Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1967, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1967, Blaðsíða 12
Hvarf skuldar Brandur prestur hér? Langholtskirkja í Meðallandi. að rættist, sem spáð hafði verið þegar prédikunarstóllinn valt. af hestin- um oían í Skarðsá, að Meðallendingum ir.undi ekki verða haldsamt á prestum sínum. Voru prestar þar jafnan stutt — stundum enginn — og brauðinu þá þjón- að af nágrannaprestum. Einn af þeim var sr. Brandur Tómasson í Ásum. Hann þiónaði Langholtssókn þegar Jón Sverr- isson var um fermingu. Hann er Jóni næsta minnisstæður, bæði sem góður maður með lítil efni en stórt hjarta og tiiprifamikill og skörulegur klerkur, — „einn berrans þjónn og eitt heimsins barn með hjarta sem kunni að iðra“, — eins og embættisbróðir hans á Mosfelli forðum. Jón minnist þess að eitt sinn kom Brandur í húsvitjun, stóð úti og kallaði: „Hann síra Brandur vill koma inn“. Var þá skjótt til dyra gengið og prestur leiddur í bæinn. Jón var þá að Iæra kverið, kominn út að 6. kaflanum, sem var bæði langur og tornuminn um skyldur mannsins í sér- hverri stétt, og kvörtuðu foreldrar hans yfir því við prest hve illa það gengi. Enn er Jóni í minni svar sr. Brands: „Verið þ:ð alveg róleg. Þið skuluð ekki hafa ábyggjur af þessum dreng. Hann Jón litli spjarar sig“. — Eitt dimmt haustkvöld kom sr. Brand- ur að Grímsstöðum, þar sem foreldrar Jóns bjuggu þá. Hann var að koma frá að skira barn og bað um fylgd að Fjósa- koti. Þar ætlaði hann að gista. Fór Jón með honum. Prestur bað Jón segja sér þegar þeir væru komnir móts við kirkj- una. Þá fór sr. Braridur af baki, tók ofan hattinn og bað heitt og innilega fyrir guðshúsinu og söfnuðinum og fyrir þeim báðum, Jóni og sjálfum sér. — Það var fögur og eftirminnileg bænargerð, sem steig frá hinu bljúga hjarta upp í haust- myrkan himininn. Skal nú nokkru nán- ar sagt frá sr. Brandi Tómassyni. S íra Brandi var veitt Einholt á Mýrum daginn eftir að hann hafði af- lckið prófi á Prestaskólanum sumarið 18C2. Þar var hann í fimm ár. Þá fékk hann Stað í Hrútafirði og siðan Prests- bakka og þjónaði báðum brauðunum. En þegar Staður var veittur sr. Páli Ólafs- svni frá Mel, sótti sr. Brandur austur að Asum í Skaftártungu. Það kall hélt hann til dauðadags en þjónaði jafnframt öðrum brauðum í Skaftárþingi þegar þau voru prestslaus. Hann var stór- skuldugur Staðarkirkju þegar hann kom að r.orðan. Tók sú innheimta mörg ár og kostaði miklar bréfaskriftir. að mun hafa verið komið fram á sumar þegar sr. Brandur kom austur og prestsetrið í byggingu, enda hafði þá verið prestslaust í Tungunni á annan áratug. Það var því ekki fyrr en vorið 1881 að hann stofnaði til bús í Ásum, keypti ýmislegt af búsmunum, „sem þó ekki eru nærri til hlýtar einungis fyrir fátæktar sakir“. Ein kýr fylgdi staðnum, 40 ær fékk hann á leigu en 60 keypti hann með þeim skildaga „að borga þær með 600 kr. á 3 árum, með 4% rentu“. — Næsta sumar var grasleysi með ein- dæmum og heyjaðist lítið í Ásum. ,.Ég varð meginhlutann að kaupa niður til fóðurs, var allan veturinn gangandi, því ekki gat ég haft reið- hestinn heima, og kúnni, hinni einu, varð ég að koma fyrir með einmán- aðarkomu og sá varð endirinn að ég missti meginhlutann af fénu og líka talsvert af því sem í fóðrum var, því hér í Leiðvallarhreppi var fellir- inn greypilegur, einkum í Skaftár- tungu, og það svo að talsverður skort- ur er hér fyrirsjáanlegur á þessum vetri og má búast við fullri neyð, ef góðum Guði ekki þóknast að senda björg af sjó, t.d. sílareka eða fiski- afla, sem hér er þó sjaldgæfur“. Af ánum lifa aðeins 20. Það eru 13 manns.í heimili og skorturinn markar runir sínar á andlit fólksins. Og nú rak hvert hallærisárið annað. Vetrarharðindi og vorkuldar, grasleysi og óþurrkar, basl og bágindi, en gjafa- kornið bjargar svo að fólkið lifir: „al- drei hef ég reynt annað eins eða séð, en þó er fólk í mínu húsi í fullum mætti og holdum og óskemmt, en spart hefur maður lifað og það mjög, en maturinn kjarnfæða, mest aðkeypt í vor, kjöt frá vmnufólki, sem ég gat náð L“ Þannig var lífsbaráttan, og Ásaheimilinu lagðist fátt til liðs í þeirri baráttu enda þótt árferðið skánaði eftir því sem leið á áratuginn 1880-90. ómegðin var mikil, bústofninn enginn, skuldheimtumenn gerðu kröfur í lágar embættistekjur og kaupstaðarferðir voru ekki hollar efnahag þeirra, sem reyndu að gleyma erfiðleikum lífsins yfir staupi í Bakkabúð. Þessvegna var það, að efna. hagur sr. Brands rétti aldrei við eftir það þunga áfall, sem hann hlaut strax á fyrsta búskaparári sinu í Ásum. Þar kom til sá mannlegi breyskleiki, sem mörgum hefur komið á kaldan klaka, það var vínhneigðin. Hún var honum litt viðráðanleg ástríða, þótt hann rækti ensbætti sitt af einstökum dugnaði og frábærum vaskleika eins og síðar mun sagt verða. Það hefur e.t.v. staðið í sambandi við komu sr. Brands austur, að bindindis- málinu er hreyft á fyrsta héraðsfund- inum, sem bann sat í Vestur-Skaftafells- prófostsdæmi. Báru þeir sr. Oddgeir á Felli (síðar í Vestmannaeyjum) og sr. Hannes á Mýrum (d. 1881) fram þá uppástungu að prestar í prófastsdæminu og sóknarnefndarmenn yrðu forgöngu- menn að því að koma í veg fyrir óhóf- lega nautn áfengra drykkja. „Þessa upp- ástungu samþykkti fundurinn, en að skuldbinda nokkurn til að ganga í al- mennt bindindi var fundurinn mótfall- inn“. E n þessi fundarsamþykkt kom að Þ'tlu hsldi í baráttunni við Bakkus. í því stiíði beið hinn ferðafúsi Ásaprestur marga ósigra. Dugðu þar lítt vinsamlegar aðvaranir sóknarnefnda og föðurlegar áminningar biskups. En upp úr öllu þessu að því er virðist vonlausa stríði við örbirgðina og ölhneigðina gnæfir persóna sr. Brands, góðmennið, sem í fátækt sinni gefur sóknarmönnum eftir lögboðin gjóld, klerkurinn, sem prédikar af „and- ríki og krafti, af hug og hjarta hinnar stórgáfuðu, breysku trúarhetju", segir Stefán í Litla-Hvammi í endurminning- um sínum. Hann minnist fermingarföð- ur síns af mikilli hrifningu. Hann segist hafa kynnzt mörgum prestum á lifsleið- inni, og að þeim öllum ólöstuðum taki hann engan fram yfir sr. Brand. Svo mikil hafi verið skyldurækni hans og áfcyrgðartilfinning, að þrátt fyrir drykkjuástríðuna vissi enginn til þess, að hann svo mikið sem dreypti á víni áður en hann gekk að prestverkum, hvort sem það var messugerð, skírn eða hjónavigsla, sem fram átti að fara. c O íra Brandur fermdi Stefán 1 Ásakirkju á trinitatis 1890 ásamt Bjarna Jónssyni frá Leiðvelli. Kvöldið fyrir fermingardaginn, að loknum spurning- um, mælti prestur til fermingardrengj- anna á þessa leið: „Ég hef sagt ykkur það í kristn- um fræðum, sem ég vissi sannast, og lagt áherzlu á það er mér þykir mestu varða. Þið eruð sjálfráðir að trúa eða trúa ekki. Þið eruð alfrjálsir að velja eða hafna. Aðeins vil ég að síðustu ekki láta ógert að bæta við: Guð hef- ur verið mér allt í öllu. Á bann treysti ég í lífi og dauða. Það held ég að ykkur og öllum sé og verði bezt. Hann verndi ykkur alla ykkar ævi“ c O íra Brandur Tómasson var prest- ur í Ásum árin 1880-1891. En auk þess hafði hann þjónustu í öðrum brauðum Vestur-Skaftafellsprófastsdæmis sem hér seg.r: í Meðallandi árin 1881-1884 í Álftaveri — 1881-1888 í Mýrdal — 1885-1886 í Meðallandi — 1885-1888. Á þessum árum voru 2 kirkjur í Skaftártungu og 4 í Mýrdalnum. Munu ekki aðrir prestar hafa haft eriiðari prestsþjónustu á landi hér — hvorki fyrr né síðar — en sr. Brandur hafði þau misseri er hann þjónaði beggja megin Mýrdalssands. Til að sýna hvern- ig þessi þjónusta var rækt, skal hér birt skrá yfir messur sr. Brands, frá trinitat- is til eðventu 1885 og á útmánuðum 1886. 1885. 1. sunnud. e. trin.: 2. — - — 3. — - — 4. — - — 5. — - — 6. — - — 8. — - — 9. — - — 10. — - — 11. — - — 12. — - — 13. — - — 14. — - — 15. — - — 16. — - — 17. — - — 18. — - — 19. — - — 20. — - — 21. — - — 22. — - — 23. — - — 24. — - — 25. — - — 1. sunnud. í aðventu Messað að Asum — — Búlandi — — Dyrhólum og Höfðabrekku — — Þykkvafoæjarklaustri Prestur í Reykjavík Messað að Sólheimum — — Búlandi — — Ásum — — Þykkvabæjiarklaustri — — Reyni og Höfðaforekku — — Búlandi og Asum — — Þykkvabæjarklaustri og Höfðabrekku — — Reyni og kom að Sólheimum fyrir ákveðinn tíma, en varð ekki messað af því að söngmenn vantaði. Mjög mik- ið óveður — — Búlandi og Asum — — Þykkvabæjarklaustri — — Reyni og Dyrhólum Prestur í langferð Messað að Ásum og Búlandi Messufall Þykkvabæjarklaustri. Allir karlmenn fjarverandi í fjallgöngum Messufall Asum, sóknajrmenn margir nýfamir það- an úr samkvæmi Ekki messa. Prestur staddur í Mýrdal, varð ekki messað fyrir kafaldsbyl. Hvergi messað. Prestur á hreppsnefndarfundi. Hann gegnir oddvitastörfum. Messað að Reyni — — Þy kkvabæj arklaustri — — Ásum — — Búlandi 1886. 3. sunnud. e. þrettánda 5. — - — 1. sunnud. í 9 vikna föstu 2. sunnud. í 9 vikna föstu Sunnud. í fiöstuinngang 1. sunnud. í föstu Messað að Asum — — Búlandi Ekki messað að Þykkvabæjarklaustri því að veður var ófært — prestur til istaðar Ekki messiað að Asum, prestur til staðar, gaddur mikill og ófærð Messað að Búlandi — — Þykkvabæjarklaustri — — Höfðahrekku —• — Reyni — —- Dyrhólum 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. júnl 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.