Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1967, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1967, Blaðsíða 2
Tvœr gagnmerkar aðalsœtiir standa að Bertrand Russell þ.e. Russell-œttin og Stanley-œttin. Hann er borinn og barnfœddur í því umhverfi sem heyrir til yfirstéttum viktoríska tímabilsins vegna einh.vers jafn kuldalegs og röik- réttrar afstöðu. Eftir að ég varð 14 ára, þá reyndust takmarkanirnar á gáfnafari ömmu oft þreytandi, og hinar púritönsku siðferðis- ihugmyndir hennar fundust mér ganga úr hófi fram, en meðan ég var krakki, þá olli hin mikla ástúð hennar og um- kyggja fyrir velferð minni því, að mér þótti vænt um hana, og hún veitti mér það öryggi, sem krökkum er nauðsyn- legt, og ég minnist þess, ég var fjögra eða fimm ára, að ég lá eitt sinn vakandi og hugsaði um hversu hryllilegt það væri, ef amma dæi Þegar hún svo loksins dó, sem varð nú ekki fyrr en ég- var kvæntur, þá skipti það mig sáralitlu. Síðar á lífsleið- inni hefur mér orðið ljóst, hversu mikil áhrif hún hefur haft á líf mitt og lífs- sjónarmið mitt allt. Óbtaleysi hennar, mannleg samkennd hennar, fyrirlitning hennar fyrir þægindum og ónæmi henn- ar fyrir áliti meirihlutans, allir þessir eiginleikar hennar hafa mér virzt eftir- brevtniverðir. Hún gaf mér Biblíu, sem hún hafði ritað á eftirlætiseinkunnarorð sín, en þau voru: — Þú skalt ekki fylgja hópnum, ef hann er á rangri leið. Sú áherzla, sem hún lagði á þetta atriði, hefur orðið til þess, að seinna í lífinu hefi ég látið mig það minna skinta en ella hefði orðið, þó að ég sé í hópi minnihlutans". 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS B ertrand segir frá tiveimur Wode- house-karakterum, frænda og frænku, sem voru á þessu brezka höfðingjasetri, en þau höfðu engin áhrif á hann, þó að hann nefni þau í leiðinni. Frænkan reyndi að kenna honum að lesa á ung- um aldri, innan við fimm ára, en það bar ekki annan árangur en þann, að hann gat með harmkvælum lært eitt orð undir hennar leiðsögu og það var orðið „or“, og þar við sat, þrátt fyrir góðan vilja frænkunnar. Frænkan hat- aði konur bræðranna Bertrands og Francis, svo lengi sem þeir bjuggu við þær, en dáði þær mjög og syrgði, þegar þeir voru skildir við þær. Þegar Bertrand kom með aðra konu sína í heimsókn, eftir að vera skilinn við þá fiyrri, barst frænkan illa af, og benti síðari konunni á stóra mynd af fyrri konunni sem var þarna á áberandi stað: „Ég get ekki að því gert að hugsa til aumingja Alys og þess hvernig þér muni líða, þegar Bertie yfirgefur þig — sem ég vona að guð gefi að verði ekki á næstunni". Þó að frænkan væri fánaleg að jafn- aði, gat hún átt það til að sýna af sér klókindi og greind annað veifið, og Bertrand telur ekki vafa leika á þvi, að hún hafi orðið fórnardýr hinna viktor- ísku diyggða ömmu hans, sem hafi talið henni trú um að kynlíf væri syndsam- legt. Ekki lætur Bertrand mikið af matar- æðinu á æskuheimili sínu. „Að því er fæðuna snerti, þá bjó ég alla æsku mína við mjög spartverskan kost, í rauninni svo knappan, að nú myndi það ekki talið vænlegt til góðrar heilsu. Ég fékk enga ávexti, og nánast engan sykur, en ógegnd af sódavatni. Samt sem áður varð mér aldrei misdæg- urt, nema ég fékk væga mislinga, þegar ég var 11 ára. Eftir að óg sjálfur fiór að fá áhuga á börnum, eða fylgjast með heilsufari þeirra, hef ég aldrei þekkt reinn krakka jafnheilsuhraustan og siál'fan mig, en samt er ég viss um að sérhver nútímabarnalæknir myndi telja öruggt, að það barn sem hefði ekki skárra fæði en ég hafði hlyti að þjást af hinum og öðrum nærinarsjúkdiómum. Kannski hefur það bjargað mér, hvað ég varð leikinn í að stela eplum af trj'ánum. Það hefði ekki neitt smáræði gengið á, ef sú iþrótt mín hefði orðið kunn“. S’nemma fóru spurningar að leita á þennan huga, sem átti eftir að valda svo miklu róti með öðrum mönnum síð- ar. Bertrand komst í kynni við fiski- mennina í grenndinni og hionum þótti furðulegt að skeljarnar skyldu límast þéttar að steinum, þegar átti að rífa þær lausar, og hann spurði frænku sína hvort skeljar gætu hugsað. Hún sagðist ekki vita það og þá varð snáðanum að orði: „Þá verðum við að læra um það“. Einmanakenndin sótti fast að þessum unga sveimhuga og hann segir: „Alla bernsku mína hafði ég sívax- andi einmanakennd og jafnframt von- leysi um að hitta nokkru sinni fyrir fólk, sem óg gæti deiLt geði við. Náttúr- an og bækurnar og (síðar) stærðfræðin, forðuðu mér frá fullkomnu hugarvíli. Þegar ég var 11 ára, byrjaði ég að læra Euclid (faltarmálsfræði) og var bróðir minn kennarinn. Þetta var einn af merkisatburðum lífs míns, og næstum eins yfirþyrmandi og hin fyrsta ást. Mig hafði ekki órað fyrir að veröldin byggi yfir slíkri dásemd. Þegar ég hafði lært Fimmtu sönnunina, sagði bróðir minn mér, að hún væri talin erfið, en ég hafði ekki orðið þess var á nokkurn hátt. Með þessum hætti varð mér fyrst ljóst, að ég k.vnni að búa yfir einhverjum gáfum. Frá þessari stundu þar til við White- head höfðum lokið við Principia Mathe- matica, og ég var orðinn 38 ára, var stærðfræðin meginuppspretta lífsham- ingju minnar. Engin rós er án þyrna. Mér hafði ver- ið kennt að Euclid byggði á sönnunum, og það olli mér því vonbrigðum, þegar ég sá að hann byrjaði á staðhæfingum. Ég neitaði að viðurkenna þær, nema bróðir minn gæti gefið mér einhverja skynsamlega ástæðu til þess, en hann svaraði: „Ef þú tekur ekki staðhæfingarnar gildar getum við ekki haldið áfram“. Þar sem ég vildi umfram allt halda á- fram nsyddist ég til að samþykkja þetta 'til bráðabirgða. Sá efi sem þarna læddist strax að mér varðandi forsendur stærð- fræðinnar fylgdi mér áfram og varð crsök til verka minna síðar. Mér veittist mun erfiðara að glíma við frumatriði algebrunnar, en þar kann nokkru að hafa ráðið um, að kennslan hafi ekki verið nógu góð. Mér var uppálagt að læra utanbókar: Summa tveggja talna margfölduð með sjálfri sér er jöfn summunni úr marg- feldi þeirra hvorrar um sig að viðbættu tvöföldu margfeldi þeirrar hvorrar með annarri (A + B) (A + B) = A2 + B2_+ 2AB. Ég hafði ekki minnstu hugmynd um hvað þetta þýddi, og þegar ég gat ekki skilið orðin, grýtti kennari minn bók- inni í hausinn á mér, sem örvaði ekki Þeinlínis skilning minn. Amma mín var alltaf hrædd um eð ég ynni mér um megn og hafði því námsstundir mínar mjög stuttar. Afleið- ing þessa var sú, að ég reyndi að vinna í laumi í svefnherbergi minu við kerta- ljós. Þar sat ég við borð löngum stund- 'um á nóttum í köldu herberginu í nátt- serk, reiðubúinn til að slökkva á kert- inu, ef vart varð minnsta hávaða. Strax og mér skildist, að ég myndi vera gáfaður, þá ákvað ég að vinna einhver andleg afrek, ef þess væri nokkur kost- ur, og alla æsku mína stefndi ég hik- iaust að því manki. Bernska min var, þegar á hana er litíð í heild, hamingjurík og brotalaus og mér þótti vænt um flest af því fullorðna fólki, sem ég þurfiti að búa við. Ég minn- ist þess að mjög veruleg breyting varð á mér, þegar ég náði þeim aldri, sem nútímasálarfræði nefnir „tíma duld- anna“. Á þessu stigi byrjaði ég að hafa ánægju af óvönduðu málfari, þóttist engar tilfinningar hafa, og reyndi að sýnast mannalegur. Ég byrjaði að fyrir- líta fólkið mitt, að verulegu leyti af hinni ofsalegu skelfingu þess við óvand- að málfar og hinum fjarstæðukenndu hugmyndum þess um hættuna af að klifra upp í tré. S vo margt var mér bannað, að ég vandist á að blekkja, og hélt þeirri venju til 21 árs aldurs. Það varð mitt annað eðli að ímynda mér, að hvað sem eg hefðist að, þá væri bezt að geyma það með sjálfum mér, og ég hefi aldrei algerlega losnað við þessa tilihneigingu t.:l að leyna gerðum mínum. Ég hefi enn löngun til að fela það, sem ég er að itsa, ef einhver kemur inn í herbergið til mín, og einnig til að þegja um hvar ég hafi verið, og hvað ég hafi aðhafzt. 4. júní 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.