar íslenzkar skáld- sögur í seinni tíð. - HÚN FRÆNKA MÍN Framhald af bls. 5 var komin sjö mánuði á leið, svo það var úr vöndu að ráða. Auðvitað hefði ég getað gefið krakkann, en ég held að ég hefði aldrei tímt því. Það er víst þetta móðureðli, sem karlmenn tala svo mikið um. — Eflaust. — Já, jæja, en ég ætla nú að skemmta mér ærlega, meðan ég dvel hjá henni. Ég tók með mér þrjá kvöld- kjóla, tvo kokkteilkijóla, allt eins og nýtt. Ég veit að við förum í ótal veizlur og partí. — Það er líklegt. — Æ, ég er að hugsa um hvað það er leiðinlegt fyrir yður að vera gift, svona gáfuð og hugmyndarik. Allir yðar töfrandi hæfileikar verða að engu. — Ég hef enga hæfileika á neinu sérstöku sviði, og uni hag m-ínum vel, svaraði ég og langaði mest að bæta við, að það eina sem ég óskaði væri að fá að vera í friði. Næsta dag skömmu áður en við lögðum að landi sátum við enn hlið við hlið, sú gráhærða og ég. Hún var enn í fjólubláu dragtinni, en á lágum reimuðum gönguskóm. Hún var glöð í bragði og hlakkaði mikið til að koma til London og sjá hina langþráðu frænku. — Sjáið þér þessa skó? Þetta eru bezt-u göng-u-skór sem ég hef nokkurntíma eignazt. Frænka min sendi mér þá eins og fleira. En þér gætuð aldrei gizkað á hvar hún fékk þá. — Og hvar fékk hún þá? — Hún fékk þá í jólagjöf frá Sáðmanni Sameinuðu þjóðanna. Mér tókst að kæfa hláturinn. — Ég skil bara ekki, að hún skyldi tíma að láta þá. — Við erum æskuvinkonur og gerum okkur alltaf far um að gleðja hvor aðra. Hún opnaði stóra hvíta tösku sem lá á hnjám henn- ar. — Lítið á þessa festi; hún er falleg, finnst yður ekki? Hún dró upp hálsfesti, sem öll var gerð úr rauð- um glerk-úlum. — Þessi festi er nú eiginlega leyndarmál. Ég má ekki láta hana sjást heima í Reykjavík. Hún er gjöf frá presti. Hún lækkaði róminn og varð mjög hátíðleg. — Það var hann séra Geirmundur. Hann fór til LondOn í hálfs árs frí. Ég held helzt að hann hafi ætlað að læra einhverja sérgrein, þér vitað, eins og læknar gera, sennilega latínu. Hann fékk ofurást á frænku minni; hún gat með engu móti komið vitinu fyrir hann, hann keypti handa henni gjafir á hverj- um degi. Þessi festi var síðasta gjöfin. Þá var hann orðinn alveg blankur og varð að fara heim. Já, mér á áreiðanlega ekki eftir að leiðast þessar vikur, sem ég dvel í Londion. Loksins kom að því að skipið lagðist að bryggju. Ég sá þá gráhærðu konuna í fjólubláu dragtinni stika stórum skrefum í áttina til konu, sem auð- sjáanlega var þarna til þess að taka á móti henni. Þessi kona var löng og horuð, hörkudrættir við þunnar varirnar, svipurinn súr og geðvonzkulegur. Ég heyrði hana segja: — Jæja, vertu velkomin, við skulum nota tímann, fá okkur að borða og rabba saman. En milli fimm sjö verðurðu að sjá um þig sjálf, því á þeim tíma er ég að skúra í sendiráðinu. Kunningi í heimsóhn Eftir Steinar J. Lúðvíksson Það er barið að dyrum. Ég vakn-a af værum blundi og vængjaðir draumar hverfa og rjúfast í sundu-r. Ég rís upp við dogg, h'lusta og horfi út í myrkrið. Hroll-ur sezt að mér, óhugur skapast. Hver er á ferli um nótt, er alllir hrein- Aftur er barið og af-tur ég hlusta af mætti, holróm-a rödd k-aliar og stynur mitt na-fn hver er þar — á ég að opna sem andvarp hið hinzta er stun-a þess úti mitt nafn á ég að fara? Aftu-r og aftur. Mér er óhæ-t-t. Hann þekk-ir mig. Kunnin-gi í heimsókn á nóttu. — Eitthvað er að. Stend upp og strýk hönd-u u-m syfjul-eg augu. Opna dyrnar hv-er er þar? Verð undrandi og óttasleginn, í gæt-tin-ni stend ég sj-álfur og hvísia blóðl-ausum vörum; Þér skj'átlast — þú þekikir miig ekki. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. apríl 1967.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.