Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1967, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1967, Blaðsíða 5
 •- ?sr* INGSBJÖRG JÓNSDÓTTIR: LEÍÐARAVÉLIN M aðurinn í bláu, stífpressuðu fötunum lagðist niður á svartan leöurbekk sálfraeðingsins og anövarpaði. Sálfræðingurinn settist á stólinn sinn fyrir aftan höfuðlag mannsins, þannig að maðurinn sæi hvorki á honum baus né sporð og fyndist hann vera að tala við sjálfan sig og engan annan. Hann hagraeddi blokkinni og blýantinum á hnjánum og huggaði sig við, að nú kæmu inn aðrar 300 krónurnar til viðbótar. Það er ertjkt að lifa á þessum síðustu og verstu tímum, og hver verður að fá sitt fyrir mat og beimsins gæðum. Enn einn tími af munnræpu og málæði um ófullnægðar þrár og erfið- leika lífsins. Maðurinn á leðurbekknum þagði. „Jæja?“ sagði sálfræðingurinn uppörvandi. Reynslan hafði kennt hon- um, að mönnum finnst þögnin óþægi'Leg. Flestir tala til að rjúfa þögn- ina, ef sálfræðingurinn þegir nægilega lengi. Maðurinn í bláu, stífpressuðu fötunum reis upp við dogg og snýtti sér í snjóhvítan vasaklút, sem hann tók úr hægri brjóstvasa. Svo stakk hann klútnum í vasann, lagðist niður á bekkinn og lét sem sálfræðing- urinn væri ekki tU. „Hversvegna leituðuð þér til mín?“ spurði sálfræðingurinn eftir Ianga mæðu. „Það var út af leiðurunum,“ sagði maðurinn í bláu fötunum. „Leiðurunum?” spurði sálfræðingurinn og var dálítið hlessa á tíð- inni. „Ja, eiginlega byrjaði það nú ekki með leiðurunum,“ sagði maðurinn. „Það byrjaði aUt með auglýsingu í Analog.“ „Ja-há,“ sagði sálfræðingurinn, sem aldrei hafði heyrt á Analog minnzt. „Það er nokkurskonar framtíðartímarit,“ sagði maðurinn í bíáu föt- unum. „Geimferðasögur og svoleiðis.“ E inn af þeim, hugsaði sálfræðingurinn og hripaði á blokkina sína. — Flótti frá veruleikanum — leiðarar? „Ég var fimmtán ára,“ hélt maðurinn áfram. „Ég las þar um raf- reikni, sem gat leyst vandamál, spáð í framtiðin'a, lagt saman, dregið frá, margfaldað og deilt, fyrir nú utan geymt í sér tölur og annað. Hann kostaði aðeins 6 dali. Ég sótti um gjaldeyri, fékk bann mér til undrunar, sendi eftir rafreikninum, og hann kom eftir nokkra mánuði. Mér fannst hann harla ómerkilegur, þegar nýjabrumið var farið af. Svo fór ég að bæta við hann allskonar hlutum, seguljárnum, síum, speglum, glerhylkjum, linsum, ja, og aUskonar öðrum hlutum, sem ég fann á öskuhaugum og í skúffum.“ Sálfræðingurinn hripaði eina línu enn á blokkina: Spá um fram- tíðina — hjátrú, rafreiknir? „Loks var ég kominn með rafheila. Ekki þessa sem þeir nota í Há- skólanum og bönkunum eða taka á leigu, af því að rafheilar eru of dýrir fyrir jáfnlitla þjóð og íslendinga. Minn var ekki stór, 'hann fyllti ekki neana hálft herbergið og hann leit heldur illa út. En hann vissi skolli mikið. Ég setti hann í samband við ritvélina mína, og brátt fóru svörin að koma út á spjöldum. Þá var ég farinn að vinna á Eyrinni og hafði nóga peninga fyrir spjöldum. Fyrst mataði ég 'heilann á öllu, sem ég átti að læra í skólanum og svoleiðis, og ég fékk alltaf tíu fyrir heimaritgerðirnar mínar, en ekki nema fjóra á prófum. Heilinn skrif- aði þær fyrir mig. Nú, svo hætti ég í skóla og fór að vinna á Eyrinni." „Af hverju þar?“ spurði sálfræðingurinn. „Líkamleg vinna þreytir ekki hugann eins mikið og skrifstofuvinna,“ sagði maðurinn á bláu fötimum. „Nú, ég hugsaði um heilann dag og nótt, og hann var fiarinn að kvarta undan efnisskortL Eins og ég sagði yður í upphafi, þá geymdi hann í sér það sem hann lærði, og ég var kominn í vandræði með hann. Þá byrjaði ég á þessu með leiðarana.“ „Ja-há,“ sagði sálfræðingurinn, en það orð hafði reynzt honum jafn- vel og jæja. „Ja, ég útbjó spjaldskrá og merkti spjöldin HH, það var yzt til hægri, og VV yzt til vinstri og HV og VH og svoleiðis. Svo mataði ég hiann á fréttum á borð við: „Flokkadrættir í landinu hafa ekkii minnkað eins og sjá má nú, er kosningar nálgast. En veruleg breyting til hins betra hefur c*ðið innan verkalýðshreyfingarinnar. Ekki verður því neitað, að islenzkur verka- lýður hefur í dag meira að bíta og brenna en áðua- fyrr .........“ og „Ekkert hefur heyrzt um að verkamenn hafi fengið lækkun á skött- um af þessum orsökum, þó það liggi í augum uppi, að erfxtt er að greiða stórhækkandi skatta með stórlækkandi tekjurn, og verfeamenn isjá því æ betur hvílíkum svikum stjómarvöldin. hafa beitt þá og hvílik nauðsyn er að hailda til baráttu gegn auðvaldinu og ....** „Það er óþanfi að halda áfram,“ sagði sálfræðingurinn, „Ég les blöðin.“ „Nú, smátt og smátt var ég kominn með hetlan vegg af spjaldsknár- skápum, sem innihéldu spjöld með H!H og VV og öllu þar á miili. Þá aug- lýsti ég.“ „Nú?“ sagði sálfræðingurinn. Það var þriðja uppáhaldisorð hans. Hann bætti á blokkina sína — HH, W, — vit- skertur? „Ég tók að mér minningargreinar, blaðagreinar, ljóð, smáaögur, ritgerðir fyrir skólanema, greinan- um erlend mál- efni og álíka. Urudir dulnefni auðvitað. Ég vann dag og nótt Svo íeitaði til min einn ritstjórL Hann var orðinn þreyttur á þessum eilifu leiðaraskrifum og vildi gjarna fá meiri fri* t2 að semnja eögur og yrkja ljóð og svoleiðis. Alla ritstjóra dreymix um að verðe skáld, en það eru aðeins örfáir sem hafa tkna tiá þess. Nú, ég tófc að mér leiðarana fyrir hann, og svo kom ég mér 1 samband við hina ritstjórana og eftiir það mataði ég bara heilann á HH-spjöldum og VV- spjöldum og svoleiðis til skiptis við minningargreinar og ritgerðir um nyt- semi sjávarafurða og álíka.“ „Ég skil,“ sagði sálfræðingurinn og bætti á blokkina sína. — Minningar- greinar — ómeðvituö dauðaósk? „Þér vitið vist ekki mikið um vél- heila, en þeir eru i upphafi eins og óskráð blað .... “ S álfræðingurinn leit á biokkina sina og hroilur fór um hann. „Þeir likjast nýfæddum böroum, maeð- urnar móta þau, feðumir móba þau. ritólarnir, umhverfið, félagiamir, erfð- irnar.....“ Pramhald á bls. 11. LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 4. júní 1967 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.