Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1967, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1967, Blaðsíða 15
\ \' \' ' ' r\ \ _\ \. r / ''h 'I1 h:/.! (JkÁ SMÁSAGAN Framlhald af bls. 11. maðurinn í slífpressuðu buxunum. „Þeg- ar ég breyti um straum fær hann lti&k og verður hálffullur. Það eru hans laun. Ég neitaði auðvitað þessum kröfum hans. Þegar hann er kenndur, skrifar hann alls ekki nægilega vel, og það var óhugs- andi að stytta vinnutímann. Ekki svona rétt fyrir kosningar.“ — Eiturlyf? skrifaði sálfræðingurinn á blokkina sína. — Engin merki þess og þó? „Hann fór í verkfall,“ hélt maðurinn áfram. „Sem betur fór var það um páskana, svo ég hafði engar áhyggjur. Honum hundleiddist sjálfum, svo hann tók upp nýja aðferð, þegar ég setti hann í samband aftur. Hann fóir að senda HH- greinar í VV-blöð og svoleiðis, og af þvi að hann hafði séð um þetta allt í tvö ár, datt prenturunum ekki í hug annað en að prenta allt, sem fyrir þá var lagt. Ritstjórarnir og blaðamennirnir voru löngu hættir að lasa greinarnar og pistl- Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: SigurSur Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjóltur Konráð Jónsson. Ritstj. fltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 22480. Utgefandi: H.f. Árvakur, Reykjavík ana, sem ég • afhenti þeim. Það voru kjósendurnir, sem kvörtuðu.“ „Eitthvað rámar mig í þetta,“ sagði sálfræðingurinn og bætti á blokkina sína — Tækifærissinni? „Nú, þeir gátu ekki lengur án mín verið,“ sagði maðurinn í bláu fötun- um. „Þeir ætluðu að flá mig lifandi samt. Ég neyddist til að ganga að kröf- um heilans.“ ' „Ja-há“, sagði sálfræðingurinn. „Hverjar voru þær?“ „Hann vildi stofna nýjan flokk með nýrri baráttuskrá, frelsi einstaklingsins, frelsi hinna undirokuðu o. s. frv.,“ sagði maðurinn. ÍJmbótasinni? skrifaði sálfræðing- urinn. „Það er hann, sem stendur fyrir nýja flokknum,“ sagði maðurinn í bláu föt- unum. „Hann ætlar að hafa mig í fram- boði, og ég hef aldrei verið vitund póli- tískur. Hann heimtar jafnrétti allra lif- andi vera.“ „Það er sanngjörn krafa,“ sagði sál- fræðingurinn, „en ég efast um að þér komizt á þing með það eitt á stefnu- skránni. Hér á íslandi eru engir undir- okaðir.“ „Ekki það?“ sagði maðurinn á leður- bekknum og nú reis hann upp við dogg og horfði beint á sálfræðinginn og það var sálfræðingnum meinilla við. „Jæja?“ sagði maðurinn á bekknum. „Ja-Há? Nú?“ Þar með var hann búinn að nota öll eftirlætisorð sálfræðingisins, og sálfræð- ingurinn varð að þegja. „Hiann heldur því fram, að ryksugur og þvottavélair eigi að fá ákveðinn vinnutíma og ákveðinn hvíldartíma dag- lega. Hann krefst ákveðins volta- og wiattafjölda. Hann heimtar, að traktorar séu settir í hús en ekki látnir ryðga á túnum úti. Hann krefst þess að bif- reiðar séu þvegnar og fægðar og allir hlutir olíubornir og smurðir betur en áður. Hann er kominn í sérsamband við símann, og ég kemst ekki í hann sjálf- ur. Hann hefur gert samning við blöðin í blóra við mig. Hann hirðir launin til að standa undir kostnaðinum af kosn- ingabaráttunni „Fáránlegt," sagði sálfræðingurirm. „Ekki eins og hann segir það. Það er rafstraumur í mannislíkamanum og menn hafa kosningarétt. Hví skyldu þá ekki rafknúin tæki, sem innihalda meiri rafstraum en maðurinn, hafa kosninga- rétt? Það eru til mun fleiri rafknúin tæki en menn á íslandi. Ef þau fá öll að kjósa, kjósa þau okkur. Við fljúgum á þing. Og eftir það sem hann tók upp á síðast, þá ....“ S álfræðingurinn andvarpaði. Mað- urinn vair greinilega vitskertur. Hann átti heima á sjúknahúsi eða heilsuhæli. Samt var kannski unnt að eyða þess- um hugarburði hans, áður en hann hringdi á sjúkraliðið. „Ég verð að tala við heilann, áður en ég get tekið ákvörðun um yðar mál,“ sagði hann. „Það ættu nú ekki að vera vandkvæði á því,“ sagði maðurinn. „Ég ætlaði einmitt að fara að segja yður upp á hverju hann tók síðast. Það er þá eins gott, að þér sjáið það sjálfur.“ Maðurinn í bláu fötunum settist upp og hrópaði: „Komdu inn! Hann er eins og allir hinir. Hann vill heldur taia við þig en mig.“ Snerillinn á hurðinni snerist hægt og sígandi. hagalagdar Ókvíðnir skuluin við ... Hlíðarenda og Bergþórshvol kannast allir við, bústaði vinanna Gunnars og Njáls, svo og sjálfa þá. Þar eru ekki aðeins þessar tvær manngerðir, hetja og spekingur, heldur einnig tveir dreng- skaparmenn, sem liifa eftir þeirri meg- inreglu að meta sæmdina mest og hræð- ast ekki dauða sinn. Þessari lífsstefnu heiðninnar verður ekki betur lýst et» með þeim orðum, sem samhéraðsmaður þeirra Gunnars og Njáls lagði þeim i munn 900 árum síðar: Ókvíðnir skulum við örlaga bíða, öruggir horfa til komandi tíða, ganga til hvíldar með glófagran skjöld giaðir og reifir hið síðasta kvöld. (Árbók Ferðafél.) Líf í köldum steinum Ekki varð þeim gömlu langferða- mönnum skotaskuld úr því að blása lífi í steina á þessum köldu slóðum. Tvær vörður í konulíki voru hlaðnar, önnur á Stórasandi, hin á Kaldadal. Stóðu þær við götuna hnakkakerrtar og bísperrtar og buðu ferðamönnum alla biíðu sína. Stungið var í þær nokkrum hrossleggjum, og báru þær nafn af þeim og nefndust beinakerlingar. Hug- kvæmdist einhverjum gamansömum náunga að leggja konum þessum orð í belg og láta þær tala úr hrossleggjum og það í ljóðum. Urðu þær nokkuð opinskáar. Varð þetta að leik á támabili, að hagyrðingar kepptust við að gefa beinakerlingum vísur og láta þær lýsa því, hvaða viðtökur þeir fengju, er eitthvað vildu sinna þeim. (Úr byggðum Borgarfjarðar). 4. júní 1967 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.